Vísir - 24.12.1929, Síða 3
FYRSTU JÓLIN.
Jólaprédikun efiir sira Bjarna Jónsson, dómkirkjuprest.
Hugur minn leitar til hinna fyrstu
jóla. Eg hugsa á heilagri jólanótt um
fyrstu jólin hér á jörð, um h i n a
f y r s t u j ó 1 a g u ð s þ j ó n u s t u.
Aldir eru liðnar, en samt virðist mér alt,
sem hin heilaga saga segir frá, vera svo
nálægt mér. Þá verður í huga mínum svo
náið samband milli fyrstu jólanna og jól-
anna nú. Það er þá ekki aðeins um gamla
sögu að ræða, það er um fögnuð að ræða,
ganna gleði, sem veitist mönnunum nú.
Jólin eiga það töfi'avald yfir huga vor-
uin, að það sem gerðist fyrir mörgum
öldum er einmitt að gerast nú. Spurðu
barnið, sem horfir á jólaljósin og syng-
ur jólasálmana, hvort það eigi erfitt með
að tileinka sér englasönginn. Spurðu hið
þreytta gamalmenni, hvort því finnist
ekki boðskapur jólanna flytja huggun
og gleði, og það nú á þessu augnabliki.
vSpurðu þá, sem sjá æfisólina hátt á lofti,
hvort þeir geti ekki glaðst, eins og börn
á jólum, hvort þeir finni ekki, að gleði
fjárhirðanna í Betlehem sé nú þeirra
eigin gleði.
Eg liefi oft séð undramátt jólanna.
Það hefir oft veitt mér mikla gleði að
veita því eftirtekt, hvernig jólin hafa
fært birtu hinum fátæku og sjúkuphin-
um sorgbitnu og þreyttu. Eg hefi séð
birtuna frá fagnaðarerindi jólanna ná
inn i fangaklefana. Höfum vér ekki séð,
hve náið samband er milli jólaljósanna
og hinna brosandi barna? Hefir þú ekki
séð, hvernig jólabrosið hefir eytt kuld-
anum og deyfðinni og kallað á gleðina.
Kannast þú ekki við, að þér hafi hlýnað
um hjartarætur á jólunum. Ef þú hefir
aldrei fundið þann yl, þá hefir þú farið
á mis við mikið. En live lif mitt væri fá-
tækt, en hve gleði mín yrði dauf ef hægt
væri að taka frá mér minningarnar um
heilög jól, minningar um sælan frið á
heilagri jólanótt. Eg man það, hvernig
eg, er eg var lítið barn, tók eftir því, er
jólin komu. Það er bókstaflega sannleik-
ur i þessu: J ó 1 i n k o m a. Alt er á
fleygiferð, menn eru önnum kafnir. Það
var mánudagur i gær, það er þriðjudagur
í dag. En alt í einu er kvöldmyrkrið fær-
ist yfir verður þriðjudagurinn að sunu-
degi, miklu meir, að alveg sérstaklega
heilagri og hátíðlegri stund. Það er ekki
hægt að lýsa því, en þú veist við hvað eg
á. Þú hefir veitt því eftirtekt, hvernig
jólin koma, og margir, einnig hér í
Reykjavík eiga heilagar bernskuminn-
ingar um jólin, er sungið var með við-
kvæmum fögnuði: Hvert fátækt hreysi
höll nú er, því Guð er sjálfur gestur hér.
Jólin koma og með þeim kemur hin
barnslega gleði, birta kærleika, birta vin-
áttu, hjálpfýsi og trygðar. Þetta er nú-
tíðin: Jólin koma. Þau koma nú í
kvöld. Þau koma til þín. Þau koma til
barnsins þíns. Þau koma til þeirra, sem
eru i margmenninu, þau koma til þeirra,
sem kannast við einveruna. Þau koina
til þeirra, sem eru úti á hafinu, og þau
koma til þeirra, sem fagna bjartri lieim-
ilisgleði.
En jólin koma aí' því að jólin komu.
Það er skær birta yfir liðinni tíð, er sagt
er: J ó I i n k o m u. Frá fyrstu jólunum
til jólanna nú í kvöld sést hin fegursta
Ijósrák. Eg sé bjarmann frá fyrstu jól-
unum, eg sé þann jólabjarma nú í kveld,
og um leið fá jólaguðsþjónustur vorar í
kirkjunni og á heimilunum birtuna lán-
aða frá fyrstu jólaguðsþjónustunni. Á
heilagri jólanótt finst mér, að lagt sé kerti
i hönd mína og við mig sagt: Þetta kerti
er frá fyrstu jólunum. Kveiktu nú á því,
og það mun lýsa þér, svo að vegur þinn
sé í birtu. Með þetta kerti i hendi minni
held eg öruggur áfram vegferð minni.
Eg kveiki á jólakertinu, og fyrstu jólin
sameinast jólunum nú í kveld. Eg er í
kirkju. Það er hátt undir loftið. Kirkjan
er uppljómuð. Stjörnubjartur himininn
er yfir hinni fögru fold: Eg get aldrei
neitað mér um þá gleði ef fagurt er veð-
ur, að ganga hér Um bæinn eða í grend
við bæinn, þegar kyrð hinnar heilögu
nætur gefur bænum sinn sérstaka* blæ.
Eg man eftir svo mörgum unaðsfögrum
aðfangadagskvöldum, og þá hefir jóla-
gleði mín sameinast hugsuninni um
fyrstu jólin hér á jörð. Þá hefi eg' oft yf-
ir hin fögru orð: A himni næturljósin
Ijóma, svo Ijúft og stilt og rótt, og unaðs-
raddir engla hljóma þar uppi’ um helga
nótt. Eg er í kirkju, i jólamessu i hinni
rúmgóðu kirkju náttúrunnar. Það er
kveikt á jólaljósunum, hinuin tindrandi
stjörnum. Eg minnist hinna heilögu
orða: Þá er eg horfi á liimininn, verk
handa þinna, tunglið og stjörnurnar, er
þú hefir skapað, hvað er þá maðurinn
þess að þú minnist hans og mannsins
barn, að þú vitjir þess? (Sálm. 8. 4—5).
Það var munað eftir mönnunum. Það
eykur hátíðina, þegar Ijósin eru tendruð,
og margir eru þeir, sem með brosandi
gleði, já með tárdöggvuðum augum hafa
horft á jólaljósin. Eg hugsa um þá stund,
er í fyrtsa sinn var kveikt á jólaljósun-
um og þeir, sem í kirkju voru, sáu hina
skæru birtu. Það var munað eftir þeim,
sem þá voru i kirkju. Það var hugsað um
þá, þeim var veitt hin mikla jólagleði.
Dýrðarbirta Drottins ljómaði i kringum
fjárhirðana. Fjárhirðarnir voru kirkju-
gestir á hinni fyrstu jólahátíð. Hver veit
tölu þeirra sem hafaverið í kirkju á jólun-
um? Þegar vér hugsum um þá gleði, þá
huggun, þann frið, sem miljónum
manna hefir hlotnast, þegar vér heyr-
um lofsönginn sem nið margra vatna, þá
hækkar einnig undir loft hjá oss og hjart-
að vermist af kærleiksglóð jólanna. Þeg-
ar eg horfi á.börnin, sem stara hugfang-
in á jólaljósin á hinum grænu greinum,
hugsa eg um dýrðarbirtuna, sem ljómaði
kringum hina fyrstu kirkjugesti. Sjáum
vér ekki, hvernig nútið og framtið mæt-
ast?
Eg' er hér í Reykjavík, en eg er einnig
í kirkju með fjárhirðunum og hlusta
ásamt þeim á h i n a f y r s t u j ó 1 a-
p r é d i k u n. Það er búið að halda
margar jólaprédikanir. En hin besta
jólaprédikun er til á prenti, hún er til á
mörg hundruð tungumálum, einnig á
íslensku. Hún er lesin um allan kristinn
heim í kvöld og á morgun. Engillinp
flutti hina stuttu, en efnismestu jólapré-
dikun, og sú prédikun var þannig að
Lesið guðspjallið: Lúk. 2. 1—20.
hennar er þörf nú í dag. Og nú verður hið
sama, sem eg hefi áður bent á. Það, sem
sagt var í fyrstu jólaguðsþjónustunni á
enn erindi til mannanna. Hvernig byrj-
ar ræðan: „Verið óhræddir.“ Þarf ekki
að halda þá ræðu á þessum jólum? Hví-
lik jólagleði að mega tala þannig' til
mannanna, að mega flytja þeim þessa
kveðju: Verið óhræddir. Þá er eg ekki
aðeins með jólakerti i hendi minni, til
þess að birta sé yfir mínum vegi. En þá
er eg einnig sendur með jólakerti til ann-
ara, mer er sagt að kveikja á kertinu hjá
þeim, að kalla á þá burt frá dimmunni
inn í birtuna.
Prédikunin heldur áfram, og hún eykst
að kraf ti og gleði. Það er vaxandi kraftur
i hinni fyrstu jólaræðu. „Sjá, eg boða yð-
ur mikinn fögnuð.“ Hvílíkt jólastarf, að
vera boðberi gleðinnar, að mega tala við
mennina um gleði, miklu meir, mega
f 1 y t j a þeim gleðina, miklu meir,
•mega flytja þeim m i k i n n f ö g n u ð.
Það hefir ekkert dregið úr þessum fögn-
uði. Það er enn í dag hinn m i k 1 i fögn-
iiður. En er hann ekki aðeins handa fá-
einum? Er ekki boðið fáeinum útvöld-
um til þess að fá hlutdeild í þessum
fögnuði? Nei, hlustum á hvað prédikar-
inn segir. Hann talar um hinn mikla
fögnuð, já, liann boðar hann hinum fá-
tæku fjárhirðum. En hann veit, að hann
er handa fleirum en þeiip, því að hann
mun veitast ö 11 u m 1 ý ð n u m. Jóla-
gleðin er handa öllum, hún er handa hin-
um glöðu, svo að gleði þeiiTa verði heilög,
og hún er handa hinum sorgbitnu, svo að
sorgin megi breytast í fögnLið.
Hver er sú gleði, sem á þann mátt, að
hún geti veitt öllum blessun? Með hverju
rökstyður engillinn sitt mál? Eg stend
við hlið hirðanna og lilusta: „Því að“ —
já, með þessu er boðskapur gleðinnar
rökstuddLir — „þvi að yðLir er i dag frels-
ari fæddur, sem er Kristur Drottinn í
borg I)aviðs.“ Þessi orð hafa geymst um
aldir. En á jólunum nú er eins og á fyrstu
jólunum sagt: Yður er í dag frelsari
fæddur. Hugsum um nútíð jóláboðskap-
arins. Gleðjumst yfir því, að hin mikla
jólagjöf er ætluð oss. Við oss er sagt í
dag: Y ð u r er í dag frelsari fæddur.
Gjöfin er handa þér. Það er kveikt á ljós-
unum. Það er kallað á þig. Þú átt ekki að
standa út í myrkrinu.
Hlustum vel á hina fyrstu jólaræðu,
hlustum á fagnaðarboðskapinn, og tök-
um eftir jólatákninu. Við hirðana var
sagt: „Þér munuð finna ungbarn reifað
og liggjandi i jötu.“ Það er horft á þetta
barn í dag. Þetta barn var sent með hinar
dýrustu gjafir til mannanna. Með þessu
barni kom fylling kærleikans til jarðar-
innar. Með Jesú Kristi kom hinn mikli
fögnuður til mannanna barna. Þessi
fognuður hefir nægt kynslóðum mann-
anna á liðnum öldum, hann hefir nægt
hinni einu sál. Þessi jólagleði nægir þér,
ef þú tekur á móti henni, þessi jólagleði
eyðir hverju dinunu skýi.
Prédikunin er ekki lengri. Hún er
nógu löng, því að skýrt og greinilega hef-
ir verið sagt frá því, sem mönnunum
ri&ur á að vita. Á eftir jólaprédikuninni