Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 17

Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 17
VlSIR Monika roðnar lítið eitt, heldur snjónum við nösina góða stund, og þerrar siðan með svuntunni. — Nú er hætt að blæða. Og nú fer eg að hugsa um kaffið. En eg verð að biðja ykkur að tala hljóðlega, því að aumingja pabbi mókir sem stendur. Eg vek athygli á því, að nú sé orðið áliðið .og ekki til setunnar boðið. Daníel glamrar við úrfestina, stingur tveim fingrum í vestisvasann, skotrar augunum út undir kápuboðanginn og segir að klukkan sé orðin margt. •—- Þá mælist hann til þess, að hann fái að rabba við jómfrúna frammi í búri eða eldhúsi, meðan vatnið hitni á katlinum. — Mon- ika segir að það sé velkomið. Við setjumst að í búrinu, því að í eldhúsinu verður ekki þverfótað fyrir sauðataði og hrísi. Monika og Daníel setjast hli'ð við hlið á búrkistuna, en mér er vísað til sætis á kollu, sem hvolfir þar á gólfinu. — Daniel tekur af sér húfuna með einstakri gætni og leggur hana á búr- borðið. Því næst strýkur hann hár sitt og skegg og gotr- ar augunum á sessunaut sinn. Monika fitlar við kögur á sjalklút, sem hún hefir á herðunum. — Eg sé að Daníel er í stökustu vandræðum. Og svona líður góður tími. Eg tek að ókyrrast í sætinu og ræski mig hátt. — Þá réttir Daníel úr sér og tekur til máls. — Mikið gengur nú á hérna i sveitinni, — eg meina allar þessar trúlofanir. —■ Það má nú segja. Þær eru ekki vöruvandar, aum- ingja stúlkurnar. Gleypa við öllu og láta sér ekki skiljast, að betra er autt rúm en illa skipað. — Þeir kunna ekki einu sinni — þessir íslensku durgar — að faðma kven- mann, svo að nokkur mynd sé á. Daníel: — Þú átt vonandi eftir að reyna faðmlögin og sætleik hjónabandsins og ástanna, jómfrú Síraksen. Monika: Ekki hér á landi. Eg er staðráðin í að selja kotið og alt saman og sigla til vina minna, þegar pabbi er dáinn. — Það mátt þú ekki gera, jómfrú Síraksen. Island má ekki missa þig. — Eg á volduga vini í Danmörku. Og mér er nær að halda, að þar sé enn tárast í leyni mín vegna. — Láttu þá bara skæla! Við sleppum þér ekki. Við höfum meira en nóg með okkar konur að gera — það er að segja úrvalið. — Eg hefi nú líka verið að hugsa um blessað föður- landið. Og þess vegna er eg hérna ennþá. — Jómfrú Monika Síraksen! — Hvað segðirðu nú um það, ef við tvö — þú og eg — Monika: Nei-nei — herra Enoksen minn. — Þú ert laglegur maður og hefir góðan svip. — Og eg er viss um að þú ert trygðin sjálf.-------En-------- Daníel: Eg elska þig gríðarlega heitt, jómfrú Sír- aksen. Og eg hefi ætlað mér að biðja þín formlega núna í full tuttugu ár, en altaf brostið kjarkinn.----- —■ Þú ert ekki sá eini. Eg þekki marga, sem hafa ætlað sér þetta sama, en heykst og runnið, þegar á átti að herða. —■ íslenskir karlmenn eru viðbjóðslegir heiglar og rag- geitur. Það er mín reynsla. — Og héðan í frá mun eg heimta alt skriflegt. — Eg er ekki alveg blásnauður, jómfrú Síraksen. Þú sér nú fötin mín og stafinn og húfuna og annað er þar eftir. — Eg á tuttugu ær, átta lömb, fjögur hross og dá- lítið inni hjá kaupmanninum. Og hann Nonni þarna get- ur vitnað um það, hvernig eg er verki farinn. Eg taldi mér skylt — eins og á stóð — að láta þess getið, að Daníel væri mikill ágætismaður. Og eg bætti því við, að ungar stúlkur hefði þrásinnis reynt að véla hann til ásta, en hann hefði vísað þeim á bug og stað- ist allar freistingar. Monika kvaðst ekki rengja það, að Daníel nyti mikill- ar kvenhylli. Hann hefði þess háttar útlit, að kvenfólki hlyti að geðjast að honum. En landshöfðinginn hefði æfin- lega sagt, að hún mætti ekki sætta sig við minna en sýslu- mann eða amtmann. Og guð vissi, að hún hefði hafnað ástum lconungborinna manna. Og enn mundu sér standa tii boða stórauðugir, tiginbomir menn, ef hún færi út fyrir pollinn. Daníel: Það getur vel verið, að þeir piltar sé merki- legir. Eg er ekki að rengja það. En gaman hefði eg af að sjá þá leggja tuttugu vaska menn i glímu, eins og eg gerði forðum. Eg bylti þeim niður á einum hálftíma og blés ekki nös. Mér þætti gaman að sjá þá koma af reim- leikum, eða ríða Blöndu á Strákavaði. — Nei, trúðu mér, guðdómlega jómfrú. Svona snáðar duga ekki til nokkurs hlutar. Þeir geta ekki skorið kind — ekki setið yfir belju — ekki svæft nautkálf. — Og þrítugir geispa þeir af ólund og magnleysi, ef þeir sjá kvenmann. — Bull og vitleysa, sagði Monika. Um það get eg borið. — Hvernig dirfist þú, afgamall, íslenskur fausk- urinn---------- Daníel: Eg er sjálfsagt roskinn að árum. Eg kannast við það. En þú ættir bara að sjá kroppinn á mér. Þar eru nú ekki veilurnar eða ellimörkin. Annars getur svo sem vel verið, að kirkjubækurnar telji mig afgamalt skar. Það er ekki alt rétt, sem í kirkjubókunum stendur. — Nei, það segirðu satt, Enoksen minn. Veistu hvað prófasturinn gerði mér, núna fyrir sex eða sjö árum? Hann bara smelti mér úr 25 í 45! Hvernig list þér á ? — Eg segi nú bara, að slíkt ætti að vera hegningarvert. — Alveg talað úr mínu hjarta, jómírú Síraksen. Eina bótin, að útlit okkar beggja vitnar gegn kirkjubókinni. Daníel skotrar augunum kankvíslega til Moniku, en hún fitlar æ því meir við kögrið á sjalinu. — Eg er nú vanur að fara nærri um aldur hesta og annara gripa — bara af tönnunum. — En eg þarf eldvi nema rétt að líta á blessaðan vangann á þér, til þess að sannfærast um, að þú sért á allra-allra besta aldri.------- Monika: Eg er þetta eins og eg segi — halla af þrí- tugu. — Daníel: Eg gæti neytt þig, jómfrú Síraksen. Eg á vopn- in sem duga, en eg er ekki alveg viss um, að eg neyti þeirra. Hann stendur upp og tekur að skálma um gólfið. Alt í einu nemur hann staðar frammi fyrir mér og segir: Eftir mínum útreikningum er hringt til tíða á þessari stundu. — Eg sleppi jólagjöfinni. Stórlæti mitt bannar mér að dveljast hér lengur. Við förum. Monika stókkroðnar, sprettur á fætur, gengur til Daní- els og þrífur í hann. — Eg hefi ekki aftekið neitt, herra Enoksen — alls ekki aftekið neitt.-------En eg vil hafa það skriflegt. Eg þekki ykkur karlmennina — strokufantana — svik- arana.------- Daníel: Jómfrú Monika Síraksen! — Eg gef þér min- útu frest — einnar mínútu — hvorki meira né minna. Eg skal ekki leitast við að hafa áhrif á þig, meðan þú hugsar þig um. — — Eg sný mér undan, — einblíni hérna á skyrsáinn. — Eg vil ekki freista þín með ásjónu minni eða seiðandi augnaráði. — Eg þarf ekki að hugsa mig um, meira en eg er bú- in, herra Enoksen. — Eg hefi vonast eftir þér — dag og nótt og ár eftir ár. Mig hefir dreymt þig, bæði í vöku og svefni. — Eg elska þig, yndislegi herra Enoksen, en eins verð eg að krefjast: Þú verður að biðja mín skrif- lega — strax í kveld.--------Taktu svo þína jólagjöf — taktu mig í faðminn — i herrans nafni. — Daníel vippar sér frá skyrsánum. Hann ljómar af fögn- uði og kápan flaksast í allar áttir. — Nonni! — Stattu upp af kollunni, drengur, og taktu vel eftir — þér til lær- dóms og leiðbeiningar — því að nú kyssi eg hana. GLEÐILEGRA JÓLA óskar verslun min öllum sinum viðskiftavinum. Jóhannes Jóhannesson, Spítalastíg 2. æ æ æ æ æ æ nii!fi!iimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiig| H GLEÐILEG JÓL! HVANNBEGRSBRÆÐUR. iiilllíl.......HIHIIIIIH....IIHIIHIIHHIIIIIIIllllHHIIIIIIIIIIIIIIIIIlI Jölin hjá mðmmD. Ætti ég himneska hörpu hljóm-þrungna’ af sannri list, skyldi ég syngja sálma — sæma hetjuna Krist. Atburð liðinna alda endurvekja í kveld; kveða’ inní hreysi og hallir heilagan jóla-eld. En af því ég finn hve eru ófullkomin min ljóð, ég reyni ei Krist að krýna né kveikja i skugganum glóð. — Þó fæ ég ekki þagað; það sem til hjartans nær, ósjálfrátt verður að orðum og inst á strengina slær. Og það sem nú hertekur hugann og hjartanu er lýsandi sól, er myndin af henni mömmu. — Minning um liðin jól. Þá þekti ég lítið til lífsins; — látinn var faðir minn. Húskofinn móður minnar og mamma — var heimurinn. í hreysinu okkar heima hamingja og fögnuður bjó. Við vorum altaf ánægð — ýmislegt skorti þó. Skrauti og litmörgum ljósum lýst var ei kotið með. Alt var með öreigans sniði, — eklcert var jóla-tréð. Þó litklæði ætti ég engin og oft væri í hreysinu kalt. Ég elskaði móður mína, mér var hún lífið alt. Og þegar hún þýðum kossi þrýsti á mina ldnn, — ég eignaðist þar um jólin jörðina og himininn. Og fyrst þar i faðmi hennar fann ég mig nálgast Krist. — Æðri og auðugri ríki hafa engir konungar gist. Því gjöf á við göfugrar móður guðdóms-kærleik og yl, í heiminum hvergi er að finna og himininn á ekki til. Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll SSSS GLEÐILEG JÓL! Sláturfélag Suðurlands. óskum öllum okkar viðskiftavinum GLEÐILEGRA JÓLA. Versl. Vaðnes. ^ææææææææææææææææææææææææ — Hvert sem mín leið hefir legið um lönd eða ólgandi höf, þvilika aldrei aftur — eignast hef jóla-gjöf. Og nú þegar kluklrurnar kalla, þær kveikja í sál minni eld. — Ég finn mig i faðmi hennar hið fyrsta og síðasta kveld. Bjarni M. Gíslason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.