Forvitin rauð - 08.03.1979, Page 29

Forvitin rauð - 08.03.1979, Page 29
29 STARF MEÐ UNGLINGS STELPUM HUGLEIÐINGAR UM FEMINISKA UPPELDIS- STARFSEMI OG TILRAUNIR TIL AÐ KOMAST ÚT OR HINU HEFÐBUNDNA KVENHLUTVERKI ÞRÖUN HUGMYNDA UM STOFNUN UNGLINGA- STELPNAHÖPA aóar gamlar), hefur líka verió oft á vörum okkar, enda sá hlutur, sem viö getum einna helst haft áhrif á innan starfssviós okkar. Og þó svo aö við sjálfar sem fullorðnar manneskjur, eigum enn £ erfiðleikum meó þetta hefðbundna kvenhlutverk og eigumsjálf- sagt langt eftir £ land jafnréttisins, þá er sem betur fer meóvitund margra okkar orðin þaö mikil, að við erum farnar að verjc okkur og berjast gegn kúgun kyns okkar £ nánasta umhverfi og á vinnustöðum. 1 nóvembermánuði siðast liðinn var ég mætt á ráðstefnu i Vestur-Þýskalandi, ásamt nokkrum hundruðum annarra kvenna. Tilgangur ráðstefnunnar var að ræða starf okkar sem fóstrur, félagsráðgjafar, uppeldisfræöingar eða kennarar með unglingum á frfsundaheimil- um, upptökuheimilum, skólum o.s.frv. Umræður okkar snérust þó sérstaklega um uppeldisstarf með unglingsstelpum. Við ræddum enn einu sinni hvert þjóðfélagslegt gildi vinna okkar hefði, hvaða reynslu við hefðum safnað og hvernig áframhaldandi starf ætti að fara fram. Þær konur sem þarna voru saman komnar eru flestar virkir meðlimir kvennahreyfingar- innar þýsku, meira eða minna starfandi á upp- eldissviði. Þar sem ég hef sterkan grun um að unglinga- starfsemi á Islandi sé eins og á flestum öðrum stöðum £ vestur Evrópu miðuð við þarf- ir og óskir karlkyns unglinga (sjá seinna £ greininni), finnst mér mikilvægt að benda á önnur form varðandi þessa starfsemi. Þessar hugmyndir eru bæði byggðar upp á um- ræðum innan kvenahreyfingarinnar um þetta málefni svo og á eigin reynslu. Miðast þær við beint uppeldi og stuðning gegn kúgun stelpnanna innan frfstundaheimilisins. Sl£kt starf er auðvitað jafn mikilvægt innan veggja skólanna, heimilanna og annarra fél- agsstofnanna. Sennilega eru nokkur atriói £ grein þessari, sem ekki «r hægt að færa yfir á fslenskar þjóðfélagsaðstæður,en meiri hlut ann tel ég þó vera framkvæmanlegan £ hvaða vestræna þjóðfélagi sem er. Með vaxandi skilningi og meðvitund kvenna vim stöðu þeirra £ samfélaginu, með þvi að æ fleiri konur verða óánægðar með þessa þröngu hlutverkaskiptingu og uppskriftir um hvernig konur eiga að haga sér og hvað er kvenlegt, hefur l£ka tala virkra meðlima kvennahreyf- ingarinnar farið vaxandi. Þessar hugsanir okkar og umræður, kvöld eftir kvöld, um hvemig er litið á okkur sem konur, hvers vænst er af okkur, óréttlætið sem vió upplifum £ daglegu l£fi, hafa orðið til þess að við erum famar að framkvæma. Spurningin um það hvernig okkur hefur verið þrengt inn £ þetta kvenhlutverk, frá þv£ að við fengum fyrstu bleiku húfuna (ekki orðnar eins mán- KYNJAMISRÉTTI INNAN VEGGJA UNGLINGA- HEIMILISINS. Þróun starfsins með stelpur á aldrinum 12- 20 ára var eftirfarandi: Byrjunin var mjög hikandi. Konur starfandi £ skðlum eða á ung- lingaheimilum byrjuðu smám saman að ræða við unglingana um kynajamisrétti og daglega hegðun þeirra. Spurningar eins og af hverju strákar væru yfirleitt fyrstir til að koma sér £ stöður , er máli skipta innan ung- lingaheimilisins, færu oftar £ slag eða gengju aldrei £ pilsi, voru dregnar fram £ dagsljósið. Einnig umræður um, af hverju það þykir svo sjálfsagt að stelpumar smyrji brauðið og lagi til eftir ballið, keppist um að standa fyrir framan spegilinn og mála sig (fyrir hvem?) eða draga sig £ hlé um leið og á að fara að gera einhverja verkleg;

x

Forvitin rauð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.