Forvitin rauð - 08.03.1979, Page 26

Forvitin rauð - 08.03.1979, Page 26
26 -Litist þér vel á að fá mötuneyti í skól- ann? Ég veit ekki alveg ,það fer eftir því hvern- ig maturinn væri.Ég er hræddur um að ef hann yrði lélegur,gætum við krakkarnir ekki haft nein áhrif á að hann yrði betri.En ef hann væri góður þá vildi ég helst hafa hann I skólanum. -En heimavinnanfhvað finnst þér um hana? Ég hef verið I skóla þar sem ekki var nein heimavinna,það er auðvitað best.En þaó væri líka hægt að hafa heimavinnuna £ skðl- anum eftir tímana.Þá mundu allir læra og það yrði fljótt að vana.Síðan ætti maður að fá frl eins og aðrir,þegar þeir koma heim frá vinnu. -Hvernig eru foreldrafundir I þínum skóla? Við erum send heim með tilkynningu.I henni stendur að 5 mlnútna viðtal sé tekið frá fyrir foreldra hvers barns.Slðan fara for- eldrarnir og tala um það sem við höfum sagt þeim um kennarann og skólann,og kenn- arinn segir það sem honum finnst um okkur. Við komum ekkert inn I þetta,blðum bara heima.Mér finnst rétt að við séum með,þegar þau eru að tala um okkur og ef eitthvað er að þá eigum við að geta fengið að segja okkar skoðun á svona fundi.Eins finnst mér að foreldrafundir geti verið með öllum foreldrum,þar sem talað væri um það sem skiptir allan bekkinn máli.Núna hittast foreldrarnir aldrei,þó við krakkarnir séum I sama bekk I mörg ár. Mér finnst þetta vera alls staðar svona skipt eftir aldri,ekki bara I skólanum. Fullorðna fólkið er sér,ekki bara I vinn- unni,heldur llka þegar það skemmtir sér. Krakkarnir eru líka sér og unglingarnir fyrir sig með sínar skemmtanir og áhuga- mál.Það er eins og enginn vilji umgangast hinn hópinni - -Hvað viltu segj um tómstundastarfið £ skólanum? Fyrir 12 ára bekk og yngri er það ekkert. Við verðum að fara £ 1. bekk gagnfræðaskóla til að fá að vera með I tómstundastarfinu. Þá fáum við t.d. borðtennistlma,leðurvinnu ljósmyndun og diskótek.Mér finnst þetta mjög óréttlátt,auðvitað langar alla krakka til að vera með I starfinu,löngu áður en þeir fara I gagnfræðaskóla. —Nú hefur þú lesió aóra grein grunnskóla- laganna,hvað finnst þér um hana? Mér finnst þessi lög alveg rétt,þau ættu að vera svona.Og það er eitt sem ég vildi að þú skrifaðir,þvi það er mikilvægt: Ég vildi aó kennarar skildu að við veróum að hafa áhuga á þvl sem við lærum,annars gengur ekkert og tlmarnir verða leiðinleg- ir og erfiðir fyrir alla. Þannig lítur þessi skóladrengur á að- stöðu sína I dag.Undirrituð tók sérstak- lega eftir þeirri svartsýni,sem kemur fram I viðtalinu,svartsýni um áhrifamátt sinn,sem hann virðist deila með vlhum slnum og bekkjarfélögum.Það vekur vonandi einhvern til umhugsunar um hvernig raun- veruleikinn kemur heim og saman við mark- mið grunnskólalaganna sbr. upphaf grein- arinnar. í þágu hverra er skólinn? Álfheióur Steinþórsdóttir.

x

Forvitin rauð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.