Vísir - 24.12.1933, Blaðsíða 19

Vísir - 24.12.1933, Blaðsíða 19
VÍSIR Hannibal og Dúna. Smásaga, eftir AXEL THORSTEINSON. 1 dal nokkrum vestanlands er jörð, sem Garður aeitir. Þar hefir bygð verið frá þvi á landnáms- Óld, að því er sögur herma. Hafa hændur þeir flest- ir, sem þar hafa búið, verið vel efnum búnir, enda Siefir Garður ávalt verið talin ein mesta kosta- jörðin þar i dalnum, sem dregur nafn sitt aí íjalli miklu og fögru, eins og áin, sem rennur eftir honum endilöngum. En fjallið lieitir Bláfell og er inni á afrétti. Við rætur þess er vatn .allmikið, og á Bláfellsá upptök sín í þvi. Er dalurinn þröngur þar efra og rennur áin víða i þröngum gljúfrum, en í þeim er mikill, fjölskrúðugur og sérkennileg- ur gróður, en víðast grösugt meðfram ánni beggja megin og sauðland gott. Er neðar dregur breikkar dalurinn að miklum mun, og nm miðbik lians að norðanverðu er Garður. Bærinn stendur þar dálít- ið uppi í hlíðinni. Þegar þessi saga gerðist, fyrir tuttugu árum, vai' þar torfbær gamall, traustlegur og snotur, og mikl- mn mun stærri en alment gerist. Túnið var stórt og að mestu slétt, og umhverfis það hlaðinn garður úr grjóti, svo vel, að orð fór af víða um sveitir. Var þctta inikið mannvirki og hafði kostað mikið erfiði, þótt efnið væri nærtækt. Bæði hafði verið vandað vel til hleðslunnar og svo vár garðurinn allur tvíhlaðinn og hár, náði meðalmanni i öxl eða vel það. Engjar voru á bökkum meðfram ánni, en beiti- land ágætt i kjarrivöxnum lilíðunum heggja meg- in árinnar, sem ekld var mikið vatnsfall að jafn- aði. Átti Garður og land handan árinnar. Steingarður sá hinn mikli var að mestu leyti verk Bergs hónda, sem nú var maður um sextugt. Ilann byrjaði garðhleðsluna skömmu eftir að hann hóf búskap í Garði, en þar hafði hann búið alla sína búskapartíð, og bætti við á hverju ári. En góðrar aðstoðar sona sinna tveggja naut hann til þcss að Ijúka við hann. Voru þeir þá orðnir mannvænleg- ir piltar og svipaði báðum til föður síns, bæði um skapferli og vinnusemi. En það átti fyrir Bergi bónda að liggja og konu lians, að missa þá báða i sjóinn í mannskaðaveðri við Suðurland. Höfðu þeir farið suður til róðra bræðurnir, og réðust báð- ir á sama skipið. Var þelta önnur vertíðin, sem þeir reru, og sú síðasta, þvi að skipið fórst og þeir druknuðu báðir, sem fyrr segir. Tveimur árum síð- ar misti Bergur konu sína. Bar hann þessar raunir vel og vann af kappi sem áður, þótt lieilsan væri nú farin að bila. Mikill styrkur var honum í því, að konum varð altaf vel til hjúa, ef nokkur breyting varð hjá honum i þeim efnum, sem að vísu kom sjaldan fyrir. En Bergur stóð ekki með öllu einn uppi, þótt bann liefði mist konu sína og tvo sonu. Hann átti einn soninn eftir, þann yngsta. Hannibal, en svo hét ,sá þeirra, sem einn lifði, var honum ólíkur. Berg- ur var maður vel í meðallagi, en þrekinn og sterlc- ur vel, kappsamur og kjarkurinn óbilandi. Sjald- an var hann kátur, en aldrei önugíyndur og vinnu- samur með afbrigðum. Ljós var liann á hár, en al- slcegg hans rauðleitt, augun grá og snarleg, og bar allur svipurinn þess merki, að hugurinn var stöð- ugt bundinn við dagleg verkefni, enda var Bergur þannig skapi farinn, að hann gat ekki setið nokk- ura stund auðum höndum. Og í bók eða blað leit hann aldrei, fyrr en í rúminu á kveldin. Hannibal var nú kominn á nítjánda ár. Hann var liár vexti og mjór og renglulegur, dálítið boginn í baki, herðaníjór og innskéifur nokkuð. Við þetta bættist, að hann var oftast svo dauðans þreytulegur á svip. Hann var oftast útlits, eins og hann væri að koma dauðþreytlur úr sinalamensku. Hár hans var ekki til mikillar prýði. Það var dökt og strýlegt. Andlitsliturinn var rauðleitur, augun grá og litil. En þótt Hannibal væri hvorki fríður sýnum eða vel vaxinn, vöndust menn honum vel. Það var ein- hver glettni í augunum, sem kom mönnum i gott skap, og þó að bros lians væri liáðslegt á stundum, þá særði það fáa. Það leyndi sér í engu, að hjartað var gott, enda var það svo, að flestum ef ekki öll- um, var lilýtt til hans. En þótt inikið skorti á, að Hannibal væri þrek- menni á borð við föður lians, var liann tíðast eitt- hvað að dunda, og lionum vanst lieldur vel. Hann var fámáll að jafnaði, átti það til að vera dálítið háðskur, en háð lians var ekki napurt, og aldrei féll honum liæðiyrði svo af munni, að hann brosti ekki um leið, eins og hann vildi gefa til kynna, að það sem liafði sagt bæri frekast að skilja sem græskulaust gaman. Bergur liafði áhyggjur nokkurar af Hannibal, sem vitanlega átti að laka við í Garði á sínum tiina, og gamli maðurinn liafði ekki beint trú á því, að Hannibal mundi nokkurn tíma verða búmaður. Hannibal var of daufur, fanst honum, vantaði alla snerpu. Bergur liefði og feginn viljað sjá Hannibal krækja sér í konuefni áður mörg ár liði, en það lagðist í liann, að hann mundi aldrei kvenhylli njóta. Að vísu var Bergi vel ljóst, að talsverð upp- bót Væri i þvi fyrir væntanlegt konuefni Hanni- bals, að fá Garð með honum, en þótt hann væri nokkuð gamaldags í skoðunum, hefði hann helst kosið, að Hannibál fengi konu, sem þætti vænt um hann sjálfs hans vegiia. Bergur var líka farinn að hallast að þvi, að rétt væri að láta Hannibal læra eittlivað, en beið enn átekta, í von um, að liann sæi það sjálfur, að „heimskt er heima alið barn“ og vert væri að fara á brott um tíma, í lýðskóla eða bændaskóla, og kanna nýja stigu. En Hannibal var að hugsa um liið sama, þótt haiin hefði ekki enn ymprað á þessu við nokkurn mann. Hann hafði nýlega liitt feriningarbræður sína þar úr dalnum við kirkju, og tveir þeirra ætl- uðu suður, á bændaskóla um haustið. Hannibal ákvað þá með sjálfum sér, að gera tilraun til þess að fá leyfi foður sins til þess að fara með þeim, og það réði áreiðanlega mestu um, að hann liafði i rauninni enga trú á því, að hann mundi láta neitt verða úr þessu, ef hann notaði ekki tækifærið, og færi brott með hinum piltunum, fermingarbræðr- um sínum. Þeir voru alt öðru vísi en liann, djarf- ari, frakkari, einkanlega Guðbjörn á Brekku, sem hafði verið sjómaður 3 vertíðir, og var öllu vanur og til i alt, karlmenni mikið og glímumaður góður. Bergur þóttist verða þess var þegar komið var nokkuð fram á slátt, að einhver breyting var að verða á Hannibal. Hann var farinn að vinna af meira kappi og orðinn ræðnari og kátari en áður og íbygnari. Svo var það um kveldið fyrsta daginn á engjum, þegar heim var haldið, að Hannibal gat einhvern veginn komið því svo fyrir, að þeir gengu síðastir feðgarnir. Því að nú ætlaði Hannibal að ympra á þessu, en gerði sér raunar litlar vonir um, að faðir hans myndi fallast á það. „Heyrðu, pabbi,“ byrjaði hann mál sitt, „þeir sögðu þarna við kirkjuna á dögunum, að þeir í Hvammi ætli að kaupa sláttuvél, ef til vill að sumri.“ „Nú? Ekkert hefi eg lieyrt um þetta!“ „Það er nú víst satt samt.“ „Það eru ekki meiri véltækar engjar þar en liér.“ „Dóri í Hvammi segist ætla suður i haust, á bændaskólann. Faðir hans er búinn að sækja, og svarið er komið.“ „Þessu trúi eg vel. Hann er framgjarn, strákur- inn.“ „Hann ætlar sér að vera þar syðra milli slcóla- vetranna og læra að fara með vélar. Guðbjörn á Brekku ætlar víst líka.“ „Mér list vel á þetta. Þetta eru dugnaðar piltar.“ „Ha? Þér líst vel á það?“ „Já, því ekki það?“ Hannibal hló við. En svo varð hann undir eins alvarlegur aftur. Það var svo sem ekki líklegt, að faðir lians teldi hann „framgjarnan“ og „duglegan“. En það var svo um Hannibal, að hann átti tals- vert af seiglu í sér, og væri hann kominn af stað út í eittlivað, var hann ekki liklegur til þess að snúa við, þótt hann þælti dálítið daufur og gufulegur. „Nú kannske þú viljir sækja fyrir mig, pabbi?“ sagði hann snögglega, eftir nokkura þögn. Bergur bóndi nam staðar skyndilega og glápti á son sinn eins og tröll á heiðríkju. Það var eins og hann gæti ekki óttað sig ó þessu. En loks mælti hann og brosti, dálítið hæðnisléga, fanst Hannibal: „Þú ætlar þér þá að verða búfræðingur, Hanni- bal?“ Hannibal sagði ekkert strax. Hann stóð þarna, niðurlútur nokkuð, með hendurnar í vösunum og sparkaði í þúfukoll, en af því að liann var innskeif- ur nokkuð hæfði hann ekki sem best, og var nærri dottinn, eflir eitt sparkið. „Hana nú,“ sagði Hannibal og hló við dálítið. „Eg var rétt dottinn, en eg datt ekki.“ Svo rétti hann úr sér og brosti kankvislega: „Já! Þvi ekki það?“ Og þar með var þetta i rauninni útkljáð mál, því að Bergur var því feginn, að Hannibal hafði tekið þetta í sig. Hann var sannfærður um, að hann myndi liafa gott af þessu. Og hann dró ekki að senda umsóknina suður. Og hann skaut því inn i bréf sitt til skólastjórans, að hann treysti honum til þess „að gera mann úr stráknum.“ Um næstu lielgi reið Hannibal i kaupstaðinn og keypti sér dönskunámsbók, því að á þeim árum urðu íslenskir sveitapiltar að notast við danskar kenslubækur að mestu i bændaskólunum. Og á hverju kveldi þaðan í frá til liausts stritaðist Hanni- bal við það á hverju kveldi, að komast niður i móðurmáli „bræðraþjóðarinnar“, tilsagnarlaust, og varð meira ágengt en ætla mætti. Hann seiglaðist við dönskunámið eins og annað. Þegar suður kom á bændaskólann hélt Hannibal sig mest að Vestfirðingunum, því að það var mann- margt á staðnum, og Hannibal var óvanur að vera „innan um svona margt fólk“, eins og lian.n orðaði það við Guðbjörn á Breklcu, herbergisfélaga siqn. Það var ekki laust við, að það yæri.skopast dálítið að honum i fyrstu, en hann varð þrátt vel liðjnn af öllum, og þegar frá leið var það heldur Hanni- bal, sem skopaðist að öðrum, en aðrir að honum. Danskán reyndist honum erfið í byrjun, sem fleir- um. Og fyrstu dagana, þegar hann fékk hverja bók,- ina af annari upp i hendurnar á máli, sem hann skildi næsta lítið í, ætlaði hann að missa móðinn. Og þegar enn fleiri bættust við, eðlisfræði og efnar fræði, með allskonar formúlum, þá gugnaði hann alveg og fór á fund skólastjóra til þess að „segja lionum, að það þýddi ekkert fyrir sig að halda þessu áfram, Skólastjórinn sat við borðið í einkaskrifstofu sinni, þegar Hannibal kom. Og hann var heídur ódjarfinannlegur, þegar hann ræddi málið við skólastjóra. En loksins fékk liann horið upp er- indið, sem var.í stuttu máli það, að hann hefði syo lélega undirbúningsmentun, að hann treysti séjr ekki út í þetta. „Það er erfitt, Hannibal, enginn skilur það bet- ur en eg,“ sagði skólastjórinn. „En við reynum að hjálpa ykkur með dönskuna, koma ykkur af staðl“ „En eg skil ekki vitund í þessu, skólastjóri!“ „Það kemur alt saman, ef áhuginn bilar ekki. Hvað heldurðu að eg liafi haft marga Vestfirðinga hérna á skólanum? Eg man það ekki i svipinn, en þeir skifta tugum. Eg man ekki eftir neinum, sem gafst upp án þess að reyna.“ „Þeir liafa verið sjómenn margir, og þeir læra allir eitthvað í dönsku. Ef eg hefði lært hana einn vetur eða svo —.“ Nú fór að þykna i skólastjóra, sem hafði skrifað Bergi í Garði og lofað lionum að „gera mann úr stráknum“. Og skólastjóri, sem var skapmaður, barði i borðið og mælti: „Sonur Bergs í Garði gugnar ekki!“ Hannibal átti ekki von á þessu, liann var eldrauð- ur annað veifið, en nábleikur liitt. En skólastjóri var undir eins orðin ljúfmenskan sjálf. Hann klapp- aði á öxl hans og bætti við: „Eg sé það á þéf, Hannibal, að þú ert kominn á mína skoðun. Þú ferð ekki heim aftur án þess að rejrna.“ „Nei,“ sagði Hannibal og brosti, „reyna verð eg.“ Hann fór út i skóla, staðráðinn i að lesa af kappi. Og liann var harðánægður með skólastjóra, þótt hann liefði stokkið upp á nef sér sem snöggvast. Og hann fór að iðka námið af kappi. Það gekk erfiðlega. En liann las fram á nætur, og hann hafði betri not af tilsögn kennaranna en margir hinna, þvi að hann var eftirtektarsamari, og það sem liann lærði, sat í honum. Og þangað til seiglaðist liann við þetta, að hann fór að vekja eftirtekt kennaranna á sér. Og um miðjan vetur var liann kominn vel á veg. En eina námsgreinina ætíaði hann ekki að fást til að stunda. Það var leikfimin, en í henni var ein kenslustund dagleg'a. En á glímuæfingar fór hann, til þess að sjá Vestfirðingana „leggja hina“, eins og hann sagði. Og mikið dáði hann Guð- björn. Hann var miklu ánægðari en Guðbjörn sjálfur, þegar einhver féll fyrir snarlegu bragði lians. Hannibal koinst þó ekki lijá því að fara i leikfimina. Skólastjóri sótti hann og fór með liann út i leikfimishúsið. Og það varð Hannibal til góðs, að hann slapp ekki, því að hann lagaðist mikið við daglega leikfimísiðkun, böð og liörundsstrokur. Hann fór enda að bera við að glíma, en það gekk stirðlega. Þegar kom fram undir vor, fyrri skóla- veturinn, var Hánnibal kominn yfir örðugásfa hjallann. Hann var orðiiin djarfmannlegri og kát- ari en hahn áður var. Um vorið stundaði hanu plæg- ingar og fleira, en um sumarið lærði hann að fara með sláttuvél. Og þegar seinni skólaveturinn liófst var skólastjóra, Hannibal sjálfum og öðrum ljóst, að hann mundi ljúka námi sinu sómasamlega. „Hann verður ekki með þeim bestu, en liann hefir það með seiglunni, að verða fyrir ofan meðallag,“ sagði skólasljóri. Og liann varð sannspár. Seinni veturinn tók Hannibal talsverðan þátt i félagslífi pilta, en tvent iðkaði liann ekki, söng og dans. Hafði hann þó mikið gaman af að vera við- staddur, einkum á dansskemtunum á helgum. Þeg- ar unga fólkið fékk sér snúning, var Hannibal altaf einhversstaðar nálægt. Stóð hann þá tiðast úti i liorni og hugsaði sitt, kíminn og ibygginn, er félagarnir dönsuðu við bændadætur úr nágrenn- inu eða lnismæðraskólastúlkurnaf frá Felli, sem var ofar í sama liéraði og bændaskólinn. Var þang- að um þriggja tíma gangur frá skólasetrinu að vetrarlagi, þegar ár og vötn voru á ísum. Voru heimsóknir alltíðar milli skólanna, og á annan dag jóla seinni skólavetur Hannibals komu „frænkurn- ar“, en svo kölluðu piltar þær, með tölu, og var þá dans stiginn í skólanum um kveldið og fram eftir nóttu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.