Forvitin rauð - 01.01.1974, Side 29
Nútímamanneskjan er oröin tamin i þágu stétt-
bundinnar auðsöfnunnar, iðnreksturs og ekki síst
stríðsreksturs. Hatur á eigin holdi og kyn-
ferðisleg bæling brýst oft út i ofstæki og eyði-
leggingarhvöt. Þetta nýta herstjórnir sér
óspart og á skipulagðan máta. Sá, sem hefur
sektar- eða andstyggðartilfinningu gagnvart
eigin líkamlegri sælu, er kaldgeðja gegn þján-
ingum annarra og þar i felst skýringin á þvi
hvernig bandarískir borgarsynir fást til þess að
ferðast alla leið hinum megin á hnöttinn til að
kvelja og drepa fátækt bændafólk, og það fyllir
að einhverju leyti úti þá mynd hvers vegna
atburðir eins og Chile nýlega eða i Grikklandi
eða i Portugölsku nýlendunum geta átt sér stað.
Framleiðendur markaðsþjóðfélagsins sjá sér
einnig leik á borði. Blundandi fullnægjulöngun
mannsins gerir hann að öruggum kaupenda hinnar
miklu vöruframleiðslu. A þvi markaðstorgi
er vissulega fyrst og fremst verslað með kyn—
hvötina og sá þáttur hennar, sem þjónað getur
markaðskerfinu er einkar vel séður. Sá, sem
lifir riku og frjálsu kynlífi hefur hins vegar
engar gerfiþarfir og er slælegur kaupandi.
Slik manneskja ógnar markaðsþjóðfélaginu og
þá um leið öllum þeim stofnunum, sem það hefur
þróað með sér. Hann finnur brátt anda köldu til
sín í formi fordóma og jafnvel ofsókna. A sínum
tíma var kvikmyndin, „% er forvitin - gul"
bönnuð á meðan Tigulgosinn lá óáreittur i sjopp-
unni við hliðlna á. Karlmaðurinn er orðinn
vinnuþræll. Hann semur nú um vinnutima sinn í
smáatriðum, jafnvel veikindadaga sína langt fram
í timann. Hann bælir niður langanir sínar að
mestu og það hvarflar ekki að honum að gefa
líkamlegum þörfum sínum forgang.
Konunni er nokkuð á annan veg farið vegna þess
hversu skanunan tíma hefur hefur tekið þátt 1
verkaskiptingarþjóðfélaginu og unnið þar reglu-
lega fyrir kaupi, enda hefur tilfinningalif
hennar ekki beðið jafn'varanlegan hnekki. Hlut-
verk konunnar hefur frekar orðið að halda áfram
á þeirri braut, sem Páll postuli mótaði
strax með kirkjuskipan sinni, er hann segir:
„Konan á að læra í kyrrþey, 1 allri undirgefni,
en ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér
vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrrlát
þvi að Adam var fyrst myndaður, síðan Eva, og
Adam lét ekki tælast, en konan lét að fullu
tælast og gjörðist brotleg, en hún mun fyrir
barngetnaðinn hólpin verða." Konan hafði
því öldum saman fengið nokkra þjálfun í því að
temja kynferðislega löngun sína, þótt áhrifa
kirkjunnar gætti mjög misjafnlega i hinum ýmsu
löndum, en slik sjálfsbæling og kynferðisleg
afneitun hlýtur óhjákvæmilega að hafa í för með
sér bælingu á öllum sviðum utan hins þrönga
hrings nánasta umhverfis. Einstaklingurinn
verður því þjóðfélagslega óvirkur og ófær um að
taka þátt i sköpun og umbreytingum. I vaknandi
vitund sinni til hinnar fornu ánægju deila nú
kvennahópar i Bandaríkjunum heiftarlega um það
nákvæmlega, hvar hin eiginlega og rétta fullnægju
tllfinning eigi sér stað og læknar og fræðimenn
með mælingartæki hafa þar látið til sín taka.
Germain Greer, sem heimsfræg varð fyrir bók
sína Kvengeldingurinn skrifar þar: „feimnin við
kynfæri okkar kvennanna stafar meðal annars af
raunverulegri andúð á þeim. Versta uppnefni, a3
sem hægt er að nota á nokkurn er kunta Sköpin eiga vera
lítil og ekki mega þau vera útstæð. Ötta karl-
mannanna við að hafa of litinn reður má líkja við
ótta kvennanna við að hafa of stór sköp. Engin
kona vill hafa pussu eins og pottlok og vona að
sin sé stinn og lyktarlaus. Öll spor um blæðing-
ar afmá konur samstundis í þágu almennrar sóma-
tilfinningar. En ekki höfum við konur alltaf
verið svona hlédrægar. I gömlum ballöðum
finnum við indæl dæmi um konur, sem státa sig
af djásni sínu, eins og lífskáta stelpan, sem
setti ofan í við feimna skraddarann fullum hálsi
vegna þess, að hann vildi ekki mæla bryddaða
budduopið hennar með mælistikunni sinni:
„Dýpst á botni buddu minnar
bíður auður, komdu nær."
Þegar menn óttast nú, að kynferðislegt frelsi
aukist, þá er þessi ótti raunverulega stéttbund-
inn. Ráðandi stéttir verða að byggja á kyn-
bælingarþjóðfélaginu til að fá stöðugt vinnu-
afl og nægjanlega undirgefni. Hinn netti kven-
fótur má því alls ekki gægjast undan pilsfald-
inum, jafnvel þótt þeim þykji hann fagur og æsi-
legur, vegna þeirrar hættu, að hann stigi ofan
á hlussuna hagfótinn í okkar daglega dansi.
29