Vísir - 24.12.1933, Blaðsíða 17

Vísir - 24.12.1933, Blaðsíða 17
VÍSIR þetta. Þetta er eins og það á að vera.“ Oswald strauk hár sitt og þótti ummælin góð. Bía sogði kost og löst á öllu og gat þess hress i máli, að það þyrfti nauðsynlega að naála húsið að utan og innan. Hún leit út um gluggann og sá þar hrörlegt lvstihús i einu horn- inu í húsagarðinum. „Nei, er þetta ekki unaðslegt! Þarna er lystihús! Þið drekkið auðvitað kaffi í lystihúsinu?“ Harriette neitaði því harðlega, að þau drykki kaffi eða nokkurn ann- an drykk í lystihúsinu. „Bull,“ sagði Bía. — Hún bauð þvi næst Oswald að koma aftur og' borða kveldverð í lýstihúsinu, úsamt beimilisfólkinu. Að hádegisverði loknum stakk Bia upp á því, að alt heimilisfólkið færi út að skemta sér í bifreiðinni. Hún gat þess þó, að það væri ef ti. vill betra fyrir Harriette, að vera kyr heima og hvíla sig. Hún væri blátt áfram torkenni- leg. — Harriette langaði til að ná Pat á eintal, en hanu forð- aðist bana. Hún fór því með i bifreiðinni. Bía frænka hafði mörg orð um það, hversu ljótt og leiðin- legt landið i kringum Nileburg væri. Ilanni gat ekki skilist, hvers vcgna þau hefði verið að flytja í þennan afkima. Hún spuroi Pat, hvort liann væri •að missa allar tekjur sínar? -,,Eg veit það, væni minn, að inenn þorna oft og gefast upp á miðjum aldri, en eg var að vona það í lengstu lög, að þú yrðir ekki skrifstofuþræll. Mig tekur það sárt, ef svo er.“ Pat .jók liraðann og bölvaði i hljóði. „Það er ljótt að blóta, lambið mitt. — Eg sá í gær í blaði, :nð það á að fara að reisa hern- aðarmannismerki i Idaho, út af því, þegar Dewey sölcti lier- skipinu Maine. — Eg veit, að þú hefir gert uppdrátt að safna- húsi fyrir allskonar sjávardýr. —- Mér kæmi það undarlega íyi’ir sjónir, ef ekki væri hægt að nota uppdrættina þína fyr- ir hernaðarminnismerkið. „Lágmyndir af livöluni og hákörlum eiga ekki við á liern- nðarminnismerki. — Talaðu um það, sem þú hefir vit á, Bía fi-ænka,“ sagði Pat hrana- lega. „Vertu ekki ókurteis, lambið mitt! Ætli það geti clcki hugs- ast, að eitthvað væri af sjávar- dýrum 1 höfninni í Manila? Það væri svo sem enginn gald- nr, að setja höfuðfat á einlivern af hákörlunum og segja svo, að þarna væri Dewey aðmír- áll? Þú veist, að listin nú á dögum ú ekki að vera eins og veruleikinn. En þú ert liklega ekki nógu liugkvæmdasamur til að laga þetta. Það þarf lista- mann til þess. Þú getur það líklega ekki. Aumingja sálin, þú ert víst búinn að vera.“ Pat beit á jaxlinn og hnúar lians hvítnuðu, er bifreiðinni skaut áfram með ofsaliraða. Bía breytti nú um umtalsefni og reyndi að telja Phyllis trú um, að hún væri efni í úrvals kvikmyndastjörnu. Hún væri yndislega fögur og gæti kept við hverja af stjörnunum sem væri. En ef svo væri, að liún væri að hugsa um að giflast, þá væri Oswald fágætur pilt- ur. „Og sei-sei, Harriette. Þetla or bara bull, að pilturinn sé of ungur. Hann afi minn á Ir- landi átti fimm börn, þegar hann var tuttugu og þriggja ára gamall.“ Oswald kom á tilteknum tíma, til þess að taka þátt i borðhaldinu i lystihúsinu. Þar voru heilar hersveitir af flug- um, sem keptu eftir að fá hlut- deild í því, sem á borðum var, — og tikin flæktist fyrir fót- unum á öllum. Pat spratt upp írá borðinu skyndilega, leit á úrið sitt og lét, sem sér brygði við óþægilega. „Hver þremillinn — eg missi af lestinni!“ lirópaði hann og tók þegar á rás ofan að bif- reiðinni. Harriette stökk líka frá borðinu og hljóp á eftir honum sem fætur toguðu og kallaði: „Eg þarf að tala við þig.“ Hann æpti á móti: „Eg hélt þú hefðir verið búin að tala út í gærkveldi,“ og bvarf fyrir luishornið. — Bía horfði á liana rannsóknar-augum, þegar hún kom aftur. Harriette fór óvenju snemma í rúmið. Klukkan tíu kom Bía inn til hennar, bjúpuð fjólu- blárri mandarínskápu. Á fót- unum bafði liún græn rússa- stígvél, knéhá. „Vinkona mín, eg kom bara til að segja þér, að ef þú ætl- ar að skilja við Pat, þá er eg algerlega á þínu bandi. Þú mátt. —“ „Eg að skilja rið Pat! — Hvernig í ósköpunum?“ „Eg befi augu i höfðinu, góða mín. Eg þekki veröldina og Heronsættina. Þú ert ekki barnung lengur, vesalingurinn, og átt auðvitað bágt með að liafa hemil á honum. Hann er líklega að eltast við einbverja stelpuna í New York. — Eg sá strax, að eittlivað væri að hérna. Þú ert svo afskaplega tuskuleg. — En við skulum ekki tala meira um þetta í kveld —.“ „Nei, við nefnum það ekki framar. Eg hefi aldrei á æfi minni —.“ „Sussu, sussú, ljúfan mín, vertu ekki æst.“ Bía horfði á Harriette full af miskunn og mildi, eins og sá sem skilur, bauð góðar nætur og fór. Harriette stökk fram úr rúm- inu og náði sér í svefnmeðal. En henni varð ekki svefnsamt, því að skömmu síðar virtist alt heimilisfólk vera á þönum i stigunum. Bía skipaði fyrir með þrumandi röddu og börn- in og vinnukonan þutu eins og eldibrandar til og frá, til að sækja heita vatnsbrúsa, hand- klæði, skúlar og livað eina. Tík- in var að gjóta! Og um morg- uninn kl. liálfsjö tilkynti Bía Harriette, að níu livolpar væri í heiminn bornir. Hún lofaði guð bástöfum fyrir að sér hefði tekist að koma tikinni á heim- ilið í tæka tíð. Harriette svar- aði kuldalega, að bún liefði aldrei álitið lieimili sitt vera liundaspítala eða fæðingar- heimili fyrir tikur. Næstu daga var alt i liáalofti á heimilinu. Bia fór eldsnemma á fætur og skipaði fyrir um alla hluti. Og vinnukonutusk- an vissi ekki sitt rjúkandi ráð, því að Bía var ekki sjálfri sér samkvæm i fyrirskipunum sín- um. Harriette varð að skerast í leikinn og biðja stúlkuna að bera þetta með þolinmæði. En Bia frænka liafði þó mesta ánægju af Oswald og Phyllis. Hún elti þau í kvik- myndabúsin og kom steðjandi livert sinn, sem þaú ætluðu út í bifreiðinni. Ilún talaði um hjónaband þeirra eins og það væri afráðið mál, gaf þeim mörg góð ráð og bendingar. Að síðustu ákvað hún að Oswald skyldi fara til Texas og byrja þar á olíuvinslu, þá yrði hann strax flugríkur og gæti tekið ástmey sína að sér. Osw’ald maldaði i móinn, ves- aldarlegur á svip og kvað þetta mundu vera afarerfiða vinnu. „Hugsaðu um það, drengur, að þú værir blátt áfram að vinna gull úr jörðinni!“ Osw’ald sagði, að hann væri hræddur um, að mamma sin vildi ekki láta sig' fara svo langt i burtu. Auk þess mundi hann verða í ráðaleysi með að kom- ast þangað. „Bull og vitleysa! Mamma þín yrði hróðug af svo dugleg- um pilti. Og eg lield það sé nú liægurinn hjá, að komast þangað. Þú getur farið í bíln- um.“ Oswald sagði, að pabbi ætti bílinn. Eu Bía var ekki ráða- laus. Hún liélt því fram, að Os- wald gæti bara ferðast ókeyp- is — falið sig í flutningalest. Harriette réðist í það, að taka Bíu frænku tali og benda henni á, að það væri illa gert, að telja unglingunum trú um, að þau væri ti’úlofuð. Hún og Pat væri þesum ráðahag algerlega mótfallin. „Þú og Pat! Já. blessunin, þú ert liugprúð og reynir í lengstu lög að dylja ástandið.“ Bía var sorgmædd og lirærð í liuga, er hún mælti þetta. „En þið getið engu ráðið um þetta, eins og nú er komið málum.“ „Eins og nú er komið —.“ „Já, ljúfan min, eg sé það vel, að hjónaband ykkar er að fara í hundana. — Hann er svo líkur honum föður sínum, hann Pat —.“ „Þú ert bandóð, Bia, — okk- ur þykir afarvænt livoru um annað —“. „Það getur verið. En hann fór í búrtu í reiði, er ekki svo? Þið voruð ósátt, er það ekki? Og þú hefir ekki baft tal af lionum alla vikuna? — Eg veit mínu viti —.“ Harriette snerist á hæli skyndilega, flýtti sér á braut og beina leið út úr búsinu. Hún réði sér varla — var lirædd um að liún legði liendur á kerling- una. Hún settist á grasivaxinn liól bak við húsið, kveikti sér í vindlingi og varð þess þá vör, að liendur liennar titruðu. — Hún hugsaði um hjónaband sitt og orðasennuna við mann sinn. Hún sá glöggt, að þá er bún deildi við hann, liafði liún aðeins inunað eftir erfiðleik- um þeim, er þau ætti við að stríða, en gleymt og haft að engu, yndi og ánægju, fögnuð og sælu, er hún liafði notið í lijónabandi sinu. -— En livers vegiía höfðu þau flutt sig til Nileburg? — Pat hafði viljað það. — Ilvers vegna? — Það var eins og Bía livíslaði í eyra henni: „Hann er liklega að eltast við einliverja stelp- una i New York. — Hann fór í burtu í reiði — hann liefir ekki talað við þig alla vikuna. — „Hann er alveg eins og hann faðir hans var ....“. Harriette spratt upp og gekk lieimleiðis. Ilún flýði frá liugs- unum sinum, eins og hún liafði áður flúið frú Bíu frænku. En Bia varð ekki umflúin. Hún kom á móli Harriette í skálan- um og tilkynti henni ömurlega bátiðleg í máli, að Pat liefði símað. Hún var íbyggin á svip og lágmælt, er liún livíslaði: „Hann segist ekki koma heim á morgun — hann segist vera að — Bía leit í kringum sig vandlega — „vera að — vinna.“ Við kveldborðið var Bía Ijúf æææææææææææææsææææææææææææ æ GLEÐILEG JÓL! , æ Haraldur Sveinbjarnarson. æ æ æ æææææææææææææææææææææææææs æ GLEÐILEG JÓL! æ , gg Qg Ritfangaverslunin Penninn. en æ g æ & sæææææææææææææææææææææææææ 1 GLEÐILEG JÓLl æ æ æ æ æ æ Versl. Varmá. æ æ æ æ æ ?ææææææææææææ ^nnnnnnnnnnn n n M M M GLEÐILEG JÖL! M n M M Blómaverslunin Flóra. M » n n m mnnnnnnnnnnn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.