Forvitin rauð - 08.03.1979, Page 2

Forvitin rauð - 08.03.1979, Page 2
2 Otg.: Rauðsokkahreyfingin. Þeir sem unnu að blaðinu voru: Guðrún ögmundsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristln Astgeirsdóttir, Lls Sveinbjörnsdóttir, Margrét Rún Guðmundsdóttir, Sólrún Gísladóttir og Steinunn H.Hafstað. Merktar greinar eru á ábyrgó höfunda. 3 5 4 2 .< IfiLANOS Slðasta tbl.Forvitinnar rauðrar kom út 1-mal sl. vor.Þar var pistill um starfið árið þar á undan og verður nú tekinn upp þráðurinn þar sem frá var horfið. Starf I hreyfingunni lá að mestu niðri á sumarmánuðunum eins og venja er til þvl miður.Vaktir voru I Sokkholti bara einu sinni I viku,en á þær kcxnu að vísu ýmsir góðir gestir,ekki síst frá útlöndum.Þar kanu rauðsokkar frá Svíþjóö,Kanada,Hol- landi og Noregi sem sögðu frá og spurðu frétta.Auk þess má geta þess að húshópur keypti málningu og flikkaði haldur betur upp á stofuna I Sokkholti,málaði allt I gulu og brúnu,hreinsaði gluggatjöldin og teppið og tók vandlega til.Síðan hefur ekk- ert fundist I þvl húsnæði.Sönghópur rauð- sokka keypti forkunnarfagurt veggteppi af félaga Hjördísi Bergsdóttur sem skartar nú I nýmálaðri stofu. Ársfjórðungsfundur var haldinn 20.sept. Þar voru kosnir alls fimm nýir félagar I miðstöð,þvl óvenjumargar gengu úr skaftinu, ýmist : af þvl þeim bar að gera það éða þær vildu fegnar losna.Á ársfjórðungsfundi var skipulag hreyfingarinnar mjög til umræðu, en þ.e. mönnum þótti ekki ráðlegt að taka mikilvægar ákvarðanir varðandi það á einu kvöldi var afráðið að stefna að þvl að halde ráðstefnu um málið I október.Það var skip- aður sérstakur hópur til að sjá um allar framkvamdir varðandi hana sem starfaði bæði fljótt og vel.Þrem vikum síðar,helgina 14.- 15. október,var ráðstefnan haldin að ölfus- borgum við Hveragerði. Ráðstefnuna sóttu 45-50 manns auk ara- grúa af börnum á öllum aldri.Við höfðum salinn I ölfusborgum til ráðstöfunar laugar- dag og sunnudag,eldhúsið fengum við að ráðs- kast með að vild og var framreiddur indæll matur kvölds og morgna og miðjan dag.Gestir skiptust á um að elda og gæta barnanna sem lengst af léku sér á leikvöllum fyrir utan bústaðina. Aðbúnaður allur var til fyrir- myndar,og fólk hafði bæði gagn og skemmtan af þessari tilbreytni. Meginniðurstaða starfsins á ráðstefnunni var sú að breyta skipulagi hreyfingarinnar: fækka skyldi föstum hópum en mynda þess I stað hóp fyrir hvert verkefni sem unnið væri að hverju sinni.Ársfjórðungsfundur skal ákveða á hvaða verkefni skuli lögð áhersla næsta ársfjórðung og fólk hvatt ti] að fylkja sér um þau I stað þess að dreifa kröftunum of vlða. Á ráðstefnunni var ákveðið að fram að næsta ársfjórðungsfundi skyldi leggja aðal- áherslu á kynningu og útbreiðslustarf.Þar var ákveðið að stefna að því að halda kvennahátíð,þá fyrstu hérlendis,helst I byrjun nóvember ,í Reykjavík,! það skyldu fara næstu vikurnar.Einnig var afráðið að stofna hóp innan hreyfingarinnar til þess að þýða dönsku bókina Kvinde kend din krop sem Mál og menning vill gefa út.Það var stofnaður þýðingarhópur sem starfar enn af krafti þegar þetta er skrifað,tengill er Silja Aðalsteinsdóttir.Fleiri hugmyndir komu fram um útbreiðslustarf,m.a. að gera útvarpsþætti,gefa út dagbók(sem hæfist 8. mars),plaköt,plötu og söngbók. Hátlðin var haldin 4.nóvember og var sklrð Frá morgni til kvölds.Fyrir hana var gefið út plakat eftir Hjöx'dídi Bergsdóttur og söngbók sem félagar söfnuðu I og vélrit uðu en Háskólafjölritun fjölritaði.Miðstöð hafði veg og vanda af hátíðinni sem kostaði ærna skipulagningu og mikið erfiði af ýmsu tagi. Miðstöð sá um að útvega húsnæði,sem fékkst I Tónabæ,skreyta það og funsa og draga að vistir og skipuleggja dagskrá.Að dagskránni stóðu þó fjöldamargir aðrir fél- agar eins og lög gera ráð fyrir. Frá morgni til kvölds hófst kl.10 um morguninn á umræðum um ýmis málefni sem einkum vörðuðu konur og börn.Eftir hádegið hófst dagskrá kl.2 og var lesið upp,leikið og sungið fram undir kl.sjö.M.a. flutti Alþýðuleikhús leikritið Vatnsberana eftir Herdisi Egilsdóttur við mikinn fögnuð hinna yngri áhorfenda,sem voru fjölmargir.Um kvöldið hófust skemmtiatriði enn á ný kl. 10 og stööu fram yfir ll.Eftir það var dans a<^ til kl.2 efitir miðnætti .F jölmennt var allan daginn og um kvöldið,og þótti mönnum sem þessi tilraun til barna- og fjöskyldu- hátiðar frá morgni til kvölds hefði tekist vonum framar.

x

Forvitin rauð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.