Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 16

Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 16
VlSIR inum og hún kom til mín um hljóSar nætur. Eg efaðist ekki um þaÖ þá, aÖ hún væri dásamlegasta veran á jarð- ríki, og eg hefi ekki skift um skoðun síðan. Hún var ávalt varfærin og prúð, full af yndisþokka æskunnar og töfrum hljóðlátrar ástar. Hún sagði ekki neitt um hug sinn, en augun töluðu máli hjartans og tóku af allan vafa. — Hún sýndi mér aldrei blíðuhót af fyrrabragði, en hún hneig að faðtni minum, örugg og yndisleg — forvitið barn í ljósaskiftum æsku og fullorðinsára. Og svona gátum við setið stundunum saman i húmkyrð næturinnar. Og ekkert heyrðist, nema straumhviskur ár- innar og hjartsláttur tveggja barna. ÍV. Daníel reis árla úr rekkju á aðfangadaginn. Að fjós- verkum loknum og morgunverði, drap liann á dyr njá fóstra mínurn og kvaðst þurfa að tala við hann í einrúmi. — Hvað er þér á höndum, karlinn minn? — Það er nú svona eins og sitt af hverju, húsbóndi góður, sagði Daniel og settist á kistu við borðið. — Eg vænti þú hafir ekki neitt á móti því, að eg tylli mér hérna. — Já, fagurt er blessaö veðrið, en hvít ætla jólin að verða að þessu sinni, en þá fáum við lika rauða páska og kann- ske blíðutið fram úr — -— Það væri ekki lakara, sagði fóstri minn. — Nei, eg segi það lika. Það væri ekki eins og lakara. ------En svo að eg komi nú að erindinu, þá er það bæði stórt og mikið og eins og flýtur hvað af öðru. — Eg er ekki á eilifu flakki og flangri út og suður, eins og húsbóndinn veit. Nei — ónei. Daniel situr heima, hjá bless- ununum sínum í fjósinu. Þar er nú hans veröld. Og það er góöur heimur, þó að annar betri kunni nú reyndar að vera til. — Heldurðu að þú farir nú ekki að komast að efninu úr þessu? . — Jú, húsbóndi góður, — nú kemur það. — Mig lang- ar nefnilega svo skelfilega mikið til, að fá að syndga ofur- lítið með þinu blessaða leyfi, á þessu háheilaga kveldi. — Einmitt það! Þá ber nú eitthvað nýrra við, Daniel minn. — Já. — Eg hefi nú sloppið furðanlega hingað til —■ nema við erfðasyndina. Hún hefir gengið nærri mér, eins og öðrum, óhræsið að tarna. En nú er svo komið, að mér er strangíega boðið að syndga gegn blessuðum vinunum minum hérna á básunum. Eg veit, að það er ljótt af mér að hlýðnast, en nauösyn brýtur lög, eins og prófasturinn segir. — Hver skipar svo fyrir? — Ekki eg. — Nei-nei — guð sé oss næstur, húsbóndi minn. Þú hvetur engan til syndarinnar. — Og þó að þú kunnir að syndga eitthvað ofurlitið sjálfur, þá jafnarðu það alt upp með góðverkunum. — Þú fyrirgefur, — eg er hreinskil- inn maður. — — En svo að eg víki að efninu, þá er það nú svona, eins og eg leyfði mér að segja fyrir ]>rjátíu ár- um á glaðri stund í hópi lærðra manna — eg sagði það við sýslumann og prófast — mér er engin launung á þvi —- þá er það nú svona, segi eg aftur, að maður verður stundum að syndga á þessum staðnum, til þess að geta gert góðvcrk á hinum.-----------En það er um skipanina að segja, að hún er komin úr himnariki sjálfu, og því er það, að mér finst voðalegt áhættuspil að þverskallast. — Mér hefir verið skipaö að fara að heiman, áður en hringt verður til tiða i kvöld. — Og erindið? — Já, erindið, húsbóndi minn. Er ekki von þú spyrjir. Eg hefði lika spurt í þínum sporum, og er eg þó ekki forvitinn. Erindið er ákaflega mikilvægt. Þú sér það sjálf- ur, að eitthvað hlýtur að reka á eftir, þegar g.'>rna1l ng heimatryggur karlskrjóður rífur sig upp á stórheilögu lcveldi. — — Jæja, — far þú guði á vald, karlinn minn. — Og þakka þér ástsamlega, blessaður öðlingurinn. Eg gekk nú svo sem að því visu, að þú mundir svara á.þessa IeiS. En svo er annað: Hefðirðu nokkuð á móti þvi, að hann Nonni litli fengi að slcondra með mér? — Ekki hið minsta. Hann hefir gott af því, strákurinn. — Það er nú einmitt.það, sem eg var að hugsa. Hann gæti haft gott af því siðar meir. Það gæti verið svona eins og dálitil æfing. Fóstri minn reis á fætur og bjóst sýnilega við þvi, að samtalinu væri lokið. En Daníel sat sem fastast og horfði i gaupnir sér. —r Þú hefir kannske ætlað að segja eitthvað fleira? — Já — ójá — eiginlega. — En eg kem mér einhvern- veginn ekki að því aS nefna það.---------Það var nú bara þetta — sko — hvort blessaður húsbóndinn mundi ekki vilja gera annað góðverkið til — hvort þú mundir ekki vilja ljá mér — bara rétt í kvöld — nýja klæðisfrakk- ann þinn. — -— — Og fleira — var það ekki eitthvað fleira? —■ Eg vona að þú reiðist mér ekki fyrir ofdirfskuna. — Jú, ógnlitið var það nú reyndar, ef eg ma:tti vera svo djarfur. — Mér þætti fjarskalega vænt um, ef eg mætti hafa oturskinnshúfuna þína á höfðinu við svona tækifæri. ■— -----Eg tala nú ekki um, ef silfurbúni stafurinn kæmi lika í lúkuna á karlinum.-------Eg stalst til að láta húf- una á kollinn á mér í gærkveldi, og Nonni sagði að eg væri aldeilis eins og annar maður — gæfi hreint ekkert eftir sjálfum blessuðum eigandanum. — Gæti eg ekki léð þér eitthvað fleira? — Og blessaður öðlingurinn. Það kann nú að vera, að þú viljir brjóta þig í mola mín vegna. Ja — því segi eg það — annar eins húsbóndi.--------Það væri þá helst úrið, eða að minsta kosti festin. Það gæti verið eins og við- kunnanlegra, ef eg skyldi hneppa frá mér, meðan eg lýk erindinu. — Það er þá líklega nóg, að þú hafir festina. — Aldeilis kappnóg. Hún er — sko — aðalatriðið. — Þú ert líklega að leggja út í einhverskonar æfintýri, Daníel minn. — Jæja, sagði Daníel og stóð upp. Það er nú svona hvorttveggja og bæði. Mamma sáluga er farin að verða nokkuð aðsúgsmikil upp á síðkastið. Hún kemur til mín í draumi og skipar fyrir — ráskar endalaust og skipar fyrir, aldeilis eins og hún gerði í lifanda lifi. Og mér þykir eins og vissara að hlýða henni. Daníel gekk til dyra og tók í hurSarsnerílinn. — Og þá er nú bara eitt eftir. Mig langar til að biðja blessaðan húsbóndann að skyrpa duglega á eftir mér, þeg- ar eg fer í dag — svona til fararheilla. — Það hefir sin- ar verkanir. V. Daníel var lengi að tygja sig til farar og vandaði alt sem best. Hann fór til eklabuskunnar og bað um volgt vatn og grænsápu. Kvaðst vera að hugsa um að ráðast í, að þvo sér hátt og lágt, þó að vitanlega væri fullkom- inn háski að fást við slíkt að vetrarlagi. Hann vissi þess mörg dæmi, aS fólk hefði blátt áfram dáið af þvi, feng- ið skæða lungnabólgu eða jafnvel garnaflækju og tauga- veiki. — En óneitanlega væri hressandi að gutla af sér og hafa nærfataskifti stöku sinnum, slökkva í bili óværu- skömmina og fiðringinn, sem hefði það til að kvelja menn um nætur. Hitt væri annað mál og margsannað, að ekki væri ráðlegt, heilsunnar vegna, að uppræta slíkt með öllu. Alt hefði sinn ákveðna tilgang, og þessum litlu greyum væri ætlað aS halda ólukku vessunum i skefjum. Daníel tók volga vatnið, grænsápudallinn, sparifötin, lúsakambinn og nærfötin, og rogaðist með alt saman út t fjós. Eg fór með honum og stakk á mig vasaspegli. — Kvmar lágu og jórtruðu. Við létum alt hafurtaskið i moðbásinn, en í næsta bás var bolakálfur á öðrum vetri. Hann stóð upp þegar og vildi forvitnast um, hvað við hefðum meðferðis. Og áður en varSi, hafði hann náð i sparibuxur Daniels og var tekinn að jóðla aðra skálm- ina. Daníel þreif í buxurnar og hrifsaði þær af tudda. — Nei, heyrðu nú viniirinn, — ætlarðu að éta biðils- buxurnar hans ljósa þíns. — Hann klóraði bola milli hom- anna og klappaði honum öllum. — — Þú mundir sam- gleðjast ljósa þinum, ef þú bara vissir.------— Ja, það er að segja, ef það gengur. Annars mundir þú verða hrygg- ur.------O-já — auminginn — eg þekki þig.-------------Eg þekki hjartalagið ykkar hérna í fjósinu. — — —- Við þurfum að hraða okkur, sagði eg. — Alveg rétt, Nonni minn. Og þá er að byrja á.því, að steypa af sér haminum. En fyrst ætla eg þó að breiða nærskyrtuna mina hérna á bakið á henni Skrautu, svo aS hún volgni ofurlitið. Það væri eins og heldur lakara, að fara að veikjast og deyja núna. Ekki þar fyrir: Eg veit, að mamma tæki vel á móti mér í sínu himnaríki, en mig langar þó öllu meira til Moniku sem stendur. Daniel steypti af sér nærskyrtunni og skoðaSi sig í krók og kring með mikilii aðdáun. — Já, ekki er nú kroppurinn ljótur. Og sennilegast þykir mér, að einhvern tiina hefði svona likami þótt held- ur en ekki fengur í hverja hjónasæng. Boli gerðist ærið forvitinn, er hann sá Daníel allsnak- inn. Hann teygði sig, svo sem hlekkirnir leyfðu, og vildi sleikja fóstra sinn. Taldi karl það mikinn ástúðar-vott og þokaði sér nær. —Og blessuð skepnan. — Já, sleiktu Ijósa þinn — klór- aðu honum á bakinu — hérna -- sko hérna — milli herða- blaðanna — já — svona. — — Og blessaður vinurinn. Það er engu likara en að hann viti upp á hár, hvar mig klæjar allra-allra mest. Hann hefir náttúrlega séð mig nudda mér hérna við stoðina og óðara skilið, hvað að mér amaði. Því segi eg það: Vel upp alinn bolakálfur gerir mörgum manninum skömm. — En tuddinn hirti ekkert um skjallið. Þegar minst varði, brá hann á glens og rak annað hornið i siðuna á „ljósa sinum“. — Daniel rgk upp óskaplegt org, bað guð almátt- ugan að varðveita sig og steyptist á grúfu í moðbinginn. Kýrnar stóðu upp hver af annari og sumar tóku undir óp Daníels. Og þegar þær sáu karlinn alstrípaðan í moð- básnum, urðu þær næsta forvitnar. Daníel leist ekki á blikuna. Honum fanst þetta alt ills viti og grátlegt, að tarfurinn skyldi bregðast sér svona. Hann hefði elskað þennan kálf frá upphafi og hlynt að honum á allar lundir. Og svo lautiaði hann honuin allar velgerðirnar með því, að sýna honum banatilræði. — Og nú lægi hann hér í moðinu, blár og bólginn og rifbrotinn. — Sjaldan væri ein bára stök, og guð mætti vita, nenia hann hlyti enn alvarlegra svöðusár áður en deginum lyki. Eg bað hann taka til þvottarins, því að tíminn væri orðinn naumur. — Eg þvæ mér ekkert — fari það í hoppandi — nema þá kannske rétt um hausinn. Fáðu mér skyrtuna mína, Nonni. Skyrtan hafði svarfast af kusu, er hún reis á fætur, og tróð hún nú á henni í básnum. — Daníel sópaði moð- inu af sér með höndunum og stundi þungan. Þvi næst klæddist hann steinþegjandi. Þá er hann hafði þvegið hár sitt og skegg og kembt sér eftir föngum, bað hann mig að skifta hárinu eins og best færi. Eg skifti í hægri vanga, rétti honum sjiegil- inn og bað hann hyggja að, hvort ekki mætti við una. — Þetta er karla-skifting, drengur. Skiftu þráðbeint upp af miðju nefi. Það gerir sýslumaðurinn. Eg gerði sem hann bað og Iét hann sér það vel líka. — Já, þetta er dálitið annað. En sú um-myndun, dreng- ur. Mér þætti gaman að sjá þann maun, sem sigraði Daniel Enoksson i útliti, þegar hann greiðir sér svona. Eg kvaðst vera sömu skoðunar. — Nú er bara að gæta þess, að það ruglist ekki. Og svo þegar oturskinnshúfan kemur ofan á alt saman, eins og kóróna! — Já, þér er borgið, sagði eg. — Á — heldurðu það! Og svo frakkinn húsbóndans — skósiður klæðisfrakkinn! — Eða þá úrfestin, drengur — logagilt og þrældigur, og silfurbúinn stafurinn í lóf- ann! — Ef eg loka augunum, þá sé eg sjálfan mig, þar sem eg skálma fram eyrarnar. Eg geng hratt, ber höf- uðið hátt, veifa stafnum, legg honum niður í ísinn, lit hvorki til hægri né vinstri. Og þú tritlar á eftir með kollótta prikið. -----o---- Við komumst ekki af stað, fyrr en i rökkurbyrjun. Daniel gekk á undan og stikaði stórurn. Veðríð var ákjósanlegt. Frost í lofti, hægur andvari og lék við norður. Himininn heiður að mestu og stjörnu- bjart. Þegar við vorum komnir spölkorn fram á eyrarnar, rann skarður máni undan Tröllatindi og sló köldum geisl- um á snæviþakta jörð. Eg hafði ekki augun af félaga minum. Mér bar óbland- in nautn að horfa á hann — svo kátlegur var hann í þess- um búningi. Húfan var alt of stór og hafði eg stungið upp á þvi, að tekið yrði stag i hana að aftan. Varð þar eins og skutur á hvolfi og stóð langt aftur af höfðinu. Kápan var óhemju-stór á alla vegu, enda var fóstri minn risi á vöxt, en Daniel i minna lagi. Voru axlarsaumar nær miðjum upphandlegg, pokar miklir á baki og brjósti, en faldurinn nam við jörð. Eg hafði orð á því, að kápan væri í stærra lagi, en Daníel kvað ekki mundi saka. Hún gerði hann bara ennþá höfðinglegri. Við gengum uin túnið á Þórðarseli. Daniel veifaði stafnum, leit niður á frakkann, vatt sér upp á háa þúfu og sagði: — Nú mættirðu vara þig, Nonni, ef eg væri ekki vin- ur þinn. — Eg? Hvernig þá? — Það er stutt af þúfunni þeirri arna og heim í bað- stofuna i Þórðarseli. Og þar situr hún „hin öklaprúða", sem Steini minn á Skarði nefnir svo. Guð hjálpi þér og hcnni og ástaglingrinu ykkar, ef hún sæi mig núna. — En vertu óhræddur, góði minn. Daníel Enoksson er ekki sá maöur, að hann taki einasta lamb fátæklingsins. Þvi næst stökk hann ofan af þúfunni og hélt áfram. En þegar við sáum til bæjar á Trölleyrum, nam hann , staðar og leit á mig. — Nú skyldi eg taka ofan og biðjast fyrir, ef eg mætti hreyfa húfuna vegna skiftingarinnar. — Við göngum rakleitt til bæjar, sagði eg stuttur i spuna. VI. Berðu, Nonni minn — berðu í herrans nafni. Eg ætla að dytta ofurlitið að mér á meðan. Hann hnepti frá sér kápu og jakka og kom þá úrfest- in góða í ljós. Því næst tók hann að strjúka hökuskegg- ið, klauf það í miðju og sneri í vöndla. Eg lét á mér skilja, að honum færi þetta vel. — Trúi því, góöi. Eg hefi séð mynd af einum vold- ugum konungi eða keisara og hann hafði svona skegg — nákvæmlega svona. -— Eg drap á dyr. í sömu svifum ruku hundar upp með. gjammi og óhljóðum inni fyrir. —- Fyrsta kveðjan, sagði eg. — Já, sagði Daníel. Eg er nú ekki eins hárviss nún* og þegar við lögðum af stað. Eg titra hátt og lágt, en verstur er eg þó í hnjánum. Bæjarhurðinni var lokið upp og út ruddust tveir æðis- gengnir hundar. Þeir réðust að Daniel og varð það eitt íangaráö hans, að hringsnúast og verjast með stafnum. En sepparnir espuðust æ þvi meir og gerðu sig líklega til þess að glefsa i hann. Var karlinn allur á hjólum, káp- an flaksaðist i ýmsar áttir og leikurinn barst víða um hlaðið. Eg heyrði að Daníel baðst fyrir og blótaði til skiftis. — Sæll Gvendur minn, sagði eg. — Gvendur var um fermingu og eini karlmaðurinn á bænum, auk Síraks gamla. Hann tók kveðju minni, snaraðist fram á hlaðið og reyndi að stilla til friðar milli Daníels og hundanna. — Þeir eru hræddir við þessa óttalegu kápu, sagði Gvendur, þegar alt var dottið í dúnalogn. í þessum svifum kom Monika sjálf fram i dyrnar. Hún kvaðst hafa heyrt ógnarlega hundgá og læti alla leið inn i búr og ekki vitað hverju gegndi. Daníel hneigði sig djúpt, þegar hann sá Moniku, og þótti mér honum fara það heldur illa. — Guð gefi þér æfinlega góðan dag og gott kvöld, jóm- frú Monika Síraksdóttir. — Sæll og blessaður, Daníel minn. Þú ert sjaldséðui' gestur hérna á Trölleyrum. — Finst þér það? — Já, eg á ekki heimangengt. Samt hefir mig langað hingað síðustu tuttugu árin. Hann stóð keipréttur frammi fyrir Moniku ineS hendui' i buxnavösum. Hann leit niður á sig, eins og ósjálfrátt, Úrkeðjan mikla lá eins og gullstrengur um þveran magann, — Þú lítur inn, vona eg, þá einu sinni þú kemur. — Þakka þér ástsamlega, jómfrú Síraksen. — Síraksen! Já, þú kant að nefna það, Nú er orðið langt síðan maður hefir heyrt þesskonar ávarp. Sú vaf þó tíðin, að nafnið „jómfrú Síraksen“ hljómaði víða, og það á æðstu stöðum. — Nafnið er frægt, stórírægt, sagði Daníel. Eg hefi talað við mann, sem sagðist hafa séð það á prenti. — Mig undrar ekki, þó að maðuriun hafi séð það, sem allir sáu. — En gerið þið nú svo vel. Gangið bara inn eins og þið standið. — Hér er ekki hvítt að velkja —; ekki eru fjalagólfin. Mér bregður við það, eins og sumt annað. Þegar eg var hjá landshöfðingja, hafði eg fimtíii eða sextíu fjalagólf undir stígvélahælunum daglega, en litið eitt minna hjá amtmanni og biskupi. Daníel: Það hefir verið handarvik, að þvo þetta alt sama um hverja helgi. — Fimtí.u til sextíu gólf! Það er eins og meðal tún. — Já, eg má muna tvenna timana. Þarna lifði eg eins og blóm í eggi eða rós í glugga. — Varið ykkur á þrösk- uldinum, piltar! ASvörunin kom i seinna lagi. Daniel steyptist áfram, rak nefið i frostkúlu og fékk blóðnasir. Hann hélt ann- ari hendi um nefið, þegar inn kom i ljósið, og seytlaðí blóð um greiparnar. — Flvaða vandræði, — æ — hvaða skelfileg vandræði, sagði Monika. Hlauptu út, Gvendur minn, — eins og örskot — og sæktu hnefafylli þina af snjó. Þetta er sann- arlega í fyrsta skifti, sem karlmanni hefir blætt í mínum húsurn — svona útvortis, meina eg. — Um hitt — hjarta- sárin — veit enginn nema himnafaðirinn, bætti hún við og stundi. Daníel: Já, guð hjálpi mér og mínum líkum — öllum þessum fallegu, miskunnarlausu harðjöxlum — á degi reikningsskaparins, þegar hjartasárin verða metin. Monika: Æ, — minstu ekki á það. Þú hefir nú vist ekki mikið á samviskunni, Enoksen minn, á móts við suma aðra, bæði karla og konur. — Þurkaðu þér hérna á svuntuhorninu mínu, meðan ])ú bíður eftir snjónum. — Eg vildi vinna til að fá blóðnasir á hverjum degi, ef þú hjúkraðir mér. — Það sagði prinsinn líka. Hann rak sig á hurð og fékk blóðnasir. Og enginn mátti snerta á honum, nema eg. Sá kunni nú að dansa! Ósköp og skelíing getur strák- urinn verið lengi aö ná i snjóinn. — Hann sagði það líka, blessaður kongurinn, að það væri hreinn unaður að sjá okkur svífa eða hoppa um gótfið. — Jæja, þarna kemur þá Gvendur með snjóinn — loksins. — Lofaðu mér nú ‘að hjálpa.---------- — En þær rnjúku hendur, — eins og líknarbelgur eða tunga í nýfæddum kálfi. — — Jómfrú Síraksen! Eg vildi vinna til að mér blæddi til morguns, ef þú héldir snjónum við nösina. —.Jómfrú Síraksen! Mætti eg vera svo fífldjarfur, aö bjóða þér sæti á hné mínu, rétt á meðan. — Eg er að vona, að eg geti haldið á þér. Lær- ið er ófúið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.