Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 24

Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Ouö Auui L-i a Ái Lauslega þýdd úr dönsku. TAK HJARTA MITT. TOVE DITLEFSEN. Svo tak mitt hjarta í hendur þínar, en haltu varlega um fjöregg mitt, — mitt rauða hjarta, — því það er þitt. Það slœr svo rólega, hljótt og hpegan, það hefir elskað og þolað sitt. Nú er það rölegt. — Nú er það þitt. Það getur sœrzt og það getur liðið, í gleymsku hverfur því þetta og hitt. En gleymir áldrei að það er þitt. Það svaf svo væran í styrk og stolti, við stóra drauma það skemmti sér. Nú er það bugað. — En bara af þér. GÆF AN. GRETHE HELTBERG. Og það var ég, sem þráði og ól í þeysiveðrum gœfudraum, sem ólmum hesti hleypt sé fram með hringað brjóst, við lausan taum, einn trylltur sprettur, tákmarkslaus, við trumbuslátt og feginshróp og glœsibrag og glaum. Og það er ég, sem þekki og finn að þetta er gæfan, stillt og vær, hin djúpa kyrrð og Ijúfa logn, er lífið hœgt og þögult grær, að gœfan, það er þrotlaus lind úr þraut og gleði samfélags, er tengir sálir tvær. Halldör Kristjánsson. I J Annar okkar var fæddur með móðurmerki, rauðan díl á vinstri handlegg — það var ég. Og það var bamið með móðurmerkið, sem drukknaði!" „Jæja, mér sýnist nú, samt sem áður, ekkert einkennilegt við það.“ „Finnst yður ekki? En það finnst mér. Ég skil ekkert í að þeir skyldu vera svo vitlausir að fara að grafa vitlaust barn! En þér verðið að lofa mér því að minnast ekki á þetta svo skyldfólk mitt heyri. Það er búið að hryggjast og gremjast nóg yfir þessum atburði.“ „Já, auðvitað! Jæja, ég held helzt að ég sé búinn að fá nóg efni í bráðina. Ég þakka yður hjartanlega fyrir ómakið. Ég get ann- • ars ekki hætt að hugsa um það, sem þér sögðuð áðan um jarðarför Arons Burr. Það var afar einkennilegt. Þér vilduð kannske vera svo vænn að segja mér hvers vegna þér álituð Aron Burr svona merkilegan mann.“ „Hvers vegna? Ó! Það var svo sem ekk- ert sérstakt. Margir hefðu ekkert tekið eftir því, en mér fannst það nú svona merkilegt. Hlustið þér nú á: þegar líkræð- unni var lokið, kistan komin út á líkvagn- inn og líkfylgdin að raða sér upp til þess að lalla út í kirkjugarðinn, þá sagði Aron Burr að hann hefði gaman af að sjá hvern- ig þetta tæki sig út, og svo klifraði hann upp í ekilssætið og settist við hliðina á ökumanninum." Ungi maðurinn kvaddi mig með djúpri hneigingu. Mér þótti leiðinlegt hvað hann þurfti að flýta sér mikið að komast af „ stað. Hann var býsna kyndugur að rabba við hann. „Ef et betra telk“ Pramhald af bls. 13 ætluðu að yfirstíga hið illa, en það tortímdi þeim. Dæmi þeirra þykja merkileg, af því menn trúa því, að þau séu rétt. — Margir hafa reynt að hagnýta hatrið til fulltingis sér og sínum málstað, einstakir menn, flokkar og heil þjóðríki. Sumum hefir tek- izt þetta til ægilegrar fullnustu. Þess vegna flakir veröldin í sárum. — Svo langt hefir ekki rekið hér, sem betur fer. Þó skulum vér ekki miklast svo mjög meðan vér höt- um hver annan. Það ætti að vera oss minn- isstætt, að andúð þjóðarinnar og flokka- dráttum hefir eitt sinn verið snúið gegn henni sjálfri. Slíkt gæti enn orðið. Mörgum vaxa í augum hin efnalegu verð- mæti, sem farið hafa forgörðum á síðustu árum. Hin andlega og siðferðilega tortím- ing er þó miklu meiri og háskalegri. Eng- um getur dulizt, að mannúð og réttsýni hafa goldið mikið afhroð í ófriðnum, en hatur og harðýðgi þróazt að sama skapi. í þessu er fólginn ósigur allra, einnig sig- urvegaranna sjálfra og hlutlausra þjóða. Þó kirkjur hrynji og borgir brenni, má reisa þær úr rústum á ný, fegurri og betri en áður var. En þegar menn geta horft með köldu blóði á þjáningar annarra, þeg- ar réttur lítilmagnans er að engu hafður í nafni einhvers ríkis eða stjórnmálastefnu, þegar sparkað er í fallinn mann og lygin leidd í sannleikans sess, þá er tekinn að síga-sá grundvöllur, sem menning vor hvílir á. Og hver getur hafið hann á ný? — Þótt menn tali tungum engla um lýðræði og réttlæti, frið og bræðralag, þá stoðar það lítið, ef þeir blóta hatrið á laun. Miskunn- semi og sannleiksást eru hinar einu ör- uggu varnir mannsins gegn mönnunum, hin eina trygging hans fyrir frelsi sínu og lifi. En ef frá henni er horfið, virðist vandséð, hvar niður komi. Þá virðist ein- hver tilgangur geta hélgað öll meðul. Þekk- ingin í öllum sínum mikilleik er ekki ein- hlít, og getur dregið til falls, ef hún stjórn- ast ekki af mannlund, því að þar, sem brjóstin hætta að geta fundið til, gróa ekki framar hin góðu blóm, heldur^ eitraðar jurtir ofstækis og hermdarverka.” Vissulega erum vér í hættú, íslendingar, ef réttur hins sterka á að ráða og kaldrifj- uð rök að koma í stað mannú'fiar. Hver skyldi þá hirða um oss, 120,000 sálir, ef aðrar og voldugri þjóðir þættust þurfa að þröngva oss? Með því einu móti, að vér ræktum samhug vorn og þjóðarvitund, getum vér vænzt þess að fá rönd við reist. III. Steinóða stormur haturs hefir geisað um löndin og grandað mörgu, sem oss þótti mikils um vert. Én nú horfum vér á hrörin og verður torvelt, líkt og Agli forðum, ætt- föður vorum. „Ef et betra telk“ er boð- skapur hans til vor. Þannig sættist hann Við guð sinn og þá lífið að launum, því að samúðin ein orkaði að hefja hann af skipreka ævi sinnar. En sagan segir, að eftir þetta ætti hann hvorki í mannvígum né málaferlum. Lækning hans var alger. Oss er því hollt að.koma inn á hvílugólfið í skálanum á Bprg, þar sem hinn heiðni víkingur berst til sigurs við sjálfan sig. Því skyldum vér þá ekki brjóta odd af of- læti voru, eins og hann, og telja hið betra, þó að oss vaxi hið verra í augum. Því skyldum vér ekki bera sáttarorð og leggja þeim gott til, sem að er hallað? Vissulega gegnir það öllum vel og þó sjálfum oss bezt. — Af speki hjartans, af „æðri skiln- ingu“ skáldsins fann Egill, hvað helzt mátti að haldi verða í skiptunum við hin hinztu rök. Þess vegna lýsa orð ihans enn líkt og hreinir kyndlar í nótt sögunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.