Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 8
8 T í M I N N \ stofnunin komst undir héraðsskólalögin 1929 og Björn Guðmundsson, sem frá byrj- un h'afði verið samstarfsmaður sr. Sig- tryggs, tók við skólastjörn. Mér er þetta mál e. t. v. of skylt til þess. að ræða margt um það. En það mun vera sammæli margra, að skóli sr. Sigtryggs hafi verið hin merkasta stofnun. Margt hefir nú breytzt frá því sem þá var. Núps- skóli hefir nú fleiri nemendur, miklu meiri húakynni og á allan hátt er ytri aðbúð miklu betri. Einnig nýtur skólinn stjórnar og forustu hins ágætasta manns, þar sem er sr. Eiríkur Eiríksson. En þó er ekki ann- að hægt en að sakna persónulegra áhrifa sr. Sigtryggs. Persónuleg áhrif eru veiga- mesti og merkasti þáttur í öllu uppeldi. Þröng húsakynni leiða til nánari og meiri samveru og skapa því skilyrði fyrir nán- ari persónuleg áhrif og meiri mótun. Sömu- leiðis gætir persónulegra áhrifa meira í fá- mennum skóla. Þannig fylgir oft hinni ákjósanlegustu þróun og framför nokkur breyting, sem ekki er æskileg. Flateyri við Önundarfjörð. Þorpið kemur mjög við þróunarsögu útvegsins. vegna þess, að þeir væru svo sprenglærðir. Margt mátti eflaust finna að þeirri hlið- inni, sem von var, því að skólarnir höfðu stuttan starfstima en fjölbreytt verkefni, en undirbúningsmenntun nemenda mis- jöfn og stundum lítil. En þessir búfræð- ingar áttu annað, sem meira var um vert en nokkur fræðileg þekkingarstig, þó að góð séu. Það var lifandi áhugi. Þetta vorú menn, sem höfðu áhuga á því að læra eitthvað til gagns og vera einhverjum til gagns. Stundum var það tilviljun, að þeir fóru til náms í búnaðarskólana og stóð í beinu sambandi við þröngan fjárhag. En sá þáttur, sem þessir menn áttu í framför þjóðarinnar, varð oft undra mikill. Svo að ég haldi mér við það, sem ég er kunnugastur, nefni ég tvo menn til dæmis um þessa búfræðingakynslóð. Það eru þeir Hólmgeir Jensson á Þórustöðum og Krist- inn Guðlaugsson á Núpi. Þeir komu sinn frá hvorum skóla, Ólafsdal og Hólum. En í sambandi við komu þeirra úr skóla heim í sveitir þær sem siðar nutu starfskrafta þeirra, varð allsherjarvakning í félagslífi og menningarmálum. Það var liður í þróun, sem heldur áfram. Sú hreyfing, sem þeir vöktu, breytti viðhorfum til félagslegra við- fangsefna og félagsmála alla tíð síðan. Slíkra ágætismanna njótum við allir, sem á eftir komum. Svo héldur það áfram frá kyni til kyns. Torfi Halldórsson á Flateyri var braut- ryðjandi í kennslu sjómanna. Brauzt hann ungur í því að fara utan til náms í Dan- mörku og kenndi síðan ungum niönnum siglingafræði á vetrum. Hélt hann uppi sjó- mannaskóla á heimili sínu í mörg ár. Lærðu þar ýmsir þeir, sem síðar urðu dugandi og merkir skipstjórar, þó að ekki séu hér nefndir. En af slíkum brautryðj- endum fellur jafnan Ijómi á dvalarstaðinn. Er það og mjög að vonum, að slíkar minn- ingar um forústuhlutverk styrki þær radd- ir, sem nú eru uppi, um fastan sjómanna- skóla á Vestfjörðum. rekja þá sögu hér, en aðeins að nefna þetta svo að hneykslunarlaust sé í svona yfir- liti. Um sr. Sigtrygg mætti skrifa langt mál. Hann er fæddur austur í Eyjafirði og alinn -þar upp við lítil efni. Ungur stund- aði hann nám í unglingaskóla hjá Guð- mundi Hjaltasyni. Menntun alþýðunnar var honum frá því fyrsta brennandi áhuga- mál. Hafa gamlir menn við Eyjafjörð lýst því fyrir mér, hvílík nautn og unun sr. Sigtryggi hafi það verið strax í æsku að fræða aðra og leiðbeina. Séra Sigtryggur var fullorðinn þegar hann fór til náms i skóla. Atvikin höguðu því svo þannig, að það urðu Vestfirðingar, sem einkum nutu starfskrafta hans. Sjálf- ur segir hann; að Kristinn bróðir sinn hafi átt með sér allar hugmyndir og ráða- gerðir um skólahald á Núpi. En skemmst er frá því að segja, að sr. Sigtryggur rak þar skóla í meira en 20 ár, eða þar til að Sr. Sigtryggur var alinn upp í fátækt harðindaára. Ýmsar bernskuminningar hans eru bundnar við skort. Hann lifði t. d. einu sinni hálfan mánuð við það, að ekki var annað til matar en ný smásíld og mjólkursopi úr kúnni. Síldin var breidd í flekk og þurrkuð og siðan höfð til matar eins og hún lá. Búksins var neytt en höfuð og innýfli skilið eftir. Á þessu viðurværi þrifust menn vel. Segir hann, að sér hafi síðar þótt vænt um þessa lífsreynslu. Við þetta lærði hann að meta nauðsynjar lífs- ins og að greina á milli þeirra og hégóma. Hann skildi vel þjóð sína og þarfir al- þýðunnar. Sr. Sigtryggur var maður, sem tók krist- indóminn alvarlega og þar með prestshlut- verk sitt. Ég hygg, að allt skólastarf hans hafi verið mótað af slíkri hugsun og til- finningu. Þar kom fram lífsskoðun hins kristna manns, sem tekið hefir vígslu til þess að gera allar þjóðir að lærisveinum og þjónum hinna æðstu hugsjóna. Skap- gerð hans var þroskuð og sterk, svo að rík- Eigi að gera grein fyrir alþýðlegri menn- ingu og menntun héraðsins má ekki fella undan hlut sr. Sigtryggs Guðlaugssonar og skóla hans. Það er þó ekki ætlunin að $ Suðureyri við Súgandafjörð — fallegt þorp með nœr 400 íbúa. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.