Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 9

Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 9
VlSIR Jim kom aldrei of seint. Stella böglaði festina i hendi sér og settist á hornið á horð- inu við dyrnar, sem hann var altaf vanur að koma inn um. Þegar hún heyrði fótatakið hans i neðsta stiganum, þá fölnaði hún, en ekki nema i svip. Hún var vön að biðja smábænir i huga sér, um smá- váegilegustu hluti og nú hvisl- aði hún: „Góði guð, gefðu að honum lítist vel á mig, samt sem áður.“ Hurðin opnaðist, Jim kom inn og lokaði á eftir sér. Hann var ósköp gramur og ósköp al- varlegur. Aumingj a drengur- inn — hann var bara tuttugu og tveggja ára gamall og hafði fyrir fjölskyldu að sjá. Hann hefði þurft að fá sér nýjan yf- irfrakka og var hanskalaus. Jim kom inn um dyrnar og stóð hreyfingarlaus, eins og veiðihundur, sem finnur lykt- ina af bráð sinni. Hann horfði á Stellu og það var eitthvað i augnaráðinu, sem skelfdi hana. Það var ekki reiði, ekki lindrun, ekki óánægja, ekki skelfing, yfirhöfuð ekkert af þeim tilfinningum, sem hún bjóst við. Hann bara starði á hana, með svo einkennilegan svip á andlitinu. ' Stella mjakaði sér ofan af borðinu og kom til hans. „Elsku Jim minn,“ sagði hún, „horfðu ekki svona á mig. Eg lét klippa af mér hárið og seldi það, af því mér fanst eg ekki geta lifað af jólin, án þess að gefa þér jólagjöf. Það vex aft- ur; þér stendur þetta á sama, er það ekki? Eg mátti til að gera það. Hárið á mér vex svo fljótt. Segðu „Gleðileg jól“, Jim, og við skulum vera ham- ingjusöm. Þú veist ekki, hvað eg keypti ljómandi fallega gjöf handa þér.“ „Þú liefir klipt af þér hár- ið,“ sagði Jim þunglega, eins og liann hefði þurft að standa í andlegu erfiði, til að komast að þessari niðurstöðu. >vKIipt það af mér og selt það,“ sagði Stella. „Þykir þér ekki .jafn-vænt um mig fyrir því. Eg er eg sjálf, þó að hárið sé farið, — er það ekki?“ Jim leit i kringum sig í her- berginu. „Þú segir að hárið á þér sé farið,“ sagði hann með ein- hverjum sauðarsvip á andlit- inu. „Þú þarft ekki að gá að því,“ sagði Stella. „Það er selt og farið sína leið. Það er aðfanga- dagskvöld, drengur minn. — Vertu góður við mig, því eg gerði það þín vegna. Getur ver- ið að öll mín höfuðhár séu tal- in,“ hélt hún áfram með ástúð- legu brosi, „en enginn getur nokkurn tíma mælt ást mina til þin. Á eg að láta rifjasteik- ina yfir, Jim?“ Það var eins og Jim vakn- aði af draumi. Hann faðmaði Stellu sína. Svo sem tíu sek- úndur skulum við snúa okkur undan og horfa á eitthvað í annari ált. Átta dollarar á viku eða miljón á ári, hver er mun- urinn á því? Reikningsmaður eða fyndinn maður mundu gefa ykkur rangt svar. Vitring- arnir færðu dýrmætar gjafir, en þessi var ekki meðal þeirra. Þessi óljósa fullyrðing verður útskýrð síðar. Jim dró dálítinn böggul upp úr yfirfrakkanuin sinum og kastaði honum á borðið. „Þú mátt ekki misskilja mig, Stella,“ sagði hann. „Það eru Gleðileg jól! - Gott nýtt ár! Færi þér jólin þann Jesú frið, sem jarðvist i Guðs ríki breyti. Verði hver stjarna þér himinsins hlið, sem hjarta Guðs tengi þig allan við og sólskinið sál þinni veiti. Þá verður hver þanki sem himininn hár, og helgaður vilja Guðs einum, að vinna með Kristi um komandi ár, með kærleikans hendi að græða hvert sár. og bæta úr mannanna meinum. Pétur Sigurðsson. engar klippingar, eða rakstrar eða hárþvottar til, sem gætu orðið þess valdandi, að eg elsk- aði litlu stúlkuna mína minna. En ef þú vilt taka utan af þess- um bögli, þá geturðu séð, að það var ekkert undarlegt, þó það kæmi dálítið á mig fyrst i stað.“ Hvitir og liprir fingur rifu pappírinn og bandið af böglin- um, hún hljóðaði upp yfir sig af gleði, en því miður hreytt- ist það fljótt i grát og harm, og húsbóndinn varð að leggja sig allan fram að hugga og bæta úr bölinu. Því þarna lágu kambarnir, hliSarkambar og hnakkakamb- ur, sem Stella var búin að horfa mest á í búðarglugga á Broadway. Inndælis kambar,úr ekta skjaldbökuskel, með glitr- andi röndum — einmitt litur- inn, sem átti svo vel við hárið horfna. Það voru dýrir kamb- ar, hún vissi það; hún liafði ágirnst þá, hún hafði beinlínis þráð þá, án þess að hafa nokkra von um að eignast þá En nú átti hún þá, en lokkarn- ir,sem þessir langþráðu skraut- gripir áttu að prýða, voru horfnir. Hún þrýsti þeim upp að brjósti sér, og loksins gat hún litið framan í hann og brosað gegnum tárin og sagt: „Hárið á mér vex svo fljótt, Jimi" Svo hljóp hún upp, eins og lítill köttur, sem hrennir sig og kallaði: „Æ, æ!“ Jim var ekki ennþá búinn að fá að sjá fallegu jólagjöfina sína. Hún rétti hana að honum í opnum lófanum. Það hlikaði á hinn dýrmæta málrn, hann minti á björtu, brennandi sál- ina liennar. „Er hún ekki falleg, Jim. Eg leitaði um allan bæ, þangað til eg fann hana. Þú verður að minsta kosti að skoða hana hundrað sinnum á dag. Réttu mér úrið þitt. Mig langar til að sjá, hvernig það á saman.“ í stað þess að lilýða, fleygði Jinr sér niður á legubekkinn og lagði hendurnar brosandi ámdir liöfuð sér. „Stella,“ sagði hann, „við skulum leggja jólagjafirnar okkar ofan i skúffu og geynra þær dálítið. Þær eru of falleg- ar til að nota þær sem stend- ur. Eg seldi úrið mitt, til þess að fá peninga til að kaupa kambana handa þér. Eigunr við nú ekki að láta rifjasteik- ina yfir.“ Vitringarnir voru, eins og þið vitið, vitrir menn — óvenjulega vitrir nrenn, — sem færðu barninu i jötunni gjafir. Þeir uppgötvuðu þá list, að gefa jólagjafir. Af því að þeir voru vitrir, þá liafa gjafir þeirra vafalaust verið viturlegar, t. d. hefir líklega verið hægt að skifta þeim, ef annað eins var til fyrir. — Hér hefi eg, af veik- um mætti, verið að segja ykk- ur frá ósköp ósögulegunr at- burði, um tvo heimska krakka í fátæklegri íbúð, senr fórnuðu hvort ö\5ru, i heinrsku sinni, dýrmætustu eignuin heimilis síns. En það ætla eg að segja vitringunr vorra daga, að af öllum þeim, senr gefa gjafir, voru þessi tvö vitrust. Af öll- um þeim, senr gefa og taka á móti gjöfum, eru þau og þeirra líkar vitrastir. Alstaðar, hvar sem er i heiminum, eru þeir vitrastir. Þeir eru vitringarnir. (E. þýddi). imHUimiiiiimiiiiiinimiiiimHmimiimiimiiiiiiiiiMimmiiiimiiiii GLEÐILEO JÓL' Nijjo bifreiðastöðin. iiiiiiiEiiiiiiiiiHiiiiiiiniiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniimmiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiii uimiiiiiiniiiiimiiiiiniiiiniiiiinimniiiniiiiniiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiuiii GLEÐILEG JÓL! S S Verslunin Edinborg. Heildverslun Ásg. Sigurðssonar. B iHiifliimiiiiiiiiiKKiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiEmiiiiiiKimiiiaiiiiiiiHiiiiiiKi^ fíLEÐILEfíRA J Ö L A óskum við viðskiftavinum okkar. Bifreiðastöð Reykjavikur. GLEÐILEG JÓLl Johs. Haiisens Enke (H. Biering). fíLEÐILEGRA JÖLA óskar öllnm sínum viðskiftavinum Jón Hjartarson & Co. í^ææææææææææææææææs VIGFÚS GUÐBRANDSSON, klæðskeri, Austurstræti 10, óskar viðskiftavinum sínum gleðilegra jóla og allrar farsældar á komandi ári, með þökk fyrir viðskiftin á líðandi ári. kXJ Verslun Ben. S. Þórarinssonar óskar öllum sínum viðskiftavinum GLEÐILEGRA JÓLA. æ GLEÐILEGRA JÓLA óskum við öllum okkar viðskiftavinum. Bifreiðastöð Kristins & Gunnars. æ æ æ GLEÐILEG JÓL! Verslunin Ásbyrgi, útbú. Qfc£> (

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.