Forvitin rauð - 01.01.1974, Side 28

Forvitin rauð - 01.01.1974, Side 28
En það eru fleiri en foreldrarnir, sem leggja hömlur á kynlxf, og þessar hömlur ná einnig til þeirra, sem fullorðnir eru. Hver getur það verið sem sér hag sinn í því að halda okkur í kynferðis legri bælingu og hvers vegna? A miðöldum, sem miðað er við að ljúki ur.i 1500, var kynlíí með allt öðru sniði, en við þekkjum nú. Og andi liðinna alda lifir helst í blautlegum sögum um konu malarans. Þó þekkjum við, að fólkið svaf saman nakið í íslenskum baðstofum allt til síðustu aldamóta. Fyrr á öldum svaf fólkið ekki einungis nakið heldur í einni flatsæng, og þótti sjálfsagt að hafa kynmök innan um annað fólk, síðar urðu rúmin til og að lokum náttfötin og sérherbergin. Hinn kjarnyrti orðaforði miðalda er að lang mestu leyti glataður úr vestrænum málum og leifar hans kallaðar klám. Flest allir eru x sárustu vandræðum með að túlka kynferðislega reynslu sína, löngun eða tilætlun i orðum. Og minnist ég nú Orðabókarnefndar Háskólans, sem oft hefur látið slík vandræði í öðrum greinum til sin taka. Við lok miðalda komu fram borgararnir, menn sem sáu opnast fyrir sér auðæfi annarra heimsálfa og vissu, að þeim auðæfum yrði aðeins náð með samstilltu athæfi. A miðöldum var sérhæfing vinnu lítt þekkt, en síðan hefur hún aukist hröðum skrefum uns sálfræðilegar truflanir sökum firringar á vinnustað eru nú í hvers manns vit- und. Miðaldamaðurinn var, þrátt fyrir takmark- aðri ytri lífsgæði meiri einstaklingur, því hann var meiri kynferðisvera og hugtök eins og alþjóðahyggja, sameiginlegt átak, fastur vinnu- tími, að vera of seinn í vinnuna, rétt klukka, þjóðarvitund, sérfræðingur voru þá ekki til, en öll eru þau nauðsynleg til að auðsöfnun sú, sem farið hefur fram siðan, fyrst í formi nýlendu- stefnu og síðar í formi iðnreksturs og markaðs- sölu samfara áframhaldandi nýlendusteínu, gæti átt sér stað. Meðvitað og ómeðvitað réðust borgararnir gegn gömlum hefðum með prentkunnáttuna, mælistikuna og guðsótta fólksins að vopni. Siðbótin miðað- ist einkum gegn spillingu og prjáli katólsku kirkjunnar, og með henni urðu miklar fjártil- færslur. Hér á landi komst til að mynda fjöldi jarða úr eigu kirkjunnar og undir konung og því í hendur erlendra manna, en fyrst og fremst varð siðbótin til að afnema ýmsar fornar sið- venjur og hegðunarmunstur fólks, sem stóð í vegi fyrir því, sem æ síðan hefur verið kallað fram- farir. Hreintrúarstefnur eins og Kalvinistar Puritanar og Pietistar sigldu i kjölfarið. Reynt var að útrýma gleðileikjum og dönsum og öðrum alþýðlegum skemmtunum. Sendimaður Kristjáns 6., Harboe, fékk þvi til leiðar komið rétt fyrir miðja 18. öld, að lagðar voru niður samkomur á jólanótt, fyrsta sumardag og fyrsta vetrardag. Við þekkjum tómleikann við árstiða- skiptin, en verst hefur gengið að útrýma jóla- gleðinni, því hennar geta flestar þjóðsögurnar eins og sagan af dansinum í Hruna. En með dönsum hurfu lika allir vikivakarnir okkar og efalaust sægur af kátum kveðskap. Af hinum mestu hreintrúarmönnum var sjálf gleðin yfir- lýst sem syndsamleg. En að lokum dugði ekkert annað en beinar hótanir til að útrýma eðli- legri og því meðfæddri leti mannskepnunnar og skilningsleysi hennar á þvi, hvers vegna hún ætti að fara að beygja sig undir hið ennþá fjarræna hugtak atvinnulíf, þegar hún hélt sig vera að rétta úr kútnum eftir svipu lénsherranna 7tt var undir allslags hjátrú, djöflatrú og hindurvitnatrú hjá almenningi og hinar hrylli- legu galdrabrennur magnaðar upp uns hundruðum þúsunda, ef ekki milljónum kvenna hafði verið hrint á bálið. Líkamlegar refsingar og pyntingar á sakamönnum jukust og náðu hámarki sínu hér á Islandi á síðari hluta 17. aldar. Eftir það fór mesta ofstækið að dvína enda almenningur farinn að temjast og tilbúinn að líta á kynlif sitt, sem illan og skammarlegan hlut óverðugan vitsmunaveru. I Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum finnum við þessar vísur: „Marskálkur lét sporana klingja, harla svipþungur var: Veit ég göldrótt er kindin sú og eina ráðið þar að brenna flagðið á báli - það er mitt svar. Tóku þá taugar hins af náðarkrafti að nötra: Væri ekki göfugra að gefa frúnni gyllta samúðarfjötra og breyta þeim siðan smátt og smátt í tötra?"

x

Forvitin rauð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.