Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. maí 1960 MORCVNBLAÐIÐ 3 Múkkinn fylgir bátnum til þess að fá mat í gogginn. Með Jóni og Ekki-Jóni Æ T L I það sé ekki ástriða að stunda grásleppuveiðar, ég gæti bezt trúað því, a. m. k. má segja um grásleppukarl- ana það sama og dr. Johnson sagði um Skota, að þeim liði bezt þegar þeir sæju þjóðveg, sem lægi til Englands. Það var sléttur sjór fram- undan, þegar við lögðum úr vörinni við Lambhól. Jón Einarsson stóð við stýrið, ungur maður og ættaður af þessum slóðum. Mig minnir hann hafi sagt að afi hans hafi verið fæddur á Lambhól og jafnvel langafi hans líka, en það skiptir ekki höfuð- máli. Við vorum fjórir í bátnum, tveir gamalreyndir sjósóknar- ar auk Jóns og hét annar — jæja, sleppum því. Við getum bara kallað þá Jón og Ekki- Jón. Sá sem hefur skrifað niður þessar línur er blaða- maður og gengur undir nafn- inu Ég. . Á meðan við sigldum yfir Skerjafjörðinn sagði Jón Einarsson, að við færum út að Stafaboðum og þangað væri 30 mínútna sigling: — Þar höfum við fengið ágæta veiði í sumar, bætir hann við. Þetta er betra hjá okkur núna en áður því við höfum tekið upp nýja aðferð. Einn okkar gerir að jafnóð- um og við drögum netin, svo það er lítið verk eftir, þegar við komum í land. Það er betra svona. — Eru margir á grásleppu- veiðum héðan? spyr Ég. — Það hafa víst verið 4 eða 5, sem hafa róið úr Gríms- staðavörinni, er það ekki? segir Jón Einarsson. — Ég veit það ekki, svarar Ekki-Jón, en reyndu að koma honum í gang, ósköp ertu lengi að þessu. — Hann vill ekki í gang, svarar Jón Einarsson. — Þú ert alltof spar á snafsinn, segir Ekki-Jón. — Það er von, ég er bind- indismaður, segir Jón Em- arsson. í sama mund fór vélin i gang og það var eins og ein- hver hefði fengið hláturskast þarna á sjónum. Þannig er þetta með snafsinn, hann kemur öllu á stað. Ekki-Jón kastar út brúnum, slitnum vetlingum Jóns Ein- arssonar sem horfir á eftir þeim unz þeir hverfa í froð- una frá bátnum. Hann segir ekkert, en ég finn að honum líkar þetta illa, og það er eins og hann vilji segja: — Mað- ur á ekki að kasta hanzkan- um framan í sjóinn, það á ekki að egna hann til einvígis, það er nóg samt. En hann segir ekkert, situr bara þegjandi og horfir til lands og fer að dást að borg- inni og lýsa því, hvernig hún stígur út úr morgunroðanum, eins og dansmær, þegar þeir leggja út við sólaruppkomu. Hann horfir á mig til þess að vera viss um að ég missi ekki af neinu. En nú stendur Ekki-Jón á fætur, gengur fram í stefni og bendir á skerjaklasa á vinstri hönd: — Sjáið þið hólmann þarna, segir hann, þegar ég var strákur, fór dönsk skonnorta hér yfir skerin og út boðana og settist niður á hólmann. Þarna var hún svo eins og — Sjáðu, þarna er súla, seg- ir Jón Einarsson og ef þú nærð mynd af henni stinga sér, kalla ég þig seigan. Og þarna er svartfugl eða klumbunefur, eins og við köllum hann. — Nú eru þeir búnir að drepa Chessman, grípur Ekki- Jón fram í, en ég held þeir hafi ekkert verið betri sjálfir, þessir júðar í Kalifomíu. — Og þarna er múkki, heldur Jón Einarsson áfram, og rita, þessi hvíta með svörtu rákunum á bakinu, það er víst munurinn á henni og silfurmávinum, sem er svipaður, en svartur á væng- endum. — Viltu ekki kaffi, segja. Jónarnir einum rómi og þá veit ég við erum ekki feig- ir, svo fylla þeir brúsalokin og súpa á. — Nei, þakka ykkur fyrir, ekki held ég, svara Ég, og hef nú fengið seltu í röddina, og það má á mér heyra að Ég geti þolað langa útivist an þess bragða vott né þurrt. — Þér hlýnar af því, segja þeir í kór. — Mér er ekkert kalt, segi ég þóttafullur' og sting báð- um höndum í úlpuvasana. — Þarna eru Hrakhólmar, þarna fyrir vestan, segir Jón Einarsson. Þar hef ég tvisvar skotið sel. — Af hverju eru þeir kall- aðir Hrakhólmar, spyr Ég, og bíð nú eftir dramatískri sögu um skipsströnd og mann- skaða. En Ég verð auðvitað fyrir miklum vonbrigðum, því Jón Einarsson svarar eins og hon- um komi þetta ekkert við: — Ég veit ekki, þeir lentu þarna bara einhvern tíma. Svo reyndi hann að bæta úr þessu: Það eru fljót handtök fyrir kunnáttumenn að gera að rauðmaganum. á grásleppuveiðum En nú er miður dagur og borgin er grá og ósköp hvers- dagsleg eins og vinnukona, sem er nýstigin upp úr góif- unum, eða gömul þreytuleg kona á stakkstæði í gamla daga, það var nú þá. Ég virði hann fyrir mér úr skutnum og hina Jónana báða, þar sem þeir sitja á fremstu þóftunum, annar reykjandi, hinn hugsandi. Jón Einarsson segir þá allt í einu: — Þarna eru þeir að gera að, þú sérð fuglamergðina. sáta á grænu túni. — Það hefur verið vont veður, segir Jón, sem situr á fremstu þóftunni og reykir. — Já, það var slæmur út- synningur, segir Ekki-Jón. — Og þeir hafa auðvitað farizt allir, segi Ég, því Ég er einhvern veginn þannig gerður að Ég er allur upp á dramatíkina. — Nei — nei, ekki held ég, segir Ekki-Jón um leið og hann sezt aftur. Þeir voru bara hinir rólegustu og sett- ust að sínu brennivini. STAKSIEINAR — En þarna fórst einu sinni enskur togari rétt fyrir utan Valhúsabaujuna. — Varð mannbjörg? spyr Ég- — Já, svarar hann og gefur vélinni góðan snafs. Það er hætt að rjúka úr brúsalokunum. Við vorum komnir á miðin: — Við förum í norðurend- ann, segir Jón Einarsson. Svo er haldið lengra til norðvesturs. — Við naiðum Esjuna, bæt- Framh. á bls. 17. f forystugrein Frjálsrar verzl- unar, sem nýlega er komin út, er komizt þannig að orði, að nú séu mikil tímamót í viðskipta- málum þjóðarinnar, þar sem ákveðið hafi verið að gefa meg- inhluta af utanríkisverzluninni frjálsan. Takmarkinu, sem er frjáls verzlun á öllum sviðum, hafi þó ekki enn verið náð. Sið- an segir á þessa leið: „Þó mjög mikið hafi áunnizt, hefur unnendum framkvæmda- frelsisins ekki enn tekizt að sannfæra nægjanlega marga um yfirburði málstaðar sins. En hinir óþolinmóðu verða þó að muna, hverjar aðstæður hafa ríkt. í aldarfjórðung hafa ríkt hér meiri og minni höft og í tvo áratugi hafa fleiri eða færri vörutegundir verið skammtað- ar. Meginhluti þjóðarinnar hef- ur vanizt þessu ástandi, jafnvel beinlinis alizt upp með því. Það þarf meira en litla bjartsýni til að halda að áhrifin af þessu verði þurrkuð burt í einu vet- fangi“. Leiðir til mikilla framfara Frjáls verzlun heldur áfram: „Nú munu sjálfsagt ýmsir segja sem svo: Við vitum hvað við höfum haft, og þó að æði margt megi að því finna, vitum við þó alls ekki hvað hin nýja skipan mála kann að bera í skauti sínu. Þetta er að vissu leyti rétt, ef miðað er við hinar sérstöku ástæður á íslandi í dag. En all- ar nágrannaþjóðir okkar taka upp æ frjálsari viðskiptahætti með hverju ári, sem líður, og jafmíramt hafa lífskjörin farið hraðbatnandi í þessum löndum. Það liggur beint við að álykta að sömu lögmál gildi um íslenzku þjóðina og aðrar þjóðir, og því mun almennt framkvæmda- og viðskiptafrelsi einnig leiða til mikilla framfara hér á landi. Á undanförnum árum hefur okkur ekki tekizt að fylgja eftir þeim þjóðum, sem framsæknastar hafa verið. En nú þegar við höfum reynt öll afbrigði haftanna, hefur kyrrstaðan verið rofin og stefn- an verið mörkuð út á framtíð- arveginn". Þetta er vissulega vel mælt og réttilega. Framsókn og gengis- lækkunin Framsóknarmenn þykjast nú vera svarnir andstæðingar geng- islækkunar. En sannleikurinn er sá, að Framsóknarflokkurinn hefur alla sína tíð verið reiðu- búinn til þess að eiga hlut að gengislækkun, þegar hennar hef ur verið þörf. Hann stóð að geng islækkun árið 1939. hann mynd- aði þá ríkisstjórn með Sjálf- stæðisflokknum árið 1950 til þess meðal annars að lækka gengi krónunnar. Loks framkvæmdu Framsóknarmenn í vinstri stjórn inni stórfellda gengislækkun vor iið 1958 með kommúnistum og Alþýðuflokknum. Framsóknar- menn hafa þannig staðið að geng islækkun þrisvar á sl. 20 árum. Hann hefur einnig marglýst því yfir, að svo að segja allar þær ráðstafanir, sem núverandi rík- isstjórn hefur gert í efnahags- málunum væru nauðsynlegar og eðlilegar. Það er þess vegna rétt sem Alþýðublaðið segir í forystn grein sinni í gær: „í rauninni er Framsóknar- flokkurinn því samþykkur stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum. En gremja flokksforingja Framsóknarflokksins yfir því að fá ekki að sitja í ríkisstjórn veldur því, að þeir berjast ^egn ráðstöfunum, sem þeir í hjarta sínu eru samþykkir. Hlutskipti þeirra er því vissulega hörmu- legt“. Þar lá hundurinn grafinn!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.