Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 21

Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 21
T f M I N N 21 — Já, ætli ekki það. — Þá fer ég að búa um. „Það byrjaði með því, að mér var boðið þangað í kaffi, heim til foreldra hennar. Hún var með hvíta svuntu, stúlkan hérna, og þá sá ég, hve lagleg hún var fullvaxta. Þegar ég hugsa um það eftir á, er mér næst að halda, að mér hafi verið boðið þangað í þeim vændum, að svona færi, en það má ég þó ekki segja við hana. Þeim duldist auðvitað ekki, að maður var verk- fús og reglusamur. Ekki þurfti maður held- ur að stofna til skulda fyrir húsgögn, spari- skildingarnir nægðu. Það var móðir hennar, sem mestan þátt- inn átti í samfundum okkar fyrst í staö, en'hvernig sem því annars vék við, þá fór okkur raunar að þykja vænt hvoru um annað. Augun í henni leyndu því ekki, að hún var fegin, þegar ég kom, og þá fór á sömu leið fyrir mér. Mér hlýnaði ósegjan- lega, og ég fagnaði i hjarta mínu. Einstaka stúlkur fella hug til roskinna karlmanna og bindast þeim. Brúðurin horfði stoltslega á gljábrúnu hnúðana á göflum nýja dragrúmsins, þeg- ar hún tók af því hvitu ábreiðuna og fór að hrista upp rúmfötin, er sum voru ný, en önnur erfðagóss frá ömmu hennar í Ugluhreiðri. Úr klæðaskápnum tók hún fram spánný lök með knippluðum bekkj- um. Ábreiðan var rauð og eins á báða vegu. Brúðurin strauk þetta mjúklega og sagði, án þess að líta fram í eldhúsið: — Við svona fínt hefir maður aldrei legið fyrr. Það er víst finna hjá okkur en öllum öðrum á búgarðinum. — Það er að minnsta kosti vandað, það litla, sem við eigum. Og greitt út í hönd. Hann hallaðist lítið eitt fram, svo að hann sæi hana betur, og héít áfram að hugsa. „Hún var ekki fædd, þegar ég fermdist, og nú erum við gift og eigum að ganga til sömu sængur. Það er eins og þær þroskist hraðar en við karlmennirnir. Enginn get- ur sagt annað en að hún sé fullkomlega hlutverki sínu vaxin. Gaman væri þó .... að dreypa á ofurlítið meira víni .... á því- líku kvöldi. Kollurinn finnur aðeins fyrir því, sem hann hefir fengið. Og það er víst þess vegna, að hann lætur hugann reika um heima og geima í kvöld.“ Brúðurin dró niður í lampanum, þegar hún hafði lokið við að búa um, og nú hreyfði hún sig fölhvít þarna inni. Brúð- guminn horfði glaður og forviða á hana, húsgögnin og veggmyndirnar. „Þetta á ég allt,“ hugsaði hann. „Hverja einustu ögn, sem er hér inni. Stúlkan þarna fyrir innan — það hefir víst ekki verið alveg út í bláinn, að það skyldi falla í minn hlut að hlaupa eftir hjálp, þegar hún var að koma í heiminn. Ég gerði það, að kalla má, fyrir sjálfan mig. Það eru fáeinir drop- ar eftir í flöskunni, ég lýk við þá .... svo getur hún fleygt flöskunni." — Ég skal taka til vinnufötin þín, sagði brúðurin, þegar hún kom aftur fram. Svo að þú losnir við að leita að þeim í bítið í fyrramálið. Að þú skulir þurfa svona snemma á fætur! Þú hefðir gptað beðið um frí. — Daginn eftir brúðkaupið? Þú getur nú hugsað þér, að þá hefði gárungunum verið skemmt. Brúðurin svaraði því engu, heldur hvarf inn fyrir. „Dagur er kominn að kvöldi. Lindberg hrýtur hinum megin, heyri ég. Enginn ann- ar veit, þegar maður hrýtur, maður hefir hvílt einn alla sína daga, en sú tíðin er nú kannske brátt á enda, hehe! Maður gekk i hjónabandið í dag, og ef maður hefði verið broddborgari, mundi maður víst vera á leiðinni til Ítalíu eða annars negralands af því taginu. Nú er maður húskarl, og brúðkaupsferðinni er í staðinn heitið í fjós- ið fyrir allar aldir í fyrramálið.Nankinsbux- urnar liggja þarna og bíða. Maður verður víst að klæða sig úr sevjotskrúðanum. Hm, en hvað hún er orðin hljóð þarna inni.“ Þegar brúðguminn gekk inn í herbergið, 'tók hann með sér nankinsbuxurnar til þess að hafa þær við höndina um morguninn. Nýja klukkan suðaði og sló tíu, þegar hann kom inn. — IJrt það þú? spurði brúðurin. Um hvað hefurðu verið að hugsa í allt kvöld? Sérðu eftir öllu saman? % — Onei, ekki geri ég það. En það er skringilegt að hugsa sér, að ég var nærri fullorðinn karlmaður, þegar þú fæddist, og nú liggurðu hér. — Á ég þá ekki að liggja hér? — Jú, það veit sá eini, en þú skilur: það er eins og þú sért ennþá stelpuhnyðra, í samanburði við mig að segj a .... — Vertu ekki að brjóta heilann um það. Ég ligg hér og fagna því, hve laglega við höfum búið um- okkur. En þær hrotur í honum Lindberg! Slökktu, áður en þú hall- ar þér. Kotungastorkurinn sárþreytti opnaði annað augað ti.l hálfs. Einmitt, hugsaði hann, jahá. Ég kem í fyllingu tímans. Leifur Haraldsson þýddi. HeildverzlurLÍrL Hekla h. /. Hafnarstrœti 10, Reykjavík. \ Símar 1275 og 1277 Vœntanlegar eru til landsins í desembermdnuði enskar mjalta- vélar, bœði með s'érstökum b/enzínmótor og rafmagnsmótor. GASCOIGNES-mjaltavélar hafa fengið margra ára reynslu í Englandi og hlotið viðurkenn- ingu enska landbúnaðarráðu- neytisins. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er spenaútbúnaðurinn mjög einfaldur og því auðvelt að halda honum hreinum. Nánari upplýsúigar gefa einka- umboðsmenn GASCOIGNES (READING) Ltd. á íslandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.