Forvitin rauð - 01.01.1974, Page 3

Forvitin rauð - 01.01.1974, Page 3
£ ftRUÐSOKKffMREVFfN<álN Bréf sent til allra alþingismanna veqna frum- varps um nýja fðstureyðingalöggjöf, sem lagt var fram á alþingi 1 nóvember 1973. Frumvarp um nýja fóstureyðingalöggjöf, sem nú liggur fyrir alþingi, og felur i sér breytingar er stefna að auknu frjélsræði kvenna til fóstur- eyðinga hefur vakið upp nokkurn úlfaþyt, sem vænta mátti um svo róttækar breytingar þótt sjálfsagðar séu. I þvi sambandi má benda á, að 1 nágrannalöndum okkar hefur frjélsræði verið stóraukið og i Danmörku, Sviþjóð og Englandi hafa nú verið lögleiddar frjálsar fóstureyðingar. hessi þróun mun óhjákvæmi- lega hafa það í för með sér, ef frumvarpið um nýja fóstureyðingalöggjöf verður ekki samþykkt, að stúlkur, er þurfa á fóstureyðingu að halda, leysi vanda sinn með þvi að taka sér ferð S hendur til þessara landa, og eru slík ferða- lög algeng nú þegar. En hvaða konur hafa bolmagn til að standa straum af dýrri utan- landsferð? Margar alls ekki, og það eru þá e.t.v. þær, sem helst þyrftu á henni að halda þ.e.a.s. þær konur er lifa við ömurlegustu aðstæður og eru litilmagnar þjóðfélagsins i sérhverju tilliti andlega sem fjSrhagslega. Samþykkt fyrirliggjandi fr-umvarps i ðbreyttri mynd ætti einnig að hafa í för með sér, að ólöglegar fóstureyðingar legðust af og þar me5 væri úr sögunni auðmýking, sem fjöldi kvenna hefur lStið sig hafa, og ekki verður með orð- um lýst, en af eðlilegum ástæðum hafa lifs- reynslusögur kvenna er hafa látið eyða fóstri S ólöglegan hátt ekki verið dregnar mjög fram, i dagsljósið í umræðum þeim er um þessar mundj.r fara fram um þessi mál. Margvislegar skoðanir hafa komið fram á opinberum vettvangi einkanlega S móti þvi er tekur til sjálfsákvörðunarréttar konunnar i framvarpinu og bregður þá oft við næsta undarlegri röksemdafærslu. I>vi hefur verið haldið fram að fóstureyðing væri sambærileg við morð, Það munu vera til einar þrjár skilgreiningar á þvi hvenær ein- staklingur verður til, og hefur hver sina, páfinn, læknirinn og lögfræðingurinn. Er ekki hæpið að tala um að eyða mannslifi, þegar fárra vikna hnúður er fjarlægður úr móður- kviði? I>að sem skiptir hér meginmSli er að fóstureyðing kemur i veg fyrir að fóstur verði' að manneskju. Mikið hefur verið rætt um þá hættu, sem lifi og heilsu konunnar er stefnt i við fóstureyðingu, og hafa einkum læknar látið sér tiðrætt um þetta atriði. Hér eru þó ekki allir á einu máli. Sumir læknar halda þvi fram að fóstureyðingar séu hættulegar aðgerðir, aðrir skipa þeim S bekk með al- gengustu skurðaðgerðum. En flestir munu þó sammSla um að fæðing feli i sér meiri hættu PriAjudagur 4. desember 1973. Allt miöast viö aö halda llfinu og tilgangurinn helgar meöaliö, jafnvel þaö aö selja börn sln eöa drekkja þeim. Hungursneyðin í Indlandi: Sef/a börnin sín fyrir brauðbita SALA ungbarna á Indlandi fer nú mjög vaxandi og tala þeirra barna, sem deyja úr hungri, hækkar einnig. Hjálp arstarfsemi sú, sem stjórnin hefur komið á, nægir engan veginn. Þaö er skömm fyrir stjórnina og þjóðina aö sjá foreldra selja börn sín fyrir brauöbita vegna hungurs- neyöar og þaö I landi, sem hef ur veriö sjálfstætt I 26 ár. Þannig skrifar dönsk stúlka, sem starfar I hjálparmiðstöö I Indlandi og hún heldur áfram : — Ung móöir I Ondipudur drekkti tveimur börnum sin umi stööuvatni og framdi siö- an sjálfsmorö. Eiginmaöurinn var aö heiman, þegar þetta geröist, en ástæöa harmleiks þessa var hungur. Þannig er ástandiö i nokkrum héruöum I grennd viö Kalkútta. Um þetta var fjallaö I smáfréttum i tveimur blööum. Þaö vekur greinilega ekki mikla athygli og manni liggur viö aö halda, aö sala á ungbörnum sé dag- legt brauö. Verö á matvælum er hátt þarna ytra, geitakjöt kostar um 170 krónur kilóiö, fiskur um 200 krónur kilóiö, en hveiti, sykur og smjör er ófáanlegt nema á svörtum markaöi á svimandi háu veröi Hrisgrjón kosta um 60 krónur kilóiö. Enn er uppskeran ekki komin á markaöinn og fólk fær hris- grjón i mesta lagi vikulega. Annars lifir þaö á grasi og rót- um. Ungbörn, sem borin eru út á göturnar vegna fátæktar foreldranna, hafa til þessa verið hirt og sett á heimili, en nú hefur þvi viöa veriö hætt, þar sem ekki er hægt aö út- vega mjólk handa þeim. Þurr- mjólk fæst ekkllengur. Astandiö er hörmulegt á þvi svæöi, sem þessi danska stúlka starfar. Fólk selur allt, sem þaö á. Sumir fara til stór- borganna og þar eru börnin seld. Allt miðast aö þvi aö halda lifi og tilgangurinn helg- ar meöaliö. —SB.

x

Forvitin rauð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.