Morgunblaðið - 24.04.1958, Síða 6

Morgunblaðið - 24.04.1958, Síða 6
MORGUHBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. apríl 1958 6 BONN OG MOSKVA FYRIR stuttu síðan gerðu Vestur-Þjóðverjar og Rússar með sér allþýð- ingarmikinn samning um ýmis mál og hafði þá staðið lengi nokkurt þóf milli vestur-þýzkrar sendinefndar og stjórnarinnar í Moskvu. Það kom nokkuð á ó- vart, að samningar skyldu takast og þá ekki sízt að þeir skyldu takast einmitt nú, þegar svo margt hefur á milli borið og er í því sambandi bent á ákvörðun Vestur-Þjóðverja um að taka við flugskeytum frá Bandríkjunum. ★ Þegar rifjaður er upp aðdrag- andi samningsins, er rétt að minná á bréf Bulganins til Ad- enauers, sem sent var 5. febrúar 1957, þar sem Rússar óska eftir að betra samband verði í fram- tíðinni á mili landanna. Bulgan- in tók þó fram í þessu sambandi, að ekki þýddi að ræða við Rússa um sameiningu Þýzkalanas og varaði við því að gera landið að „stökkbretti atómstyrjaldar" — Hins vegar stakk Bulganin upp á nokkrum atriðum sem gætu orð ið til þess að bæta sambúðina milli þjóðanna og var þar sér- staklega um að ræða verzlunar- samning ogsamkomulag ummenn ingarleg og tæknileg samskipti en auk þess samkomulag um skrifstofur konsúla í báðum lönd unum. Einnig minntist Bulganin á heimsendingu Þjóðverja úr Rússlandi. Adenauer kanslari svaraði þessu bréfi og mótmælti afstöðu Bulganins til sameining- arinnar og ennfremur athuga- semdum hans út af þátttöku Vest ur-Þjóðverja í Atlantshafsbanda laginu. Jafnframt tók Adenauer vel undir að samningar yrðu teknir upp um verzlunarmál og þau önnur mál, sem Bulganin hafði stungið upp á. Kanslarinn minnti á ferð sína til Moskvu fyrir nokkru síðan og það loforð rússnesku stjórnarinnar, að Þjóð- verjar mættu snúa heim til lands síns aftur og gilti þá einu, hvort þar væri um að ræða stríðsfanga eða aðra Þjóðverja, sem í land- inu væru. Nú var orðinn til jarð- vegur fyrir nýja samninga, en í þeim bréfaskiptum, sem nú fóru á eftir, kom þó í ljós, að Rússar drógu nokkuð í land, hvað varð- aði heimsendingu þýzkra manna. Stuttu eftir að hið fyrst Bul- ganinbréf var sent, eða í apríl 1957, sendu Rússar fyrsta hótun- arbréf sitt til Vestur-Þjóðverja út af kjarnorkuvopnum. í lok maí reyndi Bonn-stjórnin með nýju bréfi til Rússa að reyna að ryðja braut nýjum viðræðum um sameiningu landanna, en hótanir Bulganins héldu áfram og í júni sendu Rússar bréf, sem í Bonn var talið „óvenjulega haiðort“. Krúsjeff birtist nú allt í einu í Austur-Berlín og var það talið tákn þess, að Rússar vildu halda fast við að kljúfa land og þjóð Þýzkalands. Komu þá Vesturveld in þrjú og vestur-þýzka stjórnin saman í Berlín og gáfu úf hina svokölluðu Berlínar-yfirlýsingu í ágúst 1957, þar sem skýrt var tekið fram, að Vesturþjóðirnar stæðu einhuga með Þjóverjum í sameiningarmálinu. — Krúsjeff svaraði því sem háværast með því að fullvissa kommúnista- stjórnina í Austur-Þýzkalandi um óbilandi stuðning Rússa. Þeg- ar komið var fram á haustið 1957, var þess vegna andrúmsloftið milli Bonn og Moskvu sízt af öllu gott og væntu þá fæstir þess lengur að neitt yrði frekar úr. þeim samningum, sem Bulganin hafði stungið upp á. Kosningarn- ar í Vestur-Þýzkalandi urðu sízt af öllu til að uppfylla óskir Rússa og loks kom nýtt bréfaflóð frá Moskvu í sambandi við NATO- fundinn í París í desember og nýjar hótanir. Loks kom nýtt að- vörunarbréf frá Bulganin út af atómvopnunum, en Vestur-Þjóð- verjar svöruðu því með því að þingið samþykkti að heimila að vestur-þýzki herinn yrði væddur með kjarnorkuvopnum. Á þessu sviði er því Ijóst, að mótsetning- arnar hafa fremur harðnað milli Vestur-Þjóðverja og Rússa held- ur en hitt. Hinn 22. júlí 1957 kom sendi- nefnd vestur-þýzku stjórnarinnar til Moskvu til að taka upp samn- inga samkvæmt uppástungu Bul- ganins. Samningsviðræðurnar byrjuðu vel en bráðlega gerðist mikið þjark og lögðust samninga viðræður nokkurn veginn niður, eða urðu mjög dræmar. Stjórnin í Moskvu taidi nú öll tormerki á að leyfa þýzkum mönnum að fara úr landi, en Bonn svaraði með því að segja, að ef Rússar héldu fast við þetta sjónarmið þá kæmi heldur ekki til greina, að Vestur-Þjóðverjar hefðu nein verzlunarviðskipti við þá né önn- ur samskipti. Vikur liðu í mikið þjark og virtist svo sem sendi- BORGARI“ hefur skrifað Vel- vakanda eftirfarandi bréf: „Hvað eftir annað heyrast kvartanir um skemmdir á trjá- gróðri í görðum fólks eða áþekka skemmdarstarfsemi. Fjölda marg ir, sem hafa unnið og vinna af alúð við að fegra lóðir sínar og garða, sjá kannske einn morgun allt þetta starf sitt í rústir lagt. Öflug girðing er oft engin trygg- ing gegn því, að skemmdarvarg- arnir komist inn í garðinn. Þenn- an ófögnuð þarf að stöðva í tíma. í flestum tilfellum eru hér að verki prakkarastrákar um ferm- ingaraldur. Þarf lögreglan að vera vel á verði í þessu efni og taka hart á, ef til sést. Dugleg flenging upp á gamla móðinn gæti verið nauðsynleg, fram- kvæmd á skemmdarstaðnum þeg ar í stað án nokkurrar rekistefnu. Strákur, sem hlotið hefir réttlát- an rassskell, mun hugsa sig vel um, áður en hann endurtekur það sem honum var refsað fyrir. — Eitt er víst, eitthvað þarf að gera í þessu efni nefndin yrði að snúa heim erindis laus. Viðræðunum var hætt um tíma, en teknar síðan upp aftur og tókst enn nýtt þóf, en Vestur- Þjóðverjar héldu fast við sitt og þar kom að Rússar létu undan. ★ Vestur- Þjóðverjar eru allvel ánægðir með endalok samning- ana, tekizt hefur samkomulag um vöruskipti og greiðslur fram í framtíðina og ennfremur sam- komulag um verzlunarviðskipti á yfirstandandi ári og auk þess ýmis atriði varðandi siglingar og verzlun almennt. Sovét-stjórnin hafði viljað fá samning um að viðskipti næmu ekki minna en 6,6 milljörðum rúblna á 5 árum, en Vestur-Þóðverjar vildu ekki ganga inn á sro háa upphæð og var endirinn á, að verzlunarvið- skiptin skyldu nema 3 milljörð- um rúblna á þremur árum. Gert var samkomulag um heimsend- ingu þýzkra manna, sem ýmsum þótti nokkuð laust í reipunum, en talið er að það veiti þó all- mikla möguleika til þess að nú geti mikill fjöldi Þjóðverja aftur snúið heim frá Rússlandi. Vorið er komið. UMARDAGURINN fyrsti er merkilegur og sérstæður ís- lenzkur tyllidagur, arfleifð frá forfeðrum okkar og hinu þjóð- lega tímatali þeirra. Til forna mun tímatal hér á landi fyrst og fremst hafa miðazt við vikur og misseri, og höfðu fornmenn sam ið mjög mikil fræði um þessi efni, sett ákvæði um sumarauka og hver veit hvað. Eftir að hinn nýi stíll var upp tekinn hérlendis árið 1700, ber sumardaginn fyrsta upp á fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl. Enn er til fólk, sem miðar allt við sumar- og vetrarkomur og telur tímann í vikum sumars og vetrar. Úti í heimi munu menn ekki vera á eitt sáttir um það, hvenær árstíðaskipti séu. Vetur, sumar, vor og haust eru $S sönnu orð, sem mönnum eru þar ofarlega í huga, en þó munu menn ekki gera sér ljósa grein fyrir, hvenær hver árstíð hefst, finna það bara á sér, Hið sama gildir raunar um vor og haust hjá okk- ur Talið er að samningurinn hafi orðið til þess, að bæta nokkuð um samkomulag milli Vestur- Þjóðverja og Rússa og gæti orðið byrjun á öðru meira. En Vestur- Þjóðverjar gera sér fyllilega ljóst, að það muni verða erfitt og langsótt að ná nokkru sam- bandi við Rússa um sameiningu EITT MESTA vandamál lista- manna í París hefur löngum ver- ið skorturinn á viðunandi hús- næði. Útlendingar, sem þar vilja dvelja, neyðast til að gista dýr hótel, að sjálfsögðu án nauðsyn- legra vinnuskilyrða. Nú hefur að nokkru leyti rofað til í öngþveiti þessu, þó að langt frá því sé ráð- in bót á húsnæðisskorti lista- manna þar. Franska ríkið, ásamt bæjarstjórn Parísar hafa ákveðið að byggja listamannahverfi Cité Internationale des Arts að fyrir- mynd stúdentahverfisins Cité Universitaire. Hverfi þessu hefur verið valinn • staður á hægri Sumarkomunni er fagnað á þessu norðlæga landi. Stundum er reyndar napurt og hvasst á sunaardaginn fyrsta, síðustu dag- ana hefur manni jafnvel dottið í hug, að e. t. v. yrði þá snjóföl á jörð að morgni þetta árið. En hvað sem því líður, er eitt víst: hlýrri tíð er skammt undan, meiri birta — og minni drungi í hug- um okkar. Og við höfum þegar séð þess merki, að vorið er í nánd. í görð- um eru dvergliljur, sem hér fyrr um nefndust reyndar krókusar, fyrir löngu komnar upp og sums staðar fallnar aftur, en nú skarta þar páskaliljur og hinar bláu perlu- og stjörnuliljur. Ef nátt- úran hefur ekki brugðið vana sínum, hafa rauðblá vetrarblóm in skotizt upp úr melbörðum, gró stönglar elftinganna, góubeitl- arnir eða skollafæturnir, eru líka komnir í ljós og jafnvel litlir, rauðir blómknappar á kræki- lyngið. Það er fullkomin ástæða til að við bjóðum hvert öðru gieðilegt sumar þjóðarinnar.. Telja margir, að Rússar séu fjær því nú en nokkru sinni að ljá máls á viðræðum um það stórmál. En þegar á heildina er litið, er talið að samn ingarnir séu mikill sigur fyrir vestur-þýzku stjórnina og hefur almenningur í Þýzkalandi fagnað samningsgerðinni. bökkum Signu við Ovai de I’Hotel de Ville á milli Rue des Nonnains d'Hugéres og rue du Pont Louis Philippe. Fyrirhugað er að byggja 200 vinnustofur á- samt íbúðum fyrir málara, mynd- höggvara, grafiklistamenn, arki. tekta, listiðnaðarmenn og tón- listarmenn. Auk þess samkomu- sali, matsali, setustofur, bóka- safn, fyrirlestrarsali og sýning- arsal. Bílageymsla verður í kjall- ara. Verzlanir verða með vörur viðkomandi listgreina, innrömm- unarverkstæði, bókabúð og fl. Stærð íbúða verður yfirleitt eitt herbergi og eldhús, W.C. og bað, en vinnustofur misstórar eftir listgreinum. Af þessum 200 vinnustofum eru 50 ætlaðar frönskum listamönnum en 150 standa útlendingum til boða. Um 25 þjóðum, borgum eða lista- mannasamtökum mun verða gef- inn kostur á kaupum hkitabréfa, Hver þjóð fær keyptar mest 6 vinnustofur. Hlutabréf sem tryggja eignarrétt yfir 6 vinnu- stofum ásamt íbúðum kosta ð milljónir franka. Einnig er hægt að kaupa hálfan hlut fyrir 3 millj franka og veitir hann eigendum umráðarétt yfir 6 vinnustofum í 6 mánuði á ári. Hlutaðeigandi þjóðir ákveða sjálfar hvers kon- ar vinnustofur þær kaupa og hvaða mánuði þær hyggjast nota þær. Eigendur borga að sjálfsögðu enga húsaleigu, aðeins Ijós, hita, ræstingu og hússtjórn. Til að fyr irbyggja misnotkun húsnæðis- ins munu væntanlegir íbúar þurfa samþykki stjórnar hverf- isins. Dvalartími listamanna er takmarkaður við 2 ár en aldur þeirra skiptir ekki máli. Erlend- ar þjóðir koma til með að eiga 6 fulltrúa í stjórn hverfisins og nú þegar starfa að undirbúningi fulltrúar Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands. Óþarfi mun að ræða hversu gífurlegur gjaldeyrissparnaður það yrði að eiga húsnæði 1 þessu hverfi. Allir unnendur franskrar listmenningar hljóta að óska þess að ísland noti þetta einstaka tækifæri og kaupi nokkrar vinnu stofur og tryggi þar með um alla framtíð íslenzkum lista- mönnum hagkvæm vinnuskilyrði og samastað í háborg allra lista. Tveggja ára ókeypis dvöl í París, þættu ekki óglæsileg lista- mannalaun. Veturliði Gunnarsson, Vífilsstöðum. Deilf um sauð- fjárbaðanir LAGAFRUMVARPIÐ um sauð- fjárbaðanir var til 2. umr. á fundi neðri deildar Alþingis á þriðjud. Landbúnaðarnefnd deildarinnar hafði borið fram tvær breytinga- tillögur. Fjallaði önnur um, að baðanir skuli framkvaemdar ár- lega, eins og nú er ákveðið í lögum. I frumv. var upphaflega gert ráð fyrir, að reglulegar bað- anir skyldu aðeins fara fram ann- að hvort ár. Um þetta atriði urðu allmikil orðaskipti milli Ásgeirs Bjarnasonar, framsögumanns landbúnaðarnefndar, og Stein- gríms Steinþórssonar, sem lagð- ist gegn fyrrnefndri breytinga- tillögu, og taldi frumv. lítils virði, ef hún næði fram að ganga. Er gengið var til atkvæða, voru breytingatillögur nefndarinnar samþykktar (tillagan, sem sagt er frá að ofan með 16 atkv. gegn 4) og frumv. svo breytt afgreitt til 3. umr. Á sæluviku Skagfirbinga Sæluviku Skagfirðinga er nú lokið, en hún stóð síðustu viku. Margt og mikið var þar um dýrðir, leiksýningar, málfundur, kvikmyndasýningar og svo náttúrlega dansleikir fram undir morgun síð- ustu daga vikunnar. Mikill fjöldi fólks sótti sæluvikuna nú sem jafnan áður og munu hafa verið á 7. hundrað manns saman komið í félagsheimilinu Bifröst þegar flest var s.l. laugardag. __ Mynd þessi er tekin á einum dansleiknum á sæluvikunni. (Ljósm. vig). sbrifar úr daglega lífinu Skemmdarverk í görðum Listamannahús í París

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.