Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 4
\ 4 T í M I N N _______i Svona eru vestfirzku fjöllin. Fjallið, sem er nœr, er Hrafnaskálanúpur, en fram undan honum sést á Barðann. fJndir Hrafnaskálanúpi er gönguleið út á Ingjaldssand. hér við land. Þegar það fylgir svo með, að úrkomur eru miklar og það bæði rign- ing og kafald, er það auðséð, að þeir, sem sækja þar lífsbjörg í fang frjálsar nátt- úru, eiga oft við óblíð veður. Það eru því margir, sem geta sagt eins og Matthias: Snemma mig vandi við vos Vestfjarða harðsnúin byggð. íj; iþ "i' Ég hygg, að færa megi sönnur á það, að vestfirzkir bændur standi mörgum framar í heyskaparmenningu eins og ég vil orða það. Þeir eru í fremstu röð með það að verja hey sín í óþurrkum, og votheysverk- un er þar með mesta og almennasta móti. Þetta mun einkum eiga sér tvær ástæður. Sú er önnur, að þar eru menn yfirleitt vanir litlum heyjajörðum og leggja því rækt ylð nýtni og þrif og reyna að vaka yfir hverju strái bæði lausu og föstu. Hin er sú, að margur hefir það lundarlag, að hann á erfitt með að sætta sig við að láta undan og gefast upp. Margar ^ögur eru sagðar um ákafa eldri manna við verk. Það var sagt um einstaka ákafamenn, að þeir hefðu ekki sofið meðan á túnaslætti stóð, annað en það sem þeir lögðu sig í slægjunni með brýnið undir höfðinu. Þeir reistu það upp og hvildu með hnakkann á endanum. Þegar svo brýnið datt, vöknuðu þeir og tóku til óspilltra málanna við sláttinn. Sagt var um bræður tvo, sem reru saman til fiskjar, að þeir hefðu sótt fast sjóinn og oft geymt sér að gera að fiskinum, þar til veður breyttist. Mátu þeir meira að róa á nýjan leik og flytja meiri fisk á land. Því var það eitt sinn, að kjör stóðu dögum saman og reru þeir viðstöðulaust framan af vikunni, unz kominn var fimmtudagur. Vildi þá annar , þeirra fara að gera að aflanum, en hinn úrtaldi það og sagði: „Það skemmist aldrei, unginn minn góður, sem á land er komið.“ Slíkar sögur ábyrgist .ég ekki, hvorki af sjó né landi. En núlifandi kynslóð man eftir formönnum, sem svo voru ákafir, að þeir klæddu sig aldrei til fulls eins og aðrir menn. Sá var einn, sem aldrei hneppti nema öðru axlabandinu á olíubuxunum, en léti hitt hanga að aftan. Annan vissi ég, sem aldrei hneppti að sér buxnaloku í ver- inu. H* H* Siðustu árin hefir ýmislegt, sem minnir á þessa hluti, komið í Ijós, þó að margt breytist. Bóndi einn roskinn hafði dottið af hestbaki og komizt við og sótti gigt að. Hann hélt þó ekki kyrru fyrir, en fór út í fjárhús, sem þar var i smíðum, og tók að hlaða jötubálkinn, þótt hann væri svo illa haldinn, að hann gæti ekki rétt sig upp og þyrfti að skríða. Verkstjóri um borð í skipi hugði að því, hversu brugðið væri á poka, sem upp skyldi draga úr lestinni. Slóst þá krókurinn undir augabrún hans og festist þar og tókst mað- urinn á loft með pokanum. Hann kallaði þá til manna sinna: „Hífið þið hægt! Mað- ur á króknum Húkkaður í auga. Eiríkur sjálfur." Bóndi vatzt til í öklalið og bólgnaði fót- urinn, svo að lítt mátti í hann stíga. Þetta var á hæstum slætti, en bóndi liðfár. Hann hafði aðeins börn sín á unga aldri og konu sína, sem auk þess þurfti að annast bæjar- verk. Hann lagðist ekki fyrir en lét krakk- ana beita hesti fyrir kerru og ók út á engj- arnar. Þar gat hann staðið á öðrum fæti við sláttinn og stuðzt við orfið, þegar hann færði sig til. Að kvöldi lét hann svo aka sér heim aftur. Fárviðrisnótt éina fauk járnþak af fjár- húsi hjá bónda, þannig, að plötur losnuðu ein og ein. Bóndi hljóp til, eftir því sem þær fuku, greip þær og dró til hliðar og grýtti þær niður. Tókst honum svo að bjarga þeim flestum. Það kann mjög að orka tvímælis, hvort það sé rétt að ganga fram með því ofur- kappi, sem þessar sögur lýsa. Það verður jafnan erfitt að meta, hvað menn eigi að taka nærri sér og hversu miklu rétt sé að hætta í hverju tilfelli. Ég ætla ékki að ger- ast dómari í því máli að þessu sinni. Ekki ætla ég heldur að fullyrða neitt um það, að hér komi fraip vestfirzk séreinkenni. Um það má hver halda það, sem hann vill mín vegna. En þessar sögur eru dæmi úr lífsbaráttu íslenzkrar alþýðu frá síðustu tímum. Þau eru sannar og hversdagslegar myndir frá Öldruð kona með ullarþvœli í potti i hlóðaeldhúsi. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.