Forvitin rauð - 08.03.1979, Page 17
17
jafnt sem félagsleg gerð þessara stofn-
ana stuóla að þvl að viðhalda einstakl-.
ingunum, fullorðnum jafnt sem börnum,
varnarlausum innan þessa lokaða kerfis
(1). Sé reynt að kæra mál af þessu tagi,
afgreiða verðir laganna þau oft sem
heimilis- eða hjónabandserjur. Flestum
er kunnugt um kraft þeirrar hugmynda-
fræði semaftrar konu frá því að upplýsa
ástandið og "bregðast skyldum sínum".
RÉTTARSTAÐA BARNA.
Ti1 eru svokölluð barnaverndarlög
eða lög um vernd barna og ungmenna.
Þvl miður hefur mér virst þessi löggjöf
og framkvæmd hennar miðast mest við
hagsmuni og verndun foreldravaldsins,
sem eins konar eignaréttarsjðnarmið. 1
þeim örfáu misþyrmingarmálum, sem hin
lögskipaða barnavernd fæst við, hefur
gengið mikið á áður en gripið er fram
fyrir hendur foreldra. Oft upphefst
þá mikil tilraunastarfsemi þar sem börn
eru ýmist rifin af heimilum eða send
þangað aftur til að þrautreyna óhæfni
foreldranna. Um raunverulegan stuðning
við foreldrana I formi aðhalds og fræó-
slu er allt of sjaldan að ræða. Börn
virðast hér oft verða eins konar hlut-
gerð eign foreldranna. Réttarstaða
þeirra er afar veik, þau eiga sér engan
beinan málsvara og sjálf eru þau ekki I
aóstöðu (félagslega eða þroskalega) til
að geta varið sig sjálf. Sænski pró-
fessorinn Ulla Jacobson bendir á 4
goðsagnir sem þurfi að uppræta til að
hægt sé að mæta þörfum barna á þann
hátt, að velferð þeirra og réttarörygg-
is sé gætt. Þær eru:
"Mamma og pabbi eru alltaf best".
"Mamma og pabbi hafa alltaf mest til
slns máls."
"Mamma er betri en pabbi, að minnsta
kosti fyrir lltil börn".
"Barninu llður alltaf best þar sem það
er niðurkomið". (2)
Ulla Jacobson hefur líka sett fram
hugmyndir um barnaverndarlöggjöf sem
tekur mið af hagsmunum barna. Þar hef-
ur hún meðal annars að leiðarljósi hin
norsku "barnalög" frá 1977. Þessi lög
eru einstæð I því, að þar eru hagsmunir
barnsins I öndvegi og skýrt kveðið á um
skyldur forráðamanna jafnt sem þjóðfél-
agsins gagnvart þvl. Þessi sjónarmið
eiga ekki hvað slst við I meðferð skiln'
aðarmála og forræðisdeilna þar sem
eigingirni og siðleysi ásamt eignarétt-
ar og vöruskiptasjónarmiði fullorðinna
genqur hvað lengst gagnvart börnum. Á
norðurlöndum hafa á undanförnum árum
heyrst háværar raddir um nauðsyn þessað
gæta hagsmuna og réttarstöðu barna I
einmitt þessum málum. Þannig verði
ekki aðeins spornað við þeim órétti
heldur llka andlegum misþyrmingum sem
börn eru oft beitt við þessar aóstæður.
1 þessu augnamiði hafa verið stofnuð
samtök I Svlþjóð sem kalla sig BRIS
(Barnens rátt i samhSllet). Þau vilja
stuðla að bættri réttarstöðu barna
þegar dómsmál eru annars vegar. Þau
benda þó jafnframt á mikilvægi þess að
hjálpa einstaklingunum til að vinna
saman að lausn frekar en að hjálpa þeim
til að vinna hver gegn öðrum I hörðu
réttarstríði. (3) I sama anda hafa
líka róttækir fjölskylduráógjafar sett
fram hugmyndir um réttmæti og nausyn
þess að fjölskyldur I upplausn fái
hjálp við að vinna úr tilfinningatog-
streitum slnum og að nálgast eins við-
unandi ákvarðanir um skipan fjölskyldu-
mála sinna á slnum eigin forsendum og
unnt er. Slíkt forðar foreldrum frá
þvl að þurfa að bltast eins og úlfar um
eigna/forráðarétt yfir börnunum. Nota
þau sem tálbeitu eða vopn til að fá
útrás fyrir hefnd eða særðar tilfinn-
ingar en þurfa svo jafnvel að gefast
upp I mið ju strlðinu og veróa þá að vlsa
málinu til úrskurðar dómsmálaráðuneytis
að fenginni oft illa unninni umsögn
barnaverndarnefndar.
I stað þess er fjölskyldunni hér hjálpað
til að ljúka slnu óuppgerða strlði á upp-
byggilegan hátt þar sem báðum foreldrum er
gert kleift að láta umhyggju fyrir velferð
barna sinna stýra ferðinni I stað niðurrifs-
aflanna gagnvart hvort öðru, sem oft er
grunnt á við þessar aðstæður. Það síðara
biður oft upp á meiri útgjöld, kostnað og
aukna neyslu þar sem einstaklingar I til-
finningalegu ójafnvægi dansa eins og kíkh?
strengjabrúður eftir lögmálinu um hið al-
gilda efnislega verðmætamat - að börnunum
jafnframt meðtöldum. Það er t.d. algengt
að annar aðilinn greiði hinum eins konar
sekt, eða bæti upp tilfinningaskaða I bein-
hörðum peningum. Tvö heimili fullorðinna
eru dýrari en eitt.
Börnin oq fjölskyldan
Foreldrar sem lemja börnin sln eða beita
þau öðru ofbeldi, gera það ekki af þvl að
þau séu svo slæmt fólk, eða börn þeirra
slæm böm. Það sama gildir um eiginmenn
sem beita konur sínar ofbeldi,(barsmlðar
og andleg eða félagslega kúgun). Þessir