Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 5

Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 5
VlSIR Jólaljóð. Heill þér himinborna, dýra drotning drottins sala. Kom enn kaldar ad næra viltar sálir veraldar barna. Kom, kom, með krafti þínnm, tjósi þinna líknar orða. Lát oss skilja lifsins speki, ráða rúnir reynslustunda. Villast þjóðir af vegum dygða. Glotla menn að guðspjalla sanni. Ganga frá jötu Jesú dýrðar. Flýja frelsi, fara i launkofa. Flýja tíetlehems barn og móður. Loka augum þá lýsir stjarna. Heyra ei of helgum völlum, heilagan söng frá hæðnm Drottins. Heilagan söng himneskra sveila, þeirra er boða birtn og líf. Heilagan söng nm helga nótt. Dýrð sé Guði drotni vornm. Lýsti stjarna um lágnætti. Ljómuðu Ijós líknarsala. Enn þú lýsir Ijúfa stjarna, villuráfandi veraldarlýð. Hringja klukkur helgra tiða. heilög jól heimi boða. Syngja svanir sigurhæða, dýrðarljóð drottins sala. Föllum fram, fyrir altari föður vors, og fögnum Jesú. Grátum, grátum, svo glúpni hjarta. Lofum Guð fyrir lífsins sól. Hærra, hærra, hefjum merkið! Meira Ijós, meiri þekking! tíurt með tál, irufl og voða. Sigri löndin sannleikans kraftur. Hærra, hærra, hörpur syngi, helgimál heitagra jóla. Lyft sál vorri, lífs faðir, hdtt yfir hættur og dáuða. Ásmundur Jónsson frá Skúfstöðum. til að skjálfa og hjarta hans að berjast: „Ókunni maðurinn er liklega „Jólapabbi“ sjálfur." Um leið greip einhver uggur litla drenginn og liann lét fall- ast á bæði knén við hliðina á varðhundinum og fónaði höndum, eins og hann lægi á bæn .... 1 dögun, þegar bóndinn kom út i fjós að vitja gestsins, var hann allur á burt; en þar sem hann hafði legið, lá nú Pétur litli í fasta svefni, á bakinu á „Hvit“, sem ekki hafði hreyft sig. Þegar drengurinn var vak- Haustið hafði verið óvanalega rosasamt í Tungusveit. Gangna- mennirnir höfðu lent í kafolus- hríð. Og þeim hafði gengi'ð erf- iðlega að koma safninu niður í Hólsrétt. Réttardaginn gerði úrhellis rigningu, sem hélst all- an daginn og fram á nótt, en undir- morgun birti og lægði. Daginn eftir var logn og frost. Og slíkum breytingum sem þessum var veðrið stöðugt háð fram í desember. Það var sífeld breyting i veðrinu og vossamt ■við öll útistörf. Björn í Litlu Tungu var ein- yrki og gamall orðinn og slit- inn, en liann gekk enn að öllum yerkum. Hann hafði enga að- stoðina sem heitjð gat. Það var ekki um annað að ræða en að duga eða drepast. En Björn var nú einn þeirra, sem ekki var ó- vinnandi á meðan hann gat uppi staðið. Þrátt fyrir ótíðina liaföi Birni teldst að koma nauðsynlegustu störfum frá. Hann hafði dyttað að öllum húsum, eftir því sem hægt var, en það var erfitt og lýjandi að standa í þvi á hverju hausti að dytta að þessum gömlu torf- kofum, og oftast einn hæði við skurð og flutning á torfinu. En einhvern veginn hafði hann komið þessu frá þetta haustið eins og hin fyrri, þrátt fyrir gigtina. Og hann liafði dyttað að baðstofuþakinu eftir föng- um. Litla Tunga er i miðri sveit- inni, þar sem Rauðá tekur á sig krappa beygju tií austurs. Rauðá var vatnslílil á sumrum, en á vetrum gat hún vaxið svo, að liún var stórfljóti lík. Hún rann í stokki að vestanverðu við túniö, en berg var fyrir þar sem stokkinn þraut, og sveigð- ist þar Rauðá til austurs. Skamt til austurs frá árkróknum tóku \dð eyrar að sunnanverðu, en að norðan og austan við ána var túnið og bærinn í Litlu Tungu, en fyrir austan túnið voru melabörð gróðurlaus. Alt um kring voru kjarrásar og holt, melar og mýrar, kekir og tjarnir. Litla Tunga var rýrð- arkot í þá daga, sem hér um ræðir, eftir aldamótin siðustu, en jarðarhókarárið 1709 var hún i eyði. „Meina menn að hier verði eigji aftr búið“, stendur i jarðabókinni. Tveim- ur öldum síðar var þar samt aftur búið og hátt haí'ði Björn hugsað, jægar hann þremur tugum ára eða svo fyrir alda- mótin, settist að á eyðijörðinni með einni blómarósinni í daln- um, henni Kristrúnu í Gljúfra- seli. Þau bygðu alt upp — eins og þá var bygt, að mestu úr torfi —, en nú var alt svo breytt inn og spurður, hvað við hefði borið, gat hann aðeins gefið sundurlausa og óskýra lýsingu af atburðunum. En í treyju hans var nælt blað og á það skrifuð þessi orð: „Eg er sá, sem koma átti. En enginn, sem í þorpinu bjó, þekti mig, nema tvö börn og fáein vesöl dýr. Friður minn hvíli að eilífu yfir þessu húsi.“ En fyrir framan eldstóna, þar sem gesturinn hafði setið kvöldið úður, fann bóndakon- an fjóra litla tré.skó og upp úr þeim uxu fjórar indælar jóla- rósir, sem aldrei visnuðu. (E. þýddi). frá því, sem áður var, nú var um ckkert að ræða annað en halda við í lengstu lög. Björn hafði bitið það i sig að þrauka fram í rauðan dauðann. Túnið var enn ógirt, en það var helm- ingi stærra nú en þegar hann kom þar. Og náttúrlega var alt í órækt, þegar Björn kom. Nú var túnið sæmilega grasgefið og fóðraði tvær kýr og vetrung. Annar heyskapur var reyting- ur á bökkum og í mýrum. En þetta þótti nú ekki illa að verið af einyrkja á þeim árum, ein- yrkja, sem átti fyrir þremur börnum að sjá, og þegar vart var um önnur verkfæri að ræða við jarðræktarstörf en pál og reku og hvergi sást svo mikið sem tvíhjóluð kerra í nokkurri sveit. Það miðaði þá svo rauna- lega hægt áfram, þrátt fyrir alt erfiðið, — en þó var það i átt- ina áfram. En á þeim árum gerði Bjöm sér miklar vonir. Lífssaga lians varð þó rauna- saga, saga um strit og strið og látlaust erfiði og lasleika. Börn- in voru efnileg, en Björn naut þeirra ekki. Þau fóru vestur um liaf. Björn sjálfur brást ekki. Hann liélt trygð við Litlu Tungu, sem hann hafði þó bvgt upp af nýju. Hann hafði alt af gert það, sem hann gat, þótt hann hefði ekki upp skorið í hlutfalli við alt stritið. Þegar til orða kom, að liann og Kristrún færu vestur með börnunum, liafði hann sagt: „Við erum tekin að eldast. Við unum víst hvergi nema liérna.“ En undir niðri var það þó annað og meira sem i hug- anurn bió. Hann vildi ekki bregðast, hann vildi vera trygg- ur æskuhugsjónum sínum, og stðar datt honum aldrei í hug annað en að þrauka i vonleys- inu og lieilsuleysinu og stritinu fram í rauðan dauðann. Litla Tunga skyldi ekki fara í eyði aftur meðan hann stæði uppi. En þessar hugsanir lét Björn ekki uppi við nokkurn mann. Fyrst i stað hafði liann gert sér vonir um, að synirnir lcæmi heim aftur og kæmu því í verk, sem honum auðnaðist ekki, þrátt fyrir alt erfiðið. En þcir komu ekki. Sigurður var dáinn fyrir noklcrum árum, en Þor- steinn mintist aldrei á að koma lieim. Dóttirin var gift vestra. Synirnir höfðu báðir kvænst um það bil og þeir fóru vestur, stúlkum úr sveitinni. Börnin þeirra voru að vaxa upp. Alt hafði gengið eins og í sögu vestra, eftir bréfunum að dæma. En það var farið áð líða Iengra og Iengra á milli þess, að nokkur bréf kæmu. Árin liðu hvert af öðru. Björn og Kristrún voru tiðast ein, lú- in, einmana, vanalega með hug- ann við daglegt strit, en þegar hvíldarstund var, létu þau hug- ann reika vestur um haf, til sólarlandsins, til barnanna og harnabarnanna, sem þar voru. Þegar leið á haustið ár nokk- urt skömmu eftir aldamótin, lagðist Kristrún alveg i rúmið. Brjóstið virtist alveg að bila. Hóstinn ágerðist stöðugt. Hún hafði varla kraft til að risa upp, þótt hún tæki í léttann, þegar Guðrún gamla, eina hjúið, kom með skálina hennar. Stundum varð Björn að lyfta undir axl- irnar, svo hún gæti sest upp. Nú voru liðnir margir mánuðir siðan bréf kom að vestan. Og þau töluðu sjaldnar og sjaldn- ar um börnin, eins og þau væri hrædd við að ýfa upo gömul sár hvers annars, en það er nú ein- hvemveginn svona fyrir flest- um mönnum, að tilhugsunin um jólin vekur minningarnar. Og Kristrún, sem vart gat átt langt eftir, hugsáði nú oft um börnin. Björn varð þess var, én ræddi ekki um. Hann dró það ekki af orðum hennar. Hann fann það á sér, að hugur henn- ar var þar, að bún vildi vera hjá þeim seinustu stundirnar, þó það væri aðeins í huganum. Á Þorláksmessu söðlaði Björn Sóta sinn og reið í kaup- staðinn. Það var eitthvað smá- vegis, sem vanliagaði um, og svo var ekki að vita, nema bréf lægi á pósthúsinu. Biörn var ó- vanalega lúinn og fýsti litt til fararinnar, en hann gat eklti haldið kyrru lieima fyrir nú. Það var lmgsunin um ])að, að gleðja Kristrúnu, sem rak hann af stað. Það var ekki vist, að það yrðu margar vikurnar, sem hún átti eftir. Og ef bréf kæmi myndi það gleðia hana, — eins og minka fjarlægðina miklu, flytja hana nær ástvinunum í fjarlægu heimsálfunni. Steini hafði altaf verið augasteinninn þeirra beggja. Hann hefði sjálf- sagt haft hugsun á að skrifa, svo það næði heim fyrir jólin. Vegna tilhugsunarinnar um þetta var hugur Biörns allur hjá Steina á leiðinni í „vikina“. Þar var fátt manna og begar Björn hafði litið inn til kunn- ingiafólks i þorninu, skrapp hann i búð til að kauoa þetta, sem vautaði. Þegar hann hafði aflokið þeim erindum, sótti hann Sóta sinn og kom við á r)óst1'ú«inu. En þar var ekkert bréfið. Ekkert.nema mánaðar- gamall strangi af „ísafold“. — Björn steig liægt á bak og klappaði Sóta á hálsinn, en mælti ekki orð.Hannlétklárinn fara löturhægt, þótt kveld væri knmið. Það var norðansvali og heiðskirt veður. Frost var, en vægt, stiörnubiart og tungl- skin. Birtuna la«ði vfir víkina, hún var umvafin mildu liósi. Og bað kom ein« og endurskin af því á huga Biörns. Angurværð var i huga hans. Hann liugsaði langt aftur i tímann, þegar Steini var farinn að vappa um, og vildi fvlgia honum eftir hvert sem hann fór. Minningin var svo lifandi, að Birni fanst aodartak eins og hann hevrði fótatak barnsins fyrir aftan sig. Hann hafði stöðvað Sóta rétt áður. En ekk- ert hlióð barst að evrum nema sognndi brimblíóðið við víkur- sandinn. Áhrifin voru þvngj- andi. Það var eins og endalaus endurtekning á sama angur- væra söngnum. Birni fanst brimhljóðið minna á venfarar- söng bæfandi sér, útslitnum, þreyttum einyrkjanum, sem var að halda á þau vegamótin, þar sem hann varð að kveðja cina förunautinn, sem eftir var, eina förunautinn, sem hafði reynst tryggur og aldrei hafði brugðist, hvað sem á móti blés. Stundarkorn leið. Björn var allur ‘á valdi þessara hugsana. Og liann hvarf ekki aflur á sömu hugsanabraut og áður fjær en Sóti fór að ókyrrast. Bjöm reið greitt upp lirepp- inn, en þegar Iiann var kominn inn á land Litlu Tungu fór hann hægara. Og yfir Kjarr- nesið fór hann löturhægt, þvi á leiðinni yfir það blasti ljósið i baðstofuglugganum sífelt við augum. En þegar niður á eyr- ina kom, hleypti hann á sprett. Sóti öslaði óðfús yfir Rauðá og hægði ekki á sér fyrr en heima á hlaði, þótt traðirnar, sem voru niðurgrafnar, og náðu frá vaðinu heim að bæ, væru í brattri brekku. Björn spretti af og leiddi Sóta inn í hús, valdi honum græna og góða tuggu og sýslaði um hann stundarkorn. Að svo búnu gelek hann i eldhús til Guðrúnar gömlu. Björn spurði um konu sína. „Hún hefir mókt þetta annað veifið og legið með hljóðum og sárum hósta á milli,“ sagði hún, „henni er að þyngja trú’ eg“ Siggi i Holti var nýfarinn, sagði Guðrún lika, en hann hafði verið þar um daginn og sýslað um féð. Hann hafði hýst og gefið fénu áður en hann fór. Björn vissi, að Sigga var að treysta, þóít eigi væri liann nema fjórtán ára, og fór þvi eigi til húsa. Guðrún dró af Birni vatnsleðursstígvélin og kvaðst mundu bera honum hressingu í baðstofuna.. Kristrún vaknaði af mókinu, er Björn kom inn. Hann gekk að hvílu hennar og kysti hana, lagði höndina sem snöggvast á höfuð hennar og strauk silfur- grált, þunt hárið, sem eitt sinn hafði verið þykt og jarpt og sítt. Þrátt fyrir merkin, sem Kristrún bar, eftir áratuga strit og basl og vonbrigði, leyndi það sér ekki, að hún hafði ver- ið fríðleikskona, þegar hún var upp á sitt besta. Skerpan var nú horfin að mestu úr andlitsdrátt- unum, sem höfðu verið lireinir og fagrir, i horuðu andliti hennar var hrukka við hrukku, en tillit dökkgráu augnannabar enn göfugri, tryggri sál vitni. Hið innra fyrir var enn bjart og fagurt, þrátt fýrir likams- hrörnunina. Og í augum Björns var Kristrún enn fögur, sem von var, þvi hennar innri mað- ur, eigi siður en útlit, hafði í fyrstu vakið ástir hans. Björn settist á rúmstokkinn hjá henni. „Sæll, góði minn.“ „Er þér heldur að þyngja, Kristrún mín?“ „Æ, það er vist svipað, nema hóstinn er sárari.“ „Það er best, að.þú fáir aftur úr glasinu í kveld. Það á að mýkja.“ „Það er vist best, þótt það sé bara i svip.“ Björn fór að tina af sér föt- in. Og þegar hann var háttaður tók hann gleraugun og Isafóld- arslrangann. Örlög einyrkjans. Eftir Axel Thorsteinson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.