Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 20

Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 20
20 T f M I N N og hann missti af mér. Það hefir kannske verið hastað á hann.“ — Við ljúkum við það, sem eftir er af líkjörnum, hjónakornin, stakk brúðurin upp á og kom fram í nærklæðunum. Það tekur því ekki að geyma þetta lítilræði. — Já, helltu bara í glösin. „Þegar ég átti ófarinn skamman spöl að Ugluhreiðri varð ég hræddur um, að ég hefði farið of hægt, og tók til fótanna á ný. Ég þaut eins og byssubrenndur inn i bæinn án þess að kveðja dyra, og gamla konan tókst á loft, þar sem hún sat. Síðan lét hún á sig gleraugun og horfði forviða á mig gegnum þau. ■,Nú er komið að því,‘ stundi ég upp. ,Jæja, þú segir það,‘ svaraði gamla kon- an. ,Ég ætti þá líklega að hypja mig. Tylltu þér þá og súptu í þig kaffidreitil, á meðan ég smeygi mér í annan kjólgarm.' Þegar við lögðum af stað, troðfyllti gamla konan vasa mína af harðabrauði. Ég droll- aði á eftir henni til þess að njóta útivist- arinnar svo lengi sem kostur var á, og grái kjóllinn hennar flaksaðist til og hvarf á miili grenitrjánna fyrir framan mig/ — Skál, sagði brúðurin. í ferskornu hálsmálinu á skyrtunni hennar var laufaborði. Hann kipptist lítið eitt til við hvert hjartaslag hennar. — Nú erum við gift, sagði hún og brosti, svo að skein á hvítar tennumar. — Já, það erum við. Skál fyrir þér. „Alla leiðina heim var ég að maula í mig harðabrauðið, og þegar því var lokið, umsneri ég vösunum og stráði mylsnunni í mosann. ,Hana geta fuglarnir tínt i sig/ hugsaði ég. ,Eða skógarmýsnar.' Ég fékk snuprur hjá fjósakarlinum fyrir að hafa verið of lengi í burtu. Ég vann ekki fyrir daglaununum mínum, minnir mig, að hann héldi fram. Það var svo skuggsýnt í fjósinu, að ekki sást annað en hvít hornin á kúnum, þegar þær hristu hausinn eða rifu í sig hálminn. Heima hafði ég ekki lyst á hveitibrauðssneiðunum tveimur, sem ég fékk með kaffinu, og mamma hélt, að ég væri lasinn.“ Þegar brúðurin var búin að tæma glasið sitt, opnaði hún matgagnaskápinn og horfði aðdáunaraugum á borðbúnað, sem stóð i hillunum. Það var brúðargjöf frá ættingjunum. Brúðguminn lét sér fátt um finnast áhöldin í matgagnaskápnum, en hann horfði á hraustlegan líkama hennar, þar sem hún stóð i nærklæðunum, álút og hugfangin. Hann fagnaði því að nýju, að hún var honum gefin. Svo leið hugurinn aftur i tímann, til þess dags, er hún fæddist. „.... Jahá, um kvöldið heyrði ég, að það hefði orðið stúlka, og að gamla konan í Ugluhreiðri héfði komið alveg mátulega. Ég heyrði krakkaangann margsinnis orga, þegar ég gekk fram hjá bænum, þar sem þau áttu heima. Einu sinni var móðir henn- ar ifieð hana á handleggnum, þegar það var kerlingaboð heima hjá mömmu. Hverj- um gat þá dottið í hug .... hum, að þetta yrði úr? Síðan minnist ég hennar ekki að neinu sérstöku fyrr en árið, sem ég gegndi her- skyldu. Þá var hún lítil barnaskólastelpa, söðulnefjuð og með langa fléttu i hnakk- anum. Hún hneigði sig fyrir mér, horfði aðdáunaraugum á einkennisbúninginn og ávarpaði mig „herra“, þegar ég talaði við hana, haha! Síðan leið aftur æðilangur tími, þangað til ég veitti henni eftirtekt. Það var, að mig minnir, þegar hún byrjaði að hjálpa til við uppskeruna á akri óðalsbóndans. Hún knippaði öxin á eftir mér einn daginn, og þá fór að votta fyrir því, að hún mundi ætla að verða þokkalegasti kvenmaður, sem hún líka er.“ Þegar brúðurin var búin að horfa nægju sína í matgagnaskápinn, tók hún nýjan, gljáfægðan koparskaftpott ofan af arin- hillunni og skoðaði hann með ánægjusvip. „Síðan liðu aftur nokkur ár. Karlar og kerlingar stríddu mér oft með því, að ég fengi mér ekki konu. Sögðu, að ég væri al- veg ónýtur við stúlkurnar. Og það var ég reyndar, það var eins og ég væri að bíða eftir henni þarna. Ekkert liggur á, hugs- aði ég alltaf. Hún var skiljanlega úti með hinum ung- lingunum, dansaði og ærslaðist, en ekki held ég, að hún hafi haft augastað á nein- um öðrum. Að minnsta kosti bölsótuðust strákarnir yfir því, að þeir kæmu engu tauti við hana. Sjálfur var ég hættur að fara út á kvöldin, ég sat mest heima. Ég lagði svolítið til hliðar af kaupinu mlnu, og það kom sér vel að eiga það núna.“ Gegnum þilið heyrðist dauft hljóð, eins og hlutur væri dreginn til í hinni íbúðinni. — Nú eru þau að búa um sig fyrir hand- an hjá Lindberg, sagði brúðurin. Það er kanhske bezt, að við gerum það líka. Þú þarft víst að fara á fætur klukkan fimm eins og venjulega? KAUPFELAG HELLISSANDS SANDI Viðskiptavinir nœr oq fjjœr! IUunið, að vér seljjuni allar fáanlegar átlcndur og innlendar nauðsgnfavörur, þar á meðul byggingavörur, kol og sult. Starfrækjnm sláturhús. Tökum landbúnaðar- og sjávarafurðir í umboðssölu SAMVÍlViVl/MEiVIV; Muwið eftir innlánsdeild kaupfélagsins. Látið kaupfélag gkkar ávaxta spariféð (jfeéiíeg. jóf! Gott oa faráœft Lomancli árl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.