Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 15

Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 15
YÍSIR Jólagjöf Daníels. i. — Nei, eg uni þessu ekki lengur — fari þaÖ í logandi! Daníel fjósakarl sveiflaÖi heynálinni, rak hana á kaf í töö'ustálið, settist á meis og dæsti. — Hverju unir þú ekki lengur, karlinn minn? spur&i ,eg og stakk töðuvisk í einn meisinn. — Hverju? — En sú spurning! — Veistu þá ekki, kálf- urinn þinn, að nú eru allir að trúlofast og giftast — jafn- vel garmar, sem ekkert eiga, kjánar, drykkjusvolar, labba- kútar. — Eg uni ekki einlífinu, drengur minn, kvenmanns- leysinu — konuleysinu. Skilurðu það? — Já. — Jæja, greyið — mikið var! — Eg efast um, að bless- uðum himnaföðurnum sé þóknanlegt, að eg dingli hér á jöröunni eins og einstæðings-tuska alla mína ævi. Það gæti hugsast, Nonni minn, að hann hefði ætlast til ein- hvers annars af mér----------- — Og nú er útséð um mægðirnar við prófastinn, sagði eg. — Já, minstu ekki á hana Guðríði — bannsetta svika- tófuna. — Guð fyrirgefi mér stóryrðin. — Eg ætlaði ekki að segja neitt ljótt, enda á hún það ekki skilið af jnér, blessuð stúlkan. Hún elskaði mig, sem kallað er — elskaði mig og tilbað og dáðist að mér. Það hefir Steini minn á Skarði fullyrt. — En hvað um það. Eg eyddi í hana fullum þremur árum. Og ást mín til annara kvenna lá niðri eða steinsvaf allan þann tima. Maður getur notið mikils unaðar á þremur árum, ef lánið er með. Eg reiddi mig á, að prófasturinn hrykki upp af, enda hafði mamma .sáluga látið mig skilja það á sér í draumi. Mér reiknaðist til, að hann mundi drukna í henni Svartá eða verða úti. En það voru band-vitlausir útreikningar. Sá gamli þrauk- aði. Og svo tók hann upp á því, að senda stelpuna suður — bara til þess, að stía okkur sundur. Og þá var nú ekki að sökunum að spyrja. Þeir hafa náttúrlega farið að kyssa hana þarna fyrir surinan, áður en hún vissi af eða gæti snúið sér við. Steini minn segir, að þeir liggi á því lúa- lagi við alveg grandalausar sveitastúlkur. Taki þær glóð- volgar, kyssi þær og kreisti, uns þær viti ekki sitt rjúk- andi ráð. Og þá er allra veðra von, eins og þú skilur. Og nú er hún komin heitn, harðlofuð — með hring og hvað eina. — Eg varð svo reiður, þegar eg heyrði þessi tiðindi, að ekki vantaði nema svo sem tæplega hálfa spönn til þess, að eg kæfði mig héraa í brunninum. — Já, þú varst oft ergilegur í haust — — Ergilegur! Eg var meira. Eg var grenjandi-ösku- fokvondur! Eg var svo reiður og tryldur á sálinni, aö sak- lausar kýrnar — blessaðar-elsku-skepnuraar — guldu þess harðlega. Eg bar ekki á þær kamb í standandi heila viku, og talaði ekki við þær aukatekið orð, hvernig sem þær mændu og mændu og bauluðu til min. — En nú er eg staðráðinn. í hjónasængina skal eg fyrir næstu fardaga, hvað sem á dynur. — Ætti kannske eg — Daníel Enoks- son — að sitja auðum höndum og hafast ekki að, þegar allir eru að trúlofast og giftast? Eg segi nei. — Daníel Enoks- son er að vísu tekinn að reskjast og slitna að sumu leyti, en hann hefir ekki sóað manndómi sínum og karlmensku í glannaskap og kvennaglingri. Nei. Til þess hefir hann verið of gætinn, of sparsamur, of stoltur. Hann hefir verið hugumstór i ástum, karlinn sá, mænt á hæstu hæð- ir og lofað blessuðu smælkinu að kúra í náðum. En mikil skelfileg ósköp er kvenþjóðin búin að tárast mín vegna núna í samfleytt fjörutíu ár eða meira. — Já, guð sé oss næstur, Nonni minn! Eg hefi sjálfsagt verið alt of strang- ur. Og nú stend eg hér, roskinn að árum, og hefi vanrækt hið mikla boðorð skapara rníns, um að aukast og marg- faldast og uppfylla jörðina. — Og hvar hefirðu nú hugsað þér að bera niður? — Það skal eg segja þér. En fyrst vil eg þó láta þess getið, að eg er ekki einn i ráðum. Mamma sáluga er mér betri en engin, þar sem hún situr i sínu himnaríki. Hún kemur til mín í draumi, nótt eftir nótt, talar við mig, ráðleggur mér. Hún hefir ekki slept af mér hendinni, blessunin, þó að hún sé farin. Eina nóttina lét hún trefil um hálsinn á mér, því að eg var að kvefast. Eg hélt nú ,í einfeldni minni, að enginn framliðinn gæti gert slíkt. En hún gat það. Mamrna er langmest af öllum englunum. — Hefir hún bent þér á einhverja sérstaka? ■— Ekki örgrant, Nonni minn. Hún hefir bent mér þangað, sem enginn dauðlegur maður hefir þorað að líta hingað til. Hún hefir komið til mín og sagt: Leitaðu gæf- unnar á Trölleyrum, Dansi minn! — Á Trölleyrum? — Hjá Moniku? — Vitaidega, drengur! Hvorki meira né minna. Þang- að hefir enginn vogað sér á biðilsbuxum i þrjátíu ár, hvorki. prestur, læknir né sýslumaður. Það er synd að segja, að mamma sáluga stefni mér á garðinn þar sem hann er lægstur. Og hún hefir sagt mér að fara núna á aðfangadagskveldið og biðja hinnar ósigrandi skjald- meyjar — rétt i það mund, sem' hringt er til tíða.--------- Og nú var eg að hugsa um að biðja þig að koma með jnér. Þú gætir skotið inn orði og orði, ef mér fataðist, og eins og vitnað með mér. Þetta má kannske engu muna. ----o----- Monika Síraksdóttir var komin um fimtugt, að því er kirkjubækur hermdu, en sjálf var hún vön að orða það svo, að hún hallaði af þrítugu. Hún var borin og barn- fædd þar á Trölleyrum, en haföi dvalist i Reykjavík um nokkurra ára bil, er hún var á besta skeiði. Hún var svo fín og frömuð, er hún kom norður aftur, að hún þéraði hvern maim og gekk á stigvélum fyrstu árin. Kvaðst hún hafa verið hjá biskupi, amtmanni og landshöfðingja til skiftis öll árin syðra, og þó fremur til skrauts en vinnu. Hún hefði og komist i kynni við Kristján konung hinn níunda, er hann var hér á landi 1874, og hefði stundum mátt skilja á konungi, að það væri vilji hans, að hún flyttist til Hafnar, því að þar væri margt tiginna manna ókvæntra, en úrvaliö minna meðál kvennaliðsins. Hefði konungi oft orðið starsýnt á sig, og þá ekki síður hinum glæsilegustu riddurunt og prinsum i fylgdarliði hans. En hún hefði yerið hörð eins og tinna og aftekið að fara úr landi, með- an foreldrar hennar væri á lífi þar í moldargreninu á Tröll- eyrum. Og nú var móðir iiennar dáin, en Sírak lagstur í kör, sjónlaus og þrotinn að heilsu. Surnir höfðu fyrir satt, að eitthvað hefði ungir menn veriö að sníglast i kringum Moniku fyrstu árin, meðan stigvélin entust og klæðispilsin úr Reykjavík, en allir höfðu þeir smogið úr faðrni hennar þegar minst varði og horf- ið út i buskann. Og nú hokraði hún þarna á Trölleyrum með tveimur unglingum um fermingu, en faðir hennar lá örvasa í rúm- inu. Hún var dugleg og stjórnsöm og farnaðist vel. En bæri svo við, að karlmaður dveldist á Trölleyruin degi lengur, gat hæglega farið svo, að rjúka tæki úr gömlum glæðum. Fornar sögur um ástir og æfintýri, konungborna menn og aðra stórhöfðingja, fyltu allan bæinn. Hún lék á als oddi, ýngdist og blómgaðist meðan þessu fór fram. En þegar gesturinn hvarf úr garði, sloknuðu allar fagr- ar vonir í hinu aldna meyjarbrjósti. Og vonleysiskuldinn smaug inn í sál hennar, eins og isa-kæla norðan úr höfum. II. Þegar birtu tók að bregða Þorláksmessudaginn hnipti Daníel í mig og mæltist til þess, að eg kæmi með sér út í fjós. Við þyrftum að ráðgast um ferðalagið annað kveld. — Nú skulurn við fara hljóðlega, sagði Daníel þegar hann var kominn inn á flórinn, svo að við vekjtim þær ekki, blessanirnar, ef þær kynni að sofa. Við hreiðrum um okkur hérna í auða básnum. Sestu nú þarna á meis- inn, en eg ætla að halla mér í moðbinginn. Eg settist þegar. Daínel tók í nefið og hagræddi sér í moðinu. — Já — undarlegir eru vegir drottins. Þarna hefi eg nú verið nágranni jómfrú Moniku árum saman og ald'rei hvarflað til hennar gimdarauga. — Eg h'efi líklega — svona undir niðri — búist við því, að eg fengi ekki betrí útreið en prinsarnir forðum. En svo kemur blessuð mamma mín, lengst ofan úr hæðunum, og sarna sem rekur mig til þessarar miklu stúlku. Það er ekki smáræðis ómak, og eitthvað þykir nú við liggja. Eg býst við, að svona ráð- stafanir sé nokkuð fágætar. — Væri ekki réttast, að eg segði Moniku frá öllu saman þegar í stað? — Nei, sagði eg. Þú skalt þegja um draumana, nema því að eins, að hún verði mjög treg. — Alveg rétt. Þú ert skynsamur strákur, Nonni minn. Mér finst nú líka altaf eins og skemtilegast, að fljóta á eigin verðleikum meðan hægt er. — En verði hún nú ösku- vond og þverúðarfull? Maður veit aldrei upp á hverju svona jómfrúr kunna að taka — — Þá bendir þú henni á, að hér sé æðri stjórn að verki. Jafnframt skaltu spretta upp úr sætinu og spyrja með nokkurum þjósti og yfirlæti, hvort hún þori að brjóta gegn máttarvöldum- himinsins. — Ja — gáfurnar þínar, Nonni.-----------Hvað þú getur verið útfarinn i þessu öllu saman, barnið á átjánda ári. Það er engu líkara, en að þú hafir verið að glíma við „baldr.týrugar“ jómfrúr í heilan mannsaldur. — Lofaðu mér að faðma þig, elsku strákurinn.--------Og þurfir þú á hjálp að halda, eða kannske smá-skjalli, hjá dúfunni þarna í Þórðarseli, þá veistu hvar þú hefir Daníel karl- inn Enoksson. — Eg þarf ekki á neinni hjálp að halda, sagði eg og stóð upp. t— Svona — svona drengur. Vektu nú ekki fyrir mér kýrnar. Víst þarftu hjálpar við. Við erurn öll hjálparþurfar. ------Eg vona bara að það sé ekki satt, sem sumir bera uppi í sér, að hún renni sínum bláu barnsaugum. í áttina til mín. — Eg fer ekki eitt einasta spor með þér á morgun, sagði eg með þjósti. — Reiðstu mér ekki, elsku Nonni minn. Eg skal heita á þig, ef þú kemur með mér og alt gengur vel. Eg skal gefa þér jarpa folann minn .veturgamla. Hann bregst ekki, því er þér óhætt að treysta, og hann gæti orðið afbragðs konuhestur með tímanum. Eg vildi bara óska að eitthvað gæti orðið úr þessu milli þín og hennar litlu tátu þama í Selinu. ... III. Hún hét Kolfinna. Foreldrar hennar liöfðu fluttst búferlum að Þórðar- seli, næsta bæ við Hvamm, í síðustu fardögum. Þau voru langt að komin og höfðu keypt allan ganganda pening ekkjunnar í selinu, en hún fór til sonar síns, sem þá var orðinn utanbúðarmaður í kaupstaðnum. Þau dvöldust í Hvammi vikutíma um vorið, þvi að ekkj- an liafði ekki staðið upp af kotinu í tæka tíð. Kolfinna var einbirni, 17 vetra að aldri, grönn eins og viðartein- ungur, yndislega feirnin, altaf að roðna, ef litið var á hana. Hún var fríð sýnum, augun blá og stór, hyldjúp, full af leyndardómum. Hún var dásamlegasta veran, sem eg hafði nokkuru sinni augum litið. — Eg var ungur þá, hafði óvíða farið og fáu kynst. Síðan hefi eg flakkað um viða veröld, drukkið margan bikar i botn — setið við brunn allra nautna með fögrum konum af mörguin þjóð- um og löndum. — Og enn er eg þeirrar skoðunar, að hin barn-únga, hljóðláta, ástúðlega gyðja i dalnum minum heima rísi hátt yfir allar aðrar konur. Tilveran hafði fengið nýjan svip i augum mínum. Hvar- vetna blasti við fegurð, þar sem eg hafði enga áður séð. Jafnvel fólkið i dalnum varð fegurra og mér varð hlýtt til allra. Það var sólskin og glampandi vordýrð i sál minni. Eg gat eklci sofið á morgnana, en þvi hafði eg ekki átt að venjast. Eg var svo undarlega glað-vakandi, rauk á fætur fyrir allar aldir, þaut út úr bænum, breiddi faðm- inn móti sól og vori og gat haft það til að fara að syngja. — Eg las allar fallegar bænir, sem eg kunni, langaði til að vera öllum góður og þaklcaði guði fyrir þá miklu náð, að fá að vera til á þessari yndislegu jörð. Eg var orðinn slit-viljugur, boðinn og búinn til allra snúninga og hljóp ávalt við fót, hvert sem eg var sendur. Eg reyndi að vera með Kolfinnu öllum stundum þessa fáu daga, sem þau dvöldust í Hvammi. Eg sagði henni fallegar sögur, þuldi upp öll örnefnin i dalnum, lýsti fjall- göngum og lambarekstrum, grasaferðum og hverju öðru, sem mér datt í hug. Hún þagði við og roðnaði, ef eg leit á hana. Eg stakk upp á þvi, að hún kæmi með mér niður að ánni. Þar væri djúpur hylur i þrengslum og snjóbrú yfir, þó að komnir væri fardagar. Eg ætlaði að brjóta stór stykki úr snjóbrúnni. Það væri svo gaman að sjá þau sigla fyrir straumi niður ána. Þá leit hún á mig, stoldcroðnaði og sagði svo lágt, að varla heyrðist: Þú gætir dottið i hylinn. Daginn eftir fluttust þau að Þórðarseli. Hún rétti mér hönd sína að skilnaði, roðnaði við og leit niður i hlaðið. —- Eg vonaði að eg yrði látinn fara með þeim, en fóstri minn kaus heldur að fara sjálfur. — Mér fanst sólin ganga til viðar, þegar þau hurfu fyrir leitið. Eg kom ekki að Þórðarseli margar vikur. Eg vonaðí stöðugt, að fóstri minn mundi senda mig þangað einhverra erinda, en hann gerði það ekki. Sto var það einhverju sinni um miðja stekktíð, að tvær ær frá Þórðarseli voru sainan við Hvammsæmar, er rek- ið var að um kveldið. Eg var heitur og þreyttur eftir örðuga smalamensku, en bauðst þó til að víkja ánum heimleiðis, því að annars mætti búast viÖ, að þær hlypist til fjallá,. -t— Þegar eg kom á húsahólinn og sá heim að bænum fékk eg ákafan hjartslátt. Kolfinna lá var i hól- brekkurini, studdi hönd undir kinn og lét kveldsólina lauga andlit sitt og háls. Hún var i hvitri treyju, opinni að framan. Hárið var laust og flaut niður um bak og herðar, — Korndu sæl, sagði eg og gat naumast taiað fyrír hjartslætti og óþreyju. — Komdu sæll. Hún leit upp andartak og blóðroðnaði, En hvað henni fór dæmalaust vel að roðna. — Eg kom héma með tvær ær, sem voru saman við hjá okkur. — Þakka þér fyrir. Það var fallega gert. Pabbi er að smala og við mamma biðum eftir honum. — Eg skildi þær eítir héma í sundinu bak við hólinn, ------Eg vildi að þær yrði komnar saman við hjá okk- ur á morgun. Eg vildi óska, að eg fengi að reka þær hingað á hverju kveldi. Kolfinna sleit upp fífil og kreisti mjólkina úr leggnum. — Þú hefir ekki kornið hingað í alt vor. — Hún sagðí þetta svo lágt, að eg heyrði það varla. — Hefirðu — hefirðu kannske saknað mín? Eg fann að blóðið þaut fram í ldnnamar á mér og hjartslátturínn óx um allan helming. — Nei — nei. — Það er bara svo stutt á milli bæjanna. Við sátum þögul langa stúnd. — Þú ættir að ganga með mér hérna upp á Vörðu- melinn. Þá gætum við séð langt fram í afrétt. Hún leit á mig rétt sem snöggvast, en svaraði engu. — Þá gætum við séð fram í Gulltungur og Huldu- borgir. Eg beið andartak og fékk ekkert svar. — Við rekum lömbin í Gulltungurnar. Þar er Gálgagii- ið til annarar handar, fult af marglitu blómskrúði á syil- um og í klettaskorum. Þar er hvannstóð í botni á einum stað. Stokkamir era meira en mannhæðar háir. Efst í gil- inu, þar sem lítill, hlæjandi foss hoppar stall af stalli, vaxa reynitré í bergskorum til beggja handa og faðmast yfir djúpið. Kolfinna leit á mig rjóð og heit í kinnum. — I Ambáttarnesi eru svanir á tjörain og mittishá stör- in bylgjast fyrir heitiun sunnanvindi. — Við ríðum fram i óbygðir — þú og eg. Eg ljæ þér besta hestinn í allri kirkjusókninni. — — Það væri gaman, sagði hún undur-lágt. Heit fagnaðar-bylgja fór um mig allan. Mér varð svo mikið um þessi látlausu orð, að eg gætti mín ekki og strauk hægri hendi lauflétt yfir höfuð hennar. Hún hrökk við, spratt upp þegar í stað og gekk frá mér. Eg iðraðist sáran og fanst eg vera einhver allra mesti klaufi og óláns- bjálfi jarðarmnar. Hún nam staðar skamt frá mér, en eg sat eftir þegj- andi og niðurlútur. — Já, það verður áreiðanlega gaman. Þegar þangað er komið, er skammur vegur fram i Hulduborgir. Þar á álfkonan heima. Hún býr þar með dóttur sinni. Og hana langar til að eignast menskan tengdason. — Eg hefi einu sinni komið til þeirra. — Hefir þú komið til þeirra? — Já. Og eg varð hálft i hvoru aÖ lofa, að eg skyldi koma aftur. — Dóttir álfkonunnar er miklu fallegri en nokkur jarðnesk kona. Þær búa í glæsilegri höll og þar er aít úr gulli og silfri og postulíni.---Það getur vel verið, að eg fari þangað núna einhvern daginn. Kolfinna stóð kyr nokkur augnablik. Þá gekk hún i hægðum sínum heim á leið til bæjar. Mér fanst eg hafa beðið ósigur og kallaði á eftir henni; — Eg fer strax í nótt. Eg geng í hægðum mínum hérna fram með ánni, þegar allir eru sofnaðir. En hún leit ekki við og eg horfði á eftir henni, þangað til hún hvarf fyrir bæjarhornið. -----o---- Menn sofna fast eftir langan vinnudag. Eg klæddist hljóðlega og hvarf út úr bænum, án þess að neinn yrði mín var. Eg hélt gangandi fram eyramar og fór tóm- lega. Mér var ljóst, að alt væri þetta ferðalag hin mesta fásinna, og var hvað eftir annað að því kominn að snúa við. Samt afréð eg að halda alla leið í Stekkjarhvamminn niður af Þórðarseli. Hugsast gæti, að Kolfinna hefSi auga með því, hvort eg stæði við orð min. Og ef henni væri nokkura minstu vitund ant um mig, mundi hún reyna að lcoma í veg fyrir, að eg lokaði mig inni með álfum. En yrði eg hennar livergi var, ætlaði eg að rangla eitthvað fram úr bygðinni, leggjast fyrir og sofa sem lengst. Hún beiÖ mín í Stekkjarhvamminum. Eg lét sem eg sæi hana ekki fyrst í stað. Hún gekk í veg fyrir mig, lagði hendur á axlir mér og hvíslaði með nokkurum erfið- ismunum og sársauka: Þú mátt ekki fara. — Eg tók yfir um hana og við settumst í grasið. Á því augnabliki var eg sannfærður um, að hamingju mína væri hvergi að íinna, nema hjá þessu litla, saklausa barni. Eg reyndi að halla henni að mér, en hún sat teinrétt og horfði framundan sér. Eg tók hendur hennar, mjúkar og kaldar, og vermdi þær í lófa mínum. Eg hvíslaði að henni fegurstu ástarorðunuin, sem eg kunni. Það hefir sjálfsagt verið barnaleg ræða, en hún var flutt af ein- lægum hug og fölskvalausri ást. Eg þokaði mér nær, lagði kinn við kinn, misti alla stjórn á sjálfum mér, kysti hana á háls og vanga, augun, munninn — alls staðar. Hún bann- aði það ekki, sat kyr sem áður, en eg fann að hún titraði, eins og hrísla í stormi. Eg spurði hvort henni væri kalt, en hún gegndi því ekki. Þá reis eg á fætur, lyfti henni úr grasinu og vafði hana að mér. --------— Við fundumst oft þetta sumar. Eg beið hennar í hvamm-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.