Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 7

Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 7
VÍSIR Kirkjuferðir á jólum. Það fólk, af nútíðarkynslóð- inni, sem clur aldur sinn i bæj- um og kauptúnum, þar sem kirkjur liafa verið reistar, get- ur varla gert sér hugmynd um þá erfiðleika, sem því liafa verið og eru sumstaðar enn samfara, víða i sveitum lands- ins, að sækja guðshús að vetr- inum, ekki sist í skammdeginu. i sveitmn eru að jafnaði snjóa- lög miklu meiri en við sjó, veg- ir víðast engir eftir að íara, ar, lækir og gil víða á leiðinni, og viö þetta hætast svo vega- lengdir, frá sumum hæjum 2ja tii dja stunda gangur, og oft í skammdeginu myritur á heirn- leiðinni frá kirkjunni. Allar kirkjuierðir voru á fyrri árum j afniramt gönguferðir. Þegar eg kom fyrst í sveit, var lirepp- stjóriun eini maðurinn þar, sem liafði hest á járnum að vetrinum, auk mín. En taisverð Ureyting varð á þessu á mín- um prestskaparárum, svo aö siðast voru þau heimili orðin íá, er ekki liöfðu járnaðan hest ef á þurfti að lialda. Enginn átti þá nokkra kápu eða verju fyrir regni, og á iótunum var ekki um annað að taia en is- lenska skó. Ef rigning var, kornu því allir rneira og minna votir í kirkjuna og sátu í því tneðan á niessu stóð; kólnaði þá mörgum, því allir kotnu heitir af gangi. Yíðast mun flestalt fóik hafa íengið ein- hverjar góðgerðir, helst kaffi, á kirkjustööum að vetrinum, og oft kont það fólk, sem lengst átti, við á einliverjum hæ i heimleiðinni. I þessar kirkju- ferðir fóru oft 5—7 stundir, af hæjum, sem langt áttu að sækja, og af suniuni meira. Um skepnur þurfti svo að liugsa og liirða, hæði áður en i'arið var að morgninum, og þegar komið var aftur. En ekk- ert af þessum erfiðleikmn, þreytu og voshúð, setti gamla fólkið fyrir sig. Það liefir tið- um ekki verið gert mikið úr trú- og kirkjurækni Islendinga, en einliverja þrá og dug, ekki siður lijá konum en körlum, þarf til þess að fara frá lieim- ili sinu langar leiðir, oft í vondri færð, tvisýnu útliti og skammdegismyrkri, og eiga hæði fyrir og eftir að gegna, oft erfiðum heimilisstörfum. Og aldrei virðist þessi þrá liafa verið sterkari, aldrei meira kapjj lagt á að komast í guðs- liús, en einmitt þegar myrkrið hjá oss er mest,í sjálfu skamm- deginu, um jólin. — Ef trúa mætti sögusögnum, sem út af þeirri venju liafa spunnist, þá hefir alt heimilisfólk sópast af bæjum til kirkju á aðfanga- dagskvöld jóla, nema þá ein- hver einn maður, sem látinn var vera lieima, til að gæta liúsa og liirða skepnur. Kirkju- fólkið kom svo ekki heim, fyr en seinni part nætur, það, sem langt átti, og er líklegt, að þetta næturgauf hafi ekki orðið nein skemtiför, er illa viðraði, og lieldur hefir jólanóttin verið ömurleg og einmanaleg fyrir þann, sem heima sat. Ilvenær þessi venja liefir lagst niður, veit eg ekki, en sjálfsagt er langt siðan, og lief- ir líklega orðið smátt og smátt, þó munu stöku sveitaprestar, einkum þar sem þéttbýlt er, liafa við og við lialdið kvöld- söng á aðfangadagskvöld, þeg- ar hjart var af tungli og stilia í veðri. — Þó eg væri prestur í liálfan fjói'ða tug ára, liefi eg aldrei fiutt ræðu í kirkju á aðfanga- dagskvöld, og ekki man eg nú tii, að prestar í nágrenni við mig geröu það, að mxnsta kosti ekki að jafnaði. — Eg hefi sjálfur litið svo á, að viðsjái’- vei’t og ekki áliættuiaust gæti vei’ið að draga fólk að kirkju, ef til viil um langar leiðir, að kvöldi tii í skammdegi vetrar- ins, og hins vegar fanst mér varia sanngjarnt, að húast við þvi, að fuilorðna fólkið, eink- um karlmenn, er líklegastir væru til að sækja kvöldsöng, og sem ekki kærnu heim fyr en í vöku-Iok, mundu aftur sækja kirkju á jóladaginn; en það sem rnestu réð, var sú skoðun mín, að jólakvöldið á fyrst og fremst að vera heim- ilisliátíð, og þá ekki sist heim- ilislxátið fyrir hörnin; en til þess að þessi lielgasta kvöld- stund kristinna manna geti verið það, þarf helst alt íólkið í liinum litla heimi sveitalieim- ilanna að vera til staðar. Oðru máli er að gegna með þetta í kaupstöðum, þar sem varla er steinsnar til kirkjunnar; þar getur fólk bæði veitt sér þá ánægju að ganga í guðs liús, og svo lialdið heimilishátíðina á eftir, með hörnum sinum og fólki á hehnilinu. Frá þvi eg fyrst man eítir, var svolitið jólatré á lieimili foreldra minna; voru þau hú- in til úr spýtum og ski’eytt lyngi, sem vafið var utan um stofn og greinar; þessum sið liélt eg, eftir að eg kom í sveit og til þessa, án þess að nokk- urt ár hafi fallið úr, og sjálfur liefi eg enga jólanótt verið ann- arstaðar en á heimili mínu. En nú hefi eg sagt lieldur mikið. Eg man nú eftir einu jóla- kvöldi, sem eg af nýjungagirni harnsins mat annað jólatré meira en það, sem lieima var. Þetta var á jólunum 1869; eg var þá 9 ára gamall. Fékk eg þá í fyrsta sinn að fara á kvöld- söngfram að Görðum. Jörð var þá auð, kolamyrkur háðar leið- ir ,en hægð á veði'i. Úr Firðin- um fór óvanalega margt til kirkju þetta kvöld; það hafði sem sé kvisast, að spila ætti á liarmoniku með söngnum í kirkjunni þá um kvöldið. Sá, sem það gerði, var Ólafur Ól- afsson söðlasmiður frá Sveins- stöðum, er þá var nýfluttur að norðan í Fjörðinn, og hjó þar í liúsi því á mölinni, er Guð- mundur sál. Halldórsson hjó siðar i um rnörg ár, Ólafur sál. var mesti snyrtimaður, piýðis- vel að sér,og rnargt til lista lagt. Um mentun og menningu var þá lítið í Firðinum. Eg var þá kunnugur á flestum heimilum þai’, og vissi eg livergi af nein- um bókakosti nema hjá Árna Hildibrandssyni járnsmið, föð- ur þeirra Kristinar og Helgu móðurÁrna Jónssonar timbur- sala. Eru þær systur báðar liér á lifi, háaldraðar, en furðu ern- ar ,og svo var eitthvað af hók- um til hjá móðurbróður konu minnar, Árna J. Matthiesen og fáum heimilum öðrum. Skóli var þá enginn i Firðinum, fyr en eftir 1870, að faðir minn hafði skóla á heimili sínu, fékk lil lians kennara Oddgeir Guð- mundsson frá Litlahrauni, er þá var nýlega útslcrifaður af prestaskólanum, og var síðast prestur i Vestmannaeyjum, og andaðist þar fyrir nokkuruiu árum. Tók faðir minn nokkur hörn i skólann, auk okkar svst- kinanna, sem þá voru fjögur hin elstu komin á námsár. Með Ólafi söðlasnlið kom sveita- menningin ofan á sjávarhakk- ann þar í Firðinum, og svo mun víðar hafa átt sér stað, að lians líkar hafa borið með sér ofan á ströndina menningu sveitanna, sem þar liefir orðið upphaf meiri menningarhrags á ýmsan liátt. Það eru ýmsir, sem gert hafa heldur lítið úr liinni svonefndu sveitamenn- ingu, menningu þeirri liinni fornu, sem lifað hefir fram til l'jalla og dala í skjóli einveru og fjarlægðar frá hávaða lifs og glaumi, en auðvelt mundi að sýna og sanna, að fólksflutn- ingur frá betri sveitaheimilum til hæja og kaupstaða við sjó, er meira en litið andvæg'i gegn straumum þeim ýmsum, er þangað liggja úr öðrum áttum, sem fáir munu á fyrri árum liafa húist við að hingað niundu leita, og á sinn drjúga þátt í að styrkja hæði þjóðerni og tungu einmitt á þeim slóð- um sem reynslan liefir áður sýnt oss,að þessu er mest hætta húin af útlendum áhrifum. En eg sný mér nú aftur, eftir þenn- an krók, til nafna mins sál. og kennara söðlasmiðs. Eitt af þvi sem honum var til lista lagt, var það, að liann var ágætur söngmaður, og komu þar sam- an á lieimili lians, er þetta fór að verða hljóðbært, noklcurir yngri menn til að læra söng. Orgel var þá ekkert til i Firð- inurn, en ólafur átti afarmikla harmoniku með vist 3 nótna- röðum. Hafði aldrei annað eins liljóðfæri sést fyr á þeim slóð- um. Það var vist ekki síst löng- unin til að hlusta á hljóðin | þessari miklu harmoníku, og svo vonin um venju fremur hetri söng, margraddaðan, sem studdi að því, að óvanalega margt fólk fór til kirkju að Görðum þetta áminsta að- fangadagskvöld, þrátt fyrir myrkur og lileytu. Og mér er óliætt að segja, að fólkið varð elcki fyrir neinum vonbrigðum, og allir fóru ánægðir heim aft- ur. Og nú var jólatréð og jóla- fögnuðurinn lieima framund- an. En meðan eg var að fara úr volu eftir ferðina, var mér sagt að Zimsen, verslunarstjóri Knudtsons-verslunar þar .í Firðinum, mætur maður og forgöngumaður þar uni alt, sem til gagns og framfara liorfði, öll þau ár, sem hann dvaldi þar, liefði gert þau boð að eg kæmi á jólatré heima hjá þeim góðu lijónum þá um kvöldið. Svo góðu boði mátti eg ekki og gat ekki neitað, þótt mig langaði til að vera heima. Eg fór því auðvitað, liafði niestu ánægju af, sá þar miklu tillcomumeirá jólatré en heima, og kom heim með alla vasa fulla af gjöfum og sælgæti. Og þetta er eina jólakvöldið, sem eg liefi ekki verið á heimili mínu og liorft á jólatréð þar. Ó. Ó. f. H. (ír^b GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýtt ár! Verslunin Merkjasteinn. GLEÐILEGRA JÓLA OG NÝÁRS óska eg öllum mínum viðskiflavinum. Sig. Ólafsson, rakari. æ .............................................. GLEÐILEGRA JÓLA wmm óskum við okkar viðskiftavinum. Bræðurnir Ormsson. llllllllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIillllllEIIiBllllllllllllllllllliIIIHIIIIIll |IIIII1IIIIIIII1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!IIIEKIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII GLEÐILEG JÓL! S. JÓHANNESDÓTTIR. Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllll!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.