Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 6

Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 6
VlSIR Nei, Kristrún þurfti ekki að spyrja. Það hafði ekki verið neitt bréfið —, og hún spurði heldur einskis i þá átt. „Var fnargt i víkinni, Björn rainn?“ „O-nei. Jón á Völlum var þar og einn drengjanna með hon- um. Eg hitti ekki fleiri úr sveit- ínni, en það hafði verið fleira um manninn i víkinni í gær. En það var ferðafólk úr fjarlægari sveitum, sem ætlaði suður með bátnum.“ „Þú hefir fengið þetta, sem vantaði?“ „Já, eg fekk það alt, Kristrún mín, eg skildi töskuna eftir frammi hjá Guðrúnu.“ Björn var búinn að opna blaðastrangann, en lagði hann aftur frá sér. „Eg lield eg lesi ekki blöðin i . kveld, Kristrún. Eg er þreyttur og mér er margt í hug.“ Guðrún kom nú inn með skálarnar. Hún hjálpaði Krist- rúnu og hagræddi, og að mál- tíðinni lokinni gekk hún til eldhúss til að fela eldinn og fór því næst til rekkju. — Björn rétti út höndina og dró til sín lampann, sem var á borðinu milli rúmanna, og slökti á honum. En hirtu vetr- arnæturinnar lagði inn um frosthvítar rúður baðstofu- gluggans, enda engin tjöld til þess að draga fyrir hann. Ann- að veifið færðist norðansvalinn i aukana og gnauðaði við þekj- una. „Annað kveld, Björn minn,“ sa"ði Kristrún, „ætla eg að biðja þig að kveikja á kertun- um hérna á borðinu. Það er þó altaf fróun að horfa á.blessuð Ijósin. Það er eins og þau beri jólagleðina í bæinn.“ „Elinu jólagleðina,“ sagði Bjöm og það var örlítill vottur beiskju í röddinni. Hóstakviða greip Kristrúnu. Það var eins og brjóstið ætlaði að shtna sundur. Hún hl jóðaði og andvarpaði á vixl. Björn stökk fram úr rúminu og Icveikti og gaf henni úr lyfglas- inu sem læknirinn liafði skilið eflir, til þess að gera þó eitt- hvað, eins og siður var sveita- lækna, þegar svo var komið, að í ra-uninni var vonlaust um að halda áfram baráttunni við all- ar þær óvættir, sem fátæktinni voru samfara fyrr á árum. Svo hagræddi Bjöm Kristrúnu sem best hann mátti og liallaði sér útaf. „Það styttist óðum, Bjöm,“ sagði hún, „þegar hún mátti mæla. „En eg er glöð, ef eg fæ að vera ein jólin enn hjá þér og þeim.“ „Já, það er eins og allar f.jar- lægðir minki um jólin,“ sagði Björn til þess að gleðja hana, en í rauninni hafði honum aldrei fundist nein vegalengd eins óralöng og sú, sem nú var á milli þeirra og bamanna. „Þau undu svo vel hérna, þegar þau voru búin að kveikja á kertunum sínum á borðinu,“ sagði Kristrún lágt og eins og i draumi. „'Þíiu voru svo glöð yfir kert- unum sínum, rauðum, hvítum og bláum. Það var svo hjart við hvítar rúðurnar. Það var hirta saklausrar gleði í augum ham- anna vfir kertaliósunum. Kann- ske það ljómi af þeún enn, þar sem þau eru nú, þótt langt sé hðið.“ „Þau Iiugsa heim,“ sa«x; B.jöm lágt, „Það er eg viss um.“ Hann hafði ekki fleiri orð um það, þvi hann hevrði, að rÖdd Iiristrúnar var þrungin klökkva. Svo mæltust þau ekki fleira við. Vindurinn gnauðaði nú án afláts við þekjuna. Annars heyrðist ekkert nema skerandi hósti gömlu konunnar við og við og gangur gömlu vegg- klukkunnar. Og nóttin leið og dagur rann, dagur sem leið eins og allir hin- ir, var sama endurtekning strits og starfa. Og }>egar dagur var að kveldi lcominn og störf- um lokið, var birtan óvenju- lega skær, sem lýsti upp frost- hvítu rúður litla baðstofuglugg- ans. Þar loguðu litlu kertin gömlu konunnar, blá og hvít og rauð. Og það var sæluljómi í augum liennar. Ferill hennar var nú að kalla á enda. Allir erfiðleikar, alt strit, öll von- brigði, voru að baki. Hún hafði lagt leið sína til liðins tíma, því seint og um siðir liggja allar götur til liins liðna. Björn sat á rúmstokknum hjá henni og undraðist hversu bjart var yfir svip hennar. Það er jólagleðin, hugsaði hann, en það var í rauninni hin mikla hirta að liandan, sem mildaði svip gömlu einyrkjakonunnar, er hún var að hef jast af jarðlifs- stiginu yfir í ljóssríkið, Og það var þá fyrst, er góð stund var liðin, er kertin voru útbrunnin að kalla, að einyrkjanum gamla var ljóst, hvað gerst hafði. Hann horfði á andlit hennar fast og lengi. Það var ekki um að villast. Ivristx'ún var húin að kveðia börnin sín. Hann lagði hnykluðu, hrafóttu höndina á enni hennar og lokaði augum hennar. í huga hans var undarlegl sambland viðkvæmni og hörku, sælu og soruar. Hugur hans fló til löngu liðins jólakvelds, er hann liafði setið þarna við borðið með Steina litla i fang- inu. Honum hlýnaði um lijarta- ræturnar, er hann mintist þess- arar sæluslundar. Hve auðugur var hann eldci þá, í allri ör- birgðinni. Með litla drenginn í fanginu, við borðið með ljóm- andi jólaliósunum, hafði hon- um fundist alt eins og ljósum vafið framundan. Vegna hins innilega sambands við saklausa, hreina harnssálina, sem bar svo takmarkalaust traust til hans, hafði honum fundist, að sér væri allir vegir færir til bamingjulandsins. Þessa stund lifði liann af nýiu. En kertin dóu út, eitt af öðru, og hann fann, að hann var einn. Hún lika, sem aldrei hafði brugðist, var liorfin honum. Er góð stund var liðin, gekk Björn út. Hann hafði setið jxarna á rúmstokknum í myrlcr- inu og honum fanst, að hann mundi hafa gott af því, að anda að sér hreinu lofti. Hann hallaðisí unp að bæjardyra- stafnum og horfði unp og fram. Stjörnubirtan mikla var yfir öllu. Áin var eins og síkvikt silfurband og það glamþaði á snióbreiðuna, sem huldi alt undirlendi, en á milli voru skógarásarnir, eins og dökk fer- líki, því norðansvalinn hafði sópað snjónum af kjarrinu. Hann leit fram á þessari stund, en líka aftur. Minningarnar um það, sem liðið var, voru yfir- sterkari í svip. Hann liafði margs að minnast. Og það hafði ekki altaf verið tómt strit. Krislrún hafði verið honum góð — altaf. Hann bar liönd upp að enni sem snöggvast. Hve lítils hann hafði verið megnugur, hugsaði hann. Hann leit enn fram og fvrir liugskots- augum sínum leit hann Litlu Tungu, eins og liann liafði svo w Zá GLEÐILEG JÓL! Theódór N. Sigurgeirssort. OOQQQQQQOQQQQQQQQQQQQQQQQt Xl GIÆÐILEG JÓL! Ódýri basarinn SQQQOQQOQQQtKSÍÍÍSQQQQQQQQQOÍ %r | GLEÐILEG JÓL! B Hermann Hermannson 8 |j Versl. Víðir. íl I QQQQQQQQQQÍiQQQQQQQQQQQQQQt USQQQQQQQQQtHÍtÍtXÍQQQQQQQQOt « « i GLEÐLLEG JÓLJ Sveinn Þorlcelsson. I áÖÍSQQCQQOQQQÍXSÍSÍiQQQQQQQQQt «SQQQQQOQQQ<SÍSÍSÍStSQOQOOOQQQ« | • | S GLEÐILEGRA JÖLA óska eg öllum mínum við- skiftavinum. j; Kolav. Ólafs Ólafssonar. S! 3 S< 55 q0QQQQQQQQQCQ0QQ<ÍQQCQQ<S<SQ< SQOQQQQQQQ<S<S<S<S<SQQQQQQQQQ»í GLEÐILEG JÓL! 8 « liristol. SQ<SQQQ<SQQ<SQQQQQQQQQQQ<SQQ<SQ oft áður dreymt um liana, með hávaxna viðu á hverju liolti, en túnum á milli. Einhver annar lætur þá drauma mína rætast, liugsaði hann, seint og síðar meir, einhver annar, en — ekki af minni ætt. í fjarska voru fjöllin snævi þakin. Aftur blasti virkileikinn við, frosnár mýrar og kjarrholt og óbeisluð áin. Og Birni var það ljóst, að örlög lians voru þau, að glata öllu, nema viljanum til að strita á- fram, eins og Iiann hafði gert aíla æfina. Og svo gelck hann í bæinn sinn gamla, inn til Krist- rúnar, — i kuldann og myrkrið og einveruna. 2|!!K81ll!ISSlll2Kl!!l!lfII!l8IHII2SSII!IIIIII!!l!I!I8SKISIl!BIIIII!IIII!liyillllfl| s= £= GLEÐILEG JÓLl [ 1 H/f. Efnagerð Reykjavikur. <I!llllllllllIlimUUIIll!IIIII!Ulllillll!lUIUII21i!lIllllllllllIIIUniII£IIUI!» imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiím icano Sm5- GLEÐILEG JÓL! 55 kökk fyrir viðskiftin á árinu. Jón Hermannsson, úesmUkm. S. 1 M liiiiiiiiiiiiiiHmmiiiinmiiiiuiiiiiiiiimiiiiiiiniiiiEiiaiiiiiiiiiiiiiiiii Óskum öllum okkar mörgu viðskiftavinum GLEÐILEGRA JÓLA. KLÖPP. íniUIHIHUIIHIIUIUiSIHIHBIIIHHIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIilllfilIlHIUlinilllPÚI =s S GLEÐILEG JÓLl Hljóðfæraverslun Helga Hallgrímssonar. [ : ' ' i §| IIII!!!Illl8ll!8ISII!!H!llIIIB!S!ilÍllilllSI!II!llllllIfiÍUÍIIfilIIII8UIIIHH!IIfiS!!l

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.