Forvitin rauð - 08.03.1979, Qupperneq 28

Forvitin rauð - 08.03.1979, Qupperneq 28
28 manna nemenda til þess að tryggja þaó, að menntun og fræðsla gangi ekki gegn trúar- og lífsskoðun þeirra." Ég held sannast sagna að flutnings- raaður frumvarpsins, Ragnhildur Helgadóttir átti sig ekki á því hvaða afleiðingar það hefói yrði frumvarpið samþykkt með þessu ákvæði. Reyndar yrói ég persónulega ákaf- lega ánægð færi svo því að þá myndi skól- inn hjálpa mér við að fræða börnin mín um lýðræðislegan sósíalisma, stöðu og kjör valdalausu hópanna £ þjóðfélaginu, róttæka kvennabaráttu, eðli auðhringa og umsvif þeirra bæði 1 þróuðum löndum og vanþróuðum um eðli skólakerfisins og hvernig það er afurð ríkjandi þjóðskipulags; Einnig hvernig núverandi skólakerfi eykur stétta- skiptingu og framleiðir þæga og gagnrýnis- litla þegna sem hugsa lítið og breyta engu þvl að "þetta hefur alltaf verið svona”, en það er nauðsynlegt svo að borg- aralegt þjóðfélag gangi snuórulítið fyrir sig. Þá myndu kennararnir að sjálfsögðu ekki láta undir höfuð leggjast að fræóa börnin mln um það hvernig sósíalískir flokkar á Islandi og vlðar hafa gengið bæði meðvitað og ómeðvitað á hönd ríkjandi ráða- og peningastétt og horfið þar með frá eða að minnsta kosti linast I rétt- indabaráttu alþýðunnar. Ég minntist á róttæka kvennabaráttu áðan, auðvitað væri ég ekkert á móti þvl að skólinn tæki fyrir I nokkrum þjóófélagsfræðitlmum t.d. hvern- ig karlar I sósíallískum flokkum "gleyma" konunum og einnig I verkalýðshreyfingunni. En auðvitað er þaó ekki þetta sem Ragn- hildur á við; hún á við að banna skuli að ræða I skólunum aðrar lífsskoðanir en borgaralegt þjóðfélag viðurkennir. En það er bara gert I miklum mæli I reynd og hefur verið svo frá upphafi skðlahalds hér á landi. Fyrrnefnt ákvæði er llka ákaflega vanhugsað og fávlst þar sem alls ekki er unnt að tryggja foreldrum það að börnin þeirra verði ekki fyrir annarri innrætingu en fellur að þeirra eigin skoð- unum, hvorki I skólanum né annars staðar. Þar koma einnig viö sögu fjölmiðlar, kvik- myndir, bækur, blöð o.s.frv. Þrátt fyrir óskhyggju einhverra er það staðreynd að heimilin eru líka hluti af samfélaginu, fólkið þar lifir ekki I tómarúmi og hversu friðhelgt hið svokallaóa einkallf kann að vera er ekki hægt að greina það algerlega frá því sem nefnt er opinbert llf. Hvoru tveggja er að mestum hluta stýrt ofan frá, stýring einkalífsins er hins vegar ekki eins analiós oa stvring hins opinbera. LÖG OG REGLUGERÐIR STANGAST A. Vitaskyld dettur engum heilvita manni I hug að halda þvl fram að I skólunum megi eða eigi að fara fram einhliða inn- ræting af neinu tagi og I lögum um grunn- skóla frá 1974 eru einmitt ákvæði sem eiga að tryggja að svo verði ekki. En kennurum er vissulega mikill vandi á höndum og hlutverk þeirra ekki létt þegar þeir eiga að fara að framfylgja þeim lagaákvæðum I daglegu starfi. Hvernig eiga kennarar t.d. að fara að þvl "að haga störfum sln- um I sem fyllstu samræmi við eðli og þarf- ir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins", þegar nemendafjöldinn I bekknum er það mikill að útilokað er að sinna nemendum einstaklingslega nema að litlu marki. Og þegar krafist er af öllum að tileinka sér ákveðið námsefni fyrir samræmd próf. Eða hvað á kennarinn að gera til að uppfylla það ákvæði laganna þar sem segir að "þjálfa skuli hæfni þeirra (nemenda) til samvinnu við aðra (leturbreyt. mín) þegar sú staðreynd blasir við að samkeppni er stöðug milli nemenda. Einnig milli skóla - sérstaklega eftir að samræmt grunnskðla- prðf komst á - og svo milli kennara og kennslugreina o.s. frv. Hvernig á kenn- arinn að útskýra það fyrir nemanda t.d. I 9. bekk að velgengni hans á grunnskóla- prófi hljóti að kosta tap fyrir annan? Þannig stangast á lögin og framkvæmd þeirra. Menntamálaráðuneytið gefur út reglugerðir, tilskipanir og námsskrár sem gera það ókleyft I raun að framfylgja umræddum lögum. Þau eru vissulega mörg ljónin sem verða á vegi kennara sem vilja framkvæma grunnskólalögin. Er þá ekki átt við starfið I einstökum skólum en það er mjög mismunandi og misjafnt hvernig hverjum og einum tekst að sníða verstu vankantana af kerfinu. Og llka er mis- jafnt hversu meðvitað og markvisst kenn- arar vinna saman, en samvinna þeirra held ég að sé víðast hvar af skornum skammti. __________________________frh. 3 bls 33

x

Forvitin rauð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.