Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 12. maf 1960 MORCVNBLAÐIÐ 13 Dr. Páll ísólfsson: I Leninorad 26. IV. ar hver annarri þó. Útlendingar daga. Borgin var umkringd svo ÞAf), sem vekur sérstaka at- hygli mína á leiðinni frá Helsinki suður að landamærunum nýju, er snjórinn, sem alls staðar ligg- ur á milli trjánna. Öll vötn eru ísi þakin, og kuldinn eykst eftir því sem austar og sunnar dreg- ur. Við stóðum við í Viborg (Vipuri) og borðuðum. Stemn- ingin var dapurleg, Rigningjin gerði líka sitt. Nýir herrar tóku við lestinni við landamærin. •— „Finnland kveður“, sagði vagn- þjónninn, þegar hann yfirgaf lestina og kastaði kveðju á alla sem voru með lestinni. Rúss- arnir, sem við tóku, voru kurt- eisir en einbeittir á svip. Hing- að til Leningrad komum við ís- lendingarnir rúmlega 12 að kveldi. Ys og þys var á stöðinni. Mannfjöldinn geysi mikill, köll og hróp. „Intourist“-mennirnir voru að sækja okkur túristana, sem voru fjölmargir og koma okkur fyrir á hótelunum. Við' búum á „Hótel Astoria", einu stærsta hótelinu í borginni. Það fer mjög vel um okkur í alla staði. Fólkið vill bókstaflega allt fyrir mann gera. Amerik- anskan rúllar hér eins og billi— ardkúlur á bárujárni, svo að maður heldur stundum að mað- ur sé kominn til Bandaríkjanna. En hér er allra þjóða fólk, Kín- verjar og Indverjar í stór hóp- um, Skandinavar, Þjóðverjar og svo þessir þrír fslendingar! Tamara heitir hún, sæta, yndis- lega stúlkan, sem er túlkur okk- ar þriggja og eins Svía, Hall- gneen, sem hitti okkur í lest- inn. Hún talar dönsku eins og innfæddur Dani, en hefur þó aldrei til Danmerkur komið.Hún hefur nú sýnt okkur borgina í allan dag, farið með okkur um neðanjarðargöngin og loks end- aði fyrsti dagurinn á tónleikum hjá fílharmónísku hljómsveitinni. ★ sem hér dvelj'a falla í stafi yfir þessu mannvirki. Þar að auki er svo vel frá öllu gengið, að talið er víst, að aldrei geti orðið árekstrar eða slys í göngunum, enda þótt aðeins ein mínúta líði á milli þess að ný lest renni um þær allan daginn. En e f eitt- hvað kemur fyrir svo að lest stöðvist, þá stöðvast í sömu and ránni allar hinar lestirnar „autó- matískt“. — Eitt er áberandi hér. og það er hvað lítið ber á götu- auglýsingum eða ljósaauglýsing- um á kvöldin. Það er þó helzt á „Newskii-Prospektinum“ — sem er gata 4% km að lengd. Eins ber minna hér á verzlunum en í öðrum stórborgum. Mér hund- leiðist að fara í búðir. Það fór alveg með mig að fara í gegnum öll Magasín New-York borgar hér árunum, þegar ég var í Bandaríkjunum. En ég bauð kon unni minni að fara með henni í búðir hér, ef hún vildi — hún brosti, en ég ætla að standa við það! En hér fæst þó nóg af öllu. Fyrirkomulagið er með dálítið öðrum hætti en í Vestrinu. Eins og fyrr segir, er fólkið alúðlegt. Eftir því, sem maður umgengst að segja á alla vegu. Borgarbúar liðu hinar mestu hörmungar og skort. Börnin liðu hungur, en gengu þó lengst af tímanum í skólana. Loks var svo komið að lítið eitt var til af matvælum og allt útlit fyrir að borgin gæf- is upp. Hitler var búinn að á- kveða að halda sér og ráðherrum sínum veizlu mikla á Hótel „Ast- oria“ 9. ágúst 1942, eftir að hafa sigrað. Þetta vissu borgarbúar. En það stælti þá enn meir og gaf þeim aukinn þrótt. En það var bara annað, sem þann dag skeði': Shostakowitsch flutti á tónleik- um, sem svar við hinni fyrirhug- uðu veizlu, „Leningrad-sinfón- íu“ sína, er hann hafði samið þá fyrir skömmu, á meðan skot- hríðin dundi á borgina. Síðan var verkið flutt víða um heim og Toscanini stjórnaði því í New York. Annað má nefna: Konur unnu mjög mikið og merkilegt starf á þessum hörmungardög- um. Hér á ísakstorginu er ísaks- kirkjan. Hún er með gulli þökt- um turnum, eða réttara sagt kúplum. 400 kg. gulls eru talin vera á kúplunum. Konur mál- Frá bökkum Nevu. Á bakkanum fjær sést „Péturs- og Páls- vígin“ og St. Péturs-kirkjan. Leningrad er geysistór borg með um 3V2 milljón íbúa. Hún er fögur og byggð á eyjum við mynni Neva. Hér sjást engir skýjakljúfar, en byggingar eru margar mjög fagrar og stórar. Ég held ég hafi til þessa varla séð öllu heldur tilkomumeiri borg en Leningrad. Neva setur sinn mikla svip á borgina. Er hún breið og djúp. Ganga skip víst langt upp eftir henni, en nú var mikið ísrek á henni, og er hún að kasta af sér vetrarhamnum. Lítið er farið að grænka hér enn, því kúldar hafa verið miklir. En hér hlýtur að vera mjög fag- urt um að litast á vorin og sumr in, þegar allt er 1 blóma. Pétur mikli er faðir þessarar borgar, og bar hún lengst af nafn hans. Aldur borgarinnar er miðaður við 27. maí 1703, þegar Zannn byggði „Péturs- og Pálsvígið" fræga og illræmda. Er það byggt á lítilli eyju við Nevu. Annars kemur hér víða í ljós hversu umsvifamikill og merkilegur maður Pétur mikli hefur verið, enda nýtur hann víst enn mik- illar aðdáunar þjóðarinnar. — Neðanjarðarbrautin hér var byggð á 10 árum og var byrjað að byggja hana 1946, var mér tjáð. Hún er 90 metra djúp þar sem hún er dýpst, en nokkru grynnri sums staðar. Hún er svo stórkostleg að öllu leyti, að því trúir enginn sem ekki hefur sjálf ur séð hana. Hinar 10 stöðvar hennar eru hreinustu listaverk, enda alsett listaverkum og ólík- það meira, eftir því kann maður betur við það, t. d. lærir maður mikið á því að ferðast í neðan- jarðarbrautinni, en hún er allt af full af fólki af öllum stéttum — allir virðast jafnir, samt sem áður. — Og svo er það konsertinn í kvöld. Hljómsveitin var um 80 —90 manns — 18 fyrstu fiðlur taldist mér að væru þarna, og svo hinir strengirnir í samræmi við það. Stjórnandinn heitir Rojdestvenskij, fremur ungur maður, stjórnaði snoturlega og var auðsjáanlega rútíneraður. — Fyrst var leikið hið sinfóníska verk Tschaikowskys í fjórum myndum um „Manfred" eftir Byron. Tilkomumikið verk og klætt í glæsilegan hljómsveitar búning. Þá lék Igor Oistroch fiðlukonsert eftir Béla Bartok með hljómsveitinni. Hann var alveg stórkostlegur, enda er Igor nú talinn jafnoki föður sins, Davíðs og þeir feðgar taldir allra fremstir fiðluleikarar nú. Nokk- uð vantaði á að húsið, sem er stórt og rúmar mikið, væri alveg fullskipað, og varð mér á að hugsa heim, og datt í hug að víðar væri pottur brotinn en þar. Þessir tónleikar gáfu mér góða hugmynd um hið háa stig, sem tónlistin er á hér. Hljómsveit in var mjög fín og þjálfuð og sól- istinn stórkostlegur, sem fyrr segir. Hér býr tónskáldið Shosta- kowitsch. Hann er eins konar dýrlingur hér, skilst mér. Um- sátur Þjóðverja um Leningrad stóð á sínum tíma yfir í 900 uðu yfir gullið með gráum lit, til þess að Þjóðverjar stefndu síður skothíð sinni að kirkjunni. Þetta bjargaði kirkjunni, sem nú skartar aftur með gulli sínu. — Annars var Shostakowitch slökkviliðsmaður á meðan á um- sátrinu stóð og vann eins og aðr- ir listamenn að því að verja borg ina----og það tókst og skemmd ir á henni eru furðu litlar. Svíinn Hallgren spurði menn í dag, hvernig í ósköpunum tekizt hefði að verja borgina slíku of- urefli. „Okkur þykir svo vænt um borgina okkar‘f, var svarið. ★ 27. IV. Rigning, en styttir þó heldur upp. Tamara (sem hún segir að þýði Dagmar á dönsku) er komin. Nú er ferðinni heitið í Vetrarhöllina frægu, þar sem Zararnir bjuggu, en nú er búið að breyta í söfn. Höllin er geysi stór. Það er tuttugu kílómetra gangur um öll herbergi og sali hallarinnar. Við skoðum mynd- listina þar, og svo líka í Eremit- tagen", sem er stór höll, sem Katrín II. lét byggja sem ,prívat‘ stofu fyrir sig. Hún bjó í Vetr- arhöllinni með hirð sína, en Ere- mitagen var nokkurs konar „hvíldarstaður“ fyrir hina um- svifamiklu og lífsglögðu keisara inju. Hér er svo mikið og margt að sjá af beztu list veraldarinn- ar, að aðeins fáir aðrir staðir Útsýni yfir Leningrad. hafa upp á annað eins að bjóða, | allt frá forngrískri list til ný- | tízkulistar. 25 málverk eru hér t. d .eftir Rembrandt, stór salur fullur af Picasso. Þá eru fjölda- mörg málverk eftir franska 19. og 20. aldar meistara. En eitt stórt vopnasafn er hér, og hvað er annars ekki hér- Gunnar á Hlíðarenda kom mér í hug, er ég sá alla atgeirana. Maður get- ur aðeins lítið séð af öllum her legheitunum á 3 tímum. Þarna streyma ferðamannahóparnir í gegn um hallirnar hver af öðr- um, en tala þeirra er legíó. Svo fær maður sér lúr, enda laf- þreyttur. Sólin skín aftur í heiði og það glitrar á gullkúplanna á ísakskirkjunni og á öðrum kirkju turnum, sem allir eru slegnir gullplötum. Ég hefði ekki haldið að svona mikið gull væri til í veröldinni! Hér er mikið af myndum eftir Thorvaldsen og gátum við frætt Tamöru á upp- runa hans, og kvaðst hún skyldi muna að skýra frá því, að faðir hans hefði verið íslendingur. — Veit ég að Tamara litla stendur við það! Annars hefðu hér sómt sér vel málverk eftir íslenzka meistara. Á „Litla óperuhúsinu“ var í kvöld sýndur skemmtilegur ball- ett „Dóná svo blá“ samin um lög eftir Jóhann Strauss. Leik- húsið var þétt skipað og er mér sagt að öll 18 leikhús borgarinn- ar (þar af þrjár óperur) séu ævinlega full. Það kennir margra grasa hér á hótelinu. Mr. Flier er skinnakaupmaður og talar ekki um annað en minka. Mr. Goodman, sem er fararstjóri hóps Ameríkana, segir, að Mr. Flier rúmi ekki aðra hugsun í hausn- um en minka og aftur minka. En þegar ég segi honum að mink arnir á íslandi hafi verið gáf- aðri en eigendurnir og sloppið út, þá hlær hann mikinn. Og hann var enn að hlæja, þegar ég síðast vissi: „Bad business", segir Mr. Goodman. ★ 28. V. Péturs- og Pálsvígið er raunar jafngamalt sjálfri borginni. 1703 var þar stillt upp 300 fallbyssum til varnat árásum óvina. Þetta mikla og fræga vígi hefur tekið miklum stakkaskiptum síðan. 1712 var byrjað að byggja hina miklu Péturs- og Pálskirkju í víginu. Er hún merkasta bygg- ingin þar. Annars er þessi stað- ur illræmdur fyrir þær sakir, að hér hafa margir ágætismenn verið í fangelsum vígisins, þar á meðal margir af merkustu mönnum Rússlands. Meðal þeirra Maxim Gorki, sem 1905 vár inni- lokaður í Péturs- og Pálsvíginu og missti þar heilsuna. 1922 gerði sovétstjórnin vígið að safni, sem allir hafa nú aðgang að. Við skoðuðum þetta fræga virki í dag.Kirkjan var byggð á dögum Péturs mikla og lagði hann svo fyrir, að hann yrði grafinn við altari hennar. En hann dó nokk- uð löngu áður en kirkjan var fullgerð, en lík hans var smurt og látið standa uppi í kirkjunni á meðan hún var í smíðum.. Hann lagði víst einnig til að all- ir keisarar Rússaveldis, eftir hans dag, skyldu grafnir í kirkj- unni. Og nú má líta gröf hans, sem allt árið um kring er þakin lifandi blómum fyrst í röðinni og svo hver kistan (Sarkofage) hlið við hlið — en allar að vísu tómar, þótt bein sumra keisar- anna munu grafin undir kistun- um. Turn þessarar kirkju íPéturs og Pálsvirkinu, er 128 metra hár og mjór eins og spíra. Eitt sinn bilaði vængur á gullenglinum, sem er um leið vindhani efst á turninum, en enginn fékkst til að gera við hann. Vængjahaf þessa gullengils er 3 metrar. Þá tilkynnti zarinn (sem ég veit ekki hver var), að sá sem treyst- ist til að klífa spíruna og laga engilinn, skyldi frá því drekka á ríkisins kostnað eins mikið öl og hann vildi, og á hvaða krá í ríkinu sem hann óskaði. Þá gaf sig fram hraustur maður og tókst honum að framkvæma verk ið. Síðan drakk hann sig í hel á stuttutti tíma! — Fangaklef- arnir í fangelsinu eru andstyggi legir, svo að það fer hrollur um mann þegar maður sér þá! Engir ofnar, engin þægindi, en oft vatn á gólfum. Þarna var eldri bróðir Lenins fangi og síðar tekinn af lífi. Gorkij var í klefa nr. 42, í þrjá mánuði, en þá látinn í ann- an stað og loks sleppt. En þá var heilsa hans á þrotum. — Klukkan 12 á hverjum degi er hleypt af einu fallbyssuskoti í virkinu. Ólíkt skemmtilegra var að fara í „Rússneska safnið“, sem er geysi stórt safn af málverkum og myndlist Rússa fyrr og síð- ar. Þarna voru myndir frá 12. öld og ýmsir munir frá enn eldri tímum, sem fundist hafa í jörðu. Margt er fagurra mynda á safni þessu og maður gat aðeins séð lítinn hluta þess. — Nú ligg- ur leiðin til Moskvu í kvöld. Hér hefði ég viljað dvelja lengui því hér er margt dýrðlegt að sjá og heyra í litum, tónlist, mynd- list, danslist og leiklist. Eftirspurn eftir garðlönd- um minni en í fyrra JARÐVINNSLA er nú hafin í garðlöndum Reykvíkinga, en löndin eru ennþá illvinnandi vegna bleytu. Klaki er þó svo að segja alveg farinn úr þeim, að því er Hafliði Jónsson, garð- yrkjustjóri bæjarins tjáði blað- inu í gær. I vetur var sagt upp miklu af garðlöndum 1 Kringlumýrinni, eins og áður var frá skýrt. Öll I garðlönd hérna megin Elliða- ánna eru leigð, og löndin við Rauðavatn, sem áður þóttu langt í burtu frá bænum, eru nú orðin mjög eftirsótt og að mestu út- hlutað. Enn eru eftir nokkur garðlönd í Borgarmýri, sem er uppi undir Smálöndum. í ár hef- ur verjð minni eftirspurn eftir garðlöndum en í fyrra. Reikna forráðamenn garðlandanna með að nægilegt garðrými verði til fyrir þá sem vilja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.