Forvitin rauð - 08.03.1979, Page 25
25
HVERNIG ER Aö VERA SKOLABARN ?
Skólinn er mótaður af þvl samfélagi sem
við lifum I.Við veitum honum ábyrgð S
fræðslu og félagslegu uppeldi barna I
a.m.k. 9 ár af ævi þeirra.Það er því mikil-
ragt að umræður um markmið og skyldur þess-
ara stofnanna séu stöðugt lifandi I þjóð-
félaginu.
1 grunnskólalögunurm (nr.63/1974) er
kveðið S um hlutverk grunnskólans.Önnur
grein laganna hljóðar svo:
"Hlutverk grunnskólans er,í samvinnu
við heimilin,að búa nemendur undir llf
og starf I lýðræðisþjóðfélagi,sem er I
sífelldri þróun.Starfshættir skólans
skulu þvl mótast af umburðarlyndi,kristi-
legu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi.
Skólinn skal temja nemendum vlðsýni og
efla skilning þeirra á mannlegum kjörum
og umhverfi,á íslensku þjóðfélagi,sögu
þess og sérkennum og skyldum einstakl-
ingsins við samfélagið.
Grunnskólinn skal leitast við að haga
störfum sínum I sem fyllstu samræmi við
eðli og þarfir nemenda og stuðla að
alhliða þroska,heilbrigði og menntun
hvers og eins.
Grunnskólinn skal veita nemendum tæki-
færi til að afla sér þekkingar ogleikni
og temja sér vinnubrögð,sem stuðli að
stöðugri viðleytni til menntunar og
þroska.Skólastarfið skal því leggja
grundvöll að sjálfstæðri hugsun nemenda
og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs
við aðra."
Við vildum gjarnan kanna viðhorf skóla-
barna sjálfra til skólans og hvað þeim
findist um þessi markmið grunnskólalag-
anna.Eftirfarandi viðtal er tekið við Reyk-
vískan dreng I 12 ára bekk.Hann er s.k.
"lykilbarn" og sér um sig sjálfur á daginn
meðan foreldrar eru I vinnu.Hann vill ekki
koma fram undir nafni,svo við skulum kalla
hann A.
-Eru aðstæður þlnar ðvenjulegar?
Nei,nei.Við erum sjö af strákunum I bekkn-
um,sem erum mikið saman,mömmur tveggja
eru heima á daginn,en hinir eru eins og
ég.
-Geturðu lýst deginum hjá þér?
Já,ég er I skólanum frá tíu mlnútum yfir
átta til korter yfir tólf á daginn.Þá
fer ég heim I hádegismat og síðan I auka-
tlma eftir hádegi flesta dagana.Svo þarf
ég að læra heima.
-Lagarðu þá mat sjálfur I hádeginu?
Nei,það tekur þvl ekki að búa til mat.Ég
kem ekki heim fyrr en hálf eitt og þarf
oftast að vera kominn aftur I tlma klukkan
eitt.Ég borða bara eitthvað,sem til er
heima.
-Hvernig líður svo eftirmiðdagurinn?
Ég fer I aukatímana.Þeir eru oft með bili
á milli,en samt ekki svo löngu bili,að
það taki þvl að byrja að læra heima.Ég
læri þvl oftast á kvöldin.
-Mundirðu vilja breyta einhverju I skól-
anum?
Já,mörgu,en við krakkarnir höfum bara
eingin áhrif.Hver heldurðu að hlusti á
okkur.Ef maður stingur upp á breytingu
og kennarinn segir bara nei,það gengur
ekki,eða það er ekkert gert,þá hættir
maður bara að stinga upp á.Það er öðru
vlsi með ykkur fullorðnu.Ef þið viljið
breyta einhverju I vinnunni og éruð sam-
mála,þá verður þvl breytt.Annars getið
þið hætt og þá yrði að leggja niður vinnu-
staðinn.Þetta geta kennarar líka gert en
ekki við.
-Ef þú gætir breytt stundaskránni,hvernig
mundi hún þá líta út?
Ég vildi hafa tímana I röð,ekki aukatlm-
ana sér og hlé á milli eins og nú er.Ég
mundi líka vilja sleppa við að fara I
leikfimi I annan skóla langt frá.Þá væri
ég búinn klukkan tvö eða þrjú á daginn,
en ekki klukkan sex eins og stundum núna.
En þá þyrfti að vera matur I skólanum.