Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 12. maí 1960 Ibúð Sex herbergja íbúð til sölu í Sólheimum, eldhúsinn- rétting búinn. Gæti selst tilbúinn undir málningu. Uppl. í síma 32041. Raðhús til solu milliliðalaust Nýtt raðhús að mestu tilbúið til sölu á góðum stað í bænum. I. hæð, stofa, eldhús W. C. á n. hæð 4 svefn- herb. og bað í kjallara, 2 herb. og \y.C., geymsla og þvottahús, tvenna rsvalir. Þeir sem áhuga hafa á þessu leggi nöfn sín inn á afgr. Mbl. fyrir 14. þessa mánaðar merkt: „Raðhús — 3310“. h.efur S nýja kosti! * 4 * Freyðir svo fljótt — fitan hverfur samstundis — likast gerníngum. Inniheldur gerlaeyði — drepur ósýnilegar sóttkveikjur. Inniheldur ble’Vlefni, biettir nvería gersamlega. Fljótast oð eyðo fitu og blettum! X-V 5(9/109630-60 Mýkra, fínna duft, með inndælum, ferskum iim, svo mjúkt, að það getur ekki rispað. Nýr. gljáandi stautur, svo að birur t eldnusinu. Aurbleyta yfir- leitt úr vegum AURBLEYTA er yfirleitt farin úr vegum sunnan lands, vestan og norðan. Þó eru einstaka und- antekningar, sagði Snæbjörn Jónasson verkfræðingur hjá Vegamálaskrifstofunni, er leitað var frétta hjá honum um vegina almennt. Á Vestfjörðum eru Þingmanna- heiði og Þorskafjarðarheiði enn lokaðar og snjór á þeim. Lág- heiðin til Ólafsfjarðar og Siglu- fjarðarskarð eru ófær, en þar er I’ nú unnið að mokstri. Þá er Axar- fjarðarheiði ófær og verður það enn um nokkurt skeið. Og Möðru dalsöræfin eru einnig ófær enn. Snjórinn þar bráðnar vafalaust fljótt úr þessu, en þar kemur veg urinn mjög blautur undan snjón- um. Voru Möðrudalsöræfin ekki fær fyrr en í júnibyrjun í fyrra. Guðmundur frá Miðdal sýnir Uhro Kekkonen, forseta Finn- Iands, og dr. Jorma Savolainen höggmynd sína af Jean Síbelí- usi, tónskáldi. — Guðmundur frá Miðdal Oskilamunir opnar sýningu í Helsinki 1 VÖRZLU Rannsóknarlögrelgi- unnar er nú margt óskilamuna, svo sem reiðhjól, fatnaður, lykla kippur, veski, buddur, gieraugu o. fl. Eru þeir, sem slíkum mun- um hafa týnt vinsamlega beðnii að gefa sig fram í skrifstofu rannsóknarlögreglunnar á Frí- kirkjuvegi 11, næstu daga kl. 5—7 e. h. til að taka við munum sínum, sem þar kunná að vera. Þeir munir, sem ekkj verður vitjað verða seldir á opinberu uppboði bráðlega. HELSINKI, 4. maí. — Guðmund- ur Einarsson listmálari frá Mið- dál, opnaði í gær sýningu á verk um sínum í Galerie Pinx, Boule- varden 6, hér í Helsinki. Á sýn- ingunni eru olíumálverk, vatns- iitamyndir, teikningar og nokkr- ar höggmiyndir. Málverkin eru næstum eingöngu landslagsmótív frá íslandi, en einnig eru myndir frá Grænlandi. Sýningin verður opin til 15. maí. Forseti Finna, Urho Kekkonen, og forsetafrú, heiðruðu Guðmund frá Miðdal með því að vera við- stödd opnun sýningarinnar. Meðal þess fjölda fólks, sem þar var viðstatt má nefna mesta myndhöggvara Finna, Wáinö Aaltonen og fleiri myndlistamenn, margt listafólk úr finnsku óperunni og ballettin- um, þar á meðal Margarethe von Bahr, prímaballerína finnska ball ettsins, sem mun dansa aðalhlut- verkið í Rómeó og Júlíu í Þjóð- leikhúsinu í Reykjavík í júní. Ennfremur dóttir Síbelíusar, hins mikla tónskálds, og tengdasonur, svo og Juuranto, aðalræðismaður fslands i Finnlandi og öll fjöl— skylda hans, einnig formaður finnsku Akademíunnar. Sjónvarpsm'enn, blaðamenn, kvikmyndamenn frá Suomi Film og margt fleira fólk var viðstatt. Verður kvikmynd frá opnun sýn- ingarinnar sýnd sem fréttamynd í kvikmyndahúsum í Finnlandi þessa viku. Við opnunina seldust þegar 5 málverk, og ákveðið hefir verið, að aðalverk sýningarinnar, tveir ísbirnir, höggnir í stein, verði settir upp í eina fegurstu skóla byggingu borgarinnar að sýningu lokinni. Páll Ásg. Tryggvason, deildar- stjóri í utanríkisráðuneytinu, af- henti Finnlandsforseta að gjöf frá forseta íslands litla mynda- styttu af hesti (úr jaspis) eftir Guðmund Einarsson, við boð inni hjá Juuranto sl. sunnudag. Gunnar Skúiason. > Utilegukind á Fjölluin GRUNDARHÓLI, Fjöllum, 23. april: — Snjó er nokkuð tekið upp hér á Fjöllum þó eru fannir í öllum giljum og brekkum, og sums staðar klakar á sléttlendi. Kuldalegt er því enn þó sumarjð eigi að heita komið og frost á hverri nóttu, en kuldastormur á daginn. Gróðurnæli er byrjað sð koma. í mellöndin og eru sumir bændur hér farnii að sleppa fé. Möðru- dalsbændur slepptu í gær og ráku féð, sem gengur í Arnar- dal, þangað, en það er um 30 km suður af Möðrudal. Er Gunnlaug ur Jónssoo í Möðrudal kom þang að með fé sitt varð hann var við kind þar og handsamaði hana. Reyndist það vera útigengin tvae- vetla frá Brú á Jökuldal. Var hún í góðu ásigkomulagi orðin filld og í allgóðum holdum. Gróðul var kominn í melinn í Arnardal, en nokkru meiri snjór er þar nú en á sama tíma í fyrra, sagði Gunnlaugur. — Vík. Aðalfundur Vinnuveitendasambands Islands verður haldinn í Kaupþingssalnum, Eimskipafélags- húsinu 12. þ.m. og hefst kl. 14.30 og stendur til laugardags 14. mai DACSKRÁ : Nr. 1: Fimmtudagur kl. 14.30. &. Fundur settur. b. Skýrsla framkvæmdastjóra. c. Lagðir fram reikningar arið 1959. d. Kosning stjómar e. Netndakosningar. Nr. 2: Föstudagur ki. 10,30. a. Nefndir skila áliti. b. Umræður um félagsmál. c. Siðdegisboð félagsmálaráðherra í ráðherra- bú«taðnum kl. 17—19. Nr. 3: Laugardagur kl. 10,30. a. Ræða: Kmil Jónsson, félagsmálaráðherra. b. Framhaldsumræður um nemdaálit. c. Önnur mál. d. Fundinum lýkur með hádegisverði í I.ídó. Öllum félagsmönnum er heimill aðgangur að fund- inum. Vinnuveitendasamband Island Hlýplast einangrunarplötur einangrunarkvoða — Hagstætt verð — ItÓPXVOGI . SIMI J3799

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.