Vísir - 24.12.1933, Blaðsíða 5

Vísir - 24.12.1933, Blaðsíða 5
V í S 1 R DAGMAL Giuki á kaldan glugga geíslar ineð léttum fingrum; uetri á flótta víkja, vekjendur, himin-sendir. Fölnar á freðnu gleri frostrós, er stóð i blóma; sólrún á svella vanga sumarsins boðskap letrar. Rís upp úr rökkurdjúpi roðiuindi himni móti hauður, sem ey úr hafi hlæi við sæfaranda. Eftir RICHARD BECK. Fannþakin, fangvið sléttan, frosnum er líkist sævi — — dauðahaf dimt á svipinn dögnn með brosi heilsar. Borgin í bragði döpur, brúnþungum skuggum vafin, húmfjötrum af sér lirindir, hækkandi fagnar degi. Skal þá ei hauðurs herra hrista sér mók af augum, sókndjarfur, sigurglaður, sækja á dýpstn miðin? Ljósið í heiðarglugganutn Læknisfrúin unga varpaði önd- inni þunglega, á me'ðan hún breiddi mjallhvítann dúkinn á borðið, og raða'ði blómsturvösum og kertastjökum eftir miöju borð- inti endilöngu. Þessu vildi hún ráða, að gera jólaborðið aðlaðandi, það yrði hvort sem væri það eina, sem yrði jólalegt. Aldrei hafði henni dottið i hug, að maðurinn hennar væri eins mik- ið á móti því að halda jólin há- tíðleg1 eins og hún hafði komist að raun um. Bæði hann og fleiri, höfðu sagt henni, að hann væri trúlaus mað- ur, en hún hafði litið mark tekið á því. Hún hafði aðeins mttnaS eftir því, sem allir sögðu, að Jó- hannes væri góður drengur, sem ekki vildi vamm sitt vita, og allt af mundi reynast hertni vel. Vist hafði hann veriö henni góð- ur, en samt hafði henni stundum fundist hún vera einstæðingur, siðan hún kom hingað að Hlíðar- dal. Þaö var nú sjálfsagt ekki hans sök, þó að hún saknaði mömmu og mörgu systkinanna sinna. Hún var varla enn búin að átta sig á þvi, hvað kjör hennar vorú mikiö ibreytt. Hún haf'ðS veri'5 glaður og áhyggjulaus unglingur heima á Halsi, en varð svo skyndi- lega, húsfreyja á stóru heimili. — Húsfreyja! hún brosti nap- urt, það voru aðrir en hún, sem réðtt, hér í Hlíðardal. Hún haf'ði einhverntíma heyrt sagt, að sumir væru fæddir til að stjórna, en aðrir til að hlýöa, hún var líklega í þeirra hóp, sem voru fæddir til að hlýða, lítil og kjarklaus eins og hún var. — — Anddyrishurðin skall harkalega upp að veggnum, frúin hrökk við. — Hvaða ósköp ganga á, sagði hún hálfhátt, og hljóp fram til að loka húsinu. Bylur var skollinn á, og hafði íent inn, svo að henni gekk erí- iðlega að láta hurðina- falla að stöfum. Hún var að stríða við þetta, þegar maðurinn hennar kont utan úr hríðinni. — Sæl kona góð! sagði hann hress í bragði, og hristi snjóinn úr loðhúfunni sinni. — Hefir nú fylgjan mín verið að leika sér að hurðinni. — Það lítur helst út fyrir það, sagði hún annars hugar, og horfði út í dimmviörið. Alt í cinu breytt- ist svipur hennar og varð ótta- sleginn. — Heldttrðu að það geti skeð, að þeir Óli og Einar hafi lagt af stað frá Hvamrni, og séu núna á heiðinni. — Nei, nei, þeir hafa ekkert lagt af stað í svona tvísýnu veðri. Eg sagði þér áðan að Óli símaði til mín frá Hvammi, og sagði mér að viö skyldunt ekki búast við þeitn ef vont yröi veöur, þeir gistu ]tá í Hvammi. Eg er nú ekki sér- lega órólegur út af þeim. Óli er skynsamari strákur en svo, aö hann fari að flana út í einhverja vitleysu. Svona nú ljúfan mín, komdu nú inn, og faröu að gæða ntér á krásunum þínum, eg er orð- inn matlystugur skaltu vita. Óttinn yfirgaf hana ekki. — Óli er kappsamur eins og þú, guð má vita hvort þeir hafa ekki lagt af staö. Læknirinn togaði í lokka hennar, sveigði höftrð hennar aftur á bak, og kysti hana undir hökuna. — Ásta Ólafsdóttir, eg spyr þig í fullri alvöru, hvenær ætlarðu að hætta að vera hræðslugjörn? Hún reyndi að hefna sin, en þá snaraði hann henni á handlegg sér og sagði: — Nú tek eg þig nauð- uga og viljuga — og bar hana inn í borðstofu, þar setti hann hana á stól, og kallaði svo hátt, að glumdi í húsinu : — Kata og Ólína kornið þið með mat, við erurn orö- in svöng. — Eg ætla að fara fram til þeirra, sagði Ásta, og gerði sig líklfega til að standa á fætur, en bún. fékk ekki að fara. Maður hénnar sagði: —. Að litlar stúlkur ættu altaf að vera þægar og góðar, og fara eftir því, sem þeirn eldri og reyndari menn segðu. Hún sat kyrr, en sag'ði með Jiykkju: — Að stúlkurnar bæru enga virðingu fyrir henni vegna þess að hann færi altaf með hana eins og krakka. Hann horfði brosandi á hana og síðan á borðið: — En hvað þú ltefir skreytt borðiö fallega, það er rétt eins og við ætluöum að fara að gifta okkur aftur. Hún þagði, það var ekki svo auðvelt aö tala, þegar gráturinn sat i kverkunum. Hvers virði var eiginlega þet.ta boröskraut henni? Ilér voru engin jól, alt var hvers- Jagslegt og venjulegt, enginn há- tíðablær yfir neinu. Á þessari itunclu væri mamma aö lesa jóla- guSíspjalliS og alt heimilsfólkið sæti umhvcrfis hana, og hlýddi á með sömu hjartans athyglinni og i fyrra og árið þar áður. Heima voru jólin altaf hátíðleg. Þreyta annríkisins breyttist í eftir- væntingu því að allir vissu, að hátíSaskapiö kom stundvíslega klukkan sex. Jólin breiddu fegurðar og friöar- blæju yfir ait og alla, þá voru all- ir sáttir og samhuga. — — Þegar þau höfðu loki'ð við að snæða, spurði læknirinn eft- ir blöðunum, sem hann hafði feng- ið með síðasta pósti, og settist með þau i ofnkrókinn, ráðinn í að láta fara vel um sig. En Ásta rólaði sitt á hvað um stofumar og fram í eldhús, eirðarlaus og óánægð með sjálfa sig og alt. Alt var það á sömu bókina lært, að Óli skyldi nú þurfa að verða veðurteptur í Hvammi. Úti öskr- aði koldimm hríðin, það var ekki jólaveður, og engin bréf hafði hún fengið að heiman, engar jólaóskir, ekkert! Mest af öllu langaði hana til að fleygja sér upp í rúm og gráta, en hún stilti sig, og fór inn í skrifstofu til manns síns. Myndin af Óla blasti við henni, þegar hún kom inn í dyrnar, brosið á vörum lians var svo eðlilegt, að það var næstuin þvi eins og myndin væri lifandi. Óli, bróðir niannsins hennar, var henni jafn kær og hennar eigin bræður. Káti, góöi, Óli, hann hafði ætiaö aö dvelja hjá- þeim í jólaleyfinu ásamt skóla- bróöir sínum, en þá fór það svona. Skyldi honum nú ekki leiðast i Hvammi? Nei, það var vist eng- in hætta á þvi. Óli var alstaðar hrókur alls fagnaðar. Læknirinn íleygði blöðunum frá sér, teygði úr sér og geispaði. — Blöðin eru ekki lesandi fyrir trúarhræsni, eg held þeir ættu að birta almennilegar þjóðmálagrein- ar, í staðinn fyrir þessar jólahug- leiðingar og væmnu jólasögur, sem cnga bæta og enga fræða. Hann leit á konu sína, gekk svo til henn- ar og tók hana í faðm' sér. —- Ósköp er stúlkan mín stúrin á svipinn, langar hana heifn til mömmu núna? Ásta svaraöi engu, hún var vön að þegja l>egar illa lá á henni. Hann beið ögn eftir svari, svo spurði hann: — Eða er þaö jólaleysið, sem að þér am- ar. Blessuð góöa, spilaöu og syngdu jólasálma, og láttu stúlk- urnar syngja með þér. Eg skal \era eins og liver önnur sauðmein- laus rola, og ekki skipta mér af néinu, hafðu bara alt eins og bú vilt. Æ, þetta sagði hann of seint, nú fanst henni allir ytri siðir ver.a hjóm, þegar jólagleöina vantaöi. En vegna stúlknanna, herti hún s:g upp, og spilaði nokkur sálnia- illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll GLEÐILEG JÓL! Verslunin Varmá. llllllllllllllEllllllllllllUIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllKIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIi GI.EÐILEG J0L: Páll Hallbjörnsson. u GLEÐILEG JÓL! HEYKJAFOSS. piiiiiiHiiiuuiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiy! GLEÐILEG JÖL! Verslun Ben. S. Þórarinssonar. IhhhuhihuhiihiiiihihhhiiihiihiiiihhiiiiiihkuiiihhiiiihhhhI ææææææææææææææææææææææææææ æ æ æ æ æ G L E fí 1 L E G .1 Ó L! æ Tóbaksverslunin London. æææææææææææææææææææææææææbö GLEfílLEG J Ó L! Versl. Þór. B. Þorhikssonar. <3tó> G L E fí I L E G J Ö L! Golt og farsælt nýár og þökk fyrir við- skiftin á líðandi ári. Þvottaliúsið Geysir. æ æ 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.