Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 10

Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 10
VÍSIR Trúarjátning mín. Albert Einstein. GLEÐILEG JÖL! Afialstödin. n Undarleg er tilvera vor á þess- ari jörö. Sérhvert af oss kemur hingaö sem gestur um stutta stund, án þess aö vita hvers vegna, og þó viröist stundum eins og þaö sé í guölegum tilgangi. Samt sem áöur er eitt atriði, sem vér þekkjum frá sjónarmiði hins daglega lífs, og þaö er það, aö maður er hér vegna annara manna, — einkum þeirra, sem meö brosi sínu og vellíðan vekja og vemda gleði manns, og einnig vegna hinna óteljandi sálna, sem forlögin binda mann viö böndum samúðarinnar. Margsinnis dag- lega rennur það upp í hug mín- um, hve mjög mitt ytra og innra líf byggist á erfiði mitma lifandi og látinna meðbræðra, og hversu alvarlega eg verð að leggja mig fram til þess, að gefa eins mikið cg eg þigg. Mín hugarró verður of.t fyrir óþægilegum árásum af þeirri tilfinningu, að eg hafi tek- ið of mikið til Iáns af vinnu ann- ara. Eg get ekki litið svo á, að vér getum haft nokkurt frelsi í heim- spekilegum skilningi, vegna þess að vér vinnum ekki að eins fyrir ytri knýjandi ástæður, heldur einnig af innanaðkomandi nauð- syn. Orð Schopenhauer’s þar sem hann segir: — „Maðurinn getur vissulega gert það sem hann vill, en hann getur ekki ákveðið hvað hann vill“, —- þau orð hafa ávalt veitt mér huggun, þegar eg hefi lent í hrakningum lifsins cða séð aðra verða fyrir harðrétti þess. Þessi sannfæring getur af sér stöðugt umburðarlyndi, því að hún leyfir oss ekki að taka oss sjálf né aðra um of alvarlega; hún stefnir í þá átt, að skapa kimnis- kendan geðblæ. Að brjóta heilann látlaust yfir orsök tilveru sinnar éða tilgangi líísins yfirleitt, virðist mér frá hlutrænu sjónarmiði mjög barna- legt. Samt á hver maður einhverj- ar sérstakar hugsjónir, sem leiða og stjórna löngun hans og skoð- un. Þær hugsjónir, sem lyst hafa mér sífelt og fylt líf mitt fögn- uði eru: gæskan, fegurðin og sannleikurinn. Það, að gera þæg- indi og glaðværð að markmiði sínu, hefir aldrei fengið neinn fangstað á mér, og siðgæÖisregl- ur reistar á slíkum grunni, myndu aö eins nægja nautgripahjörð. Lif mitt mundi hafa orðið ótta- lega tómlegt án kendarinnar um samvinnu við mér andlega skyld- ar verur, í eftirsókn hins ónáan- lega í listum og vísindalegri rann- sckn. Ætíð síðan eg var barn hefi eg fyrirlitið hinar venjulegu hömlur, sem svo oft eru settar á mannlegan metnað. Eignarráð, ytri heppni, oflát- ungsskapur og munaður hefir alla tið verið andstyggilegt í mínum augum. Eg hygg að hinir óbrotnu og liæversku lífshættir séu bestir fyrír sérhvern mann hvað líkama og sál snertir. Hinn ástríðuþrungni áhugi minn fyrir borgaralegri réttvísi og borg'aralegri ábyrgð, hefir stöðugt verið í kynlegri inótsögn við ómannblendni mína, eða óvilja til að umgangást mikið menn og konur. Eg er einækisskepna, ónothæf í s?mæki. Eg hefi aldrei óskorað heilhuga getað tilheyrt landi eða þjóð, eða vinahóp mínum, eða jafnvel minni eigin fjölskyldu. Þessum vináttu og tryggðábönd- um hefir ávalt verið samfara oljós fjarstaða, og með aldrinum hefir tilhneiging mín til einangr- unar farið sí vaxandi. Þessi einangrun er stundum beiskjublandin, en mig iðrar það samt ekki, þó eg sé fráskilinn skilningi og samúð annara tnanna. Eg veit vel, að slíkt er mér nokkurt tjón, en bætur fyrir þaC öðlast eg í_ þvi, að vera óháður venjum, skoðunum og fordómum annara, og losna með þeim hætti við þá freisting, að Iáta ininn sál- arfrið hvíla á þeiin óhrjálega grundvelli. Hin stjómarfarslega hugsjón mín er lýðræði. Sérhver maður ætti að vera virtur sem ein- staklingur en enginn tignaður. Það er kaldhæðni forlaganna að yfir mig skuli hafa verið helt svo mikilli, en óþarfri og óverðskuld- aðri, aðdáun og virðingu. En ef til vill er þessi fagurgali’ sprott- inn af hinni óuppfyltu ósk fjöld- ans uin það, að skilja hinar fáu hugmyndir sem eg hefi boriö fram. Mér er það vel ljóst, að til þess að ná einhverju ákveðnu marki er það nauðsynlegt, að einhver einn annist hugsunarstarfið, skipi fyrir og læri að mestu leyti alla ábyrgðina. En það á ekki að reka þá, sem verið er að leiða, þeir ættu ætíð að hafa leyfi til að velja leiðtoga sinn. í mínum aug- um er mannvirðingar aðgreining þjóöfélagsflokkanna fölsk; í sann- asta skilningi er mátturinn megin- stoð þeirra. Og eg er þess full- viss, að spilling fylgir sérhverju einveldiskendu ofbeldi, því ofbeld- ið dregur stöðugt að sér lághneigð- ir og siöleysi. Tíminn hefir sannað að nafnkendir harðstjórar hafa komið sínu fram með tilstyrk þorpara. Eyrir þessa sök hefi eg alla tíð verið eindregið mótfallinn því stjórnarfyrirkomulagi, sem á sér stað nú á dögum í Rússlandi og Ítalíu. Það sem vakið hefir ótrú á evrópísku lýðræði er ekki grund- vallarkenning sjálfs lýðræðisins sem sumir álíta villu eða ráðleysu, heldur óstöðugleiki hinnar stjórn- fræðilegu forustu vorrar, og auk þess óveruleikablærinn á umbót- Unum. Eg hygg að þér í Banda- ríkjunum hafið hitt á hina réttu hugmynd. Þér kjósið forseta til hæfilega langs tíma, og veitið honum nægilegt vald til þess að hann geti réttilega leyst af hönd- um sin ábyrgðarstörf. Hins vegar geðjast mér mjög vel hin meiri umhyggja, sem þýska landstjórn- in og þýska ríkið ber fyrir ein- staklingnuin, þegar hann er van- heill eða atvinnulaus. Þvi það sem hefir mest gildi í ys og þys líísins er ekki þjóðin, heldur hið skap- andi og áhrifanæma einstaklings- eðli, persónuleikinn — sá sem framleiðir hið göfga og háleita meðan almenningurinn dvelur og dregst áfram í hugsanamóki og tilfinningasljóleika. — Við þetta atriði kemur mér í hug eitt hið alversta afsprengi hópsálarinnar (herd mind), hin svívirðilega her- vörn. Sá maður, sem hefir nautn af hergöngu með hljóðfæraslætti er neðar en svo að eg geti fyrirlitið hann. Af einhverjum mistökum hefir hann öðlast sinn stóra heila — mænan ein væri yfrið nóg. Þennan hernaðarhetjuskap, þetta tiifinningalausa oíbeldi, ]ietta bannsetta orðagjálfur um föður- landsást — en hvað eg fyrirlít >OOÖOOaOOOOÍ«««XÍOOO»OOÖOO< GLEÐILEG JÓLt Marteinn Einarsson & Co. KOQQOOOOQCXXXXXXMOOOQOOOC GLEÐILEG JÓL! Matarverslun Tómasar Jónssonar. það alt af heilum hug. StyrjÖld er siðlaus og andstyggileg, pg held- ur hefði eg látið tæta mig sundur ögn fyrir ögn en gerast þáttak- andi í slíku ódæði.. Slíka smán á að afmá sein allra fyrst af mann- eðlinu. Og svo mikla trú hefi eg á mannlegu eðli, að eg held að þennan ósóma hefði fyrir löngu mátt vera búið að þurka burt af því, ef heilbrigð skynsemi þjóð- anna hefði ekki verið afvegaleidd eftir nótum, með skólum og skrif- um í fjárhagslegum og stjórnmála- legum tilgangi. Hin fegursta reynsla sem vér fáum hlotið er í djúpum hins dul- arfulla. Þar er uppspretta sannra lista og vísinda. Sá, sem ekki þekk- ir þær hræringar sálarinnar, sem þessi reynsla frainkallar, og sá, sem ekki lengur fær numið staðar til að undrast, verða frá sér num- inn og fyllast lotning, hann er lif- andi dauður, augu hans eru lokuð. Þessi innsýn i leyndardóina lífs- ins hefir, þó hún sé óttabundin, vakið trúna til tilveru sinnar. Að vita að það, sem fyrir oss er órannsakanlegt, er í raun og veru til, og opinberar sig í hinni æðstu speki og sönnustu fegurð, sem hinir sljóu hæfileikar vorir fá að- eins gripiö í ófullkominni mynd — að vita þetta, að eiga þessa þekking, þessa tilfinning, er brenni- punktur hinnar sönnu guðrækni í þessum skilningi, aðeins i þess- um skilningi, tilheyri eg flokki hinna einlæglega trúræknu manna. Eg get ekki hugsað mér þann guð, sem launar og hegnir oss, verum sköpunar sinnar, þar eð tilgangnr hennar lagar sig eftir vorum til- gangi — þann guð, sem í stuttu máli sagt er aðeins hugsmíði inannlegs ófullkomleika. — Eg get heldur ekki trúað því, að einstaklingurinn lifi áfrarn, þegar líkaminn ér dauður, enda þótt óstyrkar sálir ali með sér slíkar hugsanir af ótta eða athlægisverðri eigingirni. Mér nægir sú hugsun, að leyndardómur meðvitundarlífs- ins endurtekur sig gegnúm alla eilífðina, mér nægir að íhuga hina undursamlegu byggingu alheims- ins, sem vér skynjum svo óljóst, og reyna í allri auðmýkt að skilja, ]jÓ ekki væri nema óendanlega lít- ið brot þeirrar visku, sem opin- berast í náttúrunni. — Þ. J. þýddi. Verslun Páls Hallbjörnssonar, Laugaveg 62. æ æ æ æ æ æ GLEÐILEGRA JÓLA óska eg öllum minum viðskiftavinum. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ GLEÐILEG JÖLl MANCHESTER. lææææææææææææææææææææææææ GLEÐILEG JÓLl Halldór R. Gunnarsson. ^æææææææææææ æææ^ GLEÐILEG JÓLl SÖLUTURNINN (Einar Þorsteinsson). GLEÐILEG JÓLI Sportvöruhús Reykjavíkur. æ æ æ æ GLEÐILEG JÓLl VERSLUNIN BRYNJA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.