Vísir


Vísir - 24.12.1930, Qupperneq 22

Vísir - 24.12.1930, Qupperneq 22
VlSIR )) IHtoHm i Olseim ((§ Gleðilegra jóla óskum við öllum. æ GLEÐILEGRA JÓLA úskar öllum viðskiftavinum sínum F. A. KERFF. Hann kemur. Það hafði frétst, að sérstakir jólasveinar eða einhverjir Ijós- álfar ættu að gera vart við sig um jólin, en ekkert liafði enn sést til þeirra. Fólkið var farið að gá og skima í allar áttir, einkum þó á lcveldin, en ekk- ert sást, er takandi væri mark á. Og þó voru jólin bráðum komin. — Gömul munnmæli sögðu, að þeir kæmu ofan af fjöllum, en nú var nýi timinn kominn og konungur nýja tím- ans er ekki bundinn við það sem var, heldur við það sem er. Svo varð fólkið órótt að bíða, og þá sagði einn, að best væri að fara að dansa. Þetta féll fólk- inu vel í geð og sagði, að varla væri annað liægt að gera i þessu skammdegismyrkri, annað en að dansa. Svo var danssalur fenginn, sem fljótt fyltist af dansandi fólki. Fólkið var brátt snortið af draumkendri liöfga leiðslu og hætti með öllu að hugsa um nokkur ljósálfa fyrir- brigði. Einu sinni, þegar dansinn stóð sem hæst, brá fyrir ein- liverri skyndibirtu í danssaln- um, svo að alt varð uppljómað af birtu. En fólkið var orðið svo fast með hugann við dans- inn, að það mátti ómögulega vera að því að veita þessari birtu eftirtekt. Það greip að eins ofurlítið fastara livað utan um annað, sem því var bara ósjálf- rátt. Svona ætti alt lífið að vera, stöðugur dans. Þá vissu menn þó til hvers hfað væri. Seinni part nætur stígur ó- kunnur maður inn i danssalinn og segist hafa mætt einkenni- legum manni á veginum, sem allur hafi verið ljósum hulinn, með Ijós-örvum út frá sér. -— Skyldi nú birtan hafa verið af honum, sem brá hér fyrir í nótt, sagði einn af þeim, sem inni voru. Áfram með dansinn, var hrópað óþolinmóðri rödd innar frá í salnum. — Já, áfram með dansinn, var endurtekið. Og fólkið dansaði þar til sól var á lofti, sem öllum lýsti heim til sin. Ekki varð meira vart við þennan Ijósörva mann, fyr en á aðfangadagskveld jóla, fyrir ofan höfuðstaðinn. Dagurinn var liðinn og ljós lians horfið og liálfskýjaður himininn grúfði yfir jörð allri, skuggsýnn og ráðgátufullur. Ljósþurðin var sumum mönnum tilfinnanleg, sem ekki höfðu ráð á nógu ljós- magni frá sjálfum sér eða öðr- um, því allir vilja liafa bjart í kringum sig á sjálft jólakveldið. En liver er sælastur með sitt Ijós, er hann hefir aflað sér sjálfur. Borgarbúar voru búnir að frétta, að ljósörva maðurinn væri á leið niður í bæinn, nokkru áður en sást til lians, en nú fóru menn að sjá ljós- bjarma, sem óðum stækkaði og skýrðist. Þá var hrópað um all- ar götur bæjarins: Hann kem- ur! bann kemur! Birtan náði vítt um vegi, og lýsti vegleg skýjabönd. Birtan sást afar langt í allar áttir og jafnvel þeir, sem bjuggu á bak við fjöllin, urðu undrandi að sjá þetta dýrðar Ijós. Öll aðaltorg bæjarins voru orðin full af fólki, er ræddi um það, hvað þetta mundi merkja. Sumir sögðu, að þetta mundi vera vafurljósalogi, af því að það væri svo mikið af rafur- magni í loftinu núna. Aðrir sögðu það vera tákn, sem boð- aði eitthvað nýtt. Enn aðrir, að þetta mundi vera eitthvert hulduljós, sem enginn skildi neitt í. Svo komu vísindamenn og prófessorar með sínar álykt- anir og gátu ekki orðið á eitt sáttir, en héldu helst, að þetta mundi vera hjátrúar Ijós. Þá kom nýr maður i hópinn og kom með nýjar skýringar. Hann hafði farið fram hjá þess- um ljósbera á veginum, sem öll þessi birta stafaði frá. Þetta væri eins og hver annar mað- ur, myndarlegur maður, á að giska miðaldra. Það var þá ekki meira en þetta ,bara venjulegur maður. Ekkert yfirnáttiirlegt. — En hvernig stóð á þvi, að svona mikil birta stóð af ljósunum hans? Þá gall við rödd einhvers vísindamannsins: „Þetta er bara einhver trúðleikári eða ljósa- loddari“. Orð þessi flugu um alla mannþjrrpinguna og um alla borgina á svipstundu. Og nú skiftust menn í tvo ákveðna flokka, með og móti þessum Ijóssins gesti. Nú sögðu sumir hiklaust, að þetta væri útlærður blekkinga- meistari, sem ætlaði að nota sér fávisku fólksins, til að hafa út úr því peninga. og yfir tók það þó, að ætla sér að nota jóla- nóítina í slíkt athæfi. Nei, hann skal nú ekki koma hér að tóm- um kofunum. Og flokkadrætt- irnir mögnuðust og uxu eftir því, sem ljóshafið færðist nær. Það er svo stundum, að mennirnir gæta sín litt, fyrir ákafanum, að koma því fram, sem gripið hefir um hug þeirra í einhverjum öfgamóð. Og þá er eins og einhverjir óhollir gestir, sem óboðnir komust inn, geti haldið áfram að blása að glæðum þeim, sem þeim tókst að kveikja upp. iSá, sem altaf er opinn fyrir óhollum gestum, sem inn til hans vilja komast, hann er svo oft á valdi þeirra, er hann þekkir engin deili á. Það er ekkert sjaldgæft, að menn verði eins og að herfangi þess, sem þeir vita ekkert hvað er, og það ekki síst, þegar þeír þykjast vera að berjast fyrir ])ví eina, sanna og rétta. Undan þessu fargi geta menn ekki los- að sig, nema með aukinni þekk- ingu, reynslu og liugsanaæf- ingu — hugsana_ þroskun. Nú var ljósamaðurinn kom- inn niður í borgina, í dimmasta úthverfi hennar niður við sjó- inn. Þar hafði hverfisfólkið myndað utan um hann marg- faldan hálfhring við sjóinn, og var farið að syngja þar jóla- söngva. Þetta barst skyndilega um alla borgina og allir urðu óðir og uppvægir að komast af stað. Fyrstir voru þeir, er sögðu að þetta væri bleklcingameist- ari, og vildu fyrir hvern mun cj'ðileggja álirif hans. Allir viku úr vegi, þegar þeir heyrðu til þessara aðsúgsmiklu manna koma á eftir sér. Þegar þessir réttlætisþyrstu menn komu nið- ur að hálfhringnum og vildu ryðja sér braut, brá þeim nokk- uð í brún. Maðurinn með Ijósin var horfinn, en í lians stað sást ljóshjúpur leggja frá landi, sem leið vestur eftir sjónum. Þá birtist fögur mannsmynd upp úr Ijóshjúpnum, sem breiddi faðm sinn á móti öll- um manngrúanum, sem horfði t-saumavél er besta og nytsamasta jólagjöfin. 70 ára reynsla. ^ Einkasali: MAGNÚS ÞORGEIRSSON. Bergstaðastr. 7. Sími: 2136. Vanti yðnr bil á jóladaginn, þá hringið í síma 806. Túllpanar Hefi mikið úrval og fallegt af jólatúlípönum; einnig stórt úr- val af skálum frá 35 au. Þeir sem óska að fá túlípana setta í skálar, er þeir eiga, eru beðnir að senda þær nú þegar. VERSLUN h\t Poulsen, Klapparstíg 29. Sími: 24. á eftir lionum. Og þá heyrði fólkið fagra, mj.úka rödd, sem sagði: „Eg kem ekki til að gera lijá ykkur hátiðaspjöll, heldur til að ljúka upp fyrir yður nýjum hirslum, að sannleika og dáð. Þið, sem viljið fræðast af mér um ný verðmæti lífsins og um ykkar eigin framtíð, lil ykkar vil ég koma. Og þið, er leitið að ljóssins dýru geimum, leitið til mín, sem leitað hefi að nýjum bústöðum fyrir sáhr ykkar. En gætið að einu, að nú eru tím- ar og kenningar stórbreytt frá þeim tima, þegar eg var á jörðu hér. Og enginn skyldi kcppast við, að láta gamlan kenningar- vef halda sér óbreyttum, því að hið gamla og úrelta er dauð- inn sjálfur, en lifið er ljós hins nýja tíma. Bind þú aldrei á þig gamlar föggur liins liðna tíma, en vertu fús á að leita lífsins sanninda i nýju ljósi.“ Svo leið þessi ljóshjúpur of- ur hægt upp i loftið, og allir störðu undrandi á þetta dýrðar- ljós, og eins þeir, sem einsettu sér að ofsækja það. Altaf mun mér verða minnis- stæð sú sjón, er eg sá þegar ljós- lijúpurinn hóf sig á loft og tindrandi flugur liðu út um loftið í allar áttir, eins og þegar lu-ynjandi eldsglæður berast fyrir vindi út um loftgeiminn. Og að sjá liina endursþeglandi ljósadýrð á lognsléttum hafflet- inum, sem tók á sig óútmálan- legar myndir. Eða að sjá hinn undurbjarta ljóshjúp uppi í dökku liiminhvolfinu, þegar skýin roðnuðu og umynduðust við nálægð þessa helga Ijós- hjúps. Og það var eins og þessi dýrðlegi helgiblær dreifðist út um alt loftið, sem var eins og blandaður gleðiljóma og angur- bliðri sorg-------sorg að vera ekki skihnn rétt. Nú liringdu allar turnklukk- ur borgarinnar 12 á miðnætti og ómarnir urðu svo einkenni- lega ósamróma, en þó með margföldum klið, sem barst jafnt til allra sem eyru höfðu að heyra. Svo liljómuðu óm- amir og dóu, en dýrðlegt orð frá dýrðlegri veru á sjálfa jóla- nóttina deyr ekki út í hugum þeirra er liugsa fram. Clafur ísleifsson.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.