Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 5
T í M I N N 5 þeirri baráttu, sem alþýða landsins hefir háð fyrir sjálfstæðri tilveru sinni. Og hvað sem annars má um þau segja að vissu leyti, hygg ég, að við megum öll vera stolt af því, að kynstofn okkar á til slíkt kapp og hörku. Sá stofn, sem slíkur mergur er í, er líklegur til þess, að bera margar glæsi- legar greinar. Slíkur áhugi og einbeittni í vörn og sókn, kallar fram ýtrustu krafta manna og gerir þá að hetjum. Þannig er vegurinn til lífsins. Á FARALDSFÆTI Samgöngur á Vestfjörðum hafa jafnan verið erfiðar, svo sem vænta má í slíku landslagi. Vegir milli sveita liggja oft yfir brattar hlíðar um einhver skörðin i fjall- garðana, og eru þau sum enganveginn djúp. Annars eru Vestfjarðafjöllin svo sem ekki < há. Það verður okkur ljóst, þegar við gæt- um þess, að enginn tindur á Vestfjörðum er yfir þúsund metra á hæð. En þetta er svo nálægt og glæfralega bratt. Fjöllin eru svo nærri þvi, að rísa þverhnípt úr sjó í fullri hæð rétt við bæjarvegginn. Því sýnast þau oft miklu hærri en drjúgum hærri fjöll í öðrum »héruðum. Sjórinn hefir jafnan verið mesta flutn- ingaleið Vestfirðinga, en þó hafa leiðir landsins líka verið notaðar. Það var bæði kostnaður og ómak að manna út báta til að fara kaupstaðarferðir, þvi að ekki var álitlegt að fara nema með fullri áhöfn. Auk þess var aldrei að vita nær veður breyttist og þá var allt annað en fýsilegt, að sitja uppi með menn og skip í öðrum firði og bíða þess, að batnaði, svo að öldur úthafsins yrðu færar heim. Vegna þessa voru kaupstaðaferðir oft farnar á göngu yfir heiðar. Það var ekki heldur svo ýkja- mikið, sem menn fluttu úr kaupstaðnum, að það tæki því að láta sig muna um að leggja það á bakið. Úr Önundarfirði og Dýrafirði fóru menn oft í kaupstað til ísafjarðar og er það erf- iður fjallvegur. Hæfilegur baggi á full- hraustan mann þótti 60—70 pund. Þótti bezt að bera bæði í bak og fyrir. Voru þá pokarnir tveir bundnir saman og hengdir á öxlina. Sá, sem var í fyrir, var miklu létt- ari. Einstakir afburðamenn báru mun meira en þetta, svo sem Guðmundur Justs- son, sem bar 100 pund í bak og 20 í fyrir frá ísafirði og innst inn í Dýrafjörð á einum degi. Hann tók ekki alltaf af sér byrðina, þó að hann kæmi við á bæ og fengi að drekka. Honum var nóg aö halla sér áfram og styðja höndunum á hnén. Ófœra i Önundarfirði. Kvíacer að Lokinhömrum í Arnarjirði. Á bœnum er tvibýli, og báðir bœndurnir fœra frá. \ Við það sagði hann að liði strax úr manni. En þá var hann að flýta sér og vildi ekki láta þá, sem eftir voru, komast á undan. Svo var þetta tiltekið heljarmenni. Þegar á það er litið, að skíði tíðkuðust ekki á þessum tímum vestra, er það full- Ijóst, að oft hefir verið þungt undir fót með varninginn heim. Auk þess voru hengjur og hörkur, sem þurfti að varast. Það var mikill siður að ríða broddstöfum niður hjarnskafla og svell. Skorðuðu menn þá broddstafinn milli fóta sér og renndu sér niður standandi og beittu broddinum eftir því, sem þeim þótti við eiga, — því meira sem harðara var og brattara, svo að hóf yrði á hraðanum. Styrka stafi þurfti til þessa.Væru menn fleiri en broddstafirnir fóru fleiri en einn á staf og það jafnvel þrír eða fjórir. Þótti þá miklu skipta, að hafa öruggan formanninn, en það var sá, sem fremstur stóð og stýrði stafnum. Menn fóru til útróðra við Djúp, víðs veg- ar að af öllum Vestfjaröakjálkanum. Gekk á ýmsu í þeim ferðum, svo sem vænta má. Reyndi þar oft á karlmennsku vermanna, þegar þeir fóru misjafnlega búnir í vetrar- veðrum. Eins reyndi þá líka oft á risnu ýmsra heimila og hæfileika þeirra til að taka á móti gestum. Auðvitað voru ýmsir bæir þannig í sveit settir, að sérstaklega reyndi á gestrisni þeirra, sem þar bjuggu. Er það nokkuð misjafnt, hvernig orð þeir hafa eftirlátið. Til eru nokkrar sagnir um slæmar gisting- ar og eins hitt, að menn væru hvattir til aö halda lengra. Það var t. d. á orði, að bóndi nokkur hefði verið vanur að ávarpa gesti sína eitthvað á þessa leið, þegar hann kom til dyra, og gætti þess jafnan, að verða fyrri til en þeir að bera upp erindi: „Það er gott hjá ykkur ferðamönnunum núna. Hjarn yfir allt og bjart nótt sem dag.“ Sagt er, að fyrir hafi komið, að hann hafi halla aftur bæjarhurðinni meðan á þessari ræðu stóð, til þess að hlífa sjálfum sér fyrir kófinu. Hvað sem hæft er í þessu mun bóndi ekki hafa þótt gera neitt til að laða menn til gistingar, en oft gistu menn þar samt. Heyrt hefi ég eina sögu um það, að fjór- um vermönnum var neitað um gistingu, en dagur var að kvöldi kominn og veður illt. Varð þeim það að ráði að ganga í bæ- inn i forboði bónda eða óleyfi. Sátu þeir þar um kvöldið og var fátt við þá talað. Um nóttina áttu þeir að sofa í einu rúm- fleti allir og fengu þeir eitt teppi til að hafa yfir sér. Það var lúsugt, og létu þeir það fram yfir stokkinn og á góífið. Drukkj- arblöndu fengu þeir um kvöldið og ekki aðrar veitingar. Þeir voru snemma uppi að morgni. Var fátt um kveðjur. Fóru þeir til næsta bæjar og fengu þar máltíð ágæta áður en lengra var haldið. Enga sögu hefi ég heyrt líka þessari og mun þetta og þvílíkt vera einsdæmi, svo langt sem elztu menn muna. Hitt er al- gengt, að heyra getið um viðtökur með alúð og góðvild, þó að hús væru þröng og fátt um þægindi og lí-tið fyrir hendi. Er ástæðulaust að lýsa því hér, hvernig gest- um yfirleitt er tekið og reynt að gera allt, sem hægt er, til þess að þeim líði vel. Það eru gömul og almenn einkenni fólks á landi hér. Og einmitt þess vegna get ég trúað því, að hætt sé við nokkrum ýkjubrag á sögunum, sem ganga um undantekning- arnar, sem auðvitað voru til. GRÓÐUR JARÐAR Það er enginn vafi, að orð Ara fróða um það, að ísland hafi á landnámsöld verið viði vaxið milli fjalls og fjöru, eiga fylli- lega við um Vestfirði. Ýmsir hafa haft tilhneigingu til þess_ að efa þessa lýsingu og draga úr henni. Ég hygg þó, að það sé óþarft. Það er sagt, að eyða hafi verið í skógana, þar sem mýrlent var. þetta kann að vera rétt, en þó er þess að gæta, V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.