Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 14

Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 14
VlSIR ffi æ HÓTEL BOHG. Alúðar þakkip öllum þeim sem hugfarslega og verhlega liafa stutt „lieimili“ Reykvíkinga, (Hótel Borg) og óskum þeim öllum gleðilegrar hátíðar og farsællrar framtíðar. Húsráðendur að Hótel Borg. æ æ æ æ æ æ æ veitti honum eftirför heim aö hús- inU og heyrtSi hann kalla: „Litla systir mín, ljúktu upp fyrir mér,“ og sá hann aö hurSin var opnuö fyrir honum þegar í stað. Veiði- maðurinn tók vel eftir öllu og setti það á sig, fór síðan til konungs og sagðí honum, hvað hann hafði heyrt og séð. „Á morgun freistum við þá veiðinnar að nýju,“ mælti konungur. Litla systir varð dauðhrædd, er hún sá að rádýrskálfurinn var særður. Hún þvoði blóðið úr sár- ínu, lagði við það græðandi jurt- ir og mælti: „Legstu nú i bólið þitt, rádýrskálfur litli, svo að þér geti batnað.“ En sárið var ekki meira en það, aá rádýrskálfurínn fann ekkert til þess morguninn eftir. Og þegar hann heyrði veiðimannalætin úti fyrir mælti hann: „Eg eiri mér ekki inni, eg verð að vera með í þessu. Það skal verða bið á þvi, að þeir nái mér.“ En litla systir grét og sagði: „Nú munu þeir drepa þig, og j.á verð eg alein hér í skóginum; og ytirgefin af öllum; eg sleppi þér ekki út.“ — „Þá dey eg hér fyrir augum þér af harmi,“ sagði rá- dýrskálfurinn. „Þegar eg heyri veiðihornið gjalla, þá ræð eg ekki lengur við mig.“ Þá var ekki ann- að fyrir, litla systir mátti til að Ijúka upp fyrir rádýrskálfinum, þó að henni félli það* þungt, en hann stökk léttur og kátur út í skóginn. Og er konungurinn sá hann, sagði hann við veiðimenn sina: „Eltið þið nú dýrið í allan dag og fram á nótt, en gætið þess vel, að gera því ekkert mein.“ Þegar sól var runnin til viðar, sagði kónungur við veiðimennina: „Komið nú og sýnið mér skógar- l úsið.“ Og er hann var kominn að l-úsinu, drap hann högg á dyrnar og kallaði: „Ljúktu upp fyrir iiiér, elsku litla systir mín.“ Þá var lokið upp dyrunum og gekk konungurinn inn og sá þar standa stúlku svo fagra, að jafn fagra hafði hann aldrei augum lit- ið. Stúlkunni brá í brún þegar hún sá, að það var ekki rádýrskálfur- inn, sem inn var kominn, heldur niaður með kórónu á höfði. En konungurinn leit vinalega til henn- ar, rétti hetíni hönd sína og mælti: „\ iltit koma með mér í höllina mína. og verða konan mín ?*“ „Æ, já,“ sagði stúlkan, „en þá vcrður lika litli rádýrskálfurinn að fylgjast þangað með mér líka, tkki fer eg að skilja hann hér ein- an eftir." . Hann skal yera hjá þér svo hngi sem hann íifir,“ mælti kon- t-r-gur, „ekkert skal hann skorta.“ Á meðan þau ræddust þetta við i n rádýrskálfurinn stökkvandi, og iagði litla systir seffléttu- bandið við hann og teymdi hann mcö sér úr skógarhúsinu. Konungurinn tók stúlkuna ttpp á hest sinn og reið með hana heim i l'iöll sína, og fór brúðkaup þeirra ft'Uíi með mestu viðhöfn, og nú var stúlkan orðin drotning og voru samfarir þeirra hinar ánægjuleg- t:stu Iengi vel. Rádýrskálfurinn var hirtur og stundaður af mestu alúð og hljóp til og frá um hall- argarðinn. En stjúpmóðirin vonda, sem því hafði valdið, að börnin höfðu farið út í víða veröld, hafði ekki gert sér annað í hugarlund en að villidýr hefðu rifið litlu systur í sig og veiðimenn skotið rádýrs- kálfinn til bana. Þegar hún nú fregnaði farsæld þeirra og að þeim leið svo prýðilega, þá fyltist hjarta hennar öfund og ilsku, og hafði hún ekki hugann á öðru.æn að stofna þeim i glötun með ein- hverju móti. Og dóttirin, sem hún átti sjálf, og ljótari var en alt sem ljótt er, og eineygð í tilbót, ekki var hún betri; hún sparaði ekki átölur og sagði: „Ekki nema það, að verða drotning, það hefði eg átt að verða, og það bar mér með réttu.“ „Vertu hæg,“ sagði kerling og taldi um fyrir henni. „Þegar tími er til og færi gefst, þá skal eg vera til taks.“ Og sem stundir liðu fram, ól drotning frítt sveinbam, og hitt- ist þá svo á, að konungur var á dýraveiðum. Þá brá galdranornin gamla sér í Jíki herbergisþernunn- ar, gekk inn í stofuna, þar sem drotning lá á sæng, og sagði við við hana veika: „Komið þér nú, baðið er tilbúið. Það mun endur- næra yður og gefa yður nýjan þrótt. Fljótt nú, áður en vatnið verður kalt.“ Dóttir hennar var þá hvergi fjarri, og báru þær drotn- inguna veika og létu hana ofan í baðkerið og hlupu burt. En í bað- klefanum höfðu þær lcynt sann- kallað vítisbál, svo að visu mátti ganga, að ekki mundi á löngu liða að drotning kafnaði. Að svo búnu tók kerling dótt- ur sína, lét á hana húfu, og lagði hana í rúmið í stað drotningarinn- ar. Hún gaf henni og skapnað og yfirbragð drotningarinnar, nema augað, sem hún hafði mist, það gat hún ekki gefið henni aftur. En til þess að konungur yrði einskis var, þá varð hún að leggjast á þá hliðina þar sem sem augað vant- aði. Nú kemur konungur heim um kveldið og verður alshugar glað- ur, er hann heyrir að sér sé fædd- ur sonur, og ætlar nú inn til konu sinnar, er hann unni svo mjög, og sjá hvernig henni liði. Þá kallar kerling í skyndi: „I allrar hamingju bænum, dragið sparlökin fyrir, drotningin þolir ekki enn að sjá í birtuna og verð- ur að vera fullkomlega i ró.“ Kon- ungurinn sneri þá aftur, og kom honum ekki til hugar, að fals- drotning lægi i hvílunni. En um miðnætti, þegar allit aðrir voru í fasta svefni, bar svo til að barnfóstran, sem vakti alein hjá vöggunhi, sá dyrnar opnast og réttu drotninguna koma inn. Hún tók barnið úr vöggunni í faðm sér og gaf þvt brjóst. Siðan hag- ræddi hún koddanum, lét barnið í vögguna og breiddi yfir það. Ekki gleymdi hún heldur rádýrs kálfin- um, heldur gekk hún þangað sem hann lá úti í horni og strauk a honum bakið. Eftir það gekk hún þegiandi útum dyrnar og spurði barnfóstran hallarverðina morgun- inn eftir hvort nokkur hefði geng- ið inn í höllina þá um nóttina, en þeir kváðu nei við og sögðu: „Við höfum alls engan séð.“ — Svona kom hún margar nætur og mælti aldrei orð frá munni; barnfóstran sá hana alt af, en dirfðist ekki að segja nokkrum manni frá því. Þannig leið nú nokkur tími, en þá var það eina nótt að drottning tók að mæla og sagði: „Hvað er uin barn rnitt og hvað er um rá? Enn kem eg tvisvar . og búið er þá.“ Barnfóstran svaraði henni ekki, en þegar hún var horfin fór hún til konungs og sagði honum frá öllu. „Æ, guð minn góður, hverju sætir þetta“, mælti konungur, „næstu nótt vaki eg hjá barninu?“ Um kveldið fór hann inn i stof- una þar sem barnið var og um mi/ðnætti kom drottningin aftur og mœlti: „Hvað er um barn mitt og hvað er um rá? Enn kem eg eitt sinn og búið er þá.“ Og hlynti hún að barnunganum cins og hún var vön að gera áður cn hún hvarf. Konungurinn áræddi ekki að yrða á hana, en samt vakti hann hjá barninu líka næstu nótt. Þá mælti hún aftur: „Hvað er um barn mitt og hvað er um rá? í þetta sinn kom eg og búið er þá.“ Þá stóðst konungur ekki lengur, beldur hljóp hann til konu sinnar og miælti: „Þú getur ekki verið nokkur önnur en elsku konan mín." Þá svaraÖi hún: „Eg er elsku konan þín“ — Og á sama augnabliki var hún íyrir náð Drottins orðin lifandi aftur, hraust og heilbrigð, rjóð og bragðleg. Þá sagÖi hún konung- inum frá níöingsverkinu, sem galdranornin arga og dóttir henn- ar höfðu unnið á sér. Konungur Iét þá draga þær báðar fyrir dóm og voru þær til dauða dæmdar. Með dótturina var farið til skógar og rifu óarga dýr hana i sundur, en móðirin var á bál borin og lést við mikil harmkvæli. Og jafn- skjótt sem hún var brunnin til ösku leystist rákálfurinn úr álög- unum og fékk aftur mannsmynd sína; lifðu þau systkin farsæl upp frá því og skildu aldrei alt til æfi- loka. H GLEÐILEGRA JÓLA H úskum við öllum okkar viðskiftavinum. ^ Gosdryklcjaverksm. MÍMIR n uHUMmmmMHKMnnnnMnmm GLEÐILEG JÓL! Matthildur Björnsdóttir, Laugaveg 36.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.