Vísir - 24.12.1933, Blaðsíða 14

Vísir - 24.12.1933, Blaðsíða 14
y ísir samlega, leit á silfriÖ og kvaÖ vel af hönclum greitt. -— Gengum viÖ þá samstundis í bæinn. Fór Álfur fyrir og lét silfrið glamra í lófa sínum, en eg elti málmhljóðið alla leið til baðstofu. Kveikti hann þegar ljós á tólgar- kerti furðulega miklu, er stóð í tréstjaka haglega gerð- um. , i.iAÍJjii^ Baðstoían var tvö stafgólf og rekkjur í hinu innra, sín til hvorrar handar. Var önnur rúm bónda, en i hinni lágu hundar og' kettir. Tók söfnuður þessi komu minni heldur óvinsamlega. Urruðu sepparnir og virtust til alls búnir, en kisur blésu fjandsamlega. Bjóst eg við árásum, er minst verði, en bóndi ávarpaði hyski sitt, klappaði því næst á öxl mér og kvað ekki mundu saka. — Skifti þá engum togurn, að rakkarnir snöruðust frarn úr rúrninu og fögnuðu mér hið besta, en kisur litu hýrlega til mín og möluðu í gríð. Húsráðandi gerðist nú hinn reifasti og bauð mér að líta á vini sína í fremra stafgólfi baðstofunnar. -—• Þar var annarsvegar reiðhestur stríðalinn, hnarreistur og fag- ureygur, en hinurn megin hrútur fullorðinn, metfé að væn- leik og fegurð. Talaði karl eitthvað við þessa vini sína, einkum hestinn, klappaði þeirn og strauk. — Virtust þeir kunna vel þeinr atlotum. — Það er best við gerum eina ferðina, sagði Álfur bóndi, og lagði af stað fram göngin með kertið í hend- inni. Leiddi hann mig nú í þrjá kofa, hvern af öðrum. Voru lömb í hinum fyrsta, en í öðrum sauðir. Þriðji var ærkofi. — Alt voru þetta úrvals-kindur, og hefi eg hvergi séð vænna fé né sællegra. — Þá hefir þú nú séð aleigu mína af gangandi pen- ingi. Eg ann þessum fáu skepnum og reyni að láta þeim líða vel. Eg tala við þær, ef leiðindi steðja að eða draum- ar hafa gengið þunglega. Það léttir skapið. Og eg er að vona, að þeim sé ekki ami í návist minni. Sárast af öllu finst mér, að þurfa að taka þessa ástvini rnína af lífi. — — En nú áttu eftir að sjá „hjónabústaðinn", og mun eg sýna þér hann að morgni. Þau búa hérna skamt frá í byrgi, sem eg gerði þeim á háum kletti. — — Eg tók þau í hreiðrinu, greyin, fyrir mörgum — mörgum árum. — Það var erfitt barnsfóstur, og stundum var að því komið, að eg gæfist upp. En eg héld, að sivakandi um- hyggja mín, notalegt viðmót og góður matur hafi að lok- um sigrað stríðlyndi þeirra og sveigt þau til fullrar hlýðni og þjónustu. — Krummi tortryggir alla, nema þraut- reynda vini. En takist þér' að ná ástum hans og brjótirðu ekki af þér, þá áttu þar tryggan vin.---------Eg mundi sakna „hjónanna" minna, ef eg misti þau. — Þau standa í barneignum árlega og fóstra afkvæmin sumarlangt. En skömmu- eftir réttir hverfur allur hópurinn. Þá er upp- eldinu lokið og börnin eiga að fara að sjá fyrir sér sjálf. Og karl og kerling taka sér ferð á hendur, fljúga með krakkana niður í lágsveitir og skilja þá eftir á bæjun- um. — Eftir vikutíma koma hjónin aftur og þurfa þá að mörgu að hyggja. — Svona gengur þetta ár eftir ár. ---------Eg þarf ekki að kvíða því, að vargurinn legg- ist á kindurnar mínar. Hjónin þekkja þær úr öðru fé og hafa gát á öllu. — Fari einhver kindanna minna of- an í, eða annað verði að, flýgur kerlingin óðara heim og tilkynnir slysið. Og þá er ekki til setunnar boðið. Þá vca'Ö eg að fleygja rekunni og hlaupa, því að annars kost- ar er enginn friður. En karlinn situr á verði og leggur til orustu við sérhvern óvin, sem að sækir. Verða þá stundum harðar sviftingar við krumma og kjóa, en lág- fóta hefir engan frið fyrir ertni og áreitni. — Eg hefi kent þessurn blökku vinum að hyggja að mannaferðum og leita uppi glataða muni. Og eg hefi ekki æfinlega tapað á þeirri starfsemi. •—■ — Mun eg nú ekki þreyta þig á lengri frásögnum. Hitt er hófi nær, að við skygn- umst nú undir búrkistulokið, ef þar kynni að finnast ætur biti. VIII. Þegar leið að miðnætti, gerðist Álfur hljóður, bað mig þegja urn hrið, en halda þó vöku rninni. — Mun eg tiú, sagði hann, láta hugann reika til betri heima. Hér er enginn guðsorðabókin og verð eg því að bjargast við hyggjuvitið. Eg hefi átt fult í fangi með að sjá um munn og rnaga, svo að bókakaupin hafa orðið útundan. Líkaminn heimtar sitt. Hann er vanþakklátur svarri og nautna-vargur. — En sálar-auminginn þolir sult og hall- æri, án þess að rnögla. Að svo mæltu hallaðist hann á bakið og lagði hettu sína yfir andlitið. En skeggið klaufst á bringunni og féll eins og reifi tveirn megin. Eg var þreyttur og syfjaður. Og það varð fangaráð mitt, að hreiðra um mig hjá hundunum og köttunum. En þar var þröngt fyrir og sýndu rakkarnir mér þá vin- semd og kurteisi, að rýrna fletið. En bröndótt kisa, stór og falleg, hringaði sig á bringu mér og malaði ánægjulega. Karl reis á fætur eftir góða stund og óskaði mér gleði- legrar hátíðar. Var hann þá hinn kátasti og ræddi margt. — Eg var trúlaus í æsku — taldi alveg sjálfsagt, að dauðinn væri loka-þátturinn. Við værum alt að' einu og ljósið á fífukveiknum, sem slokknar um leið og rakið Jrrýtur. Lífið væri eins og bára, sem risi og félli, eða — eins og eg orðaði það við prestinn forðum — neisti, sem bálast, brfennur út og deyr. Það er brotalítið að trúa þessu. Og svona trú getur verið fróunarlyf vondri samvisku. En þegar heimslyst- irnar sofna, ein af annari, og elli-þreytan sest að í skrokkn- um, þá fer maður stundum að glíma við þá hugsun, hvort hrörnunin muni upphaf eilífs dauða eða undirbúningur einhverskonar fataskifta, sem sálin eigi í vændum. — -— Eg er valtur á trúmálasvellinu og vildi ekki hætta mér út á ísinn. — Þú ættir að flytjast héðan úr einverunni, sagði eg eftir nokkura þögn. — Það geri eg aldrei. Eg slitnaði úr tengslum við sam- tíð mína fyrir rneira en hálfri öld. Það skiftir ekki máli nú, með hverjum atvikum það varð. — — Kynslóðin, sem eg þekti, er horfin. Hún hefir gengið mig af sér. — Og svo ætti eg að guða á gluggann hjá bráð-ókunnugu fólki og beiðast gistingar. Það kemur ekki til mála. —- Væri eg í þinum sporum, skyldi eg kvongast. — Kvongast, sagði Álfur bóndi og kendi mikillar furðu í röddinni. —----Já, þarna eru þið lifandi komnir, þessir ungu bjánar, sem lifið og hrærist í kvenna-snatti, kossa- flensi og barneignum. — En eg þekki konurnar. Þær eyða og sóa, sigra rnenn með kossurn og tályrðum og steypa öllu í glötun. Þær geta verið nógu fallegar sumar — það vantar ekki. Og menn geta legið andvaka heilar nætur út af snotru og einskisverðu kven-trippi, sein freistarinn hefir laumað í veg fyrir þá. Og stundum missa þeir alla vinnugleði og matarlyst og gróðalöngun af eintómri þrá eftir þessum furðuverkum. — En hleyptu þeim í reikning- inn þinn hjá kaupmanninum og sjáðu hvað þær gera þá. Eg þekti einu sinni mann, sem leyfði unnustu sinni að taka út sirs fyrir hálfa aðra krónu. — Hún létti ekki fyrr en kornnar voru fullar þrjár krónur! — Heyrirðu það — fullar þrjár krnóur! — Pilturinn hallmælti ekki stúlkunni — þessari óseðjandi álnavöru-hít. Hann gaf henni sirsið og rak hana frá sér samdægurs. — Þær eru sjálfsagt misjafnar, sagði eg, og fór að hug- leiða, hvilík fjarstæða það væri, að láta sér detta i hug, að lífið væri nokkurs virði án konunnar. — Eg væri mergsoginn og fjárþrota aumingi, ef eg hefði hokrað að konum um dagana og látið þær stjórna mér. — Þá byggi eg nú við angur og kvöl og allsleysi. Ætti ekki bita i ginið — ekki flík á kroppinn — ekki skilding í þumli. Hann fór ofan í rúmshornið, gróf djúpt i heyið, dró upp vetling mórauðan, hristi framan í mig og mælti: Hvar hyggur þú, að þessir blessaðir vinir væri þá niður komn- ir?----------- Þú svarar ekki, en græðgin skin úr augum þínum. Þig langar til að klófesta vetlinginn og eg lái þér það ekki. En láttu þér ekki koma til hugar, að þú getir beitt mig ofbeldi. — Enn eru kraftar í kögglum og enn mun sá hinn gamli þursinn verja sitt — hver sem er til móts. — — ■— En þér að segja, piltur minn, eru hérna fimtíu gullpeningar —- fimtíu tuttugu króna peningar úr skiru gulli! Það er ávöxturinn af hálfraí aldar sjálfsafneitun, iðju og striti. —■ Einn peningur á ári — einn vænn skild- ingur úr rauða gulli. — Hann gróf vetlinginn djúpt í heyið og byrgði yfir vand- lega. — Þetta er mitt, þó að lítið sé. Og nú þrái eg það eitt, að eignast meira — miklu meira. Þú veist fráleitt hvað það er, að þrá gullið. Þú þráir fagrar konur. Eg þekki hvorttveggja. Og gullið er þúsund sinnum dýrmætara. — En svq kemur dauðinn, sagði eg með hægð. — Þú liggur fársjúkur og ósjálfbjarga í rúminu þínu og hann kemur hérna inn til þín. Hann nemur staðar við fótagafl- inn ög horfir á þig. — Þú réttir honum gullpyngjuna — það er síðasta úrræðið — síðasta vonin um lif. —- En hann lítur ekki við henni og gefur þér engan frest. — Og engin mjúk konuhönd þerrar svitann af enni þínu, enginn réttir þér svaladrykk og enginn biður fyrir sálu þinni. — En gullið, hið almáttuga rauða gull, hrynur niður á gólfið og bíður fyrstu gesta. — Eg dey ekki í bráð, piltur minn. Álfur í Flúsadal verður allra karla elstur. Því var spáð 'yfir vöggu minni, a'ð eg yrði meira 'en hundrað ára, og það mun sannast. Eg hefi smíðað utan um mig fyrir löngu og geymi kist- una. Það lengir lífið. Eg lifi full þrjátíu árin enn, og það er blessaður tími. Og peningana mun eg grafa og fela í tæka tið. Þeir vérða engum til gagns og engum að meini. — Þú hyggur mig gamlan og farinn, en það er rangt. ------Eg er i raun réttri ungur, því að enn get eg hlakk- a'ð til eins og litill drengur. — Það er merki þess, að barn- ið á enn heima undir skrápnum og skelinni.----------Þegar stormarnir þeysa yfir landið, norðanhríðin bylur á þekj- unni og fönninni kingir niður án afláts, ligg eg stundum andvaka um nætur og hugsa um vor og lif og æsku. — Eg loka augunum og blessað vorið stígur fram íyrir innri sjón: Sunnanvindurinn strokar yfir landið, lækirnir kveð- ast á um allan dalinn, nýgræðingurinn fer á kreik, fifill- inn bregður blundi, skógurinn laufgast og fuglarnir syngja. — Þá getur það borið við, að fornar og fagrar vísur um vor og sól leiti á hugann. — Og áður en varir er eg far- inn að syngja.-------Og svo heldur þú, að eg sé kominn að fótum fram og þarfnist einskis, nema skælandi kven- væflu, sem signi mig í dauðanum. — Eg vildi óska að eg gæti hjálpað þér, sagði eg og þóttist glima við örðugar hugsanir. — Eg stóð fyrir dyr- um dauðans og þú bjargaðir lífi mínu. Og nú er breyting- in komin yfir mig — hin undursamlega breyting — þráin eftir nýju lífi. — Mig langar til að mega skrifta fyrir þér------- — Tala þú, ungi maður. — Eg mun hlusta. — Þú ert þess háttar maður, Álfur í Húsadal, að villu- ráfandi aumingja mun óhætt að trúa þér fyrir áhyggjum sínum. Eg er stórsyndugur eftir aldri, tælinn og brigð- máll. Eg fór að hugsa um þetta, þegar eg lá í fönhinni og bjóst við dauða mínum. Og svo komst þú og bjargað- ir mér. Þér á eg lífið að launa og þá hina miklu hamingju, að nú gefst mér tóm til að iðrast og öðlast guðsbarna- réttinn, þegar þar að kemur.-------Og nú vil eg öllu íórna — líka því dýrmætasa.-----Eg skal láta þig hafa Kristínu mína með góðum kjörum. — Hún er stórauðug, engil- mjúk viðkomu, geðgóð, iðjusöm, framúrskarandi nánös og grútar-sál. — Hún elskar þig, Álfur í Húsadal, og trúir þér einum fyrir sér og sínu. Og það er þessi trúfasta, ráð- deildarsama elska, sem miðar við auð og afkomuhorfur, en lítur síður á þokkaleg snjáldur og klæðisföt. — Hún ann mér ekki fremur en gorkúlu á haug, en halda mun hún við mig orð og eiða, meðan hún spyr mig á lífi. Eg flækti henni út í ásta-fenið sárnauðugri, en síðár trúði hún mér fyrir hug sínum til þín og grét þá sáran. — Eg er laginn og slyngur kvennamaður, en hún ólærð og sak- laus, eins og gimbrarlamb í haga. — Mér hefir flogið í hug oftar en einu sinni, sagði Álf- ur bóndi, að hækka mundi í vetlingnum, ef Stína mín í Kambaseli kæmi hingað með alt sitt. — Hann yrði skekinn og fleytifullur og langt fram yfir jiað. Hún hvolfdi gullinu í kjöltu sína í haust og eg taldi þrjú hundruð peninga. — — Þrjú hundruð peninga! — Já, eins og eg er hérna lifandi maður. —■ Þrjú hundruð!--------Eg tala nú ekki um jarðirnar og fénað- inn. — Og svo allur unaðurinn. — Hefir þig aldrei lang- að til að eignast son, sem tæki við starfi þínu hér.í Húsa- dal ? — Nei — nei — engin börn — engin börn. — Þau kosta peninga — stórfé. — Þau eru eklur í búi, eins og kerlingarnar. — Eg held nú samt, að þú ættir að eignast son með Stínu minni. Þá þyrfti enga peninga að grafa í jörðu. Og þú þyrftir ekki heldur að kvíða einstæðings-elli. — Undursamleg breyting yrði á lífi þínu.'— Ástúðleg kona mundi gera heimilið að paradís, lítill glókollur, skringileg- ur og masandi, fylgdi pabba sínum út og inn, og gullið yxi í vetlingum og sokkum ár frá ári. Og ættin héldi áfram að lifa og starfa, yrkja dalinn og prýða öld eftir öld. — — Hættu nú, spjátrungur! — Karl var staðinn upp og tekinn að snúast aftur og fram um baðstofuna. Eg þóttist vita, að eitthvað mundi vera að gerast hið innra með hon- um.-------- ■■—• Þrjú hundruð — þrjú hundruð gullpeningar! Og þú taldir þá sjálfur? —■ Tvítaldi hvern einasta pening! — Og þú segir það satt, að Kristín elski mig? —• Hérna er höndin. — Já — og það er nú elska í lagi — hagkvæm og notaleg. —• Ekki vellandi eldur, eins og hjá kjánum og öreigum, heldur þessi farsæla moðsuða, sem endist von úr viti. — Stundum svífur dísin upp á fjall- ið með prjónana sína og hjartað fult af ást. Hún tyllir sér á hæsta klettinn og horfir yfir dalinn. Þú hlýtur að hafa séð þessa lifandi peninga-vörðu oftar en einu sinni. —- Flugsanlegt væri það. Og dreymt hefir mig sitt hvað merkilegt. -— Eg átti von á því. — En merkastur var þó sá draumurinn og minnisstæð- astur, er mér þótti gullpeningarnir koma skoppandi yfir fjallið — beinustu leið frá Kambaseli. — Þeir komu — 'éinn af öðrum — í óslitinni röð, hoppuðu upp í rúmið til mín, grófu sig niður í heyið, fyltu vetlinginn á svip- stundu — tróðu sér í hverja smugu. — En þeir, sem af- gangs urðu skoppuðu um gólfið —- alt spegilfagrir gull- peningar. — — Stendur heima, sagði eg. Kristín marg-fægir hvern einasta pening, áður en hún lætur hann í sokkinn. — Eg' hrökk upp við það, skal eg segja þér, a'Ö eg var kominn berstrípaður fram úr rúminu, skreið á fjórum fót- um um gólfið og leitaði. — — Merkilegur draumur, sagði eg og lést vera hugsi. — Stórmerkilegur! En hægt er a'ð ónýta alla draurna með þvergirðingsskap og heimsku. •—■ — Eg hefi verið að velta því fyrir mér síðustu mínúturnar, að líklega væri einfald- ast og brotaminst, að eg dæi nú þegar — jrað er segja hyrfi gersamlega. Mig langar til Vesturheims, svo að eg geti byrjað nýtt lif. , — Tilvalin ráðagerð! Það er hægðarleikur að hverfa hérna á fjallinu. Þú kemur hvergi fram. Óbygðirnar haía gleypt þig. Og þær skila engu aftur. —; Alveg tilvalin ráða- gerð! — Já — eg veit jiað. —■ En það er kostnaöarsamt að deyja, sagði eg og einblíndi niður í gólfið. — Kostnaðarsamt! — Álfur nam staðar og horfði á mig. — Hvernig þá? — Eg þarf peninga til þess að deyða hinn gamla Adam, bæði í sál og líkama. — Eg finn það á mér, að eg muni ekki hafa dólginn undir, nema því að eins, að eg komist vestur. — Og hver ætti að leggja fram þá peninga? — Eg hafði nú eiginlega hugsa'ð mér, að þú hlypir undir baggann — |)ú græðir svo mikið á viðskiftunum. Mér datt í hug, að þú létir svo sem tuttugu og fimm ’peninga. — Eg! —- Eg — tuttugu og fimm peninga? — Helm- inginn af þessu smáræði í vetlingnum! — Eg held að þú sért ekki með öllutn mjalla! — Og Álfur í Húsadal þeytt- ist aftur og fram um baðstofuna og hafði nú bæði staf- gólfin undir. — Hundarnir ruku upp með andfælum, skildu ekkert í jiessum látum og slógust í fylgd með húsbónda sínurn. —- Já — einmitt það! Svo að eg á að leggja fram pen- ingana — rýja mig og reyta inn í blóðuga kvikuna — kasta á glæ þessum fáu skildingum, sem himnafaðirinn 'p heíir leyft mér a'ð draga saman.-------Eg get ekki gert Jjað — gæti það ekki, hvað sem á móti kæmi. — — Fyrr mundi eg láta tæta úr mér hjartað, en að eg léti gullið af hendi — hina dýrlegu, skínandi peninga. — Eg hefi aflað ]>eírra með sjálfsafneitun og sífeldu striti. Og eg hefi borið þá í sjóðinn, einn af öðrum, með fögnuði sig- urvegarans. — Jæja, sagði eg og varp öndinni mæðilega. — Svona fer jafnan um hin góðu áformin. — ■—• Það verður þá að vera svo. — Á morgun hverf eg héðan og Kristín verð- ur min — gullið alt og jarðeignirnar. Eg sat á rúminu, einblíndi niður í gólfið og þóttist ákaflega hnugginn. Þetta ætlaði þá ekki að blessast. -— Hvílikur munur nú og forðum daga, þegar eg gerði kær- leiksverkið á Guðmanni. — En þó að mér tækist ekki að sarga eyrisvirði út úr þéssum miskunnarlausa gullþræli, var eg saðrá'ðinn i því, að Ieggja land undir fót þegar að morgni og létta ekki fyrr, en eg kæmist á ókunnar slóð- ir. Eg var smeykur við karl og kerlingu i Kambaseli, ef þau næði tökum á mér, en jiótti hins vegar ógerningur að bindast Kristínu. — Eg fann það líka, að flökkuþráin var komin yfir mig og gamla eirðarleysi'ð. — -— Eg vissi að Áífur mundi þegja, og allir trúa því, að eg hefði vilst norður í óbygðir og borið jiar beinin. Sennilega yrði eitt- livað svipast að mér, er eg kæmi ekki fram, og mikið rætt í bili um aumingja vetrarmanninn, sem úti varð á leiðinni til kærustunnar. Og tvær eða jirjár stúlkur mundu tárast og syrgja í leyni litla stund. Svo væri öllu lokið og þögn- in mikla tæki vi'ð. •—• Gefðu mér frest til morguns, sagði Álfur bóndi hóg- værlega og settist hjá mér. —- —- Eg get ekki um annað hugsað, en gullið í Kambaseli. Þetta yrði geysilegur auð- ur, þegar alt væri komið i einn sta'ð. — Vissulega! En gættu þín, Álfur bóndi. Þú verður ekki hundrað ára, ef eg eignast gullið hennar Stínu. — Það áfall mundi ríða þér að fullu. — Eg er svo órólegur, drengur minn — óstyrkur og einhvern veginn friðlaus innan rifja. Þetta er svo stór- kostlegt. — Þrjú hundruð gullpeningar!----------Þú veist ekki hvað það er, að vilja feginn, en geta ekki ■—- geta ekki með nokkuru lifandi móti, og þurfa þó ekki annað, en að seilast niður í rúmshornið I — Eg ætla að doka við — vita hvað mig dreymir í nótt. — Dreymi mig öðru sinni, að gullpeningarnir komi yfir fjallið, mun eg líta á ]>að sem merki þess, að mér beri að slaka til — —• Æ sér gjöf til gjalda, Álfur í Húsadal. — Gleymdu ]>vi ékki, a'ð krafa mín er smá, en fórnin mikil •— — Eg veit það — veit það. — Eg sé bjarmann af gæfunni — þeirri einu hamingju, sem nokkurs er um vert. — Hann kemur úr austri og þokast yfir fjallið. — Þú ert mikilla launa verður, því að ])ú opnaðir fyrir mér nýja heima. — Dásamlega heima, svaraði eg. — Veröld úr skiru gulli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.