Morgunblaðið - 03.04.1959, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.04.1959, Qupperneq 17
Föstudagur 3. aprfl 1959 MoncrrNRLAfíiÐ 7 síkoðunar, heldur reyna þeir aevinlega, þegar endurskoðun kosningalaga er á döfinni, að tefja þá endurskoðun og hindra með málamyndatillögum, sem enginn getur fallist á. Ég mun rekja þetta atriði nokkuð nánar hér á eftir. Helstu gagnrök andmælenda tillagna Sjálfst.fl. og Alþfl., framsóknarmenn bera einkum fyrir sig þessar röksemdir. 1. þessar tillögur afnema gömlu kjördæmin, sem eru grundvöll uð á helgum rétti og sögulegri þróun. 2. Þær slíta þingmennina úr tengslum við kjósendur og sveitunum verður illmögulegt að fá málum sínum framgengt. 3. Hlutfallskosningar auka smá- flokka og gera því stjórna- skipunina valtari, 4. Þær draga úr jafnvægi í byggð landsins. Afnám kjördæma: Um afnám kjördæmanna er það að segja, að hér er ekki verið að leggja eitt eða neitt niður, held ur sameina. Ég nenni ekki hér á þessum vettvangi að elta ólar við slíka Tímaspeki, en skírskota til málvenju um þetta atriði. Hins-j vegar má benda á, að skv. til- j lögum flokksþings Framsóknar- j manna leggja þeir einnig til að ýmis „gömul“ kjördæmi verði j „afnumin“ eða „lögð niður“ eftir , merkingu þessarra orða í Tíman j um undanfarið, og fæ ég ekki séð j á hvern hátt „helgum rétti“ j þeirra er á annan hátt varið en annarra. Um helga réttinn og sögulegu þróunina ræddi ég lítil- lega hér að framan. Eins og ég gat um eru núverandi kjördæmi í meginatriðum byggð á konung- legri tilskipun 1834, og þessu fyr- irkomulagi þröngvað upp á ís- lendinga og var stöðug barátta af þeirra hálfu til þess að fá þetta fyrirkomulag afnumið. Þessi skip an var svo byggð á sýsluskipun- inni, sem sömuleiðis er útlend að uppruna og alls ekki undantekn- ingalaust í samræmi við stað- háttu. Hér var um lögsagnarum- dæmi danskra yfirvalda að ræða. Núverandi skipan helgast því enganveginn af sögulegri þróun. Hitt er svo annað mál, að tillög- urnar um kjördæmin átta eru mjög í samræmi við goðorðaskip unina, og ef um sögulegan rétt er að ræða, þá er hann helst í samræmi við tillögur Sjálfst.fl. Og Alþfl. Tengsl þingmanna Að kjördæmaskipan skv. tillög um Sjálfstfl. og Alþfl. slíti þing menn úr tengslum við kjósendur ■og rýri rétt sveitanna, þá skír- skota ég enn til framansagðs. Kjósendur í sveitunum eiga betra með að koma málum sínum fram, þeim mun fleiri sem fulltrúarnir eru og má í því sambandi benda á reynsla af núverandi tví- menningskjördæmum. Hlulfallskosningar. Um að hlutfallskosningar ýti undir myndun smáflokka, þá er það rétt, að sá möguleyki er fræðilega fyrir hendi. Það er þó næsta auðvelt að stemma stigu fyrir slíkri þróun með því t.d. að lögbjóða, að flokkur fái ekki full trúa á Alþingi nema hann hafi yfir 5% greiddra atkvæða í kosn ingunum samanlagt. önnur fleiri úrræði eru einnig fyrir hendi, en það verður þó að teljast vafa samt, að hindra framgang skoð- ana, þótt minnihluti sé og það er réttur minnihlutans, sem er eitt höfuðatriði lýðræðiskenningar- innar. Með lágmarksprósentu er hæglega komið í veg fyrir mynd un slíkra smáflokka. Hér má líka benda á það at- riði, að skv. tilhögun fiokksþings Framsóknarmanna leggja þeir til, að meiri hluti kjósenda kjósi eftir hlutfallskosningum, þ.e. í Reykja vík og sumum kaupstöðum, þar sem þeir eiga lítils fylgis að fagna, en einmenningskjördæmi halda kostum sínum í augum þeirra þvi aðeins, að þeir séu í meiri hluta í kjördæmi eða því sem næst. Ber hér allt að sama brunni um heil- indi Framsóknarmanna í máli þessu. Jafnvægi í byggð landsins. Að tillögurnar dragi úr jafn- vægi í byggð landsins verður að telja full djarfa ályktun. Hjörtur nokkur Hjartarson, starfsmaður S-Í.S. ritaði hinn 26. febr. s.l. grein á æskulýðssíðu Tímans, innihaldandi eftirfarandi m.a.: „Auðvitað er það ætlun Sjálf- stæðismanna að fólkið úti á lands byggðinni sjái sér ekki fært að vinna fyrir sér, nema undir hand arjaðri Sjálfstæðisflokksins við Faxaflóa.“(H!) Og svo föst er þessi greindarlega ályktun í huga Hirti og óttinn við að menn úti um land táki sig upp og flytji í náðarfaðm íhaldsins, að hann endurtekur nokkrum línum neð- ar: „Sjálfstæðismenn þykjast sjá það í hendi að ef þeir geta komið fólkinu á ein- hvern handa máta (??) undir á- hrifavald sitt hér við Faxaflóa, þá sé engin hætta að öll mót- spyrna af hagsmunasamtökum al- þýðunnar muni verða yfirbuguð." (hvílík stílsnilld???) Skyldi mað- urinn trúa þessu sjálfur? Slíkar röksemir eru dæmigerð- ar fyrir menn á borð við téðan Hjört, en ég tel óþarft að ræða það nánar við fólk gætt méðal skynsemi, utan ætta og atvinnu- framsóknarmenn, sem þarna eru vitaskuld að vinna fyrir fjölskyld um sínum. « Ég minni aðeins á, að skv. til- lögunum hafa sveitirnar sömu að- stöðu og áður, hvað snertir þing mannafjölda. Hinsvegar er nú- verandi kjördæmaskipun ef til vill á sinn hátt nokkur þáttur í flótta fólks af landsbyggðinni þ.c. vegna atvinnukúgunnar þeirrar, sem mögmleg er og átt hefur sér stað í einmenningskjördæmum, þar sem einn aðili einokar allt al vinnulíf. Stjórnlagaþing. Ég gat um það hér að framan, að Framsóknarflokkurinn væri að líkindum ekki heill í máli þessu. Ég bendi á það, að Fram- sóknarmenn hafa aldrei borið fram formlegar tillögur í kjör- dæmamálinu, hvorki á Alþingi eða í stjórnarskrárnefnd. Hins- vegar hafa þeir oft tæpt á ýmsum möguleikum og þá til þess að tefja málið eða hindra, t.d. til- laga Karls Kristjánssonar í stjórn arskrárnefnd, sem virðast vera þeirra síðasta orð í bili, að sér- stakt stjórnlagaþing útkljái stjórn arskrármálið í heild, en til þessa þings megi „stjórnmálaflokkar, sem eiga fulltrúa á Alþingi eða boðið hafa fram til Alþingis, ekki bjóða fram“. Það er því ljóst, hve óraunhæf- ar þessar tillögur um stjórnlaga- þing eru. Það má- segja að það sé næstum óframkvæmanlegt og það ‘sjá höfundar tillögunnar manna bezt. Slíkar tillögur eru eingöngu framdar til þess að tefja fram- gang stjórnarskrármálsins, en það er líka helsta áhugamál Fram- sóknarmanna. meirihluta á þingi. Heilar stétt- ir og fjölmennar geta orðið áhrifa lausar á þingi að heita má, ef flokkaskiftingin fer eftir stéttum og þær hafa ekki meirihluta nema í örfáum kjördæmum. Tii dæmis gæti svo farið, ef svipuð þróun yrði framvegis og verið hefur, að bændur og sveitafólk réði ekki kosningu nema í þrem eða fjór- um kjördæmum á landinu eftir nokkur ár. Enn er þess að geta, að nokkrum vandkvæðum er bundið að finna eðlilega skiftingu Iandsins í einmenningskjördæmi, svo að þau væm nokkuð jöfn að mannfjölda.“ Svo mörg voru orð Halldórs 1949. Nú ritar hann svo grein í Tímann, þar sem hann telur ein- menningskjördæmin hið eina rétta og kannast ekkert við fyrri ummæli sín. Niðurlag Góðir fundarmenn, ég gerist nú langorður úr hófi, en ég vona að mér verði virt það til vorkunn- ar, að þýðingarmikið umræðu- efni er á dagskrá og vildi ég gjarnan gera því sem bezt skil. Ég lýk þessum bollaleggingum með því að benda á þá hættu, sem núverandi kjördæmaskipun býður upp á og á ég þar við hræðslubandalagið og mögulegt atkvæðabrask. Þessi hætta er einnig fyrir hendi, séu einmenn- ingskjördæmin lögð til grundvall ar við endurskoðun kosningalag anna. Það er á hinn bóginn mikl- um takmörkunum háð, þar sem um er að ræða fá, stór kjördæmi, og hæpið að flokkur afhendi öðr- um flokki svo stóran hluta fylgis síns, sem svarar fylgi í einu slíku kjördæmi, sem væri áttundi hluti heildaratkvæðamagns flokksins. Þjóð, sem býr við ranglát kosn- ingalög, býr ekki við lýðræðis- skipulag. Þeir menn, sem fara með löggjafarvaldið, verða að njóta stuðnings meirihlutans og trausts, þess vegna er það grund- vallaratriði að Alþingi sé skipað í samræmi við þjóðarviljann áð- ur en þýðingarmiklar ákvarðan- ir eru teknar í mikilsverðum málum. Þess vegna þolir kjör- dæmamálið enga bið. Við skulum vona, að við skip- an kjördæmanna verði fyrst og fremst heill þjóðarinnar höfð að markmiði, við skulum vona að stjórnmálalegt jafnrétti þjóðar- innar sé ekki langt undan. Samkomur Frá Guðspekifclaginu Reykjaví'kur-stúkan heldur aðal fund sinn í kvöld, föstud. 3. þ.m. og hefst hann kl. 7,30 á venjuleg um stað. Nauðsynlegt er að félag- ar stúkunnar sæki fundinn. — Að i þeim fundi loknum, kl. 8,30, hefst | venjulegur fundur. Grétar Fells flytur erindi er hann nefnir „Karl og kona“. Að erindinu loiknu verð ur sýnd kvikmynd. — Veitt verður kaffi að lokum. Gestir vel'komnir! 4 SKIPAUTGCRB RIKISINS Periodiskt gáfnafar. Framsóknarmenn hafa heldur ekki alltaf verið svo sammála um ágæti einmenningskjördæmanna og langar mig í því sambandi að tilfæra orð Halldórs á Kirkjubóli, þáverandi fulltrúa Framsóknar- flokksins í stjórnarskrárnefnd, úr Tímanum- 28. júlí 1948. Þar segir Halldór m.a. „Með tilliti til þessa . . . hvílíkur óskapnaður og hringavitlaus hrærigrautur nú- Verandi löggjöf er (þ.e. kjördæma skipulagið), tel ég að það væri til bóta, að landinu væri skift í nokk ur kjördæmi með hlutfallskosn- ingu og uppbótarkerfinu sleppt með öllu. Þetta hef ég sagt og við það stend ég.“ í grein þessarri gerði Halldór grein fyrir ókostum einmennings kjördæmanna og mælist sköru- lega. Hann segir: „Fésterkir menn og flokkar geta truflað eðlilega skiftingu milli flokka og keypt sér lausafylgi með ýmsum aðferð- um og þannig unnið kjördæmi. Minnihluti kjósenda getur unnið SKJALDBREIÐ vestur um land til Akureyrar, hinn 8. þ.m. — Tekið á móti flutn- ingi til Tálknafjarðar, Húnaflóa og Skagafjarðarhafna og Ölafs- fjarðar í dag. — Farseðlar seldir á þriðjudag. HERÐUBREIÐ austur um land til Þórshafnar, hinn 9. þ.m. — Tekið á móti flutn- ingi til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, — Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, — Bakkafjarðar og Þórshafnar, á mánudag. — Farseðlar seldir á miðvikudag. — M.s. Helgi Helgason fer til Vtstmannaeyja í kvöld. Vörumóttaka í dag. Sigurður Olasoli Hæstaréllarlögniaður Þorvaldur Lúðvíksson Héraðsdómslögmaður Málflulningsskrifstofa Austurstræti 14. Sími 1-55-35 stanley] væntanleg. Tökum á móti pöntunum- LUDVIG STORR & Co. BÍLL Vil kaupa lítinn sendiferða- eða pall-bíl, með skúffu. Má verá eldri gerð, helzt Fordson eða Chevrolet. Tilb. sendist blaðinu fyrir þriðjudag, merkt: „Stað- greiðsla — 5122“. Húsasmiður óskar eftir ATVINNU, helzt verkstæðisvinnu. — Upplýsing ar í síma 17133, milli kl. 7 og 8 eftir hádegi. Fyrir fermingastúlkur Hvílar peysur Jakkar Töskur Hanzkar Slæður Pils Hattabúð Rcykjavíkur Laugavegi 10. Tveir ungir nienn ó»ka eftir atvinnu eftir kl. 7 á kvöldin. — Margt kemur til greina. Tilb. merkt: „5826“, sendist Mbl. Öxlar með vöru- og fólksbilahjólum, beizli og beizlisgrindur fást hjá okkur. — Kristján, Vesturgötu 22, Reykjavík, sími 22724. íbúd óskast 2—3 herb. ibúð óskast á leigu fyrir 3ja manna fjölskyldu. — Fullorðið reglu- og starfsfól'k. Uppl. í síma 3-63-32, eftir kl. 7 eftir hádegi. Barna- og heiniatnyndalökur Fyrir fermingarveizlur og heimahús. Pantið með fyrir- vara. — Kyrtlar fyrir hendi á stofu. — STJÖRNULJÓSMYNDIR Framnesvegi 19. Sími 23414. Kvöld-eape (blöndun af rauð- og silfurref) til sölu strax. Upplýsingar frá kl. 8—10 í kvöld. Tómasarhaga 39, II. hæð. KEFLAVÍK Óska eftir stóru og rúmgóðu herbergi sem fyrst. Upplýsing- ar í síma 419, milli kl. 7 og 8 næstu kvöld. — Keflavik Vantár 3ja herb. íbúð nú þegar eða sem fyrst. Upplýsingar í síma 82, milli kl. 3 og 6. Húsnæði Óska eftir 2 herb. íbúð. — Upp- lýsingar í síma 16807. 8 milli-iuelra kvikmyndatokuvél óskast. Einnig koma til greina kaup á sýningarvél. — Símar 11909 og 12509. — Keílavík — Mjas iívík Amerísk hjón óska ‘ftir 2ja til 3ja herb. íbúð, helzt með ein hverju af húsgögr n. Tilboð óskast sent til afgr. 'u Mbl., í Keflavík fyrir n.k. niðviku- dagsikvöld, merkt: „13 — 1264“ ATVINNA Dugleg stúlka óskast til af- greiðslustarfa sem fyrst. VEITINGASTOFAN Bankastræti 11. Mjóu perlon Nælon mjaðmabeltin komin aftur. — Olympia 4-5 herb. ibúð vantar mig fljótlega, ekki seinna en 14. maí. Tilboð merkt „Verkfræðingur — 5827“, send ist blaðinu. Snyrtivörubúðin auglýsir Til fermingapfa Manrkjúrsett Burslasett HáLmen Ilmvötn Steinkvötn ílýjung Ektu varulitur og hið margeftir spurða nuglulukk í 6 litum, m. a. gyllt og silfrað. — Glæsilegt úrval af snyrtivörum. Sny rl i vörubú ði n Laugavegi 76. — Sími 12275. Hjólbarðar STÆRÐIR: 560x15 640x15 670x15 760x15 600x16 sérstaklega gerð fyrir Land- rover og jeppa. PSlefánsson Sf. Hverfisgötu 103.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.