Vísir - 24.12.1933, Blaðsíða 3

Vísir - 24.12.1933, Blaðsíða 3
1 Birtan í hjartanu Jólahugleiöing eftir sr. Árna Signrösson. „Upp er oss ruunin lir eilífðar brunni sannleikans sól. Sólstöðiu' bjartar birta í hjarta, boða oss jól. Lifna við ljósið liljur og rósir í sinni og sál, í hjartanu f'riður, forsælukliður og fagnaðarinál. Kristur er borinn, kærleika vorið komið í heim; köld lijörtu glæðir, kærleikinn bræðir klakann úr þeim,“ Þannig lýsir skáidið Grimur Thomsun .jólatilfinningum sinum. Og undir orð hans taka kristnir menn, þegar jólaboðskapurinn, gamall en þó ætið nýr, hljómar til þeirra um vetrarsólhvörf: „Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir veiþóknun á.“ Jólagleði vor norðurbyggja hefir frá alda öðli verið samofin þeim fagnaðarríku tímahvörfum náttúr- unnar, er sólargang tekur aftur að lengja. Alt sem lifi er gætt, alt, sem sól og sumar þráir, alt sem vaxtar- máttuleika hefir, tekur sinn þátt i jólagleði mannanna. Myrkrið snýr undan, er drotning dagsins hækkar göngu sína. „Því eru heilög haldin hverri skepnu jól.“ En meginatriðið mikla er þetta, að jólin eirn birtugja,fi manns- h j a r t a n s. — Finnum vér ekki þörf þeirrar birtu nú, þegar svo dimt er og dapurlegt víða? Hljótum vér ekki að blessa ljóssins hátíð, þegar „myrkur grúfir yfir jörðunniogsorti yfir þjóðunum?“ Og einkum þar sem vér vitum, að það, sem hér veld- ur mestu um, er þetta, að mennina skortir í hjarta sitt birtu skilnings, samkendar og bræðralags, þetta alt, sem lýsti eins og björt og vermandi sól frá lífi Jesú Krists. Fæðingarsögur Jesú segja oss lrá undrum og stórmerkjuin. Fulltrúar æðri heiina birtast; himneskar her- sveitir syngja Guði lof og dýrð. „Loftin sungu komnum kóngi kunnigt lof þar er hirðar runnu, himna dýr'ð er hneigð að jörðu, hér samtengdust menn og englar.“ i Svo kvað bróðir Eysteinn í Lilju. Guðspjall hinnar heilögu jólanætur vottar, að náið er sambandið milli vorrar veraldar og liins æðra heims. Yér skynjum og skiljum það betur á jólunum en elta, að yfir oss er vak- að frá æðri veröld. Samfélag Guðs bárna þessa heims og annars er aug- ljóst; himneskir bræður vorir koma og birtast i dýrðarljóma. Þcir sam- fagna systkinum sinum á þessari jörð, þegar Hann, sem eUglunum er æðri, „tók á sig þjóns inynd og varð mönnum líkur,“ til þess að lífga „við ljósið liljur og rósir i sinni og sál,“ til þess að tendra oss mönnunum trúarinnar og kíerleikans ljós, svo að yér mættum ganga í fótspor Hans, og vinna .störfin, heyja baráttuna i birtunni, sem frá lífi Hans og kær- leiks-fórnardauða stafar. Jólin boða oss dýrð Guðs i upphæðum, boða þau gleðitíðindi, að til eru heimar Guðs, betri og bjartari, en þessi heimur hans, sem svo margan skugga ber yfir vegna synda vorra. Þess vegna eru þau birtugjafi hjart- ans, cigi sist þá er svrtir hið ytra, þegar dauði og sorgir hryggja menn- ina, þegar örðugleikar, fátækt og vandræði kreppa að þeim, þcgar óvild og ófriður sundra þeim og spilla vellíðan og velgengni þeirra. Jólasagan boðar oss „frið á jörðu með þeim mönnum, sem Guð hefir velþóknun á.“ Langt mun nú mörg- um virðast þangað til þessu marki verður náð. Já, einhverjum þykir það vísast hljóma sem napurt háð. að minnast á frið á jörðu, nú á dög- um. En svo er þó ekki, þvi að þegar jól eru haldin, kemur ætíð í ljós að einhverju leyti friðarkraftur krisl- innar trúar. Jólin hafa ætíð einhver áhrif i ástúðar- og friðarátt, og benda þannig til þess, áð með Kristi er „kærleika vorið komið i heim.“ Þau vekja jafnan vinarþel og kær- leikslund, en stökkva á flótta óvin áttu og harðneskju úr mörgum sál- um, a. m. k. um stund. Um jólin mun flesta þá, sem heyja stríð um dags- ins deilumál, langa að leg'gja niður vopnin um hríð. Enda þótt vér vit- um öll, að með vorri litlu, fátæku og vanþroskuðu þjóð loga illkynjaðar þjóðmáladeilur, óviturlegar, óþarfar og þjóðháskalegar, vilja þó flestir bardagamennirnir vopnahlé þessa daga. Um jólin er og sú löngun sterkari en endranær, að sýna góð- vild og hjálpfýsi; fyrirgefa og rétta fram sáttfúsa vinarhönd. Sést þar ekki, þótt i ófullkomnum mæli sé, sigur Krists, þótt síst sé það fullnað- arsigur? Eigum vér ekki að þakka fyrir það, sem „eitthvað i áttina mið-. ar,“ meðan vér biðum annars betra, þess, að réttlæti, sannleiksást og kær- leikur geri mannféíagið að bræðra- lagi Guðs barna? Jólin bera hjartanu birtu, einnig að þessu leyti, að þau beina hugum stríðandi lýða sem snöggvast. að því framtíðarlandi, þar sem ríkir „friður á jörðu með þeim mönnuni, sem Guð hefir velþókn- un á.“' Jólin eru sælustundir barnshug- ans. í endurminningu vbrhinna eldri eigá jólafrásögurnar sérstakan blæ. Þær voru barnshuganum endur fyr- ir löngu fegurstu æfintýrin, sem hann þekti. Og þá var svo ljúft og auðvelt að trúa, svo sælt að vera í anda með hirðunum á Betlehems- völlum, níeð englunum, er sungu Drottni lof, með vitringunum, er færðu jólabarninu gull, reykelsi og myrru. Og þótt þetta breyttist alt, cr ævin- týraljómi bernskunnar varð að vík ja undan veruleik daglegs Jífs, urðu jólasögurnar oss jafnvel enn dýr- inætari andlegir fjársjóðir, þvi að þær sögðu frá fæðingu Hans, er reyndist sálum vorum vinur i raun, frelsari i neyð. Sælasta stund trúar- reynslunnar var sú, er það, sem hirð- unum var boðað, reyndist oss per- sónuleg reynslusannindi: „Yður er frelsari fæddur“. Þá tóku hjörtu vor undir lofsöng englanna um Guðs djTð í upphæðum. Og enn langar oss á lifsins bestu stundum að færa jóla- barninu gull, reykelsi og myrru, að gefa Kristi lif vort og þrek, alhug vorn og elsku. Þess vegna vekja jól- in hálfgleymda hrifning bernsku- daganna, svo að hugur sá, er tekinn var að harðna og kólna i nepjufrosti og næðingum lifsins, vermist og mýkist al'tur á ný. Reynsla lífsins getur rænt oss mörgu dýrmæti, er barnshugurinn átti. En jólunum fær hún síðast svift oss með öllu. Oss verður mörgum öll ævinnar ár, líkt og Matthíasi, er miðaldra minnist „hálfrar aldar jóla“: „Lát mig horfa’ á litlu keutin þín, Ijósin gömlu sé eg þarna min! Eg er aftur jólaborðin við. Eg á enn minn gamla sálarfrið.“ Jólin bera hjartanu birtu, eigi sísl vegna þess, að þau hjálpa best full- orðnum, reyndum mönnum til þess, sem liklega er sælast alls í þessu lífi voru, að geta á bjartri stund orðið glaður — innilega og fölskvalaust glaður eins og barn. Mennirnir þrá enn birtu í hjarta og frið á jörð. Og engum sem trúir, og heldur engum, er hugsar skyn- samlega, getur blandast hugur um, áð þessari þrá geti Kristur best sval- að. Lengi verður hann táknið, sem móti er mælt, ef til vill smáður af ýmsum,þó helst af hugsunarleysi eða blindni. En af fleirum verður hann elskaður og tignaður vegna guð- dómsljóma persónu sinnar og himn- eskra náðarverka sinna. Menn geta deilt um liann. En þeim stendur aldrei á sama um hann. Og þegar jólaklukkurnar boða: „Heims um ból helg eru jól“, nemur allur heim- urinn staðar og hlustar, og lætur sig dreyma sólardrauma um nýtt, and- legt ’sor, um sigur dýrðarkonungs-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.