Vísir - 24.12.1933, Blaðsíða 7

Vísir - 24.12.1933, Blaðsíða 7
V í S I R J ólakvöld hinnar heilögu Katrínar. I húsi hinnar heilögu Birgittu í Rómaborg, sat Katrín í herbergi sínu ineö spentar greipar eftir Ave María, sem var nýbúiö aö syngja þar í húsinu. Hún sat kyr og þeg- ar móöir hennar, frú Birgitta kom tnn, lokaöi hún augunum eins og hún vildi loka móöur sína úti úr sjónarheimi sínum, en þegar móö- ir hennar beið þegjandi fyrir fram- an hana, leit hún þó upp. „Eg hefi ekki lengur stjórn á mér, móSir mín, — mig langar svo heim.“ Hún lokaði augunum og andlit hennar var fölt og kyrt. „Heyrirðu ekki jólaklukkurnar — þær hljóma eins og klukkurnar í Skemminge og Vadstena." Birgitta leit af dóttur sinni og horfði út um gluggann. Andlit hennar var eimiig rólegt pg svip- urinn meö móðurinni og dóttur hennar var greinilegur. „í Skemminge og Vadstena,'' endurtók hún og mildur bjarmi lá yfir svip hennar, — „og í Vreta og Ekeby.“ Katrín greip hendur móður sinn- ar með ákafa. „Þig langar lika heim, móðir mín, þér finst eins og mér, að kæmirðu til Ulfása, þá mundirðu leggja moldina þér til munns til að sameinast henni.“ Katrín fór að gráta. Það rökkvaði i herberginu og nokkur augnablik varð hljótt, uema grátur Katrínar heyrðist. Þá leit Katrín upp. „Eggert — maðurinn minn — eg vakna um nætur við að hann er að kalla á mig. í nótt dreymdi mig að pílagrímur færði mér hringinn hans — hringinn með blóðrauða steininum, sem eg átti sjálf og sem eg gaf honum við burtför mína, sem vott um það, að eg væri hans, þótt haf og lönd skildu okkur að. í nótt dreymdi mig, að pílagrímur kæmi hér inn í herbergið og legði hring- inn á borðið fyrir framan mig. Hvað skyldi draumurinn þýða, rnóðir mín.“ Katrín leit á móður sína í gegn um tárin með saklausu augnatilliti barnsins. „Sástu pílagríminn í sýn?“ spurði Birgitta og horfði enn út urn gluggann. „Nei, móðir mín, sýnir hefi eg ekki, en mig dreymir oft inann- inn minn — stundum alla nótt- ina.“ Rödd Katrínar kafnaði í gráti. Birgitta stóð eins og áður, til- finningaleýsi lýsti sér á andliti hennar. „Draumar eru marklausir — nema hvað þeir geta stundum sýnt hvað í okkur býr.“ Katrín leit upp á moður sína gegnum tárin. „Hvað býr þá i mér eftir þess- um draumi að dæma — ást til mannsins míns. að mínum dómi.“ Birgitta stóð þögul nokkur augnablik, siðan lagði hún hönd sína á öxl dóttur sinnar, sem enn þá skalf af gráti. „Þegar kolin eru útbrunnin og málmurinn bráðinn í eldinum, þá er vitidurinn samt kyr í belgnum. A sama hátt er girndin enn þá kyr ’ hjartanu, þegar timi náðarinnar er útrunninn." Katrín leit á móður sína eins og hún skildi ekki við hvað hún ætti, en nú bra-nn eldur úr grábláum augunum. „Þú stingur mig með hvössustu þyrnum, sem þú getur fundið, þó Eftir HILDI DIXELIUS. að þú vitir að það séu þyrnar oréttlætisins — þyma hefirðu nóga handa okkur öllum, ef viö læygjum okkur ekki fyrir þér án þess að kvarta. Sjálf hefir þú átt átta börn í hjónabandi þínu, en þegar dóttir þín, sem þú veist að eftir 8 ár er hrein mey, engu síður en kvöldið, sem hún gekk inn í brúðarherbergið, kvartar urn löng- tin sína til að fara heim til maka síns sem sjúkur er, þá er þaö girndin, sem er vindurinn i belgn- um“. Katrín var staðin upp og stóð náföl fyrir framan móður sína. álóðir hennar leit á hana með sama tilfinningarleysi og áður, hreyfingarlaus og köld að sjá. Augnablik sýndist Katrín hugsa sig um, en allt í einu braust það út, cins og þegar áin í vexti brýtur af sér allar brýr: „Hvers vegna erum við hér — hvers vegna heldur þú okkur öll- um hér? — Það er enginn okkar, sem ekki hefir heimþrá— sem ekki vill komast burt, úr þessari guð- lattsu borg. A götunni benda þeir á þig og kalla þig galdranorn og segja að þú eigir hvergi heima nema á bálinu. Páfinn og hinir æðstu hlæja að bréfum þínum og halda að þú -sért vitlaus“ — nú íéll Katrín á kné og greip unt hendur rnóður sinnar. „Þú ert altof góð til J>ess arna, móðir mín — snúðu aftur heim — reistu að nýju klaustur Hrafnborgar systur þinn- ar og hættu við að hugsa um nýja reglu. Það er freisting frá djöflin- um, aö þú eigir að leiðbeina páfan- um og hinum voldugu — snúðu aítur til Ulfása og vertu góð og mild, eins og þú varst, þegar fað- ir okkar lifði og við lékum okkur á knjám þér“. Katrín er í ákafri geðshræringu, og tár hennar streyma ofan á hendur móður hennár. Móðir hennar hefir látið aftur augun og það er auðséð að hún berst við sjálfa sig og að henni finst orð dótturinnar vera freistingar, sent eru henni vcl kttnnar, en svo lítur hún upp og það birtir yfir fölu andliti henn- ar og rödd hennar er ákaflega blíð þegar hún segir: „Sælir eru fuglar drottins, sem geta flogið burtu á vængjum auð- mýktar og vona, þegar djöfulliim hrifsar í þá“. En Katrín var ekki í skapi að hlusta á auðmýktartal móður sinn- ar, án þess að mótmæla henni. „Hvers vegna heldurðu okkur öllum í járnhlekkjum, ef þú ert auðmjúk — hvers vegna viltu þá aldrei lúta öðrum vilja en þínum eigin?“ Birgitta stendur enn í sömu sporum, róleg á svip og með lok- uð augti, en rödd hennar hefir dýpri hreirn, þegar hún segir: „Vilji rnargra er sem mylnuhjól, sem ekki getur malað af vatns- leysi; stifla hrokans verðttr að ryðjast í burtu, þá mun vatn hins heilaga anda fá framrás og setja vilja þinn í hreyfingu". En engin orð voru betur fallin en þessi til að æsa uppreistaranda Katrínar móti ‘móður sinni.. Hún var staðin upp. „Ef aðrir setja sinn vilja á móti þínum, gerir ]>ú þann vilja van- máttugan með því að kalla hann hroka. Þegar þú heldur öðrum í járnklóm þá er vilji þinn rnylnu- hjólið, sem rekið er af vatni heil- ags anda. En nú ætla eg heim, heim — þú getur sagt hvort þú vilt, að vilji ntinn sé rekinn af girnd eða hroka“. Nú- hverfur æsingin og ástríðan úr andliti hettnar, hún verður ró- leg á.svip, og að síðustu hverfur öll reiði og ástúðlegur löngun- arsvipur færist yfir andlit hennar. „Sérðti ekki, móðir mín“, Og augu hennar ljóma eins og af fjar- lægri sýn, „sérðu ekki hvítan, dún- mjúkan jólasnjóinn falla í Borea — eg finn hann við andlitið á mér, við varirnar á mér; þegar eg kem heim ætla eg að standa tíinum saman og láta hann falla á mig; heyrirðu ekki jólaklukkurnar í Ekeby, heyrirðu ekki bjöllurnar — Karl og heimilisfólkið hans er að fara til aftansöngs. — Það snjóar og snjóar — jólasnjórinn féll alt- af svo kyrlátlega þar heima — svo hvítur og kyrlátur". Hún hreyfir hendurnar eins og hún væri að strjúka yfir dún. Hún skelfur af ekka: „Móðir mín, móðir mín, ef þú vilt að eg haldi lífinu, þá lofaðu mér að fara heim!“ En eins og hún finni á sér, að þar sé engrar ntisk- tmar að vænta, snýr hún baki við móður sinni og gengur upp í efra homið á herberginu, þar fcllur hún á kné fyrir framan fílabeinskross- markið og styður ennittu við fót þess. Nokkur augttablik er þögn í herberginu. Birgitta stendur kyr °g yfir andlit hennar færist svip- ur sá, sem það hefir þegar hún sér sýnir sínar. í hálfgerðum dvala, eins og hun er við slik tækifæri, gengur hún til dóttur sinnar. Hún leggur hendina á öxl henni, þar sem hún liggur á knjábeð. „Katrín, barnið mitt,“ segir hún tneð rödd, sem kemur Kartínu ókunnuglega fyrir, „maðurinnþinn er dáinn — þú ert ekkja“. Katrín sprettur ttpp. eins og hún hafi fengið spjótsstungu. „Þú skalt ekki neyða mig til að vera kyr, þótt þú takir lygina þér til hjálpar. Maðurinn minn dáinn — — hver hefir fært þér þá fregn“. Orðin eru hæðnisleg — en angistin læðist bak við þau. Birgitta stendur fyrir framan hana með lokuð augu, eins og dvalabundin. „Eggert von Kúrnen er dauður — barnið þitt er ekkja — engill- inn minn hefir fært mér þá fregn“. Við þessi orð hröklast Katrín náföl út að vegg. Andartak stendur hún kyr, svo snýr hún sér að móð- ur sinni og táriu streyma niður kinnar henni. „Sé maðurinn minn dáinn. þá ert það ]>ú —• þú, sem hefir drepið hann. Þú, sem hefir neytt mig til að vera í þessu landi og í þessu húsi, sem eg aldrei hefði átt að st'ga yfir þröskuldinn á — en nú skal eg fara heim, heim til skrifta og jarðarfara, 'ef engillinn þinn hefir þá sagt satt — heim — burtu ur þessu húsi sem sýgur lífið úr okkur öllum“. Með þessum orðum æðir Katrín fram hjá móður sinni. í dyrunum kastar hún hettunni yfir höfuð sér, Þýtur út í gegnurn herbergi Bir- gittu, gegnum forstofuna og út. Nokkrúm augnablikum sí.ðar fer Birgitta út á eftir henni. önnur kona fer út uni leið. Það er Peppina, síðasti skjólstæðingur Birgittu, sem hún fann fyrir fáurn mánuðum undir einni brúmii, með kirtlaveikt brjóstbarn. Áður en Birgitta er komin á stað, hefir hún læðst á hælunum á Katrínu yfir Campo dei Fiori og inn í eina hlið- argötuna. M 4T<i K-í 4T4 4TJ 4 4 4.T4 A.T4 4T-4 4T4 4T4 4T4 4T4 4T4 4 8B æ æ GLEÐILEG JÓL! Slippfélagið i Reykjavík. íaffl GLEÐILEG JÓL! HÓTEL fíÓRG. ÍIHKIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIfilllllflllllfillKIIBfllllllltllllIIBIÍIíllHdlllllllllIIIISjl! GLEÐILEG JÓL! Verslunin Reykjafoss. l!ll!IiHHHI3HHHIHHHISIHHH!EHHHHHHIHHH!IHBHHHHHHHHHHH!!l 444ÍT4 4^4 4T4 4T4 4T«4 4T4 4 lCWAWlWflTW, æ gg GLEÐILEG JÓL! æ Nýja báðln. GLEÐILEG JÓL! Verslunin fírynja. !IilllIIII!lll!IHli!IIIIIIIIIIIIII!IH!!IIHKIIIHIIIIIIII!HIKIBIII!IIIIE!HIIIIIH|i! GLEÐILEGRA J ÓL A ' óskar öllum Kolaverslun Sigurðar Ólafssonar. IhihhhuhhhhhíhhihíhhhhhhhhhhhhihihhhhhhhhhhhI GLEÐILEG JÓL! Bræðurnir Ormsson (Eiríkur Ormsson). m !':■♦„• ♦-• GLEÐILEGRA JÓLA og góðs og farsæls nýárs, óskum við öllum. Strætisvagnar Reykjavíkur hf. 83 Birgitta er búin að ná clóttur sinni, en lætur hana þó altaf vera nokkur skref á undan sér. Katrín gengur hratt og móðir hennar á erfitt tneð að fylgjast með henni. G L E fí 1 L E G J Ó L! Tóbakseinkasala rikisins. 3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.