Vísir - 24.12.1933, Blaðsíða 20

Vísir - 24.12.1933, Blaðsíða 20
V í S I R ‘ Éinhvern veginn var nú svo kosiið fyrir Hanni- bal, þótt hann hefði gaman af þvi að sjá Guðbjöm á Brekku og hina piltana hringsnúast á gólfinu með „frænkurnar“, að hann var ekki allskostar ánægður yfir því, hvað hann var sjálfur uppburð- arlitill við kvenfólk. Hann var seinn til þar, eins og annarsstaðar, en hann var farinn að hallast að því undir niðri, að alt myndi ganga greiðlega, þeg- ar út í þetta væri komið. Hann hafði fram að þessu, þegar unga folkið var að skemta sér, litið á þetta sem áhorfandi að nokkurs konar skopleik, og hann hafði skemt sér koslulega. En hann var fyrir löngu búinn að átta sig á því, að það var alvara undir niðri í leiknum, að minsta kosti á stundum, því að fólk kyntist þó eylítið í þessum látum, og svo hafði hann veitt því eftirtekt, að oft vár um dálitinn eft- irleik að ræða, sem kannske leiddi til trúlofunar og jafnvel hjúskapar. Jú, það gat svo sem verið al- vara á ferðum í þessum skringilátum. Og Hanni- bal var svona hálft i hvoru farið að langa til að taka þátt í þessu', en það var fjarri þvi, að áræðið væri svo mikið, að hann liefði áformað neitt um kasta sér út í gleðskapinn. Enn sem komið var hafði hann ekki einu sinni tekið utan um kven- mann, hvað þá meira, og hann hafði ekki mikla trú á þvi, að það mundi ganga slysalaust, ef hann færi að gefa sig að slíku. Þegar dansinn stóð sem hæst um kveldið á ann- an jóladag, stóð Hannibal úti í horni að vanda, og horfði á hópinn, en mest á Guðbjörn herbergisfé- laga sinn og sveitunga, og stúlkuna, sem hann var búinn að dansa við þrívegis. Hún var ein af „frænk- unum“, lítil og rauðhærð, en liárið var fallega jarp- rautt og hörundslitur hennar hvítur og fallegur. Svo fanst Hannibal að minsta kosti, og honum sýnd- ist stúlkan fjörleg og dugnaðarleg, og Iiann var far- inn að öfunda Guðbjörn af því svona hálft í hvoru, live vel sýndist falla á með honum og stúlkunni. Slíkar tilfinningar höfðu aldrei fyrr kviknað í huga Hannibals. Hann gaf þeim nánar gætur og var far- inn að hugsa sitt af hverju. Guðbjörn var veraldar- vanari en svo, að hann dansaði altaf við sömu stúlkuna, og þegar það atvikaðist svo eitt sinn, er þau hættu að dansa, að Guðbjörn leiddi hana til sætis á bekk rétt hjá þar sem Hannibal stóð, þá tylti liann sér á bekkinn rétt hjá henni, þegar Guð- björn var farinn og búinn að bjóða einhverri ann- ari upp. Og hvernig sem á því stóð, Hannibal gat ekki gert sér nána grein fyrir því siðar, voru þau alt í einu farin að tala saman, liann og rauðhærða stúlkan. Og það var eins og öll feimni og uppburð- arleysi hefði runnið af honum. Honum fanst, að þau væri gamlir kunningjar, þegar hún var búin að segja honum, að hún héti Heiðrún og væri kölluð Dúna og væri bóndadóttir úr einum dalnum uppi í héraðinu. Svo kom það upp úr kafinu,^að hún hafði heyrt, að Hannibal hefði sótt sig við námið og að skólastjóranum líkaði vel við hann og liefði sagt, að Hannibal mundi liklega taka gott próf. Hannibal fór þá að segja henni frá hvað alt hefði verið erfitt í byrjun. Hann hefði alveg ætlað að gugna þegar hann sá, að það var „inngangur í öll- um bókum“, eins og hann orðaði það, bókum, sem hann skildi lítið sem ekkert í. Og ekki hefði tekið betra við, þegar hann hefði farið að fletta aftar og farið að rýna i hinar og þessar formúlur. Alt hefði þetta þó lagast. „Jú,“ sagði Hannibal, „þegar maður er búinn að ná sér á strik, gengur það eins og i sögu. Það er nú kannske ekki af miklu að monta, en eg verð að hjálpa Guðbirni stundum, í reikningi og fleiru. Og ætli eg verði ekki að hjálpa honum með prófkortið í vor, þótt það sé kannske bannað. Hann er klaufi i teikningu og klaufi í reikningi, og hvernig ætti hann þá að komast hjálparlaust frá þessu?“ Dúna leit á Hannibal aðdáunaraugum. „Þú hjálpar Guðbirni?“ sagði liún. „0-já,“ sagði Hannibal og brosti út í annað munn- vikið. „Þgð er nú lítið gagn í því við slíka liluti, að vera slyngur að leggja á mjaðmarhnykk og klofbragð!“ „Guðbjörn glímir vel,“ sagði Dúna. „Hann gerir það,“ sagði Hannibal. „Þeir standa honum ekki framar í því hérna!“ Nií þögðu þau stutta stund. „Þú dansar ekki,“ sagði Dúna. »Eg „Komdu,“ sagði Dúna. „Gallopade geta allir dansað!“ Og svo dró hún hann út á gólfið og inn í þvög- una. Það gekk stirðlega í fyrstu fyrir Hannibal. Fæturnir vildu slást saman á tánum og stundum varð þá annar fóturinn á Dúnu á milli, en svo fór þetta að ganga betur og Hannibal sá fram á, að ef hann seiglaðist við þetta, gæti hann kannske orðið slarkfær dansari um það er lvki, að minsta kosti með aðstoð eins hjálpfúsrar stúlku og Dúnu. En honum var orðið ómótt mjög og hann var kófsveittur um allan skrokkinn, svo að prjóna- nærfötin voru eins og limd við hörundið. Hann var því samt feginn, að Dúna hafði komið honum af stað, en það væri líklega best að fara ekki svona geyst í byrjun. Hann var orðinn móður og sá, sem dró harmoníkuna sundur og saman, vissi af reynslunni, að það var engin ástæða til þess að hafa hlé oft. Dansendurnir voru úthaldsgóðir og vildu helst engin hlé hafa. Hannibal ásetti sér þó að þrauka, þótt móður væri. Hvaða meining var líka i þvi, að standa eins og glópur úti í horni með hendurnar i vösunum og horfa á aðra skemta sér? Loks hætti harmoníkuspilarinn og Dúna leiddi Hannibal til sætis, en ekki liann hana, eins og vera álti, þvi að hann sundlaði og var svo óstöð- ugur, að hann reikaði eins og drukkinn maður, en Dúna kom honum í höfn. „Þetta gekk vel,“ sagði hún, þegar þau voru sest. „Já, þetta er svo sem engin kúnst,“ sagði Hanni- bal og brosti um leið og bann þurkaði sveitann af enni sér, „en mazúrka get eg aldrei Iært.“ „Við sjáum nú til,“ sagði Dúna og hló. Og hvort sem það var ótti við, að Dúna myndi draga hann út á gólfið á ný, til þess að kenna honum mazúr- ka eða það var vegna óþæginda af prjónanærföt- unum jafnsveittur og hann var, þá stóð hann upp snögglega og sagði um leið: „Bíddu! Eg kem bráðum!“ Og hann var óðara rokinn út úr salnum, en Guðbjörn kom þar að, sem Dúna sat, í sömu svifum. „Hvað gengur að manninum?“ sagði Guðbjörn og horfði undrandi á eftir honum. Dúna svaraði engu og Guðbjörn hneigði sig djúpt fyrir lienni og bauð henni upp i vals. En hún bar við þreytu og kvaðst ætla að sitja yfir þennan dans og hvíla sig. Og Guðbjörn varð að leita til annarar. En það er af Hannibal að segja, að hann fór niður í kjallara og fékk sér kalda steypu. Og eftir góða stund kom hann, brosandi út undir eyru, vatnskembdur, með gljárautt andlit, og settist hjá Dúnu. Og nú var Hannibal til í alt. Hann hafði verið svo forsjáll, að skifta um skó og var nú með krítarborna leikfimisskó á fótum. Og hann dansaði þangað til alt var búið. En hann hafði ekki sama lagið á því og Guðbjörn. Hannibal dans- aði við Dúnu og enga aðra. Og nú hófst eftirleikurinn. Klukkan var farin að ganga tvö og frænkurnar ætluðu heim um nótt- ina, og að vanda buðust þeim leiðsagnarmenn nóg- ir. Að þessu sinni var Hannibal einn þeirra. Það lagðist í hann, að Guðbjörn hefði ætlað að fylgja Dúnu heim að Felli, en það skyldi nú ekki verða af því. Hann hafði séð Guðbjörn niðri í göngun- um, og það var augljóst, að hann var að leita ein- hvers. Hannibal var ekki i vafa um hver það var, sem Guðbjörn var að leita að. Og nú gerði hann það, sem hann hafði aldrei gert áður. Hann hvisl- aði í kvenmannseyra, stakk því að Dúnu, að hún skyldi koma með sér upp sem snöggvast. Og á meðan Guðbjörn leitaði allstaðar, nema í sínu eig- in herbergi, voru þau Hannibal og Dúna þar, og hvergi annarstaðar. • Hannibal vissi, að svo búinn sem hann var, gat hann ekki farið með Dúnu, og haiin þorði ekki að skilja liana við sig. Og á meðan Guðbjörn leit- aði að lienni, bjó Hannibal sig í förina. Hann fór úr leikfimisskónum og i hnéháa, móranða ullar- sokka utan yfir þá sem hann var í fyrir, og braut buxnaskálmarnar niður i þá. Því næst fór liann i nautsleðursskó og batt þvengi vel og vandlega. „Þú ættir að fara í peysu,“ sagði Dúna, þegar Hannibal hafði gengið frá fótabúnaðinum. „Jú, það væri líklega rétt,“ sagði Hannibal. „Hann er kaldur.“ Hann sá bláa peysu, sem Guðbjörn átti, á rúmi hans, og smeygði sér i hana, af því að hún var þarna við hendina. Svo fór hann í grænan reið- jakka, sem hann átti, og setti svarta loðhúfu á höfuð sér. „Nú er eg til,“ sagði Hannibal. „Vetlinga, maður,“ sagði Ðúna, eins og hún væri orðin konan lians. „Þeir eru hérna í vösunum," sagði Hannibal. Og svo fóru þau niður, en hinar frænkurnar og leiðsagnannenn þeirra voru komin af stað. En þau rúkust á Guðbjöm, þegar Dúna var komin i kápu sina og hafði vafið þríhyrnu um höfuð sér og þau voru að fara af stað. Honum þótti Hannibal undar- lega fyrirferðarmikill, svo búinn, sem hann var, og leit á hann undrandi. „Fórst þú ekki upp eftir, Bjössi?“ spurði Hanni— bal og brosti út í annað munnvikið, eins og liann gerði stundum. „Nei, ekki í þetta skifti,“ sagði Guðbjörn þurlega. Svo var ekki meira um það. Hannibal og Dúna lögðu af stað og Guðbjörn horfði á eftir þeim. Hann hafði verið í þann v.eginn að reiðast, þvi að honum var ljóst, að Hannibal hafði tekið frá honum stúlkuna. En svo hlÖ liann 'með sjálfum sér. Honum var skemt. Og honum þótti undir niðri vænt um, að Hannibal hafði tekið það i sig að lyfta sér dálítið upp. Guðbjörn þurfti ekki að sýta. Dúna var ekki eina stúlkan í héraðinu. Svo þurfti hann að koma sér vel við Hannibal og þvi var best að forðast allar ýfingar. En ef það hefði verið einhver annar —! — — Iiannibal og Dúna héldu í humáttina á eftir hópnum. En þau fóru sér hægt. Logn var og heiðskírt, en talsvert frost. Það má vel vera, að það hafi verið dálítið spaugilegt að sjá þau leið- ast þarna upp frosnar mýrarnar, Ilannibal háan og þrekinn til að sjá, með Dúnu, sem ekki náði honum í öxl, sér við hlið. En þeim fanst ekkert skringilegt við tilveruna. Hannibal var kominn með Dúnu heim í Bláfellsdal og var að segja henni frá hinu og þessu þar. Og það varð úr, að hann áræddi að nefna það við hana, hvort hún vildi ekki fara heim með honum næsta vor, og vera yfir sumarið í Garði. Dúna gaf honurn góða von um þetta, ef foreldrar hennar leyfði, en liklega myndi þau ekkert hafa á móti því, því að Dúna átti bæði systur og bræður heima, sem voru farin að hjálpa til svo um munaði.--------:--- ---------Það var kominn morgun, er Hannibal kom heim i skóla. Guðbjörn svaf enn og hraut sem fastast. Hannibal háttaði ekki. Hann tók húsdýrafræð- ina og ætlaði að fara að lesa, en hugurinn var allur í endurminningunni um Dúnu, og þó eink- um um þá stund, er þau höfðu kvaðst við túngarð- inn á Felli. Hannibal hafði beygt sig niður, því að liann var hár, en Dúna lítil, og hvernig sem það nú atvik- aðist, — lionum var það ekki vel ljóst, — þá hafði Dúna lagt hendurnar um hálsinn á honum og hann hafði kyst hana, — eða hún hann. Það gat svo sem verið sama, hvort heldur var, — en að Dúna var hjálpsöm stúlka, var Hannibal ljóst.---------- ---------Síðan þetta var, eru um tuttugu ár lið- in, og hafa svo sagt félagar Hannibals, er hafa skrifast á við hann öll þessi ár, að honum liafí gengið vel. Dúna var kyr i Bláfellsdal og þau Hannibal og hún opinberuðu trúlofun sína síðla sumars árið, sem hún fór vestur með lionum, þá er hann hafði tekið próf sitt með sæmd. Bergur bóndi lét sér þetta vel líka. Hann er nú dáinn fyrir nokkurum árum. En Garður er í góðum höndum, þvi að Hannibal hefir aldrei farið út í neina vitleysu. Gamli bærinn stendur enn, og garð- urinn mikli, og Hannibal hefir búnast vel og ekki hleypt sér í skuldir. Hreppstjóri i Bláfellsdal hefir bann verið um fimm ára skeið, og kona hans hef- ir alið honum sonu og dætur, sagði einn gömlu félaga lians, sem heimsótti hann. Og er hann spurði Iíannibal hvernig honum hefði gengið frá því, er þeir voru á skólanum, hafði Hannibal svarað þvf að hann þyrfli ekki að kvarla. Reynd sín liefði ávalt verið sú í lífinu, að ef menn seigluðust í baráttunni við viðfangsefnin, gengi það eins og I viðureigninni við dönsku námsbækurnar forð- um; inngangurinn væri stundum dálítið erfiður, en það væri engin ástæða til þess að láta það á sig fá, smámsaman færi alt að ganga betur, og um það er lyki, kæmist menn þangað, sem þeir hefðí ætlað sér. iiiiiiiiBiiiiiKiiiiiiiiiiiiimiiiimfKiiiiimiiiiiimmiiiiiiiiiimiiiiEiiiiiiiiBi GLEÐILEGRA JÓLA óskcir öllum VERSLUN G. ZOEGA. HIÍl)ltlilltIi!Htt9i;ii!tI!lii!imill!IIII!!liEfIi!ilI!I3IItIiIi!IIiIinilliHillÍ ææææææææææææ æ æ æ GLEÐILEG JÓL! æ æ æ æ æ æ Jón Sigurpálsson æ æ æ (verslunin). æ æ ææææææææææææ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.