Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 20

Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 20
VÍSIR Jólagleði á Urð. Eftir Hans Svebak. Th. Á. þýddi. Hjá Pétri Stórvog, bónda á stór- jörðinni Stóravogi, var Óli í vinnumensku, en Karen var vinnu- kona á næsta bæ, Flatengi. Karen var fjörug, hraust og kát stúlka. Margir bændasynirnir í sveitinni litu til hennar hýru auga, en hún var ekki annaö en fátæk og um- komulaus vinnukona, og manna- munurinn var mörgum unglingn- um áhyggjuefni og hemill á ham- jngju þeirra. Óli var knár piltur, spengilega vaxinn, fríSur sýnum og fráneyg- ur. Hann var jafnan fræknastur að öllum leikjum, og stúlkurnar töldu hann jafnan fremstan í flokki, svo að ekki var örgrant vm, að stórbændasynirnir litu til hans hornauga. Ingiríður, einkadóttir bóndans í Miðbæ, var bálskotin í Óla. Oft átti hún erindi að Stóravogi, til þess að fá tækifæri til aö sjá Óla, þó að ekki væri nema rétt i svip — og helst að fá bros og hvatlegt spaugsyrði. Síðan gat hún legið vakandi, langt fram á nótt, og lát- ið sig dreyma. — En hann, vinnu- maðurinn, og hún — einkabarnið og erfinginn að stórjörðinni. — Hvað mundi fólkið segja? — Og myndi hann þá kæra sig nokkuð ttm hana? Óli og Karen litu hýrlega hvort til annars. Og það fór vel á því. Karen var ástfangin af Óla, en hún, var ekki viss um, hverjar til- finningar hann bæri í brjósti. Eitt sunnudagskveldið gekk Karen, að afloknum búverkum, ofan að sjó. Það var yndi hennar, að ganga um fjöruna og horfa út yfir spegilsléttan sjávarflötinn. Þá fcar Óla þar að, úr annari átt. Þau heilsuðust og Óli stakk upp á þvi, að þau skyldu setjast á flatan stein, sem þar var, og skrafa sam- an. Sjórinn var spegilslétftir. Sólin stráði gulli sínu yfir hlíðar og bala. Karen og Óli vöru ásátt um það, að svo fagurt sólarlag hefðu þau aldrei séð fyrri. „Skyldi þetta vera kvöldsýn, sem boðar nýjan morgunroða í lífi okkar tveggja?" hugsaði Karen. En hún hætti við þessa hugsun. Hún vildi ekki vona r.eitt, til þess að verða ekki fyrir vonbrigðum. Þau sátu hljóð, langa stund, al- veg frá sér numin af hinni dásam- legu kveldkyrð. Það koma fyrir augnablik i lífinu, þegar þögnin talar skýrar, en orð fá lýst. Þessa urðu þau vör bæði, þar sem þau sátu þarna, eins og i æfintýra- landi. Óli færði sig nær Karenu og tók varlega um vinstri hönd hennar með hægri hendi sinni. Karen fann, að í þessu þýðlega handtaki fólst meira, en orð hefði lýst, og hún fann, að hjartað fór að slá hraðar. „Ert þú ekki að hugsa um að trúlofa þig, Karen?“ sagði Óli. „Það er ekki vcnja, að konan opni þá leið, eða svo hélt eg að ekki væri?“ svaraði Karen. „En ef eg tiú opnaði leiðina, — myndir þú þá vilja ganga hana?”“ spurði ÓIi. „Ganga hana,“ mælti Karen og hallaði höfðinu upp að brjósti Óla. Óli Iagði höndina um hálsinn á henni, og þannig sátu þau langa stund, án þess að mæla orð frá munni. Fáeinir tærir dropar, sem kveldsólin speglaðist i, hrundu af augum Karenar, ofan á brjóst Óla. Hún heyrði hjartað i Óla slá, og nú vissi hún, að hún átti þetta hjarta. Nýungin fréttist brátt um sveit- ina. Og margt góðveðurskveldið sátu þau síðan á steininum, niður við sjóinn. Þá var margt ráðgert og dreymdir margir framtiðardraum- ar. Þau töluðu mikið 'um það, hvernig þeim mætti takast að eignast heimili sjálf. Oft virtist þeim, sem sólin brosti við þeim og lýsti blessun sinni yfir ást- þrungin hjörtu þeirra. Pétur Stórvog og Óli voru einu sinni að saga við, frammi í skemmu. ÓH var áberandi hljóð- ur og hugsi þenna dag. „Þú ert víst í giftingarþönkum núna, Óli, — þú ert ekki eins og’ þú átt að þér að vera. Ertu að hugsa um að segja upp vistinni?“ sagði Pétur. Hánn var sem sé lengi bú- inn að vera hræddur um þetta. Hann vildi ógjarnan missa Óla. „Segja upp vistinni," tók Óli upp eftir honum. „Það er nokkuð komið undir þér sjálfum. „Er það undir mér komi8?“ — „Já, því að eg hefi verið að hugsa um að biðja þig að byggja mér Urð, og verða síðan húsmaður hjá þér, —• og ef það gengur, þá verð eg hér áfram.“ Óli fann að hann roðn- aði í framan, af þessari áræðni. Urð var jarðarskiki, grýttur kjarr- og lyngfláki á útmörkum aöal- jarðarinnar. Þeir settust nú hvor á sinn við- arkubb. Það var þögn dálitla stund. „En þú verður að koma þér upp húsum?“ tók Pétur til máls, í vingjarnlegum róm. Óli fann að vel mundi blása fyrir sér, og gaf þaö honum kjark til þess, að segja frekar frá fyrirætlunum sínum. „Hús, já. — Hún Karen á um það bil työ hundruð krónur og eg á sjálfur líklega rösklega þá upp- hæð. Eg get komið upp húsi, með stofu, herbergi og .eldhúsi, fyrir eitt þúsund krónur. Við borgum þá fjögur hundruð krónur strax, og svo var eg að hugsa um, að biðja þig að ábyrgjast fyrir mig það, sem upp á vantar. Þú færð veð í húsinu og eg skal ryðja land- ið og gera það verðmætara smám saman.“ Pétur félst á þessa ráðagerð. Um haustið var húsið fullgert, og þau Karen og Óli gátu flutt inn á sitt eigið heimili, þegar þau gift- ust. Karen var áfram í vistinni á Flatengi og Óli vann á daginn á Stóravogi. Á kvöldin og langt fram á nætur, hjálpuðust þau að Jjví að ryðja landið og velta stein- um af Urð. Alt gekk sem leikur fyrir þeim, lífsglöðu hjónunum á Urð. Annað aðfangadagskveldið, sem þau voru á Urð, fæddist frum- burðurinn, — stór drengur, — í þennan heim. Þau voru bæði í sjö- unda himni af fögnuði, * foreldr- arnir, yfir jólagjöfinni, sem þau fengu á sjálft jólakveldið. Óli fékk að taka drenginn upp og óskaði hann hjartanlega velkominn í bæinn. Um vorið urðu prestaskifti í sókninni. Ungi presturinn, sem þjóna átti embættinu um stundar- sakir, var nýútskrifaður af presta- skólanum. Hinn ástúðlegi biskup, sem hafði vígt hann, hafði talað svo hjartnæmum og jilviöru- þrungnum orðum um það, í vígslu- ræðunni, hve mikið væri undir því komið, að varðveita sína eigin sál og vera lifandi hirðir Guðs hjarð- ar, — að það hafði leitt unga manninn til syndajátningar og vakið hjá honum ábyrgðartil- finningu. Ljós hjálpræðisins hafði birst honum og hann hafði hlotið endurfæðingu. Honum skildist það, betur en áður, að starf prests- ins er annaö og meira en það, að íramkvæma lögskipaðar messu- gjörðir, skíra börn, vígja brúð- hjón og jarðsyngja hina fram- liðnu. Auk messugjörðanna á sunnudagsmorgnum, safnaði hann saman fólki, með aðstoð nokkurra trúhneigðra safnaðarmatma, til samfunda á sunnudagskvöldum, hingað og þangað á bæjunum. Fólk tók þessu vel og í bygðinni varö mikil vakning. Fólk á öllum aldri varð fyrir hrifningu, sem Ieiddi til lifandi trúarsambands við guð. Aðsókn að kirkjunni og kvöldmáltíðarborðinu varð meiri, en þekst hafði áður. Karen og Óli voru þar einnig með. Fyrst kom Karen, síðan Óli. Upp frá Jm var jafnan haldin bænagjörð, á hverjum degi, þar beima. Og Urð varð uppáhalds samkomustaður hins trúhneigða fólks, ofurlítil Betania, einkum var það hópur unglinga, sem þangað safnaöist. — Blessunin var komin yfir heimilið. Eitt var það þó, sem angraði Óla. — Það var bankalánið. Mik- iö óskaði hann þess, að hann væri skuldlaus. Mundi Drottinn hjálpa honutn í þessu eíni? Einu sinni um haustið, kom hraðboði heim að Urð, og var Óli beöinn að koma ofan að sjó, til þess að hjálpa til við síldar-fyrir- drátt. Það var sílcl í vognum. En það reið á því að hafa hraöan á. — Óli hljóp að heiman berhöfðað- ur, snöggklæddur og með tréskó á fótunum. Niðri í brekkunni misti hann annan tréskóinn og valt hann á undan honum niður brekkuna. Karen stóð á hlaðinu, meö drenginn á handleggnum, og skellihló. Bátnum var róiö út á voginn. „Kastið nótinni“, grenjaði nóta- „bassinn“. Nótinni er kastað, ótt og titt, svo að börkurinn rýkur úr henni og á einu vetfangi er búið að leggja hana yfir þveran vog- inn. Nú skröltir í vindunum, bæ'oi. á vindubátnum og nótabátnum. „Dragið hraustlega, drengir. Vog- GLEÐILEGRA JÓLA óskar öllnm sínum viðskiftavinum. Litla Vörubitastöðin. iug; GLEÐILEG JÓL! Johs. Hansens Enke (H. Biering). I 8 ijtfgaj tams» GLEÐILEG JÓL! s . . s Verstunin Hamborg, Nýlenduvörudeildin. Hfl!l8!l!lllll!lll8!iII8IIXEI!lllK!!ll8IIIII88l!IKIIBB8ilXi!Bilílii8llI!l!!ISi!i!nil GLEÐILEGRA JÓLA óskum við öllum oklcar viðskiftavinum. G. Ölafsson & Sandholt. GLEÐILEG JÓL! Klæðaverksmiðjan Álafoss. Valdemar Briem. Fæddur x, febrúar 1848. Dáinn 3. maí 1930. Hrörna bjarkir og blikna strá. — Brennur, sem Ijós fyrir stafni, sálunum eldleg innri þrá og ást á lífgjafans nafni. — í Jesú nafni. — Eik sá ég standa’ á sterkri rótj stormunum limið bjóða. í sumargróðrinum, sólu mót, sýndi hún vöxt þess góða, — ávöxt þess göfuga’ og góða. Sú eikin háa’ er nú feld að fold, fölnað er skrúðið bjarta. — Veikur er mátturinn, veikt er hold, .veikí ertu mannlegt hjarta, — sorgmædda, særða hjarta. Húmið færðist á himinskaut, hljóðnaði skáldsins bragur. Döpruðust ljós á lífsins braut. — Langur er þrotinn dagur, — þinn merki, mikli dagur. — Hvíslað er að mér undurhljótt: Enn skín mér Drottins heimur. Lyftist úr dauðans djúpu nótt dýrðlegri sólnageimur. Alheims ómælisgeimur. -— * * GLEÐILEG JÓL! Vélaverslunin Fossberg G. J. AiiiiiiiiiHimiiiiiiniiiiiiHHiiiiiiiKHiuiiiHuiiiiittniintiiiiiiiiiiiiiiiiii fcjj. GLEÐILEG JÓL! g Olíuverslun lslands h.f. S WMM IM fHiiiiiimimiiiiimniiimiiiiiiiiiaiiiinBiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiil GLEÐILEGRA JÓLA OG NÝARS óskar öllum VERSLUN G. ZOÉGA. é

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.