Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 4

Vísir - 24.12.1930, Blaðsíða 4
VÍSIR Hve djúpan frið hún færir, hin forna, helga sögn, og andann altaf nærir með orði sínu’ og þögn. Hún dula sögu segir um sveitir himna-ranns, — í hennar orðum eygir þú auð og veldi manns. Ei gulls né gimsteins baugum var gæddur Mannsins Son, — í blíðum barnsins augum skein björt hin æðsta von. Það alt, sem æðst í heimi og indælast er til, fer dult, sem smábarn dreymi um dægra’ og ára bil. I svína’ og sauða jötu var Sannleik boðið rúm, — hann gengur sína götu, — í gegnum birtu’ og húm. Hún hófst á kærleiks-kossi, sú kvalafulla leið, — hann lífi lauk á krossi, er léttir allra neyð. Þótt sannleiks kynja-kraftur sé krossfestur um hríð, hann rís upp ungur aftur, er ofar rúmi’ og tíð. Guðs frið á jörð hún færir, hin forna, helga sögn, og andans útsýn stærir með orði sínu’ og þögn. Hún þegir yfir öllu, sem ekki’ er nokkurs vert, — um skraut í hárri höllu og hermanns sverðið bert. Því alt hið ytra’ er fisið, sem andblær með sér ber, er fýkur fölt og visið og framar enginn sér. Þess ríki rís ei aftur, sem rángirnd veitti hlíf. — Hið innra’ er andans kraftur, og innra’ hið sanna líf. Hið ytra altaf svíkur, og eftir verður fátt. Hið innra’ er andinn ríkur með auð sinn, tign og mátt. Hið ytra’ er aðeins hjúpur, sem eyðist, hverfur senn. Hið innra dulardjúpur fer Drottins andi’ um menn. Um andans Edens-völlu hið ytra er visnað blað, — hið innra’ er fyrir öllu, um eilífð stendur það. Hve háan frið hún færir, hin forna, helga sögn, og andann altaf nærir með orði sínu’ og þögn. Jakob Jóh. Smári. Koma Krists. Eftir Aimeé Blech. Það var aðfangadagskvöld. Snjórinn féll í stórum flögum; sléttan var snævi þakin, eins langt og augað eygði. Kyrð ríkti yfir öllu. Yst í skógarjaðrinum, á mjórri götu, undir snævi þökt- um trjánum, kom maður gang- andi seint og þreytulega, upp- gefinn af langri og erfiðri ferð. Hann var ungur berhöfðaður og mjög fátæklega búinn. Hár- ið hékk rennvott niður um hið tignarlega enni hans, og það var einkennilegur glampi i livössum auguiium. Sambland af mætti og mildi gerði svip lians ákaflega aðlaðandi. — — Hann gekk áfram í djúpum liugsunum, þangað til eiltllvað mjúkt varð fyrir fæti lians. Hann beygði sig niður og tók upp lítinn þröst, hreyfingar- lausan og hálfdauðan úr kulda. Með viðkvæmu brosi stakk bann fuglinum inn á brjóst sér og settist svo stundarkorn nið- ur við veginn. I fjarska sást alsnjóugur turn á þorpskirkju einni. Ó- kunni maðurinn stóð þreytu- lega upp, leysti fuglinn úr fangelsínu og hélt áfram ferð sinni; en fuglinn flaug aftur leiðar sinnar, glaður og endur- lifgaður. Það var komin nótt, þegar hann kom til þorpsins. Hann gekk frá liúsi til liúss og baðst gistingar, en alstaðar var hon- um útliýst. Dyravörðurinn í kastalanum leit fyrirlitlega á hann og sagði með litilsvirð- ingu: „Heldurðu að eg fari að ó- náða húshónda minn fyrir svona flæking. Hafðu þig á burt!“ Þegjandi hélt ókunni maður- inn leið sina; dyravörðurinn liorfði forvitinn á eftir honum, lionum fanst hann ekki vera vanalegur flækingur, enda þótt liann væri fátæklega til íara. Hann barði að dyrum á firestsetrinu og þjónustustúlk- an sem gaf lionum tortrygnis- legt auga, vísaði lionum inn i betri stofuna. Presturinn kom inn með bænabók í hendinni. „Bróðir,“ sagði ókunni mað- urinn auðmjúklega, „viltu skjóta skjólsliúsi yfir mig eina nótt?“ Reiður og undrandi liorfði presturinn á hinn einkennilega gest sinn. Hann varð eldrauður í andliti af gremju yfir því, að aumingja flækingur skyldi kalla sig bróður. Aldrei liafði lionum verið sýnd slik ósvífni fyr. „Bróðir,“ hélt ókunni mað- urinn áfram. „Eg bið þig í nafni Krists, þess sem þú þjón- ar, viltu veita mér viðtöku?“ „Hann víkur kunnuglega að mér,“ hugsaði presturinn, „hann hlýtur að vera geggjað- ur.“ Hátt sagði hann: „Þér skjátl- ast, vinur minn, eg get ekki hýst neinn. Farðu þarna út til hans Jóns bónda, það getur hugsast, að hann lofi þér að sofa i hlöðunni.“ Hann horfði reiðulega á eft- ir ókunna manninum, sem gekk hægt og þreytulega burtu. „Ef til vill hefði verið réttara af mér, að gera lögreglunni að- vart,“ hugsaði hann með sér. Bær Jóns var spölkorn fyrir utan þorpið. Þegar ókunni maðurinn kom þangað, var hann orðinn svo þreyttur, að lionum hefði ekki verið unt að halda lengra. En bóndinn vis- aði lionum ekki burtu. Hann var stór, óheflaður maður, en .i rauninni lijartagóður. „Ef þú vilt láta þér nægja fjósið,“ svaraði hanu, þegar hann var beðinn gistingar, „þá máttu vera. Eg skal senda hálmvönd út til þin, til að sofa á, og konan mín geíur þér svo góða súpu i stórri skál, þvi að nú er aðfangadagskvöld. Komdu inn fyrir!“ Ókuuni maðurinn tók með gleði móti boðiuu og gekk inn i eldhúsið. Þar setti bóndakon- an fyrir haun súpuskál, um leið og hún muldraði eittlivað ó- skiljanlegt fyrir munni sér. Þegjandi borðaði liann mat sinn og settist svo fyrir framan eldstóna, til þess að þurka föt sín, sem vatnið rann úr við eld- inn, sem skíðlogaði. Tvö litii börn bóndans, sem höfðu ver- ið að leika sér í einu horninu á eldhúsinu, komu nú nær, því að brosið, sem lék um varir ókunna mannsins, dró þau að sér, og ekki leið á löngu, áður en mjög vel féll á með þeiin öllum. Klara litla settist sjálf á hnéð á ókunna manninum og hvíldi liöfuð sitt ástúðlega á lierðum hans, en Pétur litli þrýsti sér fast upp að honum og lét hverja spurninguna reka aðra. „Segðu mér, lierra minn, liver ertu?“ „Einstæðings göngumaður.“ „Hvar áltu heima?“ „Mér er hvergi markaður bás.“ „Hvers vegna komstu hing- að?“ „Til þéss að þeir, sem fylgja mér, geti kynst mér og lært að fylgja boðum mínum.“ „Viltu setjast að hjá okkur?“ sagði Pétur, „mér finst þú vera svo góður og vinalegur. Eg skal láta þig fá rúmið mitt.“ „Og eg skal gefa þér stóru brúðuna mína,“ sagði Klara litla, „eg elska þig —----Þú ert svo líkur frelsaranum, Jesú Ivristi.“ „Sestu að hjá okkur,“ sagði Pétur litli aftur og lagði nú fast að honum. „Eg má hvergi setjast að,“ sagði ókunni maðurinn og brosti angurblítt. „Þá vil eg líka fara, taktu mig með þér,“ sagði Pétur á- kveðinn. „Og mig líka,“ sagði Klara litla. „Elsku litlu diörn, þið eruð of lítil enn. Þegar ykkur vex fiskur um hrygg, skal eg leita vkkur uppi.“ „Þú ætlar þá að muna eftir því og gleyma því ekki,“ sagði Pétur. „Komið þið nú, krakkar, það er kominn háttatími,“ hrópaði móðirin, sem kom inn í því, „og setjið þið tréskóna ykkar fyrir framan eldstóna, svo að „Jólapabbi“ gleymi ykkur ekki.“ En börnin voru ekkert á því að hlýða henni. Klara litla greip með báðum höndum fast í ókunna manninn, svo að móð- ir liennar varð að rífa liana burt með valdi. En litla telpan linti ekki á hljóðunum og hróp- aði: „Eg vil vera kyr hjá fína manninum, eg vil vera kyr hjá fína manninum.“ Pétur litli, sem hafði séð fram á, að hann yrði að hlýða, spurði móður sína: „Hvar á fíni maðurinn að sofa, mamma?“ „I fjósinu,“ var svarað í höst- um tón, „hann er ekki fínn maður, hann er flækingur.“ „Nei, nei, hann er fíun mað- ur,“ andæpti litli drengurinn. Svo kom bóndinn, að sækja gestinn, sem ennþá sat kyr fyr- ir fráman eldinn og starði fram undan sér, á fjóra, lillu tré- skóna. „Komdu nú,“ sagði hann, „og mundu eftir þvi að halda þér sem næst mér, þegar við göng- um yfir hlaðið, þvi að varð- bundurinn er grimmur.“ Ti-yggur kom urrandi til þeirra, en óðar en liann kom að þeim, lét liann í Ijósi ótvi- ræð merki um vináttu sína við gestinn, flaðraði upp uin hann og sleikti lipndur hans.“ „Þú lilýtur að vera töframað- ur,“ sagði bóndinn, því að þú töfrar bæði börn og dýr. En þú mátt ekki trylla fyrir mér kýrn- ar mínar.“ Þeir gengu inn í fjósið og Tryggur með þeim. „Hérna er liálmvöndull og gömul liestábreiða; þú ættir að geta látið fara vel mn þig,“ sagði bóndinn. „Á básinn þinn, Hvit,“ sagði liann um leið og liann sneri sér að einni kúnni. Svo fór liann og lokaði fjós- dyrunum. Pétur litli lá í rúminu sínu og bylti sér, án þess að geta sofnað. Andlitið á gestinum vék ekki frá augum hans. Hvað honum hlyti að vera kalt í fjós- inu. Og það var svo sem auð- séð, að hann hlaut að vera mjög fátækur, úr því hann álti ekki einu sinni neitt höfuðfat. Alt í einu datt barninu í liug: „Nú kemur „Jólapabbi“ auð- vitað ekki með neina jólagjöf lianda honum, því liann veit ekki af gestinum. Ætti eg ekki að gefa lionum aurana, sem eg á i sparibauknum mínum. Og líka nýju húfuna mína. Þegar allir eru sofnaðir, ælla eg að fara út í fjós.“ Hann læddist liægt yfir snjó- inn út að fjósinu. „Hvað skyldi vera orðið af Tr\'gg, hann er liorfinn af hlaðinu?" Pétur oimaði bægt fjósdyrnar: „Nei, hvað þetta var skritið! Hérna var skínandi bjart og þarna lágu skórnir fína mannsins.“ Hann laut niður og lagði alla peningana sína í annan skóinn og húfuna i liinn; svo rétti hann úr sér og stóð steinliissa á því, sem fyrir augu lians bar. „Hvít“ lá fyrir framan hálm: vöndulinn og á hinu breiða baki hennar livíldi höfuð gests- ins, sem svaf vært; asninn hafði snúið baki við jötunni og virtist starida heillaður af því, sem hann sá, en báðir heim- iliskettirnir höfðu hringað sig á fótum ókunna mannsins, til þess að lialda á þeim hita, en Tryggur sat við liöfuðið og hélt þegjandi vörð. Allur hópurinn var vafinn í livítu ljósi og Pét- ur nuggaði sér um augun og hélt að sig væri að dreyma, er hann sá bjarta, gylta stjörnu rísa yfir liöfði þessa nýja vin- ar síns og stíga liægt upp í rjáfrið á fjósinu, sem opnaðist liægt, lil að hleypa henni út. Alt í einu flaug drengnum í lmg hugsun, sem kom honum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.