Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 18

Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 18
VÍSIR Jólaferð 1927. Eg liafði ætlað mér til Vest- mannaeyja í jólaleyfinu, og fengið leyfi rektors Mentaskól- ans til þess. En það var kom- inn 22. des. og því lítið orðið um farkost til eyja fyrir jól. Eg frétti hjá kunningja mínum. aðvélbátur úr eyjuin væri ferð- búinn þangað, svo eg skundaði niður á Litlu-bryggju, þar sem báturinn lá, og fékk mér far. Báturinn átti að leggja af stað kl. 9 þá um kvöldið, og kom eg þangað niður eftir á tilskildum tíma. En þá var komið eittlivert bobb í bátinn og förinni frestað til kl. 11. Lét eg mér það vel lynda, gekk um horð og kom farangri mínum niður í „Lúkar“; þar átti eg að vera. Eg liafði nægan tíma til að litast um, og leist sæmilega á mig þarna, þótt þröngt væri að visu i Lúkarnum og allóþægi- legan þef af gömlu, grómteknu salti, ásamt megnri steinolíu- sterkju legði upp úr gólfinu. En ekki tók því, að fárast yfir sliku, og ekki hjóst eg við að það mundi standa mér fyrir svefni, þessar 14—15 stundir, sein við yrðum til eyja. En eg hafði heitið því að sofa vel, enda nokkuð vanur slíkum ferðum. Kl. 11 Yn um kvöldið leystum við landfestar. 15 manns var á bátnum, þar af 9 farþegar. Veður var ágætt, blæjalogn og tunglsljós þá stundina, og staf- aði á sjóinn spegilsléttan, en brimdunur kváðu við úr fjarska, er við sigldum út í húmið og létum að haki ljósa- dýrð borgarinnar, sem virtist næsta jólaleg orðin á svipinn. Við vorum komnir nokkuð út fyrir eyjar, þegar einhver ólund kom í vélina. Var liún stöð, og óljúft að yfirgefa bæ- inn? Ekki var horft i þessa dutlunga, seglin undin upp, sem raunar var til lítils, J)ví blæjalogn var, en vélin komst fljótt í lag aftur. Við hagræddum okkur í Lúlcarnum sem best við gát- um, eldurinn skíðlogaði á arn- inum, — og logatungurnar skeggræddu spriklandi kátar, — hér var orðið notalegt. Alt í einu var fleygt inn til oklcar sundbeltum, sínu lianda hverjum okkar átta. Við slóg- um upp á spaugi við manninn, sem kom með Jiau. Hvað áttum við að gera við Jiau? Jú, sem höfðalag í rúinfletið voru þau ágæt. Eg lagði mig út af í öllum fötunum og breiddi yfirfrakk- ann minn ofan á mig, en illa gekk að sofna, sökum hávað- ans og nöldursins í vélinni og óhemju skrölts í keðjum og kössum á Jnlfarinu, sem bylt- ust eins og í áflogum til og frá um J>ilfarið yfir olckur, og nú tók báturinn að velta all- mjög. Kl. var orðin 3, er^ið kom- um móts við Garðskaga, cn ó- glöggt sást til vitans, Jjví kom- inn var svartabylur. Þá stöðv- aðist vélin stundarkorn, en komst fljótt í samt lag aftur. Enginn var sjóveikur og skift- uSt farþegamir á að vera á varðbergi með liásetunum. Ivl. 7 á föstudagsmorgun, Þorláksmessudag, vorum við komnir suður að Reykjanesi. Var J)á kominn allsnarpur austan kaldi með mikilli snjó- lcomu og frosti. Bjuggumst við við, að Jiungdregið yrði til eyj a. U]ip úr nóni gerði afspyrnu- rok, og herti nú á frostinu og hríðin varð dinnnari og ægi- Iegri. Gerðist nú myrkt sem um hánótt. Vélin komst í ólag aft- ur, og var veðrið þá orðið svo mikið, að forseglið, sem dregið var upp á meðan, rifnaði i smá- tætlur. Þá fór og áttavitinn að kveinka sér, og komst eitthvert rugl á liann, sem síðar kom i ljós. Allan daginn vorum við matarlausir, Jivi við liöfðum búist við að verða lieima um nónbil, hefði alt gengið vel, svo eigi var liugsað fyrir nesti. Veðrið hélst liið sama allan föstudaginn og alla aðfaranótt Íaugardagsins. Var stöðugt reynt að andæfa með vélinni og halda í liorfinu. En öldurn- ar gengu jafnt og Jiétt yfir bát- inn, sem marraði í liálfu kafi. Rak liann nú undan, fyrir of- viðri og sjógangi, langt út r' venjulegri siglingaleið. En fyr- ir góða stjórn skipstjóra og liá- seta varðist hann þó verstu á- föllunum. Nú var synd að segja, að bað- að væri i rósum niðri í Lúk- arnum. Gluggarnir voru möl- brotnir og stóðu sjógusurnar og skvetturnar inn á okkur, þótt við reyndum eftir megni að troða segldruslum i götin. Eldurinn drapst niður í elda- vélinni, slökti sjólöðrið J)ar hvern neista og allmjög dofn- aði yfir lampanum. Eg settist á ferðatöskuna mína og hnipraði mig úti í horni, rorraði eg J)ar og spenti á mig sundbeltið, og líkt var um liina. En svo var veltan mikil, að við urðum að lialda okkur báðum höndum, til J)ess að velta ekki eins og lcefli um gólfið. Alla laugardagsnóttina fór Jjessu fram, og kom víst fæst- um nokkur dúr á auga, og sjó- veikin tók nú mjög að ásækja okkur, og var sem lifur og lungu ætluðu upp, svo jafnvel þeir allrafjörugustu voru nú „bakk“. Svo lítið rofaði upp á laugardagsmorguninn, og var J)á tekin stefna. Vélin gafst nú alveg upp; andófið hafði orð- ið henni ofraun. Tókst nú ekki að koma henni i gang aftur, hvernig sem reynt var. Varð nú að treysta á seglin, svo léleg sem þau voru, — framseglið var gauðrifið, og því ómögu- legt að talca slaginn. Rak nú hátinn óspart í S.V. Maginn fór nú að krefjast réttar síns, en við höfðum einskis neytt síðan á fimtudag. Formaður liafði verið svo framsýnn, að taka með sér dálítið af kjöti. Var J)að soðið með svolitlu af hrís- grjónum í útálát og því skift milli allra. Var nú bætt úr bráðustu þörf. Ivl. um 9 sást rofa fyrir Ingólfsfjalli í fjarska og þótti J)á sýnt, að við værum mjög langt út af venjulegri siglingaleið. Eormaður lét færa . afturseglið og setja upp í stað- inn fyrir framseglið, sem var ónýtt. Við griltum ljós frá 2 skipum, — togurum — og gáf- um neyðarmerki, en engu var þvi sint. Leið nú fram á aðfangadag, og leit út fyrir, að þetta yrðu daufleg jól, en íormaður tók samt að búa undir jólin og lét taka á liveitisekk i lestinni, og voru gerðar lummur og liitað kaffi. Tók nú brúnin að lyft- ast á okkur, — þvi um 4-leyl- ið sást úr kófinu grilla i fjalla- tindana á Heimaey langt í fjarska, sem virtust heilsa sjó- hrakningsmönnunum og bjóða þá velkomna af hafi. En fljótt dró íyrir aftur. Var nú breytt stefnu og lagst vestur, til að geta tekið slaginn upp undir aftur. — Á aðfangadagskvöld- ið var veðrið tekið að lægja. Horfði nú liugurinn heim í jólafögnuðinn, til ættingja og vina, sem biðu okkar með ó- þreyju. Nóttin, jólanóttin, færðist yfir . Við bárumst á öldunum og fálum okkur for- sjóninni. Við sáum til þriggja togara- og fórum svo nærri, að við heyrðum skröltið i spilinu, en þeir tóku ekkert eftir okkur, hvernig sem við reyndum að gera þá vara við okkur. Leið svo frarn á jóladaginn og tók nú að daprast aftur. Áttum við að velkjast úti eina nóttina enn, og berast lengra til hafs? Við liéldum okkur i siðustu vonina. Einn lét J)að uppi, að varðskipið mundi liafa verið sent að leita okkar. Við rædd- um um það frain og aftur og keptumst við að rýna út í svart- myrkrið, þar sem himinn og haf gekk út i eitt. Þegar komið var fram yfir miðaftan á jóladagskvöldið, sást alt i einu bregða fyrir bjarma á lofti. Við gáfum strax neyðarmerki, og von bráðar sást livar „Óðinn“ kom brun- andi fram úr myrkrinu,ljósum skrýddur. Var nú ekki dokað við, lieldur höfð snör hand- tök og komið festum milli varðskipsins og bátsins. Hafði „Öðinn“ okkur i eftirdragi, og kom okkur til eyja, snemma um morguninn, annan jóladag. Höfðum við þá liaft 74 tíma iitivist. Þóttist fóllc okkur úr lielju lieimt hafa. — Þetta liöfðu verið ömurleg jól, úti á reginliafi. En brátt snerist alt í fögnuð, og fengum við fljótt að reyna, að ekki voru öll jól úr garði heima. Friðþjófur Johnsen. B. COHEN, 11 & 15 Trinity Honse Lane, Hnll, Englaml, færir öllum sínum mörgu kunningjum og við- skiftavinum óskir um gleðileg jót og gæfuríkt mjár. Eg leyfi mér um leið að láta yður vita, að eg hefi mikið úrval af dúkum og silki, hentugu fyrir vorið og að verð initt er nú lægra en nokkru sinni áður. Einnig fyrir þá skiftavini mína, sem koma til Grimsby, mun það borga sig vcl að skreppa til Hull til að heimsækja mig. Yðar einlægur B. CÖKEN, GLEÐILEG JÓL! K. Einarsson & Björnsson. Öska öllum gleðilegra jóla og gott og farsælt ár. Þakka viðskiftin. Versliin Guðjóns Jónssonar, Hverfisgötu 50. sæææææææææææææææææææææææææ GLEÐILEG JÓL! Þökk fyrir góð viðskifti. æ Blómaverslunin „Gleym mér ei“ æ æ Gleðilegra jóla og farsæls nýs árs óskum við öllum okkar viðskiftavinum. Gosdrykkjaverlcsmiðjan Sanitas. GLEÐILEGRA JÓLA óska eg öllum viðsldftavinum minum, nær og fjær. JES ZIMSEN AH?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.