Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Flmmtudagur 12. maf 1960 Rís iöntún á Reykhúlum? Stutt samtal við Sæmund Bjornsson NÝLEGA var á ferð hér í bæn- um Sæmundur Björnsson frá Reykhólum í Barðastrandarsýslu, en þar er, eins og kunnugt er, tilraunastöð í jarðrækt á vegum ríkisins. Sæmundur hefur unnið við tilraunastöðina að meira eða minna leyti síðastliðin tólf ár, og hitti blaðamaður Mbl. hann því að máli og spurðist fyrir um þá starfsemi á Reykhólum, svo og annað viðvíkjandi atvinnu og menningu fólks i Reykhólasveit. — Hvers konar tilraunir eru aðallega gerðar á Reykhólum? — Það eru áburðartilraunir, tilraunir mp’ ýmiss konar af- brigði af fræum og kartöflum, kornrækt og litilsháttar í bú- fjárrækt. — Fjárlaust er nú hjá bændum í nokkrum hluta Reyk- hólahrepps, vegna niðurskurðar- ins sl. haust, en þá var féð skor- ið töluvert niður vegna mæði- veiki — eins og kunnugt er. Bændur hafa þvi færri skepnum að sinna og la aukinn tíma til að byggja upp peningshús. Einnig hafa þeir í undirbúningi stofnun mjólkurbús á Reykhól- um og vonast bjartsýnustu menn til að framkvæmdir verði hafn- ar á næstu vikum. Staðsetning þess á Reykhólum er fyrst og fremst vegna jarðhitans þar. ■— Komist mjólkurbúið í fram- kvæmd eins og vonir standa til, verður það sérstætt hér á landi, þar sem það verður að nokkru byggt á „kaseinframleiðslu", sem er ostefni úr mjólkinni og notað í efni til iðnaðar, bæði plast-, gieriðnað o. fl. Það hefur lítils háttar verið framleitt hér á landi, selt erlendis og líkað mjög vel. Þetta verður eina mjólk- urbúið hér á landi, þar sem sér- staklega er gert ráð fyrir „Kas- einframleiðslu". .—Hvernig er með annað í sambandi við jarðhitann, svo sem gróðurhús og þess háttar? — Já, það er ýmislegt fleira í athugun í sambandi við jarð- hitann. Til dæmis hefur bygg- ing þaraverksmiðju verið í at- hugun í mörg ár — og er enn. Ur honum er meðal annars unn- ið fóðurmjöl, joð og fleira. Bor- un eftir heitu vatni er líka í athugun, sömuleiðis bygging gróðurhúsa og ýmislegt fleira. Það vantar einhvers konar fyrir tæki, sem gæti veitt heimamönn- um aukna atvinnu. Fyrir mörg- um árum var gerður skipulags- uppdráttur af götum, íbúðarhús- um og öðrum mannvirkjum á Reykhólum, þar sem gert var ráð fyrir að þarna risi þorp — einskonar iðntún, sem byggði fyrst og fremst á iðnaði í ein- hverri mynd. — En hvernig eru skilyrði fyr- ir búfjárrækt? — Landrýmið er ekki mikið svo ekki er um annan búskap að ræða í stórum stíl en þann sem byggist á ræktuðu landi. — Ræktun hefur verið mikil hjá bændum, og á Reykhólum, bæði hjá Landnámi ríkisins og á til- raunastöðinni. — Hvað heldurðu að ræktað hafi verið mikið hin síðustu ár? — Ræktun á vegum Landnáms ins er orðin milli 40 og 50 hekt- arar. Þessu landi hefur verið skipt milli manna þarna á staðn um, og eitt nýbýli risið upp. — Hvað er að segja um menn- inguna að öðru leyti? — Það er búsettur þarna prest ur og læknir. Verið að reisa tölu vert myndarlega kirkju, sem ýmist hefur verið nefnd Matt- híasar eða Þórukirkja í minn- ingu um Matthías Jochumsson og Þóru móður hans, en þó frek- ar hugsuð í minningu Þóru — og verður sennilega nefnd Mæðra kirkja, þegar hún er risin. — Gjafir og áheit hafa borizt víða að til kirkjunnar, og vil ég nota tækifærið og þakka þær fyrir hönd safnaðarins. Það hefur bor- ið jafngóðan árangur að heita á hana og aðrar kirkjur, þó bygg ing hennar sé enn skammt á veg komin. Ríkið er eigandi Reyk- hóla og það hefur alltaf hvílt sú skylda á eigandanum að halda kirkjunni við. Það má því vænta skóla njóti viðurkenningar fræðslumálastjórnarinnar og röðin komi brátt að okkur með framlög til byggingar nýs skóla. Mikið hefur verið rætt um jafnvægi í byggð landsins á und anförnum árum. Það er alltaf álitamál í þjóðfélaginu, hversu mikið á að leggja upp úr byggð í sveitum landsins. Sumir halda því jafnvel fram, að það skipti litlu máli, þó þær leggist í auðn, en ég vil halda því fram, að for- ráðamenn þjóðfélagsins ættu ekki að vanrækja sveitirnar, þrátt fyrir erfiðar aðstæður víða, vegna þess að þar er um nokk- uð sérstæða menningu að ræða, sem ég held að sé nauðsynleg- ur þáttur í menningu þjóðarinn- ar í heild. Fólk í sveit og við sjó þarf að styðja hvert annað — en ekki að vinna hvað á móti öðru. Stærsta tiónið rilml. 14 millj. kr. Frá aðalfundi Samvinnutrygginga Sæmundmr Björnsson aukinna framlaga til byggingar hennar frá hinu opinbera. Svo er þarna bændaskóli fyrir sveit- ina og undanfarna vetur hefur verið reynt að starfrækja ung- lingaskóla frá nýjári til vors. f vetur voru þar 23 nemendur við mjög erfið skilyrði, hvað húsakynni snertir, en við gerum okkur vonir um að áður en langt um líður komi að okkur með ríkisframlög til byggingu ung- lingaskóla. Skólanum hefur aðal lega verið haldið uppi af em- bættismönnum staðarins, lækni, presti, tilraunastjóranum og skólastjóra barnaskólans og fleir um, sem hafa kennt við skól- ann. Kennslan hefur farið fram í tveim húsum með allt að því eins og bálfs km. millibili, og mötuneyti flyrir nemendurna á þriðja staðnum. En maður von- ar að þessi vísir til unglinga- AÐALFUNDUR Samvinnutrygg- inga var haldinn á Akureyri 29. f.m. í upphafi fundarins minnt- ist formaður félagsins, Erlendur Einarsson, forstjóri, Þórhalls Sig- tryggssonar, fyrrv. kaupfélags- stjóra, sem lézt 11. sept. sl., en Þórhallur hafði átt sæti í full- trúaráði Samvinnutrygginga og verið endurskoðandi félagsins frá árinu 1953 til dauðadags. Formaður félagsins Erlendur Einarsson, forstjóri, flutti skýrslu stjórnarinnar, en framkvæmda- stjórinn Ásgeir Magnússon skýrði reikninga félagsins og flutti skýrslu um starfseanina á árinu 1959, sem var 13. reikningsár fé- lagsins. Heildariðgjaldatekjur félagsins á árinu námu tæplega 63,5 millj. kr. og höfðu aukizt um 3,5 millj. frá fyrra ári. Tjónin námu rösk- um 54,3 milljónum og höfðu auk- izt um 14 milljónir. Stærsta tjón- ið nam kr. 14.150.000,00 og mun það vera stærsta tjónaupphæð, sem íslenzkt tryggingarfélag hef- ur innt af hendi. Samþykkt var að endurgreiða þeim, sem tryggt höfðu hjá fé- laginu kr. 4.255.426,00 í tekjuaf- gang, m.a. af brunatryggingum 10%, dráttarvélatryggingum 25% og skipatryggingum 6% af ið- gjöldum af þessum tryggingum árið 1959 Með þessari endur- greiðslu tekjuafgangs til hinna tryggðu hefur félagið endurgreitt samtals -til tryggingartakanna frá því byrjað var að úthluta tekju- afgangi 1949, kr. 21.990.034,00. Iðgjalda- og tjónsjóðir félags- ins námu í árslok kr. 85.125.600,00 og höfðu aukizt um rúmar 11,4 milljónir á árinu. Útlán félagsins i árslok námu tæpri 51 milljón króna. Jafnframt var haldinn aðal- fundur Líftryggingafélagsins And vöku. Á árinu gaf félagið út 274 ný líftryggingaskírteini, samtals að upphæð 7.578.000,00. Iðgjalda- tekjur félagsins námu tæplega 2,6 milljónum. Samþykkt var að leggja kr. 255.000,00 í bónussjóð og kr. 2.185.000,00 í tryggingasjóð, og nemur hann þá kr. 16.575.000,00. í árslok voru í gildi 8860 líf- tryggingaskírteini og nam trygg- ingastofninn þá rösklega 100 millj króna. Stjórn félaganna skipa þeir Er- lendur Einarsson, formaður, ís- leifur Högnason, Jakob Frímanns son, Karvel ögmundsson og Kjart an Ólafsson frá Hafnarfirði. FALUN. — Látinn er i Svíþjóð tónskáldið Hugo Alfvén, 88 ára að aldri. Hann var einn af dáð- ustu tónskáldum Svía og hlaut mikla viðurkenningu fyrir tón- smíðar sínar. Hugo Alfvén samdi fimm synfóníur, fjöldann allan af hljómsveitarverkum, mikið af smálögum og verkið Miðsumar- vökuna, sem hann varð mjög þekktur fyrir. • Gróður 4—5 vikur á undan Gaman er að gangu um bæinn þessa dagana, einkum í eldri hverfunum, þar sem garðar eru orðnir grónir og tré falleg. Brumið er að gægj- ast út úr trjágreinunum og daglega verða þær grænni. — Hafi gróður verið hálf- um mánuði fyrr á ferðinni en venjulega í fyrra, eins og við þá sögðum þá, — ja, þá er hann 4—5 vikum á undan núna, sagði Hafliði Jónsson, garðyrkj ust j óri bæjarins, er Velvakandi hitti hann á götu í fyrradag. • Eitt kuldakstið enn? Plöntunum okkar hefur far- ið alltof ört fram, því við reiknuðum með venjulegu sól fari og hlýindum, bætti hann við. Þó þorum við ekki að planta út í garðana fyrr en um næstu mánaðamót, af ótta við eitt kuldakastið enn. Það er von að Hafliði — og aðrir garðeigendur — séu tortryggnir á góða veðrið í ár, eins og fór fyrir gróðr- inum í fyrra. Þá kom tvisvar sinnum svo mikið særok í Reykjavík, að það eyðilagði tré og gróður, sem einnig þá var óvenju snemma á ferð- inni. Þrisvar sinnum varð að planta að nýju út í bæjar- garðana vegna skemmda af veðrum. Og svo náðu blómin sér aldrei almennilega. Einmitt nú er allur gróður í görðum kominn það vel á veg, að saltrok mundi fara mjög illa með hann. ♦ Grasflatir blautar og viðkvæmar Þó trjágróðurinn sé orðinix fallegur, virðast grasfletirnir ekki vera það að sama skapi. T. d. gekk ég fram hjá gras- flötinni við Gróðrarstöðina gömlu fyrir nokkrum dögum og ljótt var að sjá hana. Ein- hver gaf mér þá skýringu, að þar hefðu nemendur nærliggj andi skóla traðkað illa í vet- ur, en ekki veit ég sönnur á því, — á satt að segja bágt með að trúa því, þar eð eng- inn barnaskólanna er í nánd. Ég nefndi þetta við Hafliða. Sagði hann að grasflatir væru yfirleitt illa leiknar eftir vætu sumarið í fyrra og mikill mosi í þeim. Væru þær því við- kvæmari en ella og þyldu minna traðk. Ef við fengjum nú þurrkasumar, væriþómögu leiki á að fá þær góðar aftur. Einmitt nú er því um að gera að ganga sem minnst um grasflatir, meðan vætan er ekki farin úr þeim. Allir vilja sjá blettina sem fall- egasta þegar fram á sumarið kemur, og því held ég að það sé meira athugunarleysi og skilningsleysi en illvilji, þeg- ar þess er ekki gætt að hlífa grasblettunum um stuttan tíma á vorin. FERDIIMAIMD T. d. er ég viss um að þeir, sem taka strætisvagna fyrir neðan Menntaskólann, vilja vinna það til, að stytta sér ekki leið eftir brekkunum, til að fá að sjá þær fallegar í sumar. En vegna þessa fyrr- nefnda skilningsleysis eða at- hugunarleysis er árlega eytt tugum þúsunda í að halda þessum brekkum fallegum og dugar varla til. Jæja, þessi pistill byrjaði á ánægjulegri göngu um bæinn og endar nú í prédikun. En það skiptir í sjálfu sér ekki máli, því hvorutveggja á að þjóna sama tilgangi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.