Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 3

Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 3
)) i! J OLAHU GLEIÐING Eftir síra Friðrik Friðriksson. Barn er oss fætt, sonur er oss gefinn; á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. Nafn iians skal kallað: Undraráðgjafi, guðhetja, ei- lifðar faðir, friðar höfðingi. Hann er liátignarfullur, já fullur af leynd- ardómi þessi boðskapur jólanna. Hann er fullur af huggunarkrafti, mildur og þýður eins og vöggusöngur elskandi móður við litla barnið sitt. Það er afarsælt að gefa sig á vald þessum l)oðskap, eða réttara sagt innihaldi lians, þvi að hann liefir raunverulegt innihald, sem alt af er nýtt, alltaf jafn-kröftugt og jafn-áhrifa- mikið sérliverju mannslijarta, sem tekur á móti því. Fyrst og fremst' hefir það í sér dýrlega minn- ingu, alda gamla, en ógleymanlega. Minningar hafa mikið gildi; þess vegna geyma þjóðirnar minningar sínar eins og helgi- dóma. Sérhver fögur minning úr þjóðlífinu lyftir liuganum, vekur hrifningu í sálunni, og hvetur fram til atorku, og tendrar eld ættjarð- ástarinnar i lijörtum þjóðarinnar barna. Hversu hefir þúsund-áragömul minning úr þjóðlifi voru haft mikið að þýða fyrir oss, íslendinga, á þessu útliðandi ári! Jólin liafa minningu að geyma, eina allra björtustu minningu, sem mannkynið á frá liðn- um öldum. Guðspjall jólanna lýsir þessari minningu, flytur oss í anda aftur til þess tíma, er svo bar við að Ágústus keisari lét boð um skrásetningu ganga út meðal þjóða rikis sins. Þá gerðist sá atburður, sem síðan hefir verið jniðdepill og þungamiðja sögunnar. Þá fæddist það barn, sem englarnir sungu um á Betle- hems-völlum; þó voru hin fyrstu jól haldin. Það hvílir und'ra einfaldleiki og þó hátign yfir þessari frásögu. Hún gagntekur hjartað með gleði og unaðartilfinningu fram yfir flestar frá- sagnir aðrar. Hún hrifur hjartað, svo að það fagnar án þess að fullu að gera sér grein fyrir þeim unaði. En einmitt af því að þessu er þaimig farið, hefir þessi minning liins fjarlæga atburðar orð- ið undirrót að mörgum liugljúfustu minning- um í æfi margra manna. Jólin liafa gefið þess- ar minningar svo að oss verður ljúft að láta hugann dvelja við jólaminningar æsku vorrar. Yér minnumst hinnar óþreyjufullu tilhlökk- unar til jólanna, þegar vér vorum börn; oss fanst jólafastan svo lengi að líða vegna eftir- væntingar þess, sem koma átti. Vér töldum dagana og síðustu stundirnar til hátíðarinnar. Aðfangadaginn var eins og titrandi seiðmagn væri yfir oss; vér gátum varla verið kyr eitt augnablik, og svo kom liátíðin inn í oss og um- lukti oss; sál vor varð kyrlát i oss. Það var eng- inn glaumur né tryllingskæti, lieldur eittlivað dularfult, hátíðlegt, ósegjanlegt, sem gagntók oss. Þannig var það að minsta kosti með mig og eg lield önnur sveitabörn í minu ungdæmi. Baðstofan sem ekki var þiljuð nema að parti varð alt í einu alt öðru visi en vant var. Jólin voru inni i henni, og kertaljósin voru svo dá- samlega hrífandi; að mega kveikja á sinu eigin kerti og sitja og liorfa á það hugfanginn, þar sem það var fest á rúmstólpann. Alt hjálpaðist að: Fólkið prúðbúið og kyrlátt. Alt liið óvenj u- lega í mat og allri umgengni; jólalesturinn og liátiðleikinn, alt varð svo heilagt og heillandi og að mega svo sofna út af með þeirri nieðvit- und, að ljós yrði látið lifa alla nóttina. Slíkar minningar geymast. Væri það nú svo að þessar minningar, bæði liin aldagamla, og þær sem vér eigum úr voru eigin lífi væru hið einasta við jólin, þá gæfu þær samt jólunum gildi fram yfir aðra ársins daga. En nú er því ekki svo varið. Jólaboðskapurinn hefir ekki aðeins minningargildi, heldur hefir liann einnig nútiðarvirkileika í sér fólginn. Þess vegna segjum vér ekki aðeins með orðum jólaguðspjallsins: „En svo bar við um þessar mundir að boð kom frá Ágústusi“ o. s. frv., lieldur segjum vér með spámanninum í jóla- lofkvæði allrar kristninnar: „Barn er oss fætt, sonur er oss gefinn!“ Það er atburður i nútið. Og ef vér viljum eiga hina sönnu jólagleði, þá færum vér áhersluna um eitt orð og segjum: „Barn er oss fætt, sonur er oss gefinn.“ Það er ekki einhvers staðar langt úti i löndum, ekki austur i Betleliem á Gyðingalandi, heldur hér, hér ó íslandi, hér í Reykjavík, og enn þá nær: hér í þessu húsi, sem vér 'erum í. Og enn þá nær: hér inni i þessu hjarta, hjarta mínu og hjarta þínu, sem þessi atburður skeður, sem skeði í Betlehem fyrir nær tveimur þúsundum óra. Þess vegna er lika boðskapur englanna eins nýr i dag eins og liann var fyrir hirðunum í Betleliem: Óttist ekki, sjá eg flyt yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: því að yður er i dag frelsari fæddur: Kristur Drott inn.“ Þá var þetta talað til liirðanna, nú er það talað til vor með sama virkileika og þá. Það er þetta, sem gefur jólunum ævarandi gildi. Og þetta er ekki fullyrðing út í bláinn, því að þetta er lifsreynsla allra, sem tekið hafa þenna boðskap til sín og þrautreynt hann. Enginn og ekkert getur haggað þessári reynslu. Jólaundr- ið rnikla hefir farið fram í hjarta þess manns, sem heyrt hefir þenna boðskap og opnað hjarta sitt fyrir honum. Hann veit, að Jesús Ivristur er fæddur í hjarta hans. Hann veit að þaðan af lifir Kristur í honrnn. Þetta gefur ekki aðeins jólagleði einu sinni á ári, heldur alt árið. Þessi fullvissa er það sem gefur virkilega og sanna jólagleði, sem ekki er háð neinu ytra. Gleðileg jól eru ekki komin undir því, að mikil viðhöfn sé liöfð og nóg sé til af allskonar gæðum ver- aldarinnar, skrautlegum sölum og umstangs- miklum veisluhöldum. Alt slíkt getur verið gott, en jólagleðin á ekki fremur heima þar en i fátæklegu hreysi þar sem skortur er á öllum ytri gæðum. Jólagleðin á heima í hjartanu. Og sé hún þar, þá stendur á minstu um umhverfið. Dýrlegt málverk verður jafn dýrmætt, í hvern- ig ramma sem það er; en hinu dýrlegasta hæfir það besta sem vér getum prýtt það með. Þess vegna er það réttmætt að þeir, sem eiga liina sönnu jólagleði í hjarta sér, „haldi lika upp á“ jólin eins vel og efni leyfa. En þar sem Jesús er ekki fæddur í hjarta mannsins, þar verða jólin og hið veglegasta jólahald tómt og inni- haldslaust, eins og gullinn rammi, gimsteinum skreyttur, utan um listlausa skripamynd. — Sæll er sá sem tekið hefir á móti Jesú Kristi sem frelsara sínum, sá, sem reynt liefir fæð- ingu hins liimneska lífs i hjarta sinu. Sæll er hann i gnægtum og þægindum lifsins, sæll einnig i skorti og vesæld, veikindum og sorg- um. Hann óttast ekki, hann er ekki liáður ytri kjörum. Hann gleður sig i Guði frelsara sínum og leggur alt sitt i hans hönd. Sá maður, sem lifir þannig með Jesú liefir næga huggun i hverju böli. Þetta er ekki staðlaus fullyrðing beldur liin sælasta reynsla allra þeirra sem trú- að liafa í sannleika á Jesúm Krist, Guðs einget- inn son, Drottin vorn. Guð gefi nú yður öllum sem þetta kunnið að lesa, þá jólagleði sem sönn er og lifandi; gefi himneska jólagleði þeim er syrgja, þeim, er þjást, þeim er berjast þungri baráttu. Yður öllum, sem þetta lesið, færi eg boðskap um mikla gleði: Óttist ekki, sjá yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drott- inn, og það er enginn annar frelsari til. Gleðileg jól! Amen. 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.