Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 11

Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 11
VlSIR Lampó. Eftir Quida. Hann var fátækur maður, sem vann erfiða vinnu allan liðlangan daginn og langt fram á nótt. Hann var einn af þess- tim þrælum, sem halda nútíma- lífinu í sinni réttu rás, en fær engar þakkir fyrir og er aldrei viðurkendur af þeim, sem hann þjónar. Þótt hann sé eins nauð- synlegur fyrir lífið, eins og naglinn í vélinni, þá er honum jafn-lítil eftirtekt veitt. Þegar hann var ungur, hafði hann verið kallaður Lampó, elding, af þvi hvað hann var snar í snúningum og óþreytandi í elju sinni; þetta auknefni festist við hann og þurkaði út hans eigið nafn, sem var Demetrio Ferr- ante. Hanu var ekki nema fim- tíu og fimm ára gamall, cn leit út fyrir að vera sjötíu og fimm ára. Bak hans, sem ennþá var breitt og sterkt, hafði bognað undan þunga daglegra byrða, hann var holdgrannur og beinaber, sólbrendur, með grá- sprengt hár. Eina prýðin hans, voru stóru, brúnu, sorgmæddu augun. Fyrir honum var hver dag- urinn öðrum líkur. Sama vinn- an Iá fyrir honum daglega, upp aftur og aftur; þegar almenn- íngsvagninn skrölti yfir stein- ana i gistihúsgarðinum og stóra bjallan hringdi, varð Lampó að þjóta út að vagninum, kippa ofan ferðaskrínum gestanna og snarast með þau á herðum sér upp á herbergin þeirra. Og þegar gestirnir fóru, lá sama verkið fyrir honum, og þeir voru einlægt á ferðinni, ýmist að fara eða koma. Frá því í dögun og fram yfir miðnætti, var aldrei hlé á vinnunni. All- an veturinn, milli þess að eim- lestirnar komu, varð hann að bera stór föng af brenni, upp í svefnherbergin og niðri í kjallara i eldstóna, sem hitaði pipurnar i göngunum, stigun- um og í veitingastofunum. Hann var viljugur og honum var ekki hlíft. Til hvers var það svo sem, þegar hann var svo vitlaus, að lilífa sér ekki sjálfur. Menn ganga á lagið, þar sem þeir sjá það fært. Þeg- ar félagar hans gerðu verkfall i gistihúsunum, vöruhúsunum og járnbrautarstöðvunum, lét hann það aldrei til sín taka. „Hvers vegna að fara á mis við daglega brauðið?“ sagði hann. Það var að vísu naumlega úti Iátið, en ekki vildi hann vera án þess, og hann áleit sig ekki eiga mikið meira skilið, en það sem hann fékk. Ilann var ánægður með litlu vikulaunin sin, honum fanst það fallega gert af gistihús- stjóranum, að leyfa sér að liafa matarleifar með sér burt úr eldhúsinu og láta sér eftir eitt hornið á herbergiskytru uppi undir þakskeggi, til þess að sofa i/ Einu sinni, þegar útlending- ur einn Iét falla nokkur hlut- tekningarorð í hans garð, starði hann steinhissa á hann. Hann botnaði lítið í áhuga- málum samtíðar sinnar, en þegar hann heyrði um verkföll og kröfurnar um Iögboðið iðju- leysi, þá varð hann reiður. En það sem honum fanst harðýðg- íslegt og ranglátt var, að mönn- um skvldi vera neitað um vinnu eingöngu vegna þess, að þeir voru orðnir gamlir, og inst inni i huga lians leyndist ótti við það, að vinnu- veitandi hans kynni að saka hann um þessa ófyrirgefan- legu yfirsjón og láta hann gjalda liennar, því hann fann það, að honum hafði farið aft- ur með snerpuna, sem hann bar nafn af og kraftarnir voru farnir að dvína. Þeir dagar voru nú liðnir, þegar honum veittist létt að bera stórt ame- rískt ferðaskrin á öxlum sér eins og það væri fis. Hann var hraustur fyrir brjóstinu ennþá og handleggirnir voru sterkir, en hann var seinni — miklu seinni, það vissi hann vel —» og oft hafði hann sára verki í vöðvum og beinum. Endur fyrir löngu, — hon- um fanst það miklu lengra en það var i raun og veru — hafði hann verið kátur og Iéttur i lund, altaf til i að gera að gamni sinu, og ennþá mátti hann heita glaðlyndur. En i staðinn fyrir hamingju, hafði hann aðeins vonina og það var von ,sem hafði lengi látið eftir sér bíða, von, sem frá upphafi veraldar, hefir lagst þungt á sinni þeirra, sem ólu hana. Hann langaði til að sjá litlu dóttur sina. Hún hafði verið hálfþroskuð telpukind, þegar hann misti hana. Eitt hlýtt sumarkvöld hafði hún ekki komið heim úr skólanum, en i hennar stað hafði komið ó- hreinn pappírsmiði, illa skrif- aður, sem vinur hans hafði les- ið úr, fyrir þau, hann og konu lians. Bréfið hljóðaði þannig: „Kæru foreldrar! Verið ó- hrædd um mig. Eg fer burt til að leita hamingjunnar. Eg skal skrifa. Ykkar elskandi Nan- etta.“ Þetta var alt og sumt. Hann hafði látið leita, eftir þvi sem fátækur maður hefir efni til, hann fékk alla þá aðstoð hjá yfirv’öldunum sem fátækling- ur gat vænst eftir, en ekkert Iiafði frést af Nanettu. Hún hafði altaf verið óhlýðin, eig- ingiörn og hugsað mest um sjálfa sig, með frítt andlit, fjör- uga framkomu og rótgróið hat- ur á fátæktinni, sem hún var fædd í. Hið einstaka eftirlæti, sem foreldrarnir höfðu á henni, hafði aðeins orðið til þess að auka á galla hennar og veikleika. Aldrei hafði henni komið til hugar að kenna i brjósti um þau. Hún gat ekki fengið það hjá þeim, sem hana langaði i, það var það eina, sem hún vissi. Móðir hennar tærð- ist upp af sorg og dó, faðir hennar sagði fátt; hann vann sitt verk, en sólin i lifi hans var horfin. Hann gekk upp og ofan, fram og aftur um stóra gistihúsið, með bvrðarnar sin- ar á balcinu, en hann var hætt- ur að hlæja. Hann talaði litið; allan daginn hugsaði hann um konuna sina sálugu og telpuna sem hann hafði mist; hann kæfði sorgina með vinnunni, eins og aðrir kæfa þær í víni. Eftir sextán til átján tima erf- iði, svaf hann eins og útþvæld- ur húðarjálkur í fletinu sinu, þangað til biallan vakti hann til sama erfiðis aftur. Hann lifði innan um hávað- ann, glamrið og eyðsluna á hinu mikla gistihúsi; alt þetta léttúðuga, glaða og heimsku- lega nútímalíf; allan reykinn og ilminn, málæðið og glaum- inn.. allar þessar barnalegu skemtanir og heimskulegu æs- ingar samlcvæmislífsins voru altaf í kringum hann, en þær snertu hann ekki meir en nið- ur sjávarins snertir kuðunginn, sem öldurnar þeyta upp í fjör- una. Hann vissi ekkert um það alt, hann þrælaði innan um það, enginn tók eftir honum, enginn vorkendi honum og eng- inn þekti hann, hann kom þessu fólki ekki meira við, en reipin, sem farangurs-lyftan Iék á. Einu sinni varð honum það á, að stara lengi á unga stúlku, dóttur auðugs ferðamanns, af þvi að hún var lik Nanettu i andliti og hún hafði sama brúna, hrokkna liárið og sömu kátu, gljáandi, brúnu augun. Faðir stúlkunnar, sem var Eng- lendingur, kvartaði yfir þessu við forstöðumann gistihússins. Hann sagði, að gamli hurðar- karlinn hefði verið ósvífinn. „Lcyfist Icettinum að lita á kónginn", segir máltækið, en það er ekkert máltæki til, sem segir að gamall þjónn megi lita . á unga hefðardrós. Forstöðu- maðurinn ávítaði Lampó harð- Iega en liann tók þvi með still- ingu og auðmýkt eins og öllu öðru, sem að honum var rétt. Hann bar aldrei hönd fyrir höfuð sér, þó honum væri gert rangt til, hann var svo hrædd- ur um að missa stöðu sina, og var hræddur um að lenda úr öskunni á bálið, missa af því sem hann hefði og fá eitthvað enn lélegra i staðinn og að það mundi fara fvrir sér, eins og öðrum vinnulýð, að ætíð tæki verra við, eftir bví, sem aldur- inn færðist yfir og að hann mundi þá lenda að lokum á einhverju fátækrahæli, eða hreint og beint á götunni. Himgurdauðinn er ekkert eins dæmi í menningarlöndunum, og í hans eigin landi var hann svo tíður, að enginn virtist veita því eftirtekt, að hér væri um neinn ágalla á menningunni að ræða. Tólf ár voru liðin frá því að Nanetta fór úr fæðingarbæ sín- um, en aldrei hafði hann feng- ið eina línu frá henni eða rek- ist á eitt orð um hana, en ein- hvern veginn þóttist hann þó viss um að hún væri lifandi. Myndin af henni var orðin eins og óglögg draumamvnd, en dauð var hún ekki. „Nei, nei,“ sagði hann, „nei, nei. Það er óhugsandi, að þetta barn hefði fæðst aðeins til að devja eins og fífill.“ Hann gat ekki fært ástæðu fyrir þessari hugsun, en var engu að siður sannfærð- ur um að hún væri rétt. Hún var Iifandi, einhversstaðar langt í burtu, og var hamingju- söm, en hafði glevmt honum. Fóru ekki piltarnir og stúlk- urnar, sem fóru vestur um haf, til San Paolo eða San Francis- co, oftast nær grátandi af stað og lofuðu að koma aftur, en ekki einn af tiu efndi orð sin. Þeir skrifuðu kannske heiin í nokkra mánuði, en liættu þvi svo. Þeir sem komust illa af vestan hafs, skrifuðu kannske og komu jafnvel aftur; en þeir sem hamingjan hossaði þarna vestra, þeir komu aldrei. „Það var svo sem eðlilegt,“ sagði hann við sjálfan sig, en ekki mundi hann hafa breytt þannig við foreldra sína, ef hann hefði farið úr landi; fólk hafði líka verið öðru visi gert í lians ungdæmi, þvi hafði ekki legið eins á að komast í burtu, til þess að bæta kjör siri og gleyma öllu heima. Hann hafði sér til angurs, aldrei getað gert mikið fyrir Nanettu; liann hafði kostað hana í skóla, og inamma henn- ar hafði oft gengið klæðlítil, lil þess að geta gefið henni nýj- an kjól, eða nýja tréskó eða band til að prýða hárið með; oft hefðu þau látið sér nægja baunadisk eða þurran brauð- bita, til þess að hún gæti feng- ið lieitan mat, annaðhvort steiktan fisk eða macaroni í olíu. En bamið hafði aldrei verið ánægt. „Hvernig var það hægt,“ hugsaði liann með sér, þegar hann var að verja hana, fyrir réttlátum ákæranda innra með sjálfum sér. „Hvernig var það liægt, við gátum svo lítið gert fyrir hana.“ Hann vonaði að guðs móðir eða einliver hefði skilið hana og verndað, en hann var ekki viss um það. Hann vandist kvölunum, eins og uxinn venst okinu eða hest- urinn reiðingnum. Þó var ekk- ert hlé á þeim. Það var hart, að hafa lagt svo mikla alúð, ást og fy’rirhöfri við harn og sjá það svo hverfa út i myrkr- ið, eins og stjömu, sem hrap- ar af himninum. Timinn hafði tekið sárasta sviðann úr sár- inu og vanþekking og þreyta sljóvguðu hann, en ekki hafði hann fundið frið. Þegar svo bar undir, að hann hafði augnablik til eigin umráða, sem sjaldan bar við, fór hann inn í litla, dimma, gamla kirliju, sem hann hafði verið vanur að koma í með konu sinni og barni, og féll á kné á rykugu tíglagólfinu, í hliðar- ltapellu, þar sem hjónin höfðu verið vön að falla á kné, og bað fvrir þeim báðum, en fékk ald- rei neittt svar. Hans eina á- nægja i lifinu var vinnan, hún hafði af fyrir honum, hún markaði honum bás og gaf lífi hans takmark, hún færði hon- um nætursvefn, en hún var harðhentur engill, sem beygði bak hans, grisjaði hár hans og færði honum beinverki, löngu áður en timinn einn mundi hafa gert það. Verst voru lætin um miðjan samkvæmislímann, hann hafði varla nokkurn tima stundar- frið, það var rétt svo að hann gat slett i sig matnum, liann fór aldrei úr fötum, en lagðist fyrir i þeim, eina eða tvær stundir í einu, til að livila sig og skyrtan var ætíð rök af svita. Allan daginn og lengst af á nóttunni glumdi i bjöll- unni. Ljósin loguðu, eldhúsin voru full af matsveinum, sem hlupu fram og aftur, og stig- arnir og gangarnir fullir af þjónum og herbergisþernum, sem stóðu á öndinni af hlaup- unum. Gestirnir voru fegnir, ef þeir gátu fengið að leggjast fyr- ir á knattleikaborðunum eða þeim var potað inn í einhvern afkima, eins og sild í tunnu. Þetta voru nú góðir tímar fyr- ií* eigendur gistihússins, þeir rökuðu saman peningum, eins og gjaldkeri i spilaviti. Enginn Zúlúkaffi í demantanámu eða sverlingi á sykurekru hafði nokkru sinni unnið ósleitileg- ar en Lampó gerði allan þenn- an tima, meðan horgin var i hátíðaskrúða allan daginn og ljósadýrðin á nóttunni yfir- gnæfði tunglsljósið og stjörnu- birtuna. Hann þrælaði af öll- um lífs og sálar kröftum, eins og vesalings ökuliestarnir, sem stóðu örmagna, með blóðrisa lendar, undan svipuhöggunum Ekki var hann þó harinn áfrain með svipum eins og þeir, en livorttveggju voru reknir misk- unnarlaust og hvíldarlaust á- fram, til þess að raka pening- um í annara vasa. Honum kom aldrei til hugar, að neita eða kvarta, því hann vissi, að eina svarið við því yrði það, að hóp- ur af ymgri og hæfari mönnuni mundu sækja um stöðu hans og að i vikulokin mundi honum i siðasta sinn verða goldin laun sín á skrifstofunni. Við og við varð honum það á, að renna augunum til árinnar, sem rann beint undan gistihúsinu, og hann hugsaði: Ætli það væri ekki betra, að kasta sér í græna strauminn þarna og gera enda á því öllu saman. En hann var i raun og veru heilbrigður, bæði á sál og líkama, og þeim mönnum er ekki liætt við sjálfsmorði. Hann var lika guðhræddur maður, og hann áleit að sjálfs- morðingjunum yrði refsað með reiði guðs oglogum Vítis. Hann hélt þvi áfram verki sínu, en af því að erfiðið lagðist þungt á hann, varð.liann með hverj- um deginum horaðri, hrukkótt- ari og hognari, altaf eltist hann með hverjum degi sem leið, og altaf þurfti hann að þrengja mittisólina meir og meir. Hann fékk meir en nóg að borða; það vom leifar þjónustufólks- ins, og hann gleypti i sig mat- inn, en það riægði ekki til að halda við lifsþróttinum. Einn dag, þegar liðið var á samkvæmistimann og farið að hitna í veðri, en samt var enn fult á gistihúsinu, kom sím- skeyti með kröfu um mörg her- ber<?i á fyrsta lofti. Það var haldinn fundur i gistihússtjóm- inni út úr þessu simskeyti. „Það er synd að neita svona miklum peningum", sagði einn. „En það er skömm að hafa hana í húsinu,“ sagði annar. „Við erum engir siðgæðis- verðir," sagði sá þriðji. „Prinsinn borgar,“ sagði sá fjórði. ; ; ^ „Þeir eru nú margir um það,“ sagði sá, sem fyrst liafði talað. Hinir hlógu. „En prinsinn ber ábyrgðina á þvi,“ bætti einn af þeim við. „Hann yrði reiður, ef við neit- uðum þessu. Hann kæmi aldrei til okkar aftur," sagði sá úr stjóminní, sem mest hafði að segia. Símskeytinu var svarað með þvi, að herbergin væru til reiðu. Tuttugu og fjórum tímum síð- ar settist kvenmaður að i her- bergjunum, sem var alþekt eða alræmd, eftir þvi, sem á það er litið. Hún kom með mörg stór ferðaskrín, sem Lampó varð að bera upp á loft, seint um kveldið, og nokkrum tim- um seinna var honum skipað að kveikja upp eld i stóra svefn- herberginu, sem hún hafði leigt; það var heitt á daginn, en kalt á kveldin. Hann veitti þessu fólki vanalega enga eftirtekt og eftir það, að hann liafði feng- ið ofanígjöfina fyrir að lita á ensku stúlkuna, horfði hann vanalega til jarðar, þegar hann mætti einhverjum af gestunum eða þegar hann kom inn i lier- bergih þeirra ineð viðarkörf- umar. Þess vegna leit hann heldur ekki á leigianda þessara herbergja, þótt hún væri þess verð, að litið væri á hana, fög- ur og glæsileg eins og hún var, samkvæmisklædd, með glitrandi armhönd í staðinn fyrir ermar og demanta á hálfberu brjóst* inu og með rauðgvlt hár með eirgliáa. Hún lá aftur á bak með lokuð augu á löngum, lág-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.