Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 23

Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 23
VlSIR Jólin og sjómennirnir. Eg las grein í Vísi fyrir nokkr- um dögum meíS fyrirsögninni „jól- in og póstarnir". Sú grein var rit- tiö af hlýleik og vel eru póstamir aö. því komnir, aö þeim væri sýnd opinher viöurkenning fyrir starf þeirra, sem er mjög þreytandi; sérstaklega er það erfitt fyrir þá menn, sem ferðast út um landið í misjafnri vetrartíö, og hefir marg- ur dugandi maður týnt lifi í póst- ferðum á hinum ömurlegu fjall- vegum. Að þessu sinni fer eg ekki útí kjör islensku póstanna fyr og síðar. En mig langar til að rninn- ast á sjómennina i sambandi viö jólin og aðrar stórhátíðir. Ný- lega var minst hér í kirkjunum hinna látnu sjómanna, sem hurfu sjónum vorum • með togaranum „April“. Ætti minningin um hug- prúða látna bræður, að gefa okk- ur, sem enn stöndum á ströndinni og horfum í hilling yfir á eilifðar- landið, tilefni til umhugsunar. Sú minning ætti ekki einungis að vekja samúð og skilning á kjörum aðstandenda hinna látnu gjómanna, heldur og líka til þeirra sjómanna, sem velli hafa haldið i skammdegismyrkrum á hinum ókyrru öldum hafsins. Jólin eru í nánd, hin sameiginlega hátíð krist- inna manna. Þessi ljóssins hátíð er öllum kær frá barnæsku til graf- ar. Og sérstaklega á jólunum lang- ar vini og ættmenn til að mega njóta sameiginlegrar gleði, and- legrar og líkamlegrar hvildar. Þessar langanir ná efalaust ekki síst til sjómanna. Enginn veit til fullnustu tilfinningar og hugrenn- ingar sjómannanna, sem eru langt frá heimilum og vinum, úti á haf- inu einmitt á jólahátíðinni. Óhjá- kvæmilega verða þeir sjómenn, •sem vinna á flutninga og farþega- skípum, að vera fjarri vinum, þótt stórhátíð sé yfirstandandi. En öðru máli er að gegna með fiskiskipin ; og á eg hér aðallega við togarana. Mig setur hljóða, þegar eg les há- tiða kveðjur frá skipshöfnunum á togurunúm víðsvegar kringum strendur landsins. Eg spyr sjálfa mig: Þurfa þess- ír nytsömu menn þjóðfélagsins að vera útilokaðir frá hátíðagleðinni og fögnuðinum yfir að mega njóta hvíldar á sínu eigin heimili með vinum og skyldmennum? Það er mjög ólíklegt, að útgerðarfélögin biðu nokkura hnekki fjárhagslega, þó að togararnir lægi í höfn á stór- hátíðum og mér er næst að halda, að útgerðin hlyti margfalda bless- «n, ef sjómennirnir fengju þá hvíld. Samúð og skilningur á kjörum og tilfinningum einstakl- ingsins eru þær dýrmætusfu gjaf- ir. En það vill því miður brenna við, að rétta viðurkenningu hljóta menn ekki fyr, en þeir eru lagstir til sinnar hinstu hvíldar. Hvernig væri nú að taka upp þá nýung, að gefa öllum íslensku togurununf hvild um jól og páska í minningu um þá menn sem farist hafa af togurum og nú síðast af „Apríl“. Það væri vel við eigandi, að taka þann sið upp á næstu jólurn, því íið nú er það um seinan að þessu fiinni. Mundi slík ráðstöfun áreið- anlega mælast vel fyrir nteðal sjó- manna og aðstandenda þeirra og nllra landsmanna. — Guð, sem g'af okkur hina dýrmætustu jólagjöf, vill einnig að við gefum öðrum jólagjafir, en engar gjafir getum við gefið betri, en sannan mann- kærleika. 23. des. 193°- Þ. Þ. GLEÐILEG JÖL! Verlunin Ægir, Öldugötu 29. Jólaljóð. Eilífur friður anda mínum svalar, alvaldur guð er hjarta mínu nærri, nóttin er heilög, drottinn til vor talar, töfrandi er geisladýrð frá stjörnu skærri. Birtir í huga, burt er rökkursgríma, berst ég í leiðslu gegnurn rúm og tíma. GLEÐILEG JÓL og farsælt nýtt ár. Versl. Iijöt og Fiskur. MQOOOOOOOOOQQOOQQQQOoooqr GLEÐILEG JÓL! X X X x Verslunin SNÓT, Vesturgötu 17. X X X X rjOOOQOOOOOOOOOOOOOOOOíXJtín, Konnngur lífsins. Nú klingja allar klukkur ótt, því komin helg er jólanótt. Þá fæddist okkur frelsis barn, sem færði ljós um eyði hjarn. Og engla raddir óma dátt um alheims geiminn bjarta hátt. „Um frið á himni, frið á jörð, um frelsi á drottins barna hjörð.“ Sú fagra bjarta frelsis sól, hér færist norður yfir pól. Og fyllir hjarta og huga manns með helgri minning lausnarans. Því minnumst þess að meistarinn var mesti friðar leiðtoginn. Ljósið sannleiks, lífsins sól, læknir allra, frelsi og slcjól. Því helgum jólahátíð vér t hjarta og sannleik Jesú, þér. Þú kongur ljóssins, líf og skjól, — lífsins bjarta frelsis sól. 17. des. 1930. S. J. ísfjörð. ðttist ekki. „Sjá eg boða yður mikinn fögn- uð.“ Góður guð gefi, að þessi boð- skapur, sem var boðaður fyrir meir en nítján öldum hinum fá- tæku fjárhirðum á Betlehemsvöll- um, mætti nú einnig ná til vor nú á þessari jólahátíð, svo að vér í anda og sannleika gætum skilið, hvílíkur þessi boðskapur er. Þá mundi myrkur hversdags efa- semdanna og áhyggjur og sorgir hverfa úr hugum vorum og hjört- um. Þessi orð eru töluð til vor allra, þau eru líka töluð til yðar, sem nú á þessum jólum eruð sorg- um þjáð af margvislegum kross- burði þessa lífs. Óttist ekki, oss er öllum gefin af guði föður sú hin mikla himneska jólagjöf í frelsara vorum Jesús Kristi. Fögnum nú og verutn glaðir og syngjum með þljúgu barna sinni: „Son guðs ertu með sanni, sonur guðs, Jesú minn“, o. s. frv. í Jesú nafni nú þín biðja börnin fremur: Blessa árið, sem kemur, allra þörf uppfylt þú. Einþór B. Jónsson. Guðlegar tnyndir birtast sálarsjónum, svífandi englaskari um geiminn líður, stjörnurnar gullnu glampa á hvítum snjónum, gistir í fjárhúskofa Jesús bliður. Hirðarnir vaka, hljóð er næturstundin, himnarnir opnast, Messías er. fundinn. Sé ég hann ganga mitt á meðal lýðsins, mannvininn hreina og kraftaverkin sýna, í grasgarði liða sviða sálarstriðsins, svo birtist krossinn, fórnardauði og pina. Þorstinn hann brendi, þyrnar enni stungu, þó gat hann boðað náð með sinni tungu. Starfið hans var að hugga, gefa og græða og gráta með þeim, er sorgir liðu og pinu, fyrir þá lét hann hjartablóð sitt blæða, brautir þeim lagði að föðurhúsi sínu. En frelsarinn góði, friðarboði jarðar fjötraður var i svikavefi Marðar. Enn þá við njótum guðssonarins góða, gistir hann enn i vorum lágu hreysum, ástgjafir sínar okkur til að bjóða ef við af herðum syndabagga leysum. Hann er oss nærri, hjálp i nauðum kifsins, huggarinn meina, sigurvissa lífsins. Jólin við köllum hátíð hátíðanna, hugtakið fagra ber hið sanna merki, þá styttist bandið milli guðs og manna, mjög sést þess vottur, bæði í orði og verki. Nú segja allir: Nú má engum gleyma, núna finst öllum best að vera heima. Samúðin vaknar, sorgaröldur lækka, sigur hins góða fyllir hugi manna, góðverkin fjölga, gleðibrosin stækka, gleymist nú strit og mæða dagsins anna. Allir í friði af eining vilja mætast, éilífðarþrár og helgir draumar rætast. Afmælisfögnuð enginn veitti slíkan, allir fá sama rétt að veisluborði, frelsarinn gerði ei fátækan né ríkan, friðinn hann bauð og kærleikann í orði. Ólík þó sýnist ytri kjörin vera enginn veit hverjir þyngstu raunir bera. Gott er að mega ganga í veislusalinn, gleði að njóta meðal bræðra sinna, þar sem að enginn öðrum meiri er talinn, alstaðar má hið sama hugtak finna. Fögnuður lífs og friður sé með yður, fagnandi í drottins nafni sérhver biður. Líður að kveldi, leiftur himins skína, ljós eru tendruð, skíði brenna á arni, faðir vor sendu frið í sálu mína, fögnuð og ástúð hverju þínu bami. Enginn má verða úti um blessuð jólin, öllum sé boðuð guðleg náðarsólin. Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti. Skemti- fundup!: verður haldinn í húsi félagsins, fyrir eldri flokkana, laugardaginn 27. desember 1930 kl. 9 e. h. Góð fjögra manna hljómsveit spilar frá kl. ÍVA. (Salirnir skreyttir). Skemtifundup yngri flokkanna verður haldinn sunnudaginn 28. des* ember 1930 kl. 5 e. h. — Margt til skemtunar ---------- og dans á eftir. Skemtinef ndin. Ath. — Vitjið aðgöngumiða tímanlega í verslun Hall- dórs Sigurðssonar úrsmiðs. scooonoooeoooooooGoooooooo GLEÐILEG JÓL! Guðni Einarsson og Einar. XJQOOOOOOOOOOOOOQOOOOOOOOl JOOOCOOOOOOíÍtXXXÍGOOOQOOOOÍ GLEÐILEG JÓLl Sigurður Kjartansson. ; OOQQÖOOOOOOOOOCCÖOOCOOQOI KAUPSKAPUF 1 Sem nýtt tveggja manna rúm til sölu á skóvinnustof- unni, Laugaveg 63. (632 Dömukjólar og kápur. Fal- legt úrval. Versl. Ámunda Árnasonar. (599 Gardínutau og afmældar gar- dínur, með tækifærisverði, Versl. Ámunda Árnasonar. (598 Smokingföt og yfirfrakki til sölu með tækifærisverði. G. Bjarnason og Fjeldsted. (614 Ágætur „Narag“ miðstöðvar- ofn nr. 3 til sölu mjög ódýrt, ennfremur vaskur. Bragagötu 29 A, uppi. (434 Besta jólagjöfin er fallegt og vandað úr (armbands). Nýjar vör- ur teknar upp daglega. — Jóhann Búason, úrsm., Freyjugötu 9. Sími 2239. (424 Telpukápur, margar tegund- ir. Allar stærðir. Versl. Ámunda Árnasonar. (597 Silkisokkar í mörgum litum, sterkir og fallegir. — Verð 2.75 og 3.75. — Stefán Gunnarsson, Skóverslun, Austurstræti 12. (1019 p VINNA | Grammófónviðgerðir. Gerum við grammófóna fljótt og vel. örninn, Lauga- vegi 20. Sími 1161. (536 f HÚSNÆÐI l 2—3 herbergi og eldhús ósk- ast sem allra fyrst. Uppl. í sima 1436. . (635 Húsið nr. 72 við Bergslaða- stræti fæst til leigu, nú þegar eða 1. janúar n.k. Uppl. gefur Sveinn M. Sveinsson. Simar 56 og 224. (634 ^"tapað-fundið Kven-rúskinnshanski hefir tapast. Skilist á Óðinsgötu 7. (637 Peningabudda tapaðist frá Ársæli Árnasyni að versl. Visi. Skilist Hverfisgötu 66 A. (633 TILKYNNING Oddur Sigurgeirsson, Höfn, óskar öllum gömlum borgur- um gleðilegra jóla. (636 Athugið líftryggingarskilyrði i „Statsanstalten" áður en þér tryggið yður annarstaðar. Vest- urgötu 19. Sími: 718. O. P. Blöndal. (38 FÉLAGSPRENTSMIÐJAN.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.