Forvitin rauð - 08.03.1979, Qupperneq 11

Forvitin rauð - 08.03.1979, Qupperneq 11
11 verkafólksins sjálfs, og það úr atvinnuleys- istryggingasjóðum verkalýðsins. Þetta er ófremdarástand, sem ætti að breyta hið snar- asta Atvinnuleysissjóðir verkalýðsfélag- anna hafa aldrei feitir verió og óhæft að þessir sjóðir skulu tæmdir jafnóðum I fæð- ingarorlofsgreiðslur. Þær raddir hafa heyrst, að eðlilegt sé, að atvinnurekendur greiði slnum verkakonum fullt fæðingarorlof. Væri ekki eðlilegra, að atvinnurekendur-þar með talið ríkið borguðu gjald 1 sameigin- legan sjóð I þessu skyni, sem tryggingar- stofnun ríkisins sæi siðan um úthlutun úr. Ýmis rök mæla með þessari tilhögun. Að sjálfsögðu mundu allir fá greitt úr þessum sjóði - sömu laun fyrir sömu vinnu -. þetta stuðlar einnig að því,aó jafna skyldur. atvinnurekenda. Eins og málum er háttað nú, eru dæmi um, að atvinnurekendur ofsæki barnshafandi konur og hreinlega segi þeim upp, til þess að losna við þessar kvaðir. Þá veldur þessi tilhögun því, að konur eru enn óvinsælla vinnuafl en ella. Krafan I dag ætti að vera 6 mánaða fæð- ingarorlof, sem skiptist milli foreldra, samkvæmt ákvörðun þeirra. Böm eiga rétt á samveru við foreldra sína fyrstu mánuði llfs ins, frekar en nokkru sinni seinna. Mæður eiga rétt á hvíld og samveru við barn sitt fyrstu mánuðina eftir fæðingu og foreldrar ættu að hafa rétt á meiri tlma til f jölskyldú- llfs I tilefni af komu nýs einstaklings. Réttur föður til að að umgangast böm sln hefur verið mjög fyrir borð borinn hingað til- yfirleitt réttur láglaunamanna til fjölskyldullfs. Þrlr mánuðir eru það minnsta frl sem móðirin getur látið sér nægja eftir bamsburð vegna llkamlegra orsaka neilsufars, brjóstgje.far o.fl. Eigi fað- irinn að koma inn I dæmið, verður rétturinn til fæðingarorlofs að vera lengri . Og að lokum: Skyldi svona fjárfesting ekki skila sér I betra sambandi milli foreldra og barna og þar með heilbrigðarieinstaklingum yfirleitt. Hallgerður Glsladórrir Ingibjörg Hafstað persónulýsing med áfastri spurningu Marilyn Monroe framdi ekki sjálfsmorð af þvl hún frétti af leggjunum á mér. Richard Burton skildi ekki við Elizabet Taylor af þvl hann rakst á passamynd af mér. Það er farið úr tlzku að hafa liljuhvíta húð svo ég er bara eins og kviðurinn á dauðum fiski. Tlzkuklæðnaóur nær ekki utan um bogadregnar bugður bylgjulagaðra breiðhliða minna. Ég er gangandi inntak hryllingsins I rómantlskri skáldsögu: lítil, feit, rauðhærð með gleraugu. Og bráðum verð ég svo hrukkótt að hrukkurnar mínar fá hrukkur. Þá verð ég ekki lengur gjaldgeng kona. En ég er ekki hrædd við það ef ég bara gæti fengið að vera manneskja ? auiur haralds

x

Forvitin rauð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.