Vísir - 24.12.1933, Blaðsíða 13

Vísir - 24.12.1933, Blaðsíða 13
V 1 s I R IV. Eg var léttur göngumaður á þessum árum, og ger'Öi ráð fyrir að komast á lei'ðarenda í rökkurbyrjun, ef eg yrði ekki íyrir töfum. Segir nú ekki af ferðum mínum, fyrr en eg kom á Dagmálabungu, melöldu neðan efstu brúna. Var eg þá heitur orðinn og göngumóður, settist niður, ætlaði að hvilast um stund og líta á nestisbitann, sem blessuð þjón- ustan hafði stungið að mér í bæjardyrunum um morg- uninn. —- Hún var einstök gæða-manneskja og algerlega mótfallin því, að eg væri að hætta mér út i þetta ferða- lag, því a'ö nú væri manndrápsveður í aðsigi. Hún kvaðst ekki botna lifandi vitund í því, að nokkur maður skyldi láta sér detta í hug, að stofna lífi sínu í voða fyrir „svitalyktina í Kambaseli“. — Og farirðu nú, þá sé eg þig aldrei framar, sagði aumingja stúlkan með tárin i augunum. En eg skal biðja guð að vera með þér á íjall- inu og æfinlega. — Þótti mér sjálfsagt að launa þetta að nokkuru og slöngvaði á hana vænum kossi. En hún tók ástúðlega á móti, og urðu þá kossarnir tveir eða þrír. Eg gieypti bitann minn i snatri og lagðist þvi næst endilangur í fönnina. Hvað hún var yndislega mjúk, þessi hvíta heljarvoð, og hvað það var gott að láta þreytuna líða úr sér. Eg lokaði augunum og mun hafa blundað litla stund. —■ En bráðlega hrökk eg upp frá einhverju draumarugli um grenjandi norðanhríð og menn, sem væri að villast. Eg spratt á fætur þegar, steig á skiðin og hélt af stað. Eg var sænrilega kunnugur leiðinni og kveið engu, jafn- vel þó að fjúk sigi yfir og myrkt gerði af þoku. Eftir litla stund var eg horfinn inn í kolsvarta skamm- degis-bræluna og fanst mér þá heldur ömurlegt þarna á snævi-þakinni auðninni. « I þessum svifum byrjaði að fjúka, fyrst hægt og hægt, en bráðlega var komin þéttings logndrifa. — Eg herti gönguna, leit hvorki til hægri né vinstri og beindi hugs- un minni allri að þvi, að balda réttri stefnu. — Eg kveið því einu, að yfir skylli norðanrok með fannburði og grimd- ar-hörku. Eftir stundar-göngU þóttist eg sjá mann fram undan mér. Ög bráðlega voru þeir orðnir þrír. Þeir fóru dreift og var þvi líkast, sem hver og einn baslaði sér og vissi ekki um hina. Eg átti þarna engra manna von og fanst þetta næsta kynlegt. — Einn þessara náunga hafði sleða i eftirdragi og var á hann bundinn farangur, sem altaf var að losna. Og maðurinn komst ekkert áfram. Hinir báru poka eða pjönkur nokkurar. Var þvi likast, sem annar sækti undan ofsaveðri eða sviftibyljum, þvi að stundum fleygðist hann áfram með rykkjum, en stakk við fótum annað veifið. — Hinn stritaðist áfram hálf- boginn, að hætti þeirra manna, sem sækja móti grenj- andi hríð eða lamnings-óveðri. Eg nam-staðar og horfði á [æssa furðulegu jólasv'eina. Og mér þótti auðsætt, að þeir mundu allir uppgefnir og að þrotum komnir. Eg kallaði til þeirra hátt og snjalt. — Eg veit ekki hvers vegna eg gerði það. En er eg heyrði rödd mina, var þvi líkast, sem eg vaknaði af dvala. Og samstundis voru mennirnir horfnir, eins og auðnin hefði gleypt þá. Eg hafði aldrei kynst vofum eða draugum og satt að segja engan trúnað á það lagt, að þess háttar dót væri til. En þetta voru ekki lifandi menn — um það var ekki að villast. Og beygurinn kom yfir mig, þungur og lam- andi. Næði hann á mér fullum tökum, mátti búast við, að illa færi. Eg gerði mig harðan i skapi og vondan og reyndi að beina hugsunum minum á aðrar brautir. En beygurinn lét mig ekki í friði. Eg mintist fjöl- margra sagna um það, að framliðnir menn gengi ljósum logum á þessum slysa-fjöllum. Hér höfðu margir farið villir vegar og horfið'gersamlega. Stundum fundust bein þeirra löngu siðar norður á öræfum. Sumir gengu fram af Húsa,dalsbrúnum og fórust með þeim hætti. — Og menn fullyrtu, að alt væri lið þetta á kreiki og til ills húið, er færi gæfist. En ekki sátu allir svipir um það, að gera mönnunum mein. Og í því sambandi mintist eg sögunnar um stúlk- una undir Klofasteini. Hún hafði látið lifið undir stein- inum á aðfangadagskveld. Þar hafði unnustinn hrugðist henni og hlaupist á brott. Og hún sat þarna yfir hörm- um sinum þegar jólahelgin gekk i garð — sat i hnipri og beið dauðans. Og enn bar það við, að skygnir menn sæi hana. þó að ár væri liðin og áratugir. En hún vilti ekki um fyrir neinum — bara sat þarna og sveipaði þri- hyrnunni að höfði sér. Fönninni kingdi niður i logni og þokan var æ hin sama. Eg greindi naumast handaskil, en þóttist þó nokk- urn veginn öruggur um áttir og stefnu. Við og við fanst mér, sem einhver færi slóð mina að baki, en eg forð- aðist að líta við. — Rjúpnahópur flaug upp fyrir fót- um mér og varð af snöggur þytur, er þessir ljúfu vinir skruppu úr fannahreiðrunum. — Þóttist eg nú ekki alls- kostar eimnana, er lífið hafði birst mér með svo ánægju- legum hætti. Veik þá beygurinn til hliðar, en glaðar hugs- anir skutu upp kollinum og léttu undir. Hélt eg nú áfram um stund og skilaði drjúgum, en hugurinn lék við fagrar minningar og myndir frá glöð- um jólakveldum. En er minst varði, kom snörp vind- hviða og þyrlaði með sér þvíliku fánnkófi, að mér hélt við köfnun. Jafnframt rofaði til ofurlitið, cr þokan vék fyrir storminum. — Hugði eg mig nú staddan fyrir Húsa- dalsbotni, fór af skíðunum og vildi freista þess, að skygn- ast niður i dalinn, ef vera mætti, að eg fengi greint, hvar eg væri að kominn. — Þokaðist eg nú áfram hægt og varlega, en er minst varði, sprakk sundur fönnin undir fótum mér og í sömu andrá var eg kominn á fleygi- ferð niður i eitthvert ægilegt hrika-gímald. Eg fann ekki til ótta, en atvik frá liðinni ævi þutu um hugann með leifturhraða. — Nú varð engu breytt og úr engu bætt, því að hér voru sögulok. — Eg lá á bakið fyrst í stað og fönnin byltist yfir mig og um- hverfis. — Þá fékk eg högg á höfuðið, en gegnsæar ból- ur, ótölulegur grúi og allavega litar, stigu dans fyrir augum minum, sprungu og hurfu. -— Svo varð alt kyrt. — Myrkrið lagðist yfir og eg hélt áfram að sökkva — dýpra — dýpra. V. Eg vaknaði við það, að einhver kipti í hárið á mér. — Mér fanst eg standa nálega uppréttur í fönninni og alt í kafi, nema höfuðið. — Eg reyndi að brjótast um og losna, en þess var enginn kostur. Fönninni var hlað- ið svo að mér og þjappað saman, að eg mátti mig hvergi hræra. Handleggirmr lágu einhvernveginn aftur fyrir bak og eg fann varla til þeirra. — Eg fór að húgsa um það, að seinlegt mundi að deyja í mjallar-sænginni. En eg vonaði, að svefninn kæmi og legði mér líkn í þraut. í j)essum svifum heyrði eg greinilegt hljóð að baki mér. — Var hugsanlegt, að krummi væri kofninn? — Þetta var óneitanlega lang-líkast krunki.-------Ertu að segja mér frá því, matgoggur, hugsaði eg með sjálfum mér, að nú sértu hingað kominn og ætlir að krækja þér í heit og lifandi manns-augu til hátíðabrigðis í kveld? En sú vitleysa! — Eins og hrafnar sé á ferðinni i þessu myrkri. — Þeir sofa heima hjá sér, greyin, um ]>etta leyti. — Allir eru heima, nema þeir, sem vilst hafa á auðninni, gengið fyrir hamra eða lent í snjó- flóðum. Eg hlaut að hafa legið i óviti býsna lengi. Nóttin helga var að sjálfsögðu gengin í garð. Þakkir og bænir frá miljónum sálna hafa stigið i hæðirnar i kveld og fagrar óskir gengið milli mannanna barna. — En sú kyrð og friður! — Þarna var stjarna lengst úti í geimnum. Hún horfir á mig úr lítilli skýja-vök. Eg ætla að koma við hjá j)ér, fagra stjarna, á leið minni til himnaríkis í nótt. — En nú er best að loka augunum og sofna. En samstundis var togað í hárið á mér, og nú sýnu þéttara en áður. — Eg mun hafa gefið frá mér eitt- hvert hljóð, og var þegar svarað með glaðlegu krunki. Og jafnskjótt hoppaði fallegur krummi um snjódyngj- una fyrir framan mig. Hann spjallaði margt, en þagn- aði, er eg talaði til hans, hlustaði og lagði undir flatt. Fór jíessu fram góða stund, og virtist mér surtur með allmiklu gleðibragði. En kæmi það fyri,r að eg lokaði augunum, var hann óðara rokinn í hárið á mér og lét þá ófriðlega. En þess á milli skoppaði hann um fönn- ina og var hinn kátasti. Röbbuðum við þá saman, hvor á sína tungu. Þótti mér furðuleg leikni krumma, j)ví að hann hafði uppi ýmsar raddir, að })ví er mér virtist. Varð mér þetta til nokkurrar huggunar og taldi eg nú víst, að surtur hefði engan hug á því, að rífa úr mér augun. Eg veitti j)ví athygli, að krumma var tiðlitið til j)eirr- ar áttar, er eg hugði nær hásuðri. Og stundum flaug hann spölkorn út í myrkrið og ávalt í sömu átt, en kom jafnharðan aftur. Var hann þá úfinn og gustillur, ef eg þóttist sofa eða lá með lokuð augu — reif i hárið á mér af miklum dugnaði og rausaði ósköpin öll. En ])eg- ar alt var komið i samt lag, gerðist hann bliður og lék j)á ýmsar listir mér til ánægju. Mér skildist fljótlega, að með einhverjum hættr væri krummi vinur minn og léti sér ant um mig. Og sú von fæddist með mér og glæddist, að ekki mundi allskostar óhugsandi, að hann gæti orðið mér að liði. Meðan eg var í Jressum hugleiðingum, hóf krummi sig enn til flugs og hvarf út í myrkrið. Þótti mér hon- um dveljast lengur en að vanda, en bráðlega sá eg móta fyrir manni einum ferlega miklum, er þokaðist nær og nær. —• Hrafnar tveir fóru fyrir og visuðu leiðina. VI. Álfur i Húsadal stóð yfir mér og studdist við reku sina. — „Hjónin“ skoruðu á mig til liðveislu. Annars kost- ar hefði eg ekki farið að ómaka mig. — En hversu má það vera, að j)ú fáir ekki skriðið undan ábreiðunni — fáeinum lúkum af lausri mjöll! — Þú munt vera þrek- laus maður og að engu nýtur. Þetta voru þá kveðjurnar og vorkunnsemin! Og hann hreytti út úr sér orðunum með þjósti og kulda. — — Sæll og blessaður, sagði eg og var kurteisin sjálf. — Eg ætlaði að reyna að hafa karlinn góðan, ef þess væri kostur. — Eg get ekki hreyft mig, sagði eg enn- fremur. — Eg er ákaflega dofinn í kroppnum og meidd- ur — liklega brotinn. — Brotinn! — Menn brotna ekki af þvi, að byltast í lausri mjöll lítinn spöl. Þú álpaðist fram af þar sem hættan var engin. — Við heyrðum undirganginn, þegar flóðið skreið niður hlíðina. Það er tilbreyting i þögn- inni, að heyra snjóflóðin byltast niður á jafnsléttu. Og „hjónin“ ruku af stað. — Þau eru svo sólgin í æfintýrin. En að vörmu spori var kerlingin komin heim á glugga, með hávaða og látum. Þá voru tveir kostir fyrir hönd- um. Annar sá, að hlýða, hinn að hafa engan frið. Krummi er skörulegur erindreki. Hann gerði sig ekki liklegan til þess að grafa mig úr fönninni. Bara stóð þarna, horfði á mig og studdist við rekuna. — Hann var mikill vexti og ernlegur, þessi al- ræmdi einsetumaður. Skeggið silfurhvítt og svo rnikið, að taka mundi i beltisstað. En ekki var búningurinn af nýjustu gerð og mátti svo að orði kveða, að karl- væri skinnum vafinn frá hvirfli til ilja. — — Þú múnt ætlast til þess, að eg dragi þig úr fönn- inni. Og sennilega verður j)að að ráði, j)ó að eg efist um, að nokkurt mannkaup sé í j)ér. — En j)ess krefst eg, áður en til starfa verður tekið, að þú gerir grein fyrir þér og ferðum þínUm. — Þú gætir verið flugumaður. Þeim kæmi það betur sumum, að dalurinn hérna legðist í eyði og landið félli til almennings-nytja. — Björn er nafnið, sagði eg — og ættaður að sunnan. Vetrarmaður á Koluvöllum hérna handan við fjallið. En að Kambaseli er ferðinni heitið. — Rétt er það! Ertu Björn sá, sem lofaðist Kristínu heimasætu um réttaleytið? — Lofaðist! — Það getur nú verið bæði laust og fast, held eg. — Jæja — karlinn! Svo að þú kant ekki að meta auðinn. Það er ])á líklega réttast, að eg moki yfir haus- inn á þér. — Sá, sem afneitar gullinu í Kambaseli, er svo vitlaus, að hann verðskuldar ekki að lifa. Að svo mæltu stakk hann rekunni i fönnina og hóf á loft gríðarmikið snjó-flykki. Eg æpti af skelfingU og krummarnir flögruðu kring um okkur með hávaða og rausi. — Afneitar — afneitar — hver er að tala um að af- neita ? — Mér varð bara mismæli — argasta mismæli — heyrirðu það — eg er svo ringlaður! Auðvitað erum við trúlofuð — alveg þræl-trúlofuð — með kossum, hand- sölum og öllu! — Ætluðum að opinbera núna úm jólin — núna í kveld — bara undir eins og búið væri að lesa. Þess vegna dreif eg mig þetta — svona út í öpinn dauð- ann — ' — Þú ert þá kannske með hringana í vasanum? — Já-já — úr skiru gulli — breiða eins og sokka- band eða reiðgjörð — — Og geymir þá auðvitað i brjóstvasanum? — Hvað heldurðu! — I hjartastað — að mér heil- um og lifandi! — Nei-nei, — ja — svona er eg utan við mig og ringlaður. — Þeir eru liklega í pokanum — —■ Pokanum? — Já — rósa-tuðrunni minni litlu. Og þar er líka nestið og bolirnir. -— Bolirnir — hvaða bolir ? — Skilurðu það ekki ? — Eu allir gömlu sokkbolirnir! Hún ætlaði að prjóna neðan við þá, l)lessuð ástar-snæld- an, meðan eg stæði við. Og eg hlakkaði þau lifandi und- ur til að þæfa þá jafnóðum. Það er svo langt siðan eg hefi komist í ærlegt keitu-þóf á ríkisheimili. Bú ættir að sjá sokkana, sem hún sendi mér um daginn. Það eru nú sokkar i lagi — allir brugðnir og snúnir. Og ekki er að óttast lykkjuföllin. Eg er í þeim núna, og skal gefa þér j)á, ef þú bjargar mér. Eg tala nú ekki um há- leistana, leppana og trefilinn. Hann er nú lang-merkileg- astur — allur útflúraður með rósum og rúnum og höfða- letri — hálfur annar faðmur á lengd fyrir utan kögur. — Eg skal gefa })ér hann líka. Álfur tók til rekunnar og mokaði ofan af mér stein- þegjandi. Eg var dasaður og marinn, en hvergi meiddur til stórra muna. — Pokinn — pokinn — tautaði Álfur og hamaðist í snjónum. Hvar er pokinn? — Guð almáttugur varðveiti mig! — Eg þefi þá hvorki meira né minna en mist hann, þegar eg stein-rotaðist í fallinu. — Og hringarnir voru i honum og trefillinn — dýrmætasti trefillinn á þessu landi. Eg tímdi ekki að nota hann í svona manndrápsveðri. — Og bolirnir, maður, bolirnir, sagði Álfur og pjakk- aði niður rekunni. — Þeir eru líka peningavirði. — Já, það eru þeir sannarlega. Þú kant að meta hlut- ina, Álfur í Húsadal. —- En sárast er þó með peningihn — — Peninginn! — Geymdirðu pening í pokanum — kannske gullpening? — Þú lýgur! Enginn maður er svo vitlaus, að hann geymi peninga í ómerkilegum posa. Og Álfur i Húsadal })reif til min og hristi mig eins og skinnsokk. — Þáð er von þér blöskri, sagði eg með einstakri hægð, en gáðu nú að : — Eg trúði á pokann, ])ví að hann var einskonar trygðapantur frá elskunni minni — allur þak- . inn rósaprjóni, ástavísum, hugvekjum og bænum. Vas- inn getur bilað, hugsaði eg, .en pokinn er óforgengileg- ur og sarna sem vígður. Og svo stakk eg hringunum í hann og peningnum — stórum gullpeningi. — Eg ætl- aði að bora gat á hann núna í kvöld. Eg var líka með gullfesti, sem eg ætlaði að þræða gegn um gatið. Og svo ætlaði eg að lauma öllu dýrindinu um hálsinn á himna- ríkis-gæsinni rninni, jægar hún sæti með prjónana í rökkr- inu og syngi um ástina. — Þessu næst ætlaði eg að signa bringuna — fegursta barminn á jarðríki — og láta svo um mælt, að gullið skyldi héðan í frá og að eilífu liggja í stóra dalnum milli blessaðra hunangs-koddanna. — Þetta hefir ])ó vonandi ekki verið nema tíu króna peningur ? — Og minstu ekki á það ógrátandi! — Það var tutt- ugu króna peningur — með mynd af kongi og öllu saman. Álfur leit upp seinlega og mælti: Þeir verða að missa, sem eiga. Mér virtist ekki ólíkt þvi, sem hæglátúm fftgn- uði brigði fyrir i röddinni. — Eg gef þér vonina í pokanum, sagði eg. Það er ekki of mikið fyrir lífgjöfina. Eg skalf eins og hrísla og vildi nú fara að komast undir þak. — Einhverntíma leysir snjóinn. Og krummarnir mínir eru fundvísir, sagði Álfur bóndi. Því næst slöngvaði hann rekunni urn öxl sér, lagði af stað heimleiðis og stikaði stórum. • Krummarnir settust á rekublaðið og spjölluðu saman. Og eg rölti á eftir — aumur og þjakaður og skjálf- andi vesalingur, illa fær til gangs. Máninn reis bak við Ævarstinda og sló bjarma um dalinn. Hríðinni var slotað fyrir löngu og vindur genginn til suðlægrar áttar. VII. Álfur nam staðar úti fyrir bæ sínurn og snerist við mér. Hann hafði ekki yrt á mig, síðan er við lögðum af stað, og ekki litið aftur. Þótti mér j)að heldur ills viti og eins hitt, að allan síðari hluta leiðarinnar jreytti hann rekunni í sífellu af einni öxl á aðra og rumdi j)á jafnan í honurn um leið, en ekki nam eg orðaskil. — Taldi eg liklegast, að valda mundu svæsin umbrot hið innra með honum og kveið miklu gosi. Hann tók til máls þegar og var kaldur þræsingur og éljagarri i hverju orði. — Hingað hefir enginn jólagestur komið þá fimm tigi vetra, sem eg hefi ráðið fyrir dalnum. Og eg hafði stað- fest með mér, að á j)ví skyldi engi breyting verða um mína daga. Eg mun j)ó ekki nenna, að reka j)ig af hönd- um mér i kveld, þvi að þá lægir þú dauður að morgni. Hitt mun heldur, að þú liggir nú hér, uns birtir af degi, og er þó ábyrgðarhlutur að hrigða svo heit sin. En ekki verður við öllu séð. — Eg vil láta þess getið nú þegar, að hér er fátt til skemtana og glaðværðar. Þú rnunt og verða að sætta þig við það, að vera án kvenylarins nátt- langt. En þyki þér nokkurs um vert lífgjöfina og húsa- skjólið, muntu launa að nokkuru og lúka nú þegar. Er eg nú og reiðubúinn við að taka. — — — Þú svarar ekki, en eg les hugsanir jhnar. Þú rnunt þykjast launað hafa að fullu með poka j>eim hinum dýrmæta, er ])ér varð laus í flóðinu. — En ekki eru laun í lófa komin, né mér að borgnara, þó að vísað sé á kráku í skógi. — Mætti og svo fara, að djúpt yrði á pokanum, enda hvarfl- ar nú að mér sú hugsun, að þar sé enginn poki og ekk- ert gull.------Sel nú af höndum gjald nokkurt, pening eða plagg, og mun þá til reiðu húsaskjólið. Þótti mér nú óvænlega horfa. Stóð karl fyrir dyrurn og var ekki á honurn að sjá, að hann hrærðist til með- aumkunar, ])ó að eg skylfi sem rakki og mætti naumast mæla. — Eg reyndi að gera honurn skiljanlegt, að sagan um pokann væri sönn að öllu og að alt mundi það hald- ast, er lofað var af minni hálfu. En leggja tnundi eg þó fram silfurpeninga nú þegar, ef þess væri krafist. — Lyftist þá hrún á karli og vildi hann taka við gjaldinu þá þegar. En eg færðist undan og mæltist til hins, að greiðsla frestaðist, uns komið væri í baðstofu-ylinn. — Tók hann því fjarri og ýfðist nú allur af nýju. Sá eg ])á þann kost vænstan, að þreyta þetta ekki lengur, tíndi nokkura peninga úr vasa mínum, en karl tók við fegin-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.