Forvitin rauð - 01.01.1974, Qupperneq 26

Forvitin rauð - 01.01.1974, Qupperneq 26
 X VALDI OTTANS Otlmabær og óæskileg barneign dregur langan dilk á eftir sér. Astæðurnar eru fyrst og fremst þær erfiðu þjóðfélagslegu aðstæður, sem mæðrum er gert að búa við og því samfara er oft ákaflega knappur fjárhagur. Krfiðleikarnir, sem einstæðar mæður mega eiga von á, eru notaðir sem uppeldis- leg viðvörun, til að byggja inn hjá stúlkum hræðslu við slíkt hlutskipti. Þegar bryddað er upp á þvi, hvort ekki sé orðið timabært að hætta að veifa slikum refsivendi í þjóðfélagi, þar sem allar tæknilegar og fræðilegar aðstæður eru fyrir hendi og konur skuli sjálfar ákveða, hvort þær vilji takast á við móðurhlutverkið, þá seitlar fram keimur af öðrum ótta, þeim að nú taki allir að sofa hjá hömlulaust. Ottinn við, að nú taki fólkið i landinu fullum fetum til við að gera hitt, er furðu djúpstæður og útbreiddur og gefur tilefni til að draga siðferðisskoðanir okkar fram i dagsljósið og dusta af þeim rykið. Hverjar eru þær? Hvernig urðu þær til? Hverjum þjóna þær? Okkur finnst, að réttara sé að draga úr eða letja svona yfir heildina séð, þegar kynlif ber á góma, þótt við viljum flest hvert eitt njóta þess, sem notið verður okkur sjálfum til handa. Við lifum í kynfjandsamlegu þjóðfélagi. Afneitun holdsins hefur alla tíð verið rauður þráður i kristinni trú. A kirkjuveggjum sjáum við myndir af heilögum Sebastían sundurskotnum, búklaust höfuð Jóhannes- ar, og hann sjálfan á þríarma krossi bundinn ýmist eða negldan með fætur í kross eða fætur samhliða, stunginn og pyntaðann. A Skólavörðu- holtinu í Reykjavik er verið að reisa minnisvarða yfir mann, sem orti fagurt ljóð, fegursta ljóð islenskrar tungu um dauða og pínu Jesú Krists. En svo nærtækt er þó holdið og erfið leiðin til andlegrar upphafningar og lostafjandskapar, að kirkjubyggingin sjálf er ekkert annað en stíliser- uð eftirmynd af limi mannsins. Hinn opinberi vaki siðferðisvitundarinnar, kirkjan, hefur ferðast langan veg frá þeirri katólsku, að eiginlega megi ekki hafa samfarir utan þess að löngun liggi fyrir að geta nýjan einstakling í heiminn, en íslensk þjóðsaga varðveitir þó endurminninguna frá þeim tíma, er kirkjan lagði bönn á samfarir á hinum ýmsu helgu dögum og kvað svo rammt að, að sannkristin kona átti ekki nema 17 daga á ári til að bregða á leik.

x

Forvitin rauð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.