Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 12. maí 1960 MORCTJNHT AfílÐ 11 100 ára afmælis Sr. Þor- vaidar Jakobssonai minnzt PATREKSFIRÐI, 8. maí: f dag var mikið fjölmenni við guðs- þjónustu í Sauðlauksdalskirkju. Voru þar og einnig staddir þrír sóknarprestar auk prófasts pró- fastsdæmisins, sr. Jóns ísfeld frá Bíldudal. Fyrir altari þjón- uðu þeir sr. Grímur Grímsson, sóknarprestur í Sauðlauksdal og sr. Tómas Guðmundsson, sókn- arprestur á Patreksfirði. Séra Kristján Búason sóknarprestur í Ólafsfirði, prédikaði, en sr. Jón Kr. ísfeld prófastur þjónaði eft- ir prédikun. Að lokinni guðsþjónustu var sr. Þorvalds Jakobssonar fyrrver- andi sóknarprests í Sauðlauksdal minnzt. En hinn 4. maí sl. voru 100 ár liðin frá fæðingu hans. í því tilefni voru börn og tengda- börn mætt ásamt sonarsyni hans sr. Kristjáni Búasyni, sem minnt ist afa síns og ömmu af stól. Ræður fluttu sr. Grímur Gríms son, sóknarprestur. Snæbjörn J. Thoroddsen, Kvígindisdal, Jón Kr. ísfeld prófastur og sonur sr. Þorvalds, Finnbogi Rútur Þorvaldsson prófessor, flutti hann hluta af kveðjuræðu sr. Þorvalds til sóknarbarna sinna, er hann kvaddi söfnuði sína fyr- ir 40 árum. Börn sr. Þorvalds og Magða- lenu Jónasdóttur, afhentu Sauð- lauksdalskirkju að gjöf Guð- brandarbiblíu — ljósprentaða — til minningar um foreldra sína. Fór athöfn þessi fram með hin um mesta virðuleik, og sýndu viðstaddir á þann hátt virðingu sína og þökk til hins liðna heið- ursfólks. Að lokinn kirkjuathöfninni var öllum boðið til kaffidrykkju. Þorvaldur Jakobsson var fæddur 4. maí 1860 að ’Staðar- bakka í Miðfirði og andaðist 8. maí 1954. Foreldrar hans voru Jakob Finnbogason, prestur í Steinnesi og kona hans Þuríður Þorvaldsdóttir prófasts í Holti undir Eyjafjöllum. Hann varð stúdent frá Reykjavík 1881 og cand. theol. 1883, Honum var veittur staður í Grunnavík 1883, síðan Brjánslækur 1884 og loks Sauðlauksdalur 1896. Auk þess hafði hann aukaþjónustu í Otrar dalsprestakalli um 2 ára skeið. Lausn frá embætti fékk hann 1919. Gerðist hann nokkru síð- ar kennari við Flensborgarskól- ann og gegndi því starfi til ársins 1934. Hann gegndi og mörgum trúnaðarstörfum fyrir sýslur þær og hreppsfélög, er hann dvaldist í. Riddari af Fálka orðunni varð hann 1935. Kvæntur var séra Þorvaldur Magðalenu Jónasdóttur, Jóns- sonar bónda á Hallbjarnareyri í Eyrarsveit. Lést hún 1942 83 ára að aldri eftir 53 ára hjúskap. — Síðari ár ævi sinnar helgaði sr. Þorvaldur sig einkum ritstörf- um. —Trausti. Sérleyfisferðir í Rangárvallasýslu Reykjvík — Miílakot: 10 maí — 31. maí, þrjár ferðir í viku: Frá Reykja- vík —- þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 14. Frá Múlakoti sijmu daga kl. 9. 1. jnúí-31. ágúst, fjórar ferðir í viku: Frá Reykja- vík — mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laug- ardaga kl. 14. — Frá Múlakoti — sunnudaga kl. 17, þriðjudaga, fimmtudaga, og laugardaga kl. 9. 1. sept. — 31. okt. þrjár ferðir í viku: — Frá Reykja- vík — mánudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 14. — Frá Múlakoti — sunnudaga kl. 17, fimmtudaga og laugardaga kl. 9. Reykjavík — Hvolsvöllur: 10. maí— 31. okt. ein ferð í viku: Frá Reykjavík — föstudaga kl. 19,30. Frá Hvolsvelli — mánudaga kl. 10. Reykjavík — Landeyjar: Ein ferð í viku: Frá Reykjavík — þriðjudaga kl. 11 . Frá Hallgeirsey — miðvikudaga kl. 8,30. Reykjavík — Eyjafjöll: Ein ferð í viku: Frá Reykjavík — fimmtudaga kl. 11. Frá Skógum — föstudaga kl. 8. Kaupfélag Rangæinga. Peking Review vikurit á ensku og China Pictorial, hálfsmánaðarrit á ensku, sænsku, þýzku eða frönsku veita yður nýjar og ábyggilegar fregnir um uppbyggingu Kína. Önnur kínversk rit: Women of China 6 bl. á ári, Chinas Sports 6 bl. á ári, Evergeen 8 bl. á ári og öll á ensku. Skoðið sýningu á kínverskum ritum í glugga Málarans í Bankastræti og pautið rit þau sem þér óskið að fá. Ath. Verðið hækkar um ca. 50% eftir 1. júlí 1960. Kínversk rit Pósthólf 1272, Reykjavík Gjörið svo vel að senda undirrituðum eftirtalin kínversk rit og fylgir greiðsla í ávísun: árg Peking Review, vikurit verð kr. China Pictorial á — Women of China — Chinas Sports — Evergreen — 85,00 95,00 18,00 18,00 22,00 Nafn: ........ Heimilisfang: Reykjavík 1960. Itfauðungaruppboð verður haldið að Síðumúla 20, hér í bænum, föstudaginn 20. maí n.k. kl. 1,30 e. h., eftir kröfu tollstjórans í Reykja vík, bæjargjaldkerans í Reykjavík o. fl. Seldar verða eftir taldar bifreiðar: R-218, R-262, R-424, R-480, R-535, R-958, R-999, R-1020, R-1025, R-1553, R-1217, R-1555, R-1634," R-1775, R-1961, R-2042, R-2260, R-2407, R-2605, R-2704, R-2940, R-3050, R-3111, R-3379, R-3512, R-3609, R-3788, R-4021, R-4113, R-4380, R-4433, R-4803, R-4884, R-4892, R-4949, R-5022, R-5248, R-5750, R-5756, R-5834, R-5890, R-5931, R-5947, R-5954, R-6004, R-6306, R-6486, R-6688, R-6943, R-7094, R-7459, R-7711, R-7951, R-8032, R-8135, R-8139, R-8183, R-8513, R-8544, R-8596, R-8647, R-8843, R-8788, R-9504, R-9693, R-9857, R-10124, R-10135, R-10162, R-10249, R-10316, R-10319, R-10381, R-10565, R-10647, R-10748, R-10868, R-10915, R-10969, R-11183, G-1239, X-1183, óskrásett Chrysler-bifreið, 2 loft pressur og jarðýta. — Greiðsla fari fram við hamshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. Hallo - Halló Vefnaðarvöru-skyndisalan á Laufásvegin- um er í fullum gangi. Ódýr gardínuefni. Tvíbreitt gardínufóður 150 cm. breitt 10/— meterinn. Ennfremur allskonar metravara, barna og herrabuxur. Herra og barna- peysur.. Herra-vinnuskyrtur frá 65/—: og m. m. fleira. V efnaðarvöru-skYndisalan Laufásvegi 58. Iðnaðarhús Höfum til söiu iðnaðarhús, sem er í byggingu í Holtunum. I. hæð er fullgerð stærð 300 ferm. Byggingarleyfi fyrir 3 hæðum ofaná ásamt öllum teikningum er fyrir hendi. Grunnflöt 1. og 2 hæðar má stækka upp í ca. 450 ferm. MÁLFLUTNINGS- OG FASTEIGNASTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Björn Pétursson: Fasteignaviðskipti Austurstræti 14, II. — Símar 2-26-70 og 1-94-78 Glæsilegt raðhús til sölu við Hvassaleiti. í húsinu eru 2 samliggjandi stórar stofur, skrifstofuherbergi, 4 svefnherbergi, skáli, eldhús með borðkrók o. fl. Grunnflötur um 200 ferm. Mjög skemmtileg innrét.ting. Tvennar svalir. Uppsteyptur bíl- skúr fylgir. Húsið selst fokhelt með járni á þaki. FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN, Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314. íbúð til sölu Til sölu er næstum ný giæsiieg hæð við Rauðalæk, sem er 5 herbergi, eldhús, bað, skáli og ytri forstofa auk sam- eignar í kjallara. Sér inngangur. Bílskúrsréttur. Hagstætt verð og góðir greiðsluskilmálar. Tvennar svalir. FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN, Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314. Góð íbúð til sölu Við Álfheima er til sölu góð íbúðarhæð, sem er 117 ferm., 4 herbergi, eldhús, bað og skáli. í kjallara hússins fylgir auk þess rúmgott íbúðarherbergi, sérstök geymsla og eignarhluti í sameign, þar á meðal nýtízku þvottavélum. íbúðinni fylgir góð geymsla í risi. íbúðin er næstum ný og í bezta standi. Hagstætt verð. FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN, Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314. íbúðir til sölu Tjl sölu eru góðar 3ja og 4ra herbergja íbúðir á hæðum í fjölbýlishúsi við Stóragerði í Háaleitishverfi Hverri íbúð fýlgir auk þess sér herbergi í kjallara hússins auk venjulegrar sameignar í kjallara. íbúðirnar eru seldar fokheldar, með fullgerðri miðstöð, húsið múhúðað og mál- að að utan, öll sameign inni í húsinu múrhúðuð, allar útidyrahurðir fyigja. Hægt er að fá íbúðirnar lengra komnar. Bílskúrsréttindi fylgja. Mjög fagurt útsýni. Hag- stætt verð Lán kr. 50 þús. á 2. veðrétti fylgir. FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN, Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.