Morgunblaðið - 21.11.1959, Side 13

Morgunblaðið - 21.11.1959, Side 13
Laugardagur 21. nóv. 1959 MORGUNBLAÐIÐ 13 Ritgerðarkorn og Jón Helgason: Ritgerðakorn og ræðustúfar. 299 bls. — Reykjavík, Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn, 1959. JÓN HELGASON prófessor í Kaupmannahöfn er eflaust einn skemmtilegasti stílisti sem nú skrifar á íslenzka tungu. Mál hans er kjarngott, orðfærið lip- urt og látlaust, og stíll hans þrunginn hinni léttu kaldhæðni, sem gerir 1 senn að ylja lesand- anum og styggja hann til um- hugsunar. í annan stað er Jón einn þeirra ögunarmeistara, sem hverri kynslóð er hollt að eiga og hlusta á. Hann nýtur þeirra sérréttinda að vera búsettur í öðru landi og líta hingað hin- um glöggu augum gestsins. Fyr- ir vikið horfir hann af hærra sjónarhóli en títt er um íslend- inga; hann á léttara með að vanda um við okkur sem heima sitjum, af því að hann er ekki samdauna ósómanum sem hér þrífst víða, meðalmennskunni, kákinu, sofandahættinum, klunna skapnum og hræsninni. Dómar hans eru kannski ekki alltaf full komlega sanngjarnir, en hann skýtur sjaldan langt frá marki, þó hann spenni bogann hátt. Þá ber enn að nefna það, að starf Jóns hefur veitt honum að- stöðu til að fjalla um ýmisleg efni sem liggja utan við alfara- leiðir vísinda og fræðimennsku. í grúski sínu í bókasöfnum, bæði í Höfn og annars staðar, finnur hann ósjaldan fróðleiksmola, sem eru kannski léttvægir í sjálfum sér, en fylla einatt í þau göt sem eru á vitneskju okkar um gengn ar aldir. Margar uppgötvanir hans og hugleiðingar sýna hlut- ina í nýju Ijósi og gefa okkur fyllri mynd af liðinni tíð. Síðasta bók Jóns, sem ber hið yfirlætislausa heiti „Ritgerða- korn og ræðustúfar" og kemur út í tilefni af sextugsafmæli hans, ber órækt vitni því sem sagt var hér að framan. Hún er skemmti- leg aflestrar, þó að hún sé í þyngra lagi; hún tekur á ýms- um hvimleiðum kaunum í ís- lenzku nútímalifi, einkanlega „ræðustúfarnir"; og hún er sneysafull af fróðleik um mörg efni sem sjaldan eru ofarlega á baugi í daglegum umræðum okk- ar. í ritgerðakornunum gætir margra grasa og sundurleitra. I>ar er að finna merkilegar grein ar um Bjarkamál Saxa hins danska og Hildibrandskviðu á- samt þýðingum Jóns á þessum merkilegu fornkvæðum. Eru þýðingarnar snilldarvel gerðar, svo sem vænta mátti af skáldi á borð við Jón Helgason, og hinn mesti fengur að þeim fyrir ís- lenzkar bókmenntir. í greininni um Hildibrandskviðu verður prófessornum hins vegar á furðu leg skyssa. Hann segir að mjög sé fátítt í bókmenntum heimsins, að faðir falli fyrir hendi sonar síns, og kveður aðeins vera um það tvö dæmi, sem kunnug séu. Annað sé dráp Telegonosar á Ódysseifi föður sínum, hitt dráp Jökuls á Búa föður sílnum í Kjalnesingasögu. Hér skýzt hon- um yfir það dæmi sem frægast er allra: dráp ödípúsar hins gríska á Laíosi föður sínum, kon ungi í Þebu. Fyrsta og langlengsta ritgerð- in heitir „Að yrkja á íslenzku", og er þar fjallað af frábærri þekkingu og mikilli skarp- skyggni um ljóðagerð íslendinga að fornu og nýju. Kemur þar fjölmargt athyglisvert og jafn- vel furðulegt fram í dagsljósið, og ætti þessi ritgerð að vera öll- rœ&u- stúfar um íslenzkum ljóðskáldum skyldulesning. Jón bendir á það, sem raunar var löngu kunnugt, að Grímur Thomsen var mikill skussi í bragfræðinni, þó hann sé eitt af höfuðskáldum íslend- inga. Hitt er nýlunda að heyra, að skáldin á 19. öld, bæði Jónas Hallgrímsson, Mátthías Jochums- son og fleiri, gerðu sér litla grein fyrir lögmálum þeirra fornu hátta, sem þeir ortu undir t.d. fornyrðislags og Ijóðaháttar. Og sitthvað finnur Jón athuga- vert við máltilfinningu og yrk- ingarmáta Stephans G. Step- hanssonar. Kennir Jón rímna- skáldskap um margt af því sem aflaga hefur farið, þó hann hafi mikið dálæti á honum. Á einum stað kemst hann svo að orði: „Hitt er þó sönnu nær að íslendingum hefur löngum hætt til að gera braglist sína allt of dýra. Mikið rím og þétt var oft helzta markmiðið, málið þraut- pínt til allskonar hljóma, en efni og vit varð að hörfa. Ef engin þjóð í Norður-Evrópu hefur dekrað eins við háttu sína og við, hefur heldur engin ort jafn- mikið af bulli og endileysu, af því að hættimir voru svo dýrir að þeim varð ekki fullnægt nema með því að fylla þá innan- tómum gjallanda eða misþyrma málinu". (bls. 26). Á öðrum stað segir Jón eftir að hann hefur talið upp kosti stuðla í íslenzkum kveðskap: „Hinsvegar yrði naumast nein- um þeim manni sem borið hefur við að kveða á íslenzku orðfall ef telja skyldi ókosti stuðlanna. Hann mundi þá framar öllu nefna að þeir gera skáldskapar- iðjuna hjá oss erfiðari og vanda samari en hjá öðrum þjóðum. Orðfæri íslenzkra Ijóða hljóti að fjarlægjast eðlilegt mál meira en annars staðar. * Útlend kvæði verði sjaldnast íslenzkuð án þess að mikið fari forgörðum, af því að hömlurnar séu svo sterkar, leiðin svo þröng. Og loks gæti vel verið að einhver bætti því við að sér þættu stuðlar stundum alls ekki fagrir, heldur jafnvel þreytandi, háværir og uppi- vöðslusamir, einkanlega í stutt- um ljóðlínum. En þegar öllu væri á botninn hvolft þykist ég vita að mótbárurnar mundu reynast nasalæti. Því að hjá hverjum þeim sem fengið hefur brageyra sit.t mótað af íslenzk- um kveðskap er stuðlatilfinning- in svo rótgróin að hann getur ekki hugsað sér að yrkja án þeirra“ (bls. 30). Þannig ræðir Jón vandamálin frá öllum hliðum og bendir á margt íhugunarvert, þó hann sannfæri ekki alltaf lesandann. Ritgerðin er samin af mjög gagn rýnum huga, sem sennilega mundi finna sitthvað athugavert hjá flestum íslenzkum ljóðskáld- um, en hún er jafnframt mjög hlutlæg og fræðimannleg. Ég býst við hún sé eitt þeirra „grund vallarverka" sem samin hafa verið um íslenzka Ijóðlist. 1 grein um verkefni íslenzkra fræða, sem samin var 1945 og því að nokkru úrelt, er drepið á margt sem enn í dag er aðkall- andi og bent á þær ótrúlegu gloppur sem eru í íslenzkri fræðimennsku. í fróðlegu grein- arkorni bendir Jón á óræk rök fyrir því, að Gauks saga Trand ilssonar hafi verið til og glatazt. Þá segir frá íslenzkum handrit- um í British Museum og rekur þar margan kynlegan kvist á fjörur höfundar. í fróðlegri ritgerð um þjóðsög- ur ræðir höfundur sérstöðu ís- lendinga á þessum vettvangi og bendir á helztu einkenni ís- lenzkra þjóðsagna. Styðst hann þar einkum við hið merkilega rit Einars Ól. Sveinssonar „Um íslenzkar þjóð- sögur“, sem kom út árið 1940. Þá hefur Jón samið nokkrar rit- gerðir um merka íslendinga, sem sett hafa mark á íslenzka menn- ingu á ýmsum skeiðum, þá Am- grím lærða, séra Jón Þorláks- son á Bægisá, Finn Magnússon, Sigfús Blöndal og Guðmund Finnbogason. Forvitnislegastar þóttu mér ritgerðirnar um séra Jón Helgason Jón og Finn, sem voru í senn afreksmenn og miklir rauna- menn. Þá eru fróðlegar athugasemdir um fjögur íslenzk kvæði, Herra daginn eftir Benedikt Gröndal eldra, Hóratíusarþýðingu eftir Jónas Hallgrímsson, Draum hjarð sveinsins eftir Steingrím Thor- steinsson og Jón Arason á aftöku staðnum eftir Matthías Jochums son. Loks er stutt grein um græn- lenzk nútímav'andamál og mjög athyglisverð ritgerð sem nefnist „Hrein íslenzka og miður hrein“. Er þar rætt um íslenzka hrein- tungustefnu og nýyrðasmið, og margar skynsamlegar ábending- ar. „Ræðustúfarnir" eru átta tals- ins, sex þeirra fluttir í Kaup- mannahöfn (þar af fimm á stríðs árunum), einn haldinn af svöl- um Alþingishússins 1. des. 1954, og einn í tilefni af fimmtugsaf- mæli Halldórs Laxness. Ræð- urnar frá stríðsárunum vekja sér staka forvitni, því þar fær mað- ur nasasjón af viðhorfum þeirra fslendinga sem voru bundnir við Kaupmannahöfn fyrir og kring- um lýðveldisstofnunina. Allar eru ræðurnar hugvekjur sem enn, standa í fullu gildi, og er öllum hugsandi íslendingum hollt að kynna sér þær. Ræðan um Lax- ness er greinargott yfirlit yfir feril og afrek nóbelsskáldsins. Vera má að sumum þyki unv- vöndunartónninn helzti þrálátur í skrifum Jóns Helgasonar, en hverjum sem ber framtíð ís- lenzkrar menningar fyrir brjósti má vera ljóst, að umvöndunin er sprottin af umhyggju fyrir Framh. á bls. 23. Þrátt fyrir vetrarkulda og stuttan sólargang býr skamm- degið yfir sínum töfrum. Þetta fer þó fram hjá alltof mörgum, sem ekki gefa sér tíma til að líta í kringum sig. — Ljósm. blaðsins tók þessa mynd við höfnina í fyrradag. islendingar eiga 72 skip í smíðum erlendis Stálskipunum fjölgar ört. Skipaskoðunarstjóri segir frá skipasmíðunum f GÆR barst Mbl. mjög ítarleg fréttatilkynning frá Hjálmari R. Bárðarsyni, skipaskoðunarstjóra, varðandi skipasmíðar fyrir ís- lendinga erlendis. Segir þar að um þessar mundir séu óvenju mörg skip í smíðum fyrir íslend- inga. Segir í fréttatilkynningu að miðað við 1. nóv. sl. sé um að ræða alls 72 skip, sem samtals eru 17.562 brúttólestir. Öll eru skip þessi fiskiskip, að fjórum frátöldum, en þau eru flutningaskip Eimskipafélags ís- lands og varðskip Landhelgis- gæzlunnar, sem bæði eru í smíð- um í Aalborg í Danmörku, enn- fremur er Vestmannaeyjaskipið Herjólfur, sem er í smíðum í Martenshock í Hollandi og flutn- ingaskipið Laxá, sem Hafskip h.f. eiga í smíðum í Elmshorn í Vestur-Þýzkalandi. í smíðum eru 5 togarar, allir í Vestur-Þýzkalandi. Er það tog- ari Guðmundar Jörundssonar í smíðum í Rendsburg, og 4 togarar í smíðum í Bremerhaven fyrir Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, ís- björninn h.f. Reykjavík, ísfell h.f., Flateyri og Síldar- og fiski- mjölsverksmiðju Akraness. Enn- fremur gamall þýzkur togari um 650 brúttórúmlestir sem Ásfjall h.f. í Hafnarfirði hefir keypt, og ber nafnið Keilir. Hann hefir verið í viðgerð undanfarið og er rétt nýkominn til landsins. Þegar frá eru dregnir þessir togarar og flutningaskip og varð- skip, eru í smíðum eða ókomin heim, miðað við 1. nóvember, 62 fiskiskip, 250 brúttórúmlestir og minni. Þessi skip skiptast þannig milli landa, að í Danmörku eru í smíð- um 10 fiskiskip, öll tréskip, 75 brúttólestir og minni, samtals 695 brúttórúmlestir að stærð. — í Noregi eru samtals í smíðum 22 fiskiskip, þar af 2 tréskip og 20 stálskip og eru þau frá 85 upp í 208 brúttórúmlestir að stærð og samtals áætluð 3003 brúttó- rúmlestir. — í Svíþjóð er um að ræða eitt tréfiskiskip og tvö stál- skip, samtals 400 brúttórúmlestir. — I Austur-Þýzkalandi eru eftir tvö 249 brúttórúmlesta togskip og 13 fiskiskip 24 brúttórúmlestir hvert, eða samtals 1720 brúttó- rúmlestir. — I Vestur-Þýzka- landi eru 10 fiskiskip samtals,.þar af 1 stálskip og 9 tréskip, flest um 75 brúttórúmlestir, eða sam- tals 790 brúttólestir. — í Hollandi eru í smíðum tvö stál fiskiskip, 120 og 170 brúttórúmlestir. Ef tekin eru út úr eingöngu fiskiskip minni en 100 brúttó- rúmlestir, eru 14 þeirra úr stáli og 13 tréskip. Af 62 fiskiskipum, innan við 250 brúttórúmlestir, eru hins vegar aðeins 13 tréskip á móti 59 stálskipum. Sést a£ þessu greinilega hversu ört stál- skipunum fjölgar miðað við tré- skip í flota okkar. Með slíku áframhaldi verður mjög veru- legur fjöldi fiskiskipa okkar sem stærri eru en 50 til 60 brúttó- rúmlestir orðin stálskip innan fárra ára. Ástæðan til svo ört vaxandi fjölda stálskipa er sú, að þegar stærð skipanna eykst, þá verður stálskip hagkvæmara en tréskip. Þurrafúinn á einnig verulegan þátt í fækkun tréskipanna. Við- gerðarkostnaður stálskipanna á að geta verið verulega minni en tréskipa og stálskipin þola betur þungar og kraftmiklar vélar en tréskip.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.